Morgunblaðið - 18.02.1984, Page 24

Morgunblaðið - 18.02.1984, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1984 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1984 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, simi 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 20 kr. eintakiö. Endurvinnsla og lífskjör jóðartekjur hafa dregizt saman þriðja árið í röð. Þjóðarframleiðsla hefur rýrnað um 12% á þessu tímabili. Verð sjávarvöru fer lækkandi. Hins- vegar höfum við stigið mikilvæg skref upp úr öldudalnum í lækk- un verðbólgu, í lækkun vaxta og í lækkun viðskiptahalla við út- lönd. Ekkert er svo með öllu illt að ekki fylgi eitthvað gott, segir máltækið. Þær þrengingar sem við göngum nú í gegn um hafa aukið á verðskyn þjóðarinnar og beint huga hennar að margvís- legum verðmætum, sem vannýtt lÍKRja; hafa raunar runnið í súg- inn um langt árabil, illu heilli. Nefna má tvö dæmi: Fyrirtækið Sindra-Stál hefir eftir ítarlega könnun ákveðið að hefja skipulega söfnun á úr- gangspappír hér á landi og endurvinna til útflutnings á er- lenda markaði. Endurvinnsla af þessu tagi er í senn verðmæta- björgun og náttúruvernd; skap- ar atvinnutækifæri og eykur þjóðartekjur. Fyrirtækið ísbrek í Keflavík hefur á hálfu öðru ári flutt út til endurvinnslu um 300 tonn af netadræsum og hugar nú að hagkvæmni þess að endurvinna þennan úrgang hér heima. Minna má jafnframt á tillögu til þingsályktunar um betri nýt- ingu á fiskúrgangi, sem Björn Dagbjartsson flutti fyrr á þessu þingi, og hefur þann tilgang að tryggja betur nýtingu á slógi, hrognum, lifur, ýmsum kolateg- undum, gulllaxi o.fl. Ennfremur hliðstæða tillögu Guðmundar G. Þórarinssonar frá 1981 um líf- efnavinnslu, m.a. úr fiskinnyfl- um. Stærsta dæmið um vannýtt verðmæti er hin óbeizlaða orka fallvatna okkar, sem breyta má í störf og bætt lífskjör. Staðið var á öllum bremsum í málefnum orkuiðnaðar 1978—1983. Sá þvergirðingsháttur, sem þá réð ríkjum, hefur seinkað bættum lífskjörum í landinu um all- nokkur ár. Þau eru ófá tækifærin, stór og smá, sem í framkvæmd væru spor upp úr kjaralægð. Endur- vinnsla á úrgangspappír og netadræsum eru dæmi þar um. Og hvað um margvíslegt úr- gangsgler? Má ekki endurvinna það í markaðsvöru? Þá má að ósekju minna á ýmsar fornar dyggðir: nýtni, hófsemd í líferni og varðveizla margs konar verð- mæta sem við höfum handa á milli. Takist okkur að þróa efna- hagslíf til stöðugleika og frjáls- ræðis í þjóðarbúskapnum, þíða klakabönd hafta og kerfisstjórn- unar, mun hugvit og framtak fólks í landinu vísa veginn til bættra lífskjara. Það er hyggi- legra fyrir þegna þjóðfélagsins að standa saman að vexti þjóð- artekna, sem lífskjörum ráða í raun, hvað sem öllum samning- um líður, en slást innbyrðis um rýrnandi þjóðartekjur. Þræðirnir liggja víða IMorgunblaðinu í dag birtist grein sem ber fyrirsögnina: „Fréttin um ófullgerðu stýri- flaugina flaug víða" en þar er sagt frá því hvernig frétt í sjón- varpinu 13. nóvember 1983 hefur orðið kveikjan að umræðum í Noregi og Danmörku um að Bandaríkjamenn hafi í hyggju að koma þar fyrir stýriflaugum. í danska blaðinu Politiken telja menn sig geta séð skugga Nik- olai Gribins, KGB-foringja í Danmörku, á bak við það að fréttin komst í hámæli þegar dró til kosninga í Danmörku. Það var ekki íslenska sjón- varpið sem stóð fyrir því að frétt þess, sem átti rætur að rekja til frásagnar í skoska blaðinu Scotsman af bók ein- hliða afvopnunarsinna, breyttist í pólitískt bitbein á alþingi ís- lendinga eða annars staðar, heldur má rekja það til Þjóðvilj- ans og forystumanna Alþýðu- bandalagsins. Skrif og ummæli kommúnista hér á Iandi urðu olía á lygaeldinn sem Sovét- menn kynda hvarvetna á Vest- urlöndum. Sá sem stendur fyrir sendingu á lygafréttum héðan er enginn annar en E. Barbukho, forstöðumaður Novosti, áróð- ursskrifstofu sovéska sendiráðs- ins í Reykjavík. í frásögn Morg- unblaðsins í dag kemur fram að hann hefur að minnsta kosti sent tvær lygafréttir um ófull- gerðu stýriflaugina til Rauðu stjörnunnar, málgagns sovéska hersins. Gegn miðlun lygafrétta eru fá ráð haldbær í frjálsum og opnum þjóðfélögum. Mestu skiptir að blaðamenn sýni ár- vekni og láti ekki blekkjast þeg- ar ætlunin er að beita þá prett- um, en KGB hefur lagt sig fram við þá iðju undanfarin misseri. Hitt á ekki að þola að risaveldi hreiðri um sig á íslandi með áróðursskrifstofu sem gegnir því hlutverki helst að koma lygafréttum á framfæri við ís- lenska fjölmiðla og senda lyga- fréttir út úr landinu. Novosti getur ekki einu sinni sagt satt um heilsufar Sovétleiðtoga. Er tími til kominn fyrir stjórnvöld að stemma stigu við þeim ósköp- um. Samið í Járn- blendifélaginu UNDIRRITAÐIR hafa verió kjarasamningar milli stjórnar ís- lenska járnblcndifélagsins og verkalýðsfélaganna sem hlut eiga aó máli. „Samningurinn gildir frá 1. janúar sl. til 1. mars 1985. Grundvallaratriði samnings- ins er, að hann er óbreyttur frá því sem verið hefur, miðað við venjuleg afköst verksmiðjunnar. í samninginn eru hins vegar tekin upp ákvæði, sem færa mun starfsmönnum auknar tekjur þá mánuði, sem framleiðslumagn og framleiðni er meiri. Samið er um, að grunnkaups- breytingar, sem kunna að verða á almennum vinnumarkaði á samningstímanum, komi núver- andi launum til hækkunar á þeim tímum, sem þar um semst,“ segir í fréttatilkynningu sem Morgunblaðinu hefur bor- ist. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins mun samning- urinn um bónusinn þýða um 6% hækkun á launum starfsmanna á ársgrundvelli. Tilboð og gagntilboð í kjaradeilu ÍSAL: Tölur eru ekki sambærilegar MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist fréttatilkynning frá íslenska álverinu í tilefni af fréttum um 3% launahækkunarboð þess til starfsmanna sinna, sem svaraó var með gagnboði um 7,5%. Seg- ir þar að til viðbótar 3% bráða- birgðahækkun ÍSAL skyldi endurskoða kaupliðinn til sam- ræmis við almenna samninga, eigi síðar en einum mánuði eftir að þeir næðust. Þá hefði verið tilgreindur samningstími til 31. janúar 1985 og annað það sem samkomulag hefði náðst um skyldi gilda, en þar hefði verið um nokkur atriði að ræða sem verulegu máli skiptu fyrir kjör starfsmanna. Þessu hefðu verkalýðsfélög- in svarað með kröfu um 7,5% kauphækkun. Samningstími hefði ekki verið tilgreindur en boðið upp á að áfangahækkan- ir, samningstími, verðlags- og gengisforsendur yrðu ræddar. Síðar hefði komið í ljós að við- semjendur hefðu haft 1. maí eða 1. júlí í huga án endur- skoðunarákvæða eða samn- ingstíma fram á haustið með tryggingarákvæðum. Framangreindar tölur væru því ekki sambærilegar. Fulltrúar Sements- verksmiðju á fundi FUNDUR hefur verið boðað- ur hjá rikissáttasemjara með fulltrúum Sementsverk- smiðju ríkisins klukkan tíu á mánudaginn, þ. 20. febrúar. Rædd verða atriði er varða breytingu á vinnutilhögun, sem varð í kjölfar þess að tekin var upp brennsla kola í stað olíu í Sementsverksmiðj- unni. llnnið að því að tengja víra á milli Sandeyjar II og tveggja ýta í Engey, sem notaðar verða til að rétta skipið við í dag og snúa því á réttan kjöl á morgun, ef allt gengur að óskum. Morgunbiaðið/ól.K.M. Reynt að velta Sandey við á sunnudaginn SENN fer að draga til tíðinda við björgun dæluskipsins Sandeyjar II, sem marað hefur í kafi austur af Eng- ey frá því í októberlok, er skipinu hvolfdi með sviplegum afleiðingum. í gærdag unnu starfsmenn Björgunar hf. að því að tengja víra út í skipið frá eynni, en meiningin er að rétta skipið af í dag og leggja því þannig, að sem best átak náist þegar lagt verður í að velta skipinu. Tvær ýtur í Engey eru notaðar til að toga í skipið, en fyrst er sjónum þrýst út með því að fylla það lofti. Ef allt gengur að óskum í dag og sunnudag, má búast við að tilraun verði gerð til að velta skipinu síð- Vatnsdreki Björgunar hf. kemur að góðum notum við björgunaraðgerðirnar. Þetta degis á sunnudag á háflóði. er eins konar „bílbátur", jafnvígur á sjó og land. Iðnþróunarsjóður: Vöruþróun efld í íslenskum fyrirtækjum Iðnþróunarsjóður hefur undanfarið ár staðið fyrir verkefni um vöruþróun í ís- lenskum fyrirtækjum, sem lýkur um næstu mánaðamót. Verkefnið er unnið í samvinnu við Félag íslenskra iðnrek- enda, l.andsamband iðnaðarmanna og Statcns Teknoiogiske Institutt í Osló, sem annaðist skipulagningu verkefnis- ins. Tilgangur þess er m.a. að gefa þátt- ökufyrirtækjum, sem voru níu talsins, kost á að tileinka sér skipulega aðferð með vöruþróun, að undirbúa íslenska aðila til að sjá um samskonar verkefni og vekja stjórnendur fyrirtækja til um- hugsunar um nauðsyn þess að leita sí- fellt að nýjum framleiðsluvörum. Statens Teknologiske Institutt hef- ur áður skipulagt sambærilegt verk- efni i Noregi. Það sem verkefnið byggir á er nauðsyn vöruþróunar, með tilliti til þess að lífdagar hverrar vöru eru nú fyrr taldir en áður var vegna vaxandi samkeppni og aukinna krafa neytenda. Sýna markaðsrann- sóknir fram á að eftir fimm ár verði 75% þeirra vara, sem nú eru á mark- aði horfnar þaðan, eða þá að á þeim verði gerðar verulegar endurbætur. Því verða framleiðslufyrirtæki í öll- um greinum að vera vakandi fyrir nauðsyn vöruþróunnar og veita til hennar nægilegu fé. Fræðslan fyrir hina níu þáttakend- ur var þannig byggð upp að blandað var saman fræðilegu efni og raun- hæfri vinnu, með tilliti til aðstæðna hjá sérhverju fyrirtæki. Hófst verk- efnið með námskeiði um stefnumótun fyrirtækja og síðan var lagður grunn- ur að vöruþróuninni. Settu fyrirtækin þá fram þau lágmarksskilyrði varð- andi fjármál, tækni, framleiðslu og markað, sem vara eða vörutegund þurfti að uppfylla til að teljast áhugaverð og arðbær fyrir þau. Því næst var kallaður saman hópur manna við hvert fyrirtæki, sem hafði sérþekkingu á framleiðslusviði á hverjum stað. Var þannig reynt að leita eftir almennri þróun komandi ára í tækni, þörfum og kröfummark- aðsins, þannig að hvert fyrirtæki gæti gert þær breytingar á núverandi vöruvali, eða þróað nýjar tegundir, til að uppfylla betur kröfur markaðsins. Fyrirtækin sem tóku þátt í verk- efninu voru Blikk og Stál hf., Krist- ján Sigurgeirsson hf., Málning hf., Plastprent hf., Sápugerðin Frigg hf„ Smjörlíki hf., Ullardeild Iðnaðar- Nokkrir af aðstandendum verk- efnisins. F.v. Eggert Hauksson, framkvæmdastjóri Plastprents hf., Bragi Hannesson, bankastjóri og formaður Iðnþróunarsjóðs, Óskar Maríusson, framkvæmdastjóri Málningar hf., Páll Kr. Pálsson, hagfræðingur og ráðgjafi í verk- efninu, Guðmundur Kr. Tómas- son, viðskiptafræðingur, Þorvarð- ur Alfonsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunarsjóðs og Knut Gráthen, verkfræðingur STI í Noregi og ráðgjafi í verkefninu. Ljésm. Mbl./ÓLK.M. deildar Sambandsins, Vélsmiðjan Oddi hf. og Örtölvutækni hf. Á blaðamannafundi, sem aðstand- endur verkefnisins héldu nýlega, kom það fram að forráðamenn fyrirtækj- anna hefðu talið verkefnið bæta úr brýnni þörf. Eru í flestum fyrirtækj- anna nú þegar uppi hugmyndir að nýjum vörum eða breytingum á nú- verandi framleiðslu. Kostnaður við verkefnið er áætlað- ur um þrjár milljónir króna og er hann að mestu greiddur af Iðnþróun- arsjóði. Forsvarsmenn sjóðsins hafa nú í ráði að samskonar verkefni verði komið á með útflutning íslensks iðn- aðar í huga. Davíð Oddsson borgarstjóri: Miðum við að hefja framkvæmdir við báða skólana árið 1985 „VIÐ stefnum að því núna að hefja framkvæmdir við báða þessa skóla á árinu 1985 og getum þá vonandi tek- ið í gagnið hluta húsnæðisins 1986 til 1987“, sagði Davíð Oddson í við- tali við Mbl. í gær vegna gagnrýni sem fram hefur komið hjá Foreldra- og kennarafélagi Vesturbæjarskól- ans þess eðlis að borgarstjórn hygg- ist láta byggingu nýs skóla í Grafar- vogi ganga fyrir byggingu nýs Vest- urbæjarskóla þar sem ástandið væri óviðunandi. Davíð lagði þó áherslu á að þetta væri háð fyrirvara eins og þeim, að ríkisvaldið setti ekki stól- inn fyrir dyrnar. Davíð sagði að á undanförnum árum hefði vegna fjölgunar í hverfinu verið bætt við húsnæði skólans þremur lausum kennslustofum og því hefði húsrými skólans verið aukið um 50 af hundr- aði. „Hönnunarvinna er hafin við nýtt skólahúsnæði í Vesturbæn- um, en borgin hefur náttúrulega í mörg horn að líta í þeim efnum. Við þurfum að ganga frá fram- kvæmdum við Hólabrekkuskóla og Seljaskóla, jafnframt því sem við þurfum að hefjast handa við þenn- an skóla og skóla í Grafarvogi. En við miðum okkar plön, með fyrir- vara þó, við að hefja framkvæmd- ir við báða þessa skóla á árinu 1985“, sagði Davíð Oddsson. Fögnum því ef skólarnir verða byggðir samtímis segir Stefán Thors, formaöur foreldra- og kennarafélags Vesturbæjarskóla „VIÐ FÖGNUM því náttúrulega innilega ef tilfellið er að þessir skól- ar eigi að byggjast upp samtímis, þ.e.a.s. að Vesturbæjarskólinn hafi einhvern forgang. Hins vegar kemur það fram í fjárhagsáætlun fyrir stofnkostnað fræðslumála í Reykja- vík, að á þessu ári er veitt einni milljón í hönnun á Grafarvogsskóla og milljón í hönnun á Vesturbæjar- skóla. Síðan er ráðgert að veita 22 milljónum í framkvæmdir við Graf- arvogsskóla en aðeins 200.000 í framkvæmdir við Vesturbæjarskóla á næsta ári. Það er samþykkt fræðsluráðs að gera þetta svona," sagði Stefán Thors, formaður for- eldra- og kennarafélags Vesturbæj- arskólans, í viðtali við Mbl. vegna yfirlýsinga Davíðs Oddssonar, borg- arstjóra, varðandi byggingu nýs Vesturbæjarskóla. „Við erum ekki að setja út á það að framkvæmdir við Hólabrekku- skóla og Seljaskóla séu forgangs- verkefni, það eina sem við viljum er að Grafarvogsskóli hafi ekki forgang fram yfir okkur, því þar eru engin börn. Hérna eru 300 börn sem búa við þessar óviðun- andi aðstæður sem við höfum ver- ið að lýsa,“ sagði Stefán Thors. Dalvík: Hráefnisskortur og fólki sagt upp störfum Dalvík 17. tebrúar. HRÁEFNASKORTUR er nú hjá frystihúsi Kaupfélags Eyfirðinga á Dalvfk og hefur starfsfólki verið sagt upp störfum. Fiskleysi þetta stafar af því að annar togara útgerð- arfélags Dalvíkinga, Björgvin, hefur verið frá veiðum frá 1. febrúar. Við þessa bilun bætist, að lítill afli var hjá Björgúlfi í síðustu veiðiferð og landaði hann aðeins 60 tonnum nú I vikunni. Nú í kvöld fór Björgúlfur aftur til veiða. Unnið verður í frysti- húsinu á mánudag og ef til vill á þriðjudag, en þá mun allur fiskur verða unninn. Ekki er enn Ijóst hvenær Björgvin fer til veiða aftur, en alvarleg vélarbilun varð í togar- anum. Atvinnuleysi er allnokkurt á Dalvík um þessar mundir og í síð- ustu viku voru 92 skráðir atvinnu- lausir. Munar hér mikið um að engin vinnslá fer nú fram í fisk- verkun Söltunarfélags Dalvíkur en þar er unnið að því að hefja vegna beinbrots „VID vorum að sýna leikþætti úr Brúðubílnum á harnaheimili á Seifossi nú í vikunni, þegar ég datt ofan af sviðinu og braut á mér vinstri hand- legginn," sagði Helga Steffenssen, sem flestir krakkar þekkja úr Leik- brúðulandi í spjalli við blm. Mbl. í gær. En vegna þessara meiðsla Helgu verð- ur sýning á Tröllaleikjum, sem itti að vera í Iðnó á morgun, sunnudag, að falla niður. Tröllaleikjum verður því frestað rækjuvinnslu. í fyrradag kom Dalborg, togari félagsins, með um 25 tonna rækjuafla og verða Dal- víkingar enn að sætta sig við að sjá á eftir afla Dalborgar til FÉLAG íslenskra atvinnuflug- manna sendi frá sér fréttatilkynn- ingu í gær, þar sem gagnrýnd er yfirlýsing Flugmálastjórnar um rannsókn á óhappinu á Keflavík- til næsta sunnudags, 26. febrúar. „Við erum búin að gera ráðstafanir til þess að ég fái aðstoð við aö stjórna brúðunum," hélt Helga áfram. Okkur þykir afskaplega leið- inlegt að þurfa að fella niður þessa sýningu. Það var uppselt á hana og hefur raunar verið uppselt á allar sýningar frá því þær hófust í haust, en ég hef nú hægri höndina í góðu lagi og get því gert ýmislegt. Með góðra manna hjálp ætti sýningin þann 26. febrúar því að ganga alveg eins og í sögu!“ vinnslu á Akureyri. Vonandi verð- ur þess ekki langt að bíða að rækjuvinnsla hefjist í verksmiðju söltunarfélagsins. Fréttaritari urflugvelli á sunnudag, er Flug- leiðaþotan Langfari fór út af flug- braut í lendingu. Fréttatilkynning- in er svohljóðandi: „FÍA mótmælir eindregið ótímabærri yfirlýsingu Flug- málastjórnar um rannsókn á lendingu Langfara, DC-8-þotu Flugleiða. Fl A lítur svo á, að það sé í einskis manns þágu að rannsókn á óhöppum í flugi sé rekin í fjöl- miðlum. Mál sem þessi krefjast nákvæmrar og yfirvegaðrar rannsóknar. Framburður sjón- arvotta einn sér, í þessu tilviki, hlýtur að orka tvímælis. Fram að þeim tíma er niður- stöður rannsóknarinnar liggja fyrir verður að telja bæði rétt og sanngjarnt að rannsóknaraðili bíði með yfirlýsingar sínar. Ohapp Langfara á Keflavíkurflugvelli: FIA gagnrýnir Flugmálastjórn „Tröllaleikir“ falla niður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.