Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1984 31 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JOHN AUSLAND Treholt-njósnamálið — Viðbrögð og afleiðingar EFTIR MARGRA VIKNA eftirvæntingu hefur mál Arne Treholts færzt lítið eitt út úr sviAsljósinu. Bergmál þess á hins vegar eftir aA óma langt inn í framtíAina. Arne Treholt var sem sendistarfsmaAur mjög virkur í stjórn- málabaráttunni. Hann var handtekinn 20. janúar á flugvellinum í Osló, er hann var aA fara til Vínarborgar til enn eins fundar viA yfirmann sinn í KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna. Nú virAist þaA vera Ijóst, aö slíkir fundir hafi átti sér staA í nær 15 ár. Norskir fjölmiðlar hafa lýst handtöku Treholts sem „mest spennandi njósnamáli í sögu Noregs". Þetta segir tals- vert, því að nær 30 Norðmenn hafa verið dæmdir fyrir njósnir í þágu Sovétmanna eftir heims- styrjöldina síðari. Þar sem Osló er fremur lítil borg og Treholt lét mikið að sér kveða, þá var hann mjög vel kunnur á meðal stjórnmála- manna og fréttamanna. Eftir að hafa náð sér aftur eftir fyrsta áfallið við handtöku Treholts hafa vinir hans og kunningjar tekið til við að rannsaka per- sónuleika hans og finna skýr- ingu á hinni óeðlilegu hegðun hans. Að baki liggur hins vegar mikil reiði í hans garð fyrir að hafa svikið þá. Þeir af vinum hans, sem at- hygiin hefur aðallega beinzt að, eru Jens Evensen, fyrrverandi hafréttarráðherra, og Einar Förde, varaformaður Verka- mannaflokksins. Evensen, sem sagt hefur, að hann hafi litið á Treholt sem son sinn, hefur neit- að að ræða við fréttamenn um málið. Förde, sem þarf að verja stöðu sína á stjórnmálasviðinu, hefur verið opinskárri. Hann hefur þó gætt þess í fréttaviðtöl- um að snúa ekki með berum orð- um baki við Treholt sem vini sín- um, enda þótt hann segist harma njósnir hans. í viðtali við blaðið The New York Times, kom þó meiri gagnrýni fram i orðum Förde, en þar hafði blaðið eftir honum: „Ég get í allri einlægni sagt, að hann var maður, sem lét ekki siðgæðisreglur ráða miklu um gerðir sínar.“ Þjálfaður hjá KGB Einn hliðarþáttur Treholt- málsins var, að gagnnjósnaþjón- ustan, sem til þess var hvött af ríkisstjórninni, hagnýtti sér til fulls athygli fjölmiðla til þess að skýra fólki frá starfsemi KGB í Noregi. Margir Norðmenn voru felmtri slegnir, er þeir fengu að vita, að í Noregi eru starfandi 75—100 starfsmenn KGB, ann- aðhvort sem starfsmenn sovézka sendiráðsins eða annarra stofn- ana. Sú spurning hlaut óhjá- kvæmilega að vakna, hvernig þetta hafði getað gerzt, en þess- ari viðkvæmu spurningu er enn að mestu ósvarað. Stjórn Willochs beið með að- gerðir í 10 daga en vísaði síðan fimm sovézkum sendistarfs- mönnum og viðskiptafulltrúum úr landi. Hinn 10. febrúar til- kynnti dómsmálaráöuneytið, að enn einn starfsmaður KGB hefði verið beðinn um að hafa sig á brott. Sá maður var starfandi við Konela, sem er fyrirtæki, er flytur inn farartæki frá Sovét- ríkjunum. Það verður ekki auðvelt fyrir sovézka sendiráðið — að minnsta kosti um sinn — að fá Norðmenn til þess að þiggja heimboð til Sovétríkjanna. Þannig hefur nefnd þingmanna tilkynnt, að hún hafi hætt við fyrirhugaða heimsókn þangað. Klaufaleg viðbrögð Sovétmanna Frá byrjun brugðust Sovét- menn við handtöku Treholts af þeim klaufaskap, sem einkenn- andi er fyrir þá. í fréttatilkynn- ingum sovézka sendiráðsins var málinu vísað á bug sem móðgun. Þá ásakaði sendiráðið norsku gagnnjósnalögregluna um að hafa boðið sovézkum sendi- starfsmanni í Vínarborg hálfa milijón dollara, ef hann vildi flýja til Vesturlanda. Enda þótt uppnámið á meðal almennings út af Treholt hafi verið slíkt, að það krefðist harkalegra viðbragða af halfu stjórnar Willochs, þá hafði hún engan áhuga á þvi að fara út i neina baráttu við Sovétríkin. Þar naut hún víðtæks stuðnings af hálfu stjórnmálaaflanna i landinu. I fyrsta lagi bera flestir Norðmenn mikla virðingu fyrir mætti Sovétríkjanna, enda þótt þeir geri sér grein fyrir þeirri ógnun, sem þeim stafar af þvi. I öðru lagi hafa samskipti land- anna á sviði menningarmála og viðskipta farið mjög vinsamlega fram. Enda þótt verzlun milli landanna sé tiltölulega lítil, þá skiptir hún máli fyrir þau byggðarlög, sem hún snertir beint. Þar að auki gerir norskur iðnaður sér vonir um verulegar vörupantanir í tengslum við hagnýtingu Sovétmanna á olíu- og gaslindum þeirra í Barents- hafi. Knut Frydenlund, sem var utanríkisráðherra í stjórn Verkamannaflokksins, lét í ljós aðrar skoðanir og sömuleiðis Carl I. Hagen, leiðtogi Fram- faraflokksins. í blaðaviðtali gaf Frydenlund það til kynna með hægð, að hefði stjórn Verkamannaflokksins verið við völd, þá hefði hún orðið að grípa til afdrifaríkari ráða en stjórn Willochs gerði. Gaf hann í skyn, að ríkisstjórn Verka- mannaflokksins hefði ekki látið sér nægja að reka fáeina KGB- njósnara úr landi og síðan haldið áfram „venjulegum samskipt- um“. Hagen hvassyrtur Carl I. Hagen var hvassyrtari. Hann hélt því fram, að stjórn Willochs hefði átt að bregðast mun harðar við og átt að reka eins og 15 KGB-menn burt. Á þingi spurði hann og nokkrir stuðningsmenn hans stjórnina, hvað hún hygðist gera til þess að hindra starfsemi KGB í Noregi. Hagen notaði einnig tækifærið til þess að hefja herferð gegn þeim, sem hann kallaði „vinstri sinna“ í sjónvarpi og hljóðvarpi. Þetta bréf vakti þann ótta á meðal sumra Norðmanna, að McCarthyismi væri að koma upp aftur í Noregi. Norski Verkamannaflokkur- inn hefur sætt sig við það að þurfa um langa framtíð að burð- ast með Treholt-málið. það verð- ur enn þungbærara vegna þess, að það verða líklega ekki bara ein heldur tvenn réttarhöld í málinu. Þeir flokksmenn, sam gagnrýna NATO, eiga sennilega eftir að láta aðeins minna á sér bera, að minnsta kosti þangað til Ronald Reagan gerir eitthvað næst, sem kann að valda deilum. Treholt-málið mun hins vegar aö öllum líkindum hafa varanleg áhrif á afstöðu Norðmanna til Sovétríkjanna. (John C. Ausland hefur sltrifaA fyrir Morg unblaAM frá Osló um nokkurra ára skeid. Ilann er fyrrverandi starf.smaóur handarísku uUnríkLsþjónuNtunnar.) Bridge Arnór Ragnarsson Bridgefélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 13. febrúar lauk barómeter félagsins. Fyrir síð- asta kvöldið höfðu Árni Þor- valdsson og Sævar Magnússon náð rúmlega 100 stiga forustu, og aðeins átti eftir að spila 5 um- ferðir. Töldu menn víst að sigur- inn félli þeim í skaut, en það átti þó ekki eftir að verða. Björn Eysteinsson og Kristófer Magn- ússon gengu berserksgang, og höfðu áður en yfir lauk unnið upp forskotið og gott betur. Þeir félagar urðu þannig sigurvegar- ar en Árni og Sævar máttu láta sér nægja annað sætið. Efstu sætin á mótinu skipuðu annars eftirtalin pör: Björn Eysteinsson — Kristófer Magnússon 326 Árni Þorvaldsson — Sævar Magnússon 314 Bjarnar Ingimarsson — Þórarinn Sófusson 184 Georg Sverrisson — Kristján Blöndal 172 Ólafur Valgeirsson — Ragna Ólafsdóttir 170 Ásgeir Ásbjörnsson — Guðbrandur Sigurbergsson 154 Næsta keppni er board a match-keppni þ.e, sveitakeppni með tvímenningsfyrirkomulagi. Er áætlað að hún verði þrjú kvöld. Spilað er í íþróttahúsinu við Strandgötu, og hefst spila- mennskan kl. 19.30, mánudaginn 20. febrúar. Bridgedeild Skagfirðinga Nú er aðeins eftir að spila eina umferð í sveitakeppni og er röð efstu sveita þessi: Sveit: Magnúsar Torfasonar 112 Guðmundar Theódórssonar 107 Sigmars Jónssonar 102 Björns Hermannssonar 96 Guðrúnar Hinriksdóttur 96 Síðasta umferð verður spiluð þriðjudaginn 21. febrúar kl. 19.30 í Drangey, Síðumúla 35. Bridgefélag Kópavogs Sjöunda og áttunda umferð aðalsveitakeppni BK var spiluð fimmtudaginn 16. feb. Þegar einni umferð er ólokið er staðan þessi: Sveit stig Sigurðar Vilhjálmssonar 151 Gríms Thorarensen 118 Hauks Hannessonar 109 Guðrúnar Hinriksdóttur 105 Sveit Sigurðar hefur afger- andi forystu og hefur þegar sigr- að i mótinu. Að lokinni aðalsveitakeppn- inni hefst barometer-tvímenn- ingur 1. mars. Vandað verður til keppninnar að venju og verða glæsileg verðlaun veitt fyrir efsta sætið í keppninni sem óli Andreasson hefur gefið. Skrán- ing þátttakenda hefst fimmtu- daginn 23. feb. en einnig má til- kynna þátttöku í síma 45003 (Þórir) eða í síma 29994 (Sigurð- ur). Bridgedeild Rangæingafélagsins Eftir 6 umferðir í sveita- keppninni er staða efstu sveita þessi: Hjartar Elíassonar 94 Sigurleifs Guðjónssonar 78 Lilju Halldórsdóttur 71 Síðasta umferðin verður spil- uð á miðvikudaginn kemur í Domus Medica kl. 19.30. Hreyfill — BSR — Bæjarleiðir Tíu umferðum af 13 er lokið í sveitakeppninni og er staða efstu sveita þessi: Anton Guðjónsson 177 Þórður Elíasson 156 Cyrus Hjartarson 153 Guðmundur Magnússon 152 Flosi Ólafsson 132 Michael Gabríelsson 120 Þórir Guðmundsson 115 Ellefta umferðin verður spiluð á mánudaginn kemur í Hreyf- ilshúsinu kl. 20. Skipting sveita á milli svæða í undanúrslitum íslandsmóts í sveitakeppni 1984 Svæfti Úrslit 1983 Kvótaskipting Samtals Kcykjavík 6 sveitir 5 sveitir 11 sveitir Reykjanes 2 sveitir 2 sveitir Suðurland 3 sveitir 3 sveitir Austurland 1 sveit 1 sveit Norðurland eystra 1 sveit 1 sveit Norðurland vestra 1 sveit 1 sveit Vestfirðir 1 sveit 1 sveit Vesturland 1 sveit 2 sveitir 3 sveitir íslandsmeistarar 1983 1 sveit 1 sveit Sveitir samtals 8 sveitir 16 sveitir 24 sveitir m/Assn. Skiptinemar til Bandaríkjanna ASSE ISLAND gefur íslenskum unglingum kost á því aö fara sem skiptinemar til ársdval- ar í Bandaríkjunum. Dvalartími er frá 15. ág- úst 1984 til 1. ágúst 1985. Drengir og stúlkur fædd á tímabilinu 1. ágúst 1966 til 1. ágúst 1968 geta sótt um. ASSE ISLAND eru nýstofnuö samtök og starfa í tengslum viö samsvarndi samtök á hinum Noröurlöndunum og ASSE internation- al í Bandaríkjunum. Skrifiö eöa hringiö eftir umsóknareyöublöö- um og öörum nánari upplýsingum. Umsóknir þurfa aö berast ekki síöar en 1. marS ASSE ISLAND, American Scandinavian Student Exchange. Pósthólf 10104, 130 Reykjavik. Sími 91-19385 eftir kl. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.