Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 28
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna 28 FLUGMÁLASTJÓRN Flugmálastjórn óskar að ráöa rafeindavirkja í stöðu eftirlitsmanns í radíódeild. Laun samkv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Upp- lýsingar gefa Haukur Hauksson eða Þórarinn Guömundsson hjá flugmálastjórn, Reykjavík- urflugvelli. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist samgöngu- ráðuneytinu fyrir 29. febrúar nk. Lagerstarf Okkur vantar starfsmann til lagerstarfa og annarra tilfallandi starfa í apótekinu sem fyrst. Þarf einnig að vera vanur akstri í bæn- um og geta annast ýmsan akstur á sendibíl fyrirtækisins. Um er að ræða framtíðarstarf, sem ætlunin er að þróa í starf afgreiðslu- og lagerstjóra þar sem krafist verður getu til þess að starfa nokkuð sjálfstætt og bera þó nokkra ábyrgð. Æskilegur aldur er 30—35 ára. Upplýsingar hjá apótekara frá 12—18 alla opnunardaga. Laugavegs Apótek, Laugavegi 16. 1 Garðyrkjumaður Hafnarfjarðarbær auglýsir lausa stöðu garð- yrkjumanns. í starfinu flest verkstjórn vinnu- flokks, umsjón með ræktunarframkvæmdum vinnuskóla og ráðgjöf við stofnanir bæjarins. Ennfremur undirbúningur framkvæmda og hönnun smærri verka bæjarins, sem unnið verður á skrifstofu bæjarverkfræöings. Laun samkvæmt kjarasamningi starfs- mannafélags Hafnarfjarðar. Nánari upplýsingar veitir bæjarverkfræðing- ur. Umsóknum skal skila til hans eigi síðar en 5. mars 1984. Bæjarverkfræðingur. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1984 Skrifstofa Vi dag Starfsöm manneskja óskast til margvíslegra verka á skrifstofu frá kl. 13—17. Umsóknir merktar: „Rösk — 1833“ sendist augld. Mbl. fyrir nk. miðvikudag. Sölumaður Gamalgróin fasteignasala í borginni óskar eftir dugmiklum og traustum sölumanni. Góöar tekjur í boöi og meðeign kemur til greina. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf, ásamt einkunnum fylgi umsókn, sem sendist augld. Mbl. fyrir hádegi nk. mánudag, merkt: „Duglegur — Tekjuhár — 1834“. Lögfræðistofa — Ritari Ritari óskast á lögfræöistofu hálfan daginn. Góð vinnuaðstaða. Þarf að geta hafið störf strax. Góð vélritunar- og íslenskukunnátta áskilin. Æsilegt að viðkomandi hafi nokkra reynslu af bókfærslu og helst á tölvufærslu. Laun skv. samkomulagi. Umsóknum sé skilað á augl.deild Mbl. fyrir þriðjudagskvöld merkt: „Lögfræðistofa — 0938“. Snyrtivöru- afgreiðsla Okkur vantar nú þegar eða fljótlega starfs- manneskju í snyrtivörudeild okkar, Thorellu, að Laugavegi 16. Góö starfsreynsla og þekk- ing á snyrtivörum og sölu þeirra er tilskilin. Starfiö er krefjandi þjónustustarf og mjög nauösynlegir eiginleikar eru lipurð og vingjarn- leg og kurteisleg framkoma við alla. Þarf aö vera eldri en 24—25 ára. Um heilsdagsstarf er að ræða. Upplýsingar hjá verslunarstjóra snyrtivöru- deildar okkar eftir hádegi alla opnunardaga aö Laugavegi 16. Laugavegs Apótek, Laugavegi 16. Tannsmiður Óska eftir vinnu á tannsmíðaverkstæði. 1/2—1/1 starf. Upplýsingar sendist auglýsingadeild Morg- unblaösins fyrir 24. þ.m. merkt: „Tannsmiður — 134“. Kjötiðnaðarmaður eða maður vanur kjötvinnslu óskast til starfa strax hjá kaupfélagi á Austurlandi. Góö kjör fyrir góðan mann. Uppl. sendist augl.deild Mbl. fyrir nk. mið- vikudag merkt: „Kjötiðnaðarmaöur — 0939“. Laus staða Staöa varðstjóra í lögreglu ríkisins á isafirði er laus til umsóknar. Laun eru samkvæmt kjarasátnningum starfsmanna ríkisins. Umsóknarfrestur er til 7. mars 1984. 7. febrúar 1974, bæjarfógetinn á isafiröi, sýslumaðurinn i isafjarðarsýslu, Pétur Kr. Hafstein. Sölumaður Heildsölufyrirtæki í örum vexti óskar að ráða sölumann til starfa sem fyrst. Starfiö býöur uppá: 1. Góð laun sem samanstanda af föstum launum, bílastyrk og prósentum af launum. 2. Þátttöku í ört vaxandi og lifandi fyrirtæki. Starfiö krefst: 1. Starfsmanns með einhverja starfsreynslu og mikinn áhuga á sölumennsku. 2. Dugnaðar, áræðni og samviskusemi. 3. Notkunar á bíl í starfi. Þeir sem áhuga hafa á starfinu vinsamlegast leggi skriflega umsókn inn á augl.deild Mbl. merkt: „Trúnaöarmál — 0935“ fyrir kl. 16.00 miövikudaginn 22. febrúar nk. með uppl. um aldur, menntun, starfsreynslu og persónu- legar uppl. sem að gagni gætu komið við mat á hæfni. Meö allar umsóknir veröur farið sem trúnað- armál. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar tilkynningar Vörubílstjórafélagið Þróttur tilkynnir: Vegna jarðarfarar er aðalfundi félagsins frestaö til kl. 16.00 laugardaginn 18. febrúar. Á fundi miðstjórnar Alþýðusambands íslands í dag var eftirfarandi ályktun samþykkt sam- hljóöa: „Miðstjórn Alþýðusambands íslands mót- mælir harðlega áformum stjórnvalda um aö Aflatryggingasjóöur verði geröur upptækur og færður í hlutfalli við aflaverðmæti til Stofnfjársjóös fiskiskipa. Með þessu er geng- ið þvert á grundvallartilgang Aflatryggingasj- óðs, mest fært til þeirra sem mest afla, at- vinnu víöa stefnt í hættu svo og kauptrygg- ingu sjómanna." F.h. Alþýðusambands íslands, Kristin Mántylá Auglýsing frá Kvik- myndaeftirliti ríkisins til allra þeirra er fram- leiða, flytja inn, dreifa eöa sýna kvikmyndir Samkvæmt lögum nr. 33/1983 um bann við ofbeldiskvikmyndum og reglugerð nr. 800 frá 21. des. 1983 er hafin skoðun og merking allra myndbanda sem ætluð eru til dreifingar og opinberra sýninga. Menntamálaráðuneytið hefur sent frá sér dreifibréf til þeirra aðila sem hafa með hönd- um útleigu á myndböndum og það hefur upplýsingar um. Með auglýsingu þessari eru allir þeir sem hafa meö höndum útleigu á myndböndum en ekki hafa fengiö umrætt dreifibréf, beðnir að hafa samband við menntamálaráðuneytiö, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 25000 (91) og leita nánari upplýsinga um framkvæmd ofangreindra laga og reglugerða. ■ Hafnarfjörður — Deiliskipulag Samkvæmt ákvörðun skipulagssjórnar ríkis- ins með vísan til 17. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er lýst eftir athugasemdum við breytingatillögu að deiliskipulagi í Hafnarfirði (Hvammar — SA. Hvaleyrarholt). Tillaga er gerð um breytingu á fyrirkomulagi og nýtingu sambýlishúsa viö Hvammabraut, Suður- hvamm, Kelduhvamm/ Þúfubarð og einbýl- ishúsalóðar viö Ölduslóð. Breytingatillagan ásamt greinargerð liggur frammi á skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6, Hafnarfirði, frá 15. febrúar til 2. apríl 1984. Athugasemdum viö skipulagstillöguna skal skila til bæjarstjórans í Hafnarfirði fyrir 24. apríl 1984 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Hafnarfirði, 15. febrúar 1984. Skipulagsstjóri rikisins. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.