Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1984 3 Líkan af glerhýsi í Austurstræti f GLUGGA Reykjavíkurapóteks má þessa dagana sjá líkan að fyrirhuguðu glerhýsi í Austurstræti. Er ráðgert að húsið verði á milli Pósthússins og Reykjavíkurapóteks. Endanleg ákvörðun um byggingu þess hefur ekki verið tekin og liggur beiðnin á borði byggingarnefndar. Það eru Upplýsingar hf. sem hyggjast reisa húsið og reka þaö sem skyndibitastað. Kristinn Ragnarsson arkitekt er hönnuður hússins, en það var teiknað hjá Teiknistofunni í Garðastræti 12. Iceland Seafood kaupir þorskblokk frá Danmörku „VIÐ GERUM ráð fyrir því að kaupa svipaö magn af þorskblokk af Dönum í ár og í fyrra, við fáum ekki nóg af þorskblokk frá íslandi og af þeim ástæðum kaupum við frá öðrum löndum og reynum að velja besta hráefnið sem við get- um fengið,“ sagði Guðjón B. Olafsson, forstjóri Iceland Sea- food Corppration í Bandaríkjun- um, dótturfyrirtækis Sambands- ins, í samtali við blm. Mbl. Guðjón var nýlega í Dan- mörku til að ræða við dansk frystihúsamenn og var hann spurður hvort samið hefði verið um aukningu á kaupum fyrir- tækisins á þorskblokk af Dön- um. Guðjón sagðist bæði hafa hitt forsvarsmenn fyrirtækja, sem þeir hefðu verslað við áður og einnig önnur fyrirtæki og hefði hann skoðað fyrirtækin og rætt um vörugæði og þá sér- staklega lögun á blokkinni. Sagði hann að Iceland Seafood óskaði eftir því að þau fyrirtæki sem skipt væri við, framleiddu eftir þeirra gæðastöðlum og væru sendir eftirlitsmenn til þess að fylgjast með framleiðsl- unni í frystihúsunum. „Ég var meira að ræða við þá um lögun á blokk og sjá þeirra aðstæður, en að semja um aukningu á kaup- um,“ sagði Guðjón B. Ólafsson. Cjöld á bílasínia afnumin: Verðlækkun um 30 þús- und krónur FELLDIR hafa verið niður tollar, sérstakt tímabundið vörugjald og sölugjald af bílasímtækjum, og sam- kvæmt upplýsingum fjármálaráðu- neytisins lætur nærri að niöurfell- ingin hafi í för með sér 30 þúsund króna verðlækkun á bflsímum. Tollur á bílsímum fyrir niður- fellinguna var 35%, vörugjaldið 30% og sölugjaldið 25,85%. Eftir niðurfellinguna kostar bílsími á bilinu 50 til 60 þúsund krónur, og lætur nærri að verðlækkunin sé nálægt 30 þúsund krónum á hverju tæki. Frá alhendingu tækjanna. Bætt aðstaða til ófrjósemislækninga á Landspítalanum ÞRJÚ félagasamtök hafa nú gefið kvensjúkdómadeild Landspítalans tækjakost sem bætir mjög aðstöðu til lækninga á ófrjósemi kvenna vegna skemmda í eggjaleiðurum. Eru það Reykjavíkurdeild Kauða krossins, sem gaf smásjá, Svölurnar sem gáfu rafskurðhníf og félag Soroptimista meðfylgjandi handverkstæki. Tvö fyrrnefndu tækin hafa þegar verið afhent og tekin í notkun og handverkstækin verða væntan- lega afhent í næsta mánuði. Þetta eru tilboð helgarinnar frá DAIHATSU Daihatsu Charmant 1600 Le Daihatsu Charmant 1300 LC Daihatsu Charmant 1300 LC Daihatsu Charmant 1600 Daihatsu Charmant 1600 Stat. Daihatsu Charmant 1400 Stat. Daihatsu Charmant 1400 4ra d. Daihatsu Charmant 1400 4ra d. Daihatsu Charade Runabout Daihatsu Charade Runabout Daihatsu Charadet 5 dyra Daihatsu Charade 5 dyra Daihatsu Charade 5 dyra Árg. Litur ’82 Silfurgrár ’83 Stálblár ’82 Stálblár ’81 Vínrauöur ’81 Vínrauöur ’79 Ljósbrúnn ’79 Vínrauöur ’79 Silfurgr. '81 Blár Met. ’80 Silfurgr. ’81 Vínrauöur ’80 Rauöur ’79 Grænn Km. 10 þús. 10 þús. 24 þús. 41 þús. 45 þús. 43 þús. 27 þús. 34 þús. 35 þús. 57 þús. 27 þús. 30 þús. 48 þús. Verö 280 þús. 290 þús. 250 þús. 195 þús. 180 þús. 140 þús. 150 þús. 140 þús. 190 þús. 150 þús. 190 þús. 160 þús. 130 þús. Notkun þessa tækjakosts hef- ur gefist vel erlendis. Að sögn Auðólfs Gunnarssonar, kven- sjúkdómalæknis, eru batalíkur ófrjósamra kvenna vegna skemmda í eggjaleiðurum um 20% nú og fara þær að mestu leyti eftir því hvers kyns skemmdirnar eru og hve mikl- ar. Hann sagði að með notkun tækjanna gætu batalíkur aukist um 30% —50%, þó að slíkt væri ekki hægt að staðhæfa. Aðspurður um fjölda ófrjó- samra kvenna sem þyrftu að gangast undir aðgerð vegna skemmda í eggjaleiðurum sagði Auðólfur, að nákvæm tala um fjölda þeirra væri ekki fyrir hendi. Hins vegar kvað hann um 10% allra hjóna eiga við ófrjósemisvandamál að stríða og væri vandinn hjá konunni í um helmingi tilfella. Hjá um 50% kvennanna stafaði ófrjó- semi síðan af skemmdum í eggjaleiðurum og því mætti sjá að töluvert margar konur þyrftu að gangast undir slíka aðgerð. Galant 1600 sem nýr Volvo 244 DL góöur bíll Galant 1600 Mazda 929 sjálfsk. BMW 520 beinsk. vökvast. ’81 Gr. Met. ’76 Orange ’80 Silfurgr. ’80 Rauöur ’78 Vínrauður 30 þús. 240 þús. 135 þús. 170 þús. 79 þús. 180 þús. 36 þús. 220 þús. 20 þús. 230 þús. Höfum góöa kaupendur að Daihatsu Charade árg. 1980 og 1981. DAIHATSUUMBOÐIÐ ÁRMÚLA 23 85870—81733.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.