Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1984 27 Guðmundur Kristín Eiður Árni Sighvatur Sigríður Dúna Friðjón Guðrún Hjörleifur Jón Baldvin Hjörleifur um íslandssögutillöguna: „Upphaf að eins konar galdraofsóknum“ Þjóðsagan eykur hæfni til fást við vanda nútíðar og framtíðar, sagði Friðjón Þórðarson Fá mál hafa fengið meiri umræðu á Alþingi, það sem af er vetri, en þingsályktunartillaga um eflingu kennslu í íslandssögu. Fyrri umræðu lauk sl. fimmtudag, á þriðja degi umfjöllunar, eftir að þingmenn höfðu látið gamminn geysa lungann úr deginum. Hér á eftir verða lauslega tíundaðir örfáir efnispunktar úr ræð- um, cfnislega eftir hafðir. Guðmundur Einarsson (BJ) sagði m.a. að sá rökstuðningur tillögumanna að auka þurfi ís- landssögukennslu til að menn öðlist trú á landið fæli það í sér að fólk almennt hafi ekki þessa trú. Fólk hafi hinsvegar sannað þessa trú með „þrautseigju sinni og búsetu í landinu", þrátt fyrir bág kjör oftlega, lágt hitastig og rigningasumur. Nær væri að búa betur að skólastarfi. Tillagan minnti sig á afstöðu strangs föð- ur, sem gerði miklar kröfur til móður sem uppalanda, en væri sjálfur upptekinn við veraldar- vafstur. Kristín Halldórsdóttir (Kvl) sagði tillöguna neikvæða og ranga. Hún væri neikvæð í garð kennara. Aðbúnaður þeirra væri hvergi nærri nógu góður. Kennsluhættir hefðu breytzt. Nú væri lögð meiri áherzla á þekk- ingarleit en utanbókarkunnáttu. Umræðan um tillöguna sé hins- vegar af hinu góða. Hún beini athygli að þörfu máli, uppeldi og fræðslu. Eiður Guðnason (A) taldi gagn- rýni á tillöguna einvörðungu byggjast á útúrsnúningum. Til- lagan gagnrýndi hvorki einn né neinn. Hún fæli í sér þrjá efnis- þætti: Að efla kennslu í sögu þjóðarinnar í grunnskólum, að glæða þekkingu og skilning nem- enda á framvindu þjóðarsögunn- ar, að stuðla að varðveizlu þess menningarsamfélags sem ís- lenzk þjóð hefði þróað með sér í ellefu aldir. Hvað er neikvætt við þetta? Tillagan fæli í sér viljayfirlýsingu, sem fremur ætti að stuðla að bættri starfs- aðstöðu kennara en hinu gagn- stæða. t tillögugreininni væri hvergi stafkrókur gagnrýni á þá þörfu stétt. Sú staðhæfing væri tilbúningur Alþýðubandalags og Kvennalista, sem tvímenntu í andstöðu við þetta mál. Auk móðurmálsþekkingar bæri ekki sízt að leggja áherzlu á að nem- endur kunni góð skil á landa- fræði síns eigin lands og sögu sinnar eigin þjóðar. Árni Johnsen (S) sagði það ekki í fyrsta sinn, heldur nokkuð gegnumgangandi, að þingmenn Kvennalista væru hallir undir sjónarmið Alþýðubandalagsins. Furðu gegndi að til væru þing- menn sem mæltu í móti tillögu sem fæti það eitt í sér að efla kennslu í sögu þjóðarinnar, sem væri ekki veigalítill hluti af þjóðararfleifðinni. Sagan og tungan væru hornsteinar menn- ingar og sjálfstæðis okkar. Ég fagna þessari tillögu, sagði Árni. Sighvatur Björgvinsson (A) sagði umrædda tillögu fjalla ein- vörðungu um tvö atriði: 1) aukna kennslu í íslandssögu á grunn- skólastigi, 2) að þessi kennsla auki þekkingu og skilning á þjóðarsögunni, trú á landið og varðveizlu menningarsamfélags okkar. „Ég held að það sé alveg bráðnauðsynlegt, herra forseti, að þessi tillögugrein fái að ganga til atkvæða. Ég sé satt að segja ekki þann þingmann á þjóðþingi íslendinga, sem gæti greitt svona tillögu mótatkvæði." Ræða Sighvatar fjallaði að meg- inmáli um skólamál almennt. Sigríóur I>úna Kristmundsdóttir (Kvl) spurði m.a. „Hvar eru þeir menn í fslandssögunni sem að kynferði eru konur? Eins og ég hef áður sagt þá þegir íslands- sagan um alla þessa kvenkyns menn, öðru nafni konur.“ Friðjón l>órðarson (S) sagði skoðanir skiptar um það menn- ingarsamfélag sem við hefðum verið að þróa í ellefu aldir. Sum- ir vildu breyta því, aðrir bylta því. „En ég held að þjóð sem vill efla sjálfstæði sitt og þjóðarvit- und uppvaxandi kynslóðar hljóti að leggja áherzlu á sögu sína, þar sem þjóðarræturnar liggja. Sú samanþjappaða reynsla sem í sögunni felst gerir okkur hæfari til að takast á við vandamálin, bæði í nútíð og framtíð." Guðrún Agnarsdóttir (Kvl) taldi Eið Guðnason afneita „sérstöðu þeirri sem lífsreynsla kvenna færir þeim í menningarlegu og sögulegu tilliti". — „Réttur kvenna til að skila sérstakri lífssýn sinni og menningararfi inn í þessa menningarheild, sem við búum við, hlýtur að vera óskoraður“. Hjörleifur Guttormsson (Abl) lauk langri ræðu með þessum orðum: „Ég sagði hér í fyrradag — ég vara eindregið við umræðu eins og hún hefur að hluta til gengið fyrir sig um endurskoðun á íslandssögunni og þörfinni á að bæta þar um. Það er nánast ekki hægt að líkja því við annað heldur en upphaf að eins konar galdraofsóknum, eins og þar hef- ur verið gengið fram ... Ég vitn- aði hér til blaðaskrifa, þar á meðal fjöllesnasta blaðs lands- ins, Morgunblaðsins, sem vakti upp þessa umræðu í nóvember sl. og hefur gengið þar fram með þeim hætti í skrifum sinum um það, að sizt er til þess fallið að tekið verði á þessum málurn" réttilega. Jón Baldvin Hannibalsson (A) talaði að meginmáli um gildi skólastarfs og menntunar. Hann vitnaði til dæmisögu: Gefið hugruðum manni fisk. Það seður hungur hans. Kennið honum að veiða. Og þið hafið kennt honum að sjá sér farborða. Góður skóli er sá sem kennir nemendum sín- um að afla sér áframhaldandi þekkingar. Eiður Guðnason (A) lauk um- ræðunni og sagði að í kennslu ætti að blanda saman því gamla og nýja og nýta það bezta úr hvoru tveggja. „Við eigum hins- vegar ekki að breyta til aðeins breytinganna vegna. Þjóðarsag- an er þjóðarreynslan og hún á að byggja upp hóflegan þjóðar- metnað, þjóðarvitund og löngun til að varðveita menningarsam- félag okkar." Bókaklúbburinn Veröld: Bóksalar hafa gengið á hagsmuni forlaga, neytenda og þeirra sjálfra „Er bókaforlögin fjögur, Fjölvi, lð- unn, Setberg og V'aka, stofnuðu Bókaklúbbinn Veröld á síðastliðnu ári, var megintilgangurinn að bjóða neytendum úrval bóka á hagsUeðu verði. Forlögin töldu þetta sameigin- lega hagsmuni neytenda og forlag- anna, sem í heild styrktu stöðu bók- arinnar f íslensku þjóðfélagi," segir m.a. í fréttatilkynningu frá Bóka- klúbbnum Veröld, en tilefni tilkynn- ingarinnar er samþykkt Félags fs- lenskra bókaverslana 14. febrúar sl. um að hætta sölu á 20 bókartitlum þessara forlaga, sem verið hafa í um- boðssölu í bókaverslununum. Ennfremur segir í frétt Verald- ar: Félag íslenskra bókaverslana hefur nú mælst til þess að félags- í framhaldi af fréttatilkynningu að- ildarforlaga bókaklúbbsins Veraldar til fjölmiðla 15. febrúar hafa forlögin sent öllum bóksölum landsins orð- sendingu. í henni eru boðaðar að- gerðir forlaganna gagnvart þeim bóksölum, sem framfylgja tilmælum Félags íslenskra bókaverslana frá 14. febrúar. „Ágæti bóksali! Samkvæmt samningi milli Fé- lags íslenskra bókaútgefenda og menn þess endursendi flestar þær bækur er bjóðast í nýjasta frétta- blaði Veraldar — og þverbrýtur þannig fyrrgreint samkomulag. Að vísu er sá fyrirvari hafður á að bóksölum sé í sjálfsvald sett hvort þeir verði við þessum tilmælum. Þær bækur sem Veröld býður fé- lögum sínum með allt að 30% af- slætti frá venjulegu verði, hafa bóksalar heimild til að taka úr sölu á meðan á tilboðstíma stendur. Hins vegar hafa bóksalar enga heimild til að endursenda þær bækur og taka þær þar með alfarið úr sölu. Bóksölum ber að hafa þess- ar bækur til sýnis og sölu eftir að tilboði lýkur, en tilboðstími er venjulega 2 til 3 vikur. Er þetta í fullu samræmi við nefnt samkomu- lag Félags íslenskra bókaútgefenda Félags bókaverslana frá síðast- liðnu hausti sem gildir til 1. júlí næstkomandi er skýrt tekið fram að heimilt sé að hafa bækur til sölu í bókaklúbbum með allt að 30% af- slætti, um takmarkaðan tíma. Þetta hafa undirrituð forlög gert hvað varðar 20 titla í síðasta fé- lagsbréfi Veraldar. Er þetta í fullu samræmi við ofangreindan samn- ing. Þær bækur sem boðnar eru með og Félags bókaverslana frá 19.9. 1983. Reglan er aftur á móti sú, að séu bækur boðnar á meira en 30% afslætti frá venjulegu verði skuli útgefendur innkalla bækurnar, ella endursendi bóksalar þær. Samþykkt bóksala nú kemur í kjölfar aðgerða þeirra gegn aðild- arforlögum Veraldar fyrir síðustu jól. Margir bóksalar gerðu þá sam- skiptareglurnar að engu og hættu sölu á fjölda bóka frá þessum for- lögum, og sköpuðu forlögunum þannig fjárhagslegt tjón. Fullyrða má að bóksalar hafi þannig gengið bæði á hagsmuni forlaga, neytenda og þeirra sjálfra — þar sem veru- leg eftirspurn var eftir mörgum þessara bóka. Aðildarforlög Veraldar hafa átt áratuga löng og ánægjuleg sam- meira en 30% afslætti hjá Veröld hafa bóksalar að sjálfsögðu heim- ild til að endursenda. Fundur í Félagi bókaverslana hefur mælst til þess við bóksala að þeir endursendi þegar í stað allar bækurnar sem boðnar eru í síðasta félagsbréfi Veraldar. Teljum við þessi tilmæli og sérhverja aðgerð til framkvæmdar tilmælunum ótvírætt brot á áðurnefndu sam- komulagi. skipti við bóksala, og vona að sú verði raunin eftirleiðis, þó breyttir þjóðfélagshættir hafi leitt til nýrra aðferða við dreifingu bóka. Forlög- in harma að nú skuli svo komið að þau neyðist ef til vill til að endur- skoða öll viðskipti sín við þá bók- sala er endursenda allar þær um- boðssölubækur er bjóðast Verald- arfélögum. Útgefendur hafa skyldum að gegna gagnvart bóksölum — og rækja þær. En forlögin telja sig ekki síður hafa skyldum að gegna gagnvart neytendum og telja sjálfsagt að landsmönnum bjóðist bækur þeirra í verslunum eftir að tilboðstíma lýkur í Veröld, enda er slíkt í fullu samræmi við fyrrgreint samkomulag. Neðanskráð forlög sætta sig ekki við að endursendar séu og þar með teknar úr sölu til frambúðar á al- mennum markaði þær bækur sem boðnar eru í félögum í bókaklúbbn- um Veröld, á því verði sem er í fullu samræmi við samninginn milli bóksala og útgefenda frá 19. sept. 1983. Hafa þau því ákveðið að innkalla allar umboðssölubækur og stöðva öll viðskipti við þær bóka- verslanir sem endursenda um- ræddar tuttugu bækur.“ Fundur um or- sakir og for- varnir gegn krabbameini Á FIINDI Kvenfélags Neskirkju, sem haldinn verður mánudaginn 20. febr. nk. mun Guðbjörg Andrésdótt- ir frá Krabbameinsfélagi Rekjavíkur flytja erindi um orsakir og forvarnir gegn krabbameini. Fundurinn hefst kl. 8.30, en er- indið verður flutt að fundi loknum um kl. 9.30. Allt safnaðarfólk er velkomið. Kabarett SKÁTASAMBAND Reykjavíkur gengst á morgun, sunnudag, fyrir svokölluðum kabarett-degi í skáta- húsinu að Snorrabraut 60. Á kabarett-deginum verður kökubasar, flóamarkaður, kaffi- veitingar og kabarettatriði, sem flutt verða nokkrum sinnum yfir daginn. Kabarett-dagurinn stend- ur yfir frá kl. 14.00-17.00. (ílr frétutilkynningu.) Qrðsending Bókaklúbbsins Veraldar til bóksala: Stöðvum öll viðskipti við þær bóka- verslanir sem endursenda bækur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.