Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 48
HLEKKUR í HEIMSKEÐJU LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Skaut tveimur skotum úr haglabyssu að mönnum og bifreið: Vopnaður maður rændi 1840 þúsundum írá ÁTVR Stal leigubifreið og ógnaði bílstjóranum með byssunni í GÆKKVÖLDI var framiA vopnad rán við næturhólf Austurhæjarútibús Landshanka íslands við Laugaveg 77. Ræninginn hafði á brott með sér um 1.840 þúsund krónur — söluinnkomu dagsins í Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins við Lindargötu. Kæninginn skaut tveimur skotum úr haglabyssu þegar hann neyddi starfsmann áfengisverzlunarinnar til þess að láta féð af hendi. Áður hafði ræninginn hótað leigubílstjóra með haglabyss- unni, látið hann aka sér út í Nauthólsvík. I'ar rak ræninginn bflstjórann úr bifreiðinni og ók á brott. Skömmu síðar átti ránið sér stað fyrir utan útibú Landsbankans. Beindi byssunni að hnakka bflstjórans Á áttunda tímanum í gærkvöldi tók Örn Reynis Pétursson, leigubíl- stjóri á Hreyfli á bifreiðinni Y-320, farþega upp í bifreið sína við Hótel Sögu. Farþeginn bað hann að aka sem leið lá að Hótel Loftleiðum, en skammt þar frá tók maðurinn haglabyssu, sem sagað hafði verið framan af og hann hafði falið á sér, og beindi að hnakka bílstjór- ans. Hann skipaði honum að aka áfram út í Nauthólsvík. Þar skip- aði ræninginn bílstjóranum að fara úr bifreiðinni og ók svo á brott. Bílstjórinn hljóp að Hótel Loftleiðum og tilkynnti lögregl- unni ránið. „Ég vil fá pokann, sem þú ert með“ Það var síðan upp úr klukkan 19.30 að ránið var framið fyrir ut- an útibú Landsbankans við Lauga- veg 77. Samkvæmt lýsingu Ginars Ólafssonar, útsölustjóra Áfengis- og tókbaksverzlunar ríkisins við Lindargötu, voru tveir starfsmenn hans, þeir Pálmi Einarsson og Konráð Konráðsson, á leið með af- rakstur sölu dagsins, um það bil 1.840 þúsund krónur, í næturhólf bankans. Hann lýsti atburðarás- inni svo: „Piltarnir óku upp að úti- búinu og lögðu bílnum við gang- stéttina eins og venjulega. Konráð fór með féð í þar til gerðum poka að hólfinu með lykla að því i hönd- unum. Kom þá maður vopnaður haglabyssu, málaður í andliti, og skaut á bifreiðina. Konráð sagði þá við manninn: „Hvað, ertu brjálað- ur?“ Ræninginn svaraði: „Ég vil fá pokann, sem þú ert með!“ Konráð sneri sér þá undan og ætlaði að forða sér, en ræninginn mundaði þá byssuna og sló til hans. Konráð setti hendina fyrir sig sér til varn- ar, en þá hljóp af annað skot. Að sjálfsögðu lét Konráð peningapok- ann af hendi." Einar tók fram í lokin, að lýsingu þessa hefði hann frá öðrum aðila. Þá bað Einar um að fram kæmi að forstjóri ÁTVR hefði fyrir mörgum árum fyrir- skipað að tveir menn færu ætíð saman með innlegg í banka í ör- yggisskyni. Ræninginn hvarf síðan á brott í leigubifreiðinni, sem hann hafði rænt. Bifreiðin, sem er af Peug- eot-gerð, fannst um klukkan hálf- tiu í gærkvöldi í porti við Braut- arholt 2. Hún var yfirgefin og haglabyssan fannst hvergi. Víðtæk leit fór fram að ræningjanum, en hann var ófundinn þegar Mbl. fór í prentun í nótt. Ræninginn talinn 35—40 ára gamall Samkvæmt heimildum Mbl. er talið að ræninginn sé 35—40 ára gamall. Hann er dökkhærður með meðalsítt hár, og yfirskegg, senni- lega falskt. Þá var maðurinn með hökutopp en talið að hann hafi málað hann á sig. Hann var í drapplitaðri blússu, í dökkum bux- um og með dökka húfu á höfði. Talið er að maðurinn sé nokkuð hávaxinn, 180—185 sentimetrar á hæð. Vopnaðir lögreglumenn vík- ingasveitanna kallaðir út í fyrrinótt var framið innbrot í verzlunina Vesturröst og hagla- byssu stolið þaðan. Líklegt mun talið, að sami maður hafi verið að verki og rændi fé áfengisverzlun- arinnar. Allt tiltækt lögreglulið var kallað út í gærkvöldi. Vík- ingasveit lögreglunnar var kölluð út, svo og sporhundur Hjálpar- sveitar skáta í Hafnarfirði. Hann var látinn þefa hugsanlega slóð ræningjans og fylgdu vopnaðir lög- reglumenn víkingasveitarinnar í kjölfarið. Volkswagenbifreið starfsmanna ÁTVR við Lindargötu, sem ræninginn skaut á, og sprengdi hjólharða. Kins og sjá má á myndinni eru skotgöt á bretti bifreiðarinnar eftir höglin. Stolna leigubifreiðin, sem ræninginn notaði á flóttanum, fannst yfirgefln í porti í Brautar- holti seint í gærkvöldi. Morgunbia«i«/Júiíus. Bókaforlög hóta stöðvun viðskipta við bókaverzlanir FJÖGIIR bókaforlög, sem standa að bókaklúbbnum Veröld, hafa ákveðið að stöðva öll viðskipti við þær bókaverzlanir, sem endur- senda tuttugu bækur forlaganna, en þær voru boðnar á sérstökum afsláttarkjörum hjá Veröld í janúar sl. Eins og fram hefur komið í Mbl., ákvað Félag bóksala að endursenda umræddar bækur á þeim forsendum að þær væru boðnar á of lágu verði miðað við samkomulag, sem aðilar höfðu gert. Bókaútgáfurnar fjórar eru Iðunn, Vaka, Fjölvi og Setberg. Sjá nánar á bls. 27. Samkomulagsdrög rædd á formannaráðstefnu ASÍ ASÍ og VSÍ sátu á samningafundum í gær og boðað hefur verið til nýs fundar í dag eftir hádegið. Erfitt var að fá fregnir af fundinum, en samningaviðræöur eru í fullum gangi. For- mannaráðstefna ASÍ verður á sunnudag og búist er við að samninganefnd ASÍ muni leggja fyrir ráðstefnuna þau sam- komulagsdrög, sem þá kunna að liggja fyrir og hugur þeirra kannaður til þeirra. Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar, sagði það sína skoðun að semja bæri til stutts tíma, ástandið í þjóðmál- um væri það óljóst að allar for- sendur samninga gætu verið breyttar innan skamms. Eins og kunnugt er hafa verið uppi raddir um það að Dagsbrún dragi sig út úr samfloti með ASÍ, en þeir telja sig hafa dreg- ist aftur úr í kjörum miðað við sambærilega hópa. Þröstur sagði ekkert ákveðið með það, en þeir héldu þeim möguleika opnum. Þá var einnig fundur með BSRB og ríkisvaldinu í gær þar sem rædd voru ýmis atriði í nú- verandi kjarasamningi önnur en beinar launahækkanir. Næsti fundur verður á mánudag. Tveggja tíma fundur var í ÍS- AL-deilunni og var næsti fundur einnig boðaður á mánudag. Beð- ið er eftir úrslitum úr samn- ingaviðræðum ASf og VSÍ og formannafundi ASÍ á sunnudag Á sunnudagsmorguninn fyrir formannafundinn verður einnig fundur í Verkamannasamband- inu og miðstjórn ASf. Þá var einnig fundur í launa- málaráði BHM í gærkveidi, þar sem tilboð ríkisins var rætt. Ekki var hægt að fá fregnir af fundinum áður en Morgunblaðið fór í prentun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.