Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1984 17 . M Kveikjur Myndlist Valtýr Pétursson Kveikjur er nafn á sýningu, sem nú er nýlokið í ASÍ-safninu. Þarna var á ferð ungur maður með sína fyrstu sýningu, og heit- ir sá Pétur Már Pétursson. Hann kom mér sannarlega á óvart, þessi ungi listamaður. Satt að segja vissi ég ekkert um þessa sýningu, fyrr en kunningi minn einn fór að ámálga það við mig að skoða hvað væri á seyði í húsakynnum ASÍ. Heldur var ég tregur til, en dreif mig samt, og eftir því sé ég ekki. Þarna var sem sagt mjög óvenjuleg byrjendasýning á ferð og megnið af því sem sýnt var í þeim gæðaflokki, sem sjaldséður er á fyrstu sýningu ungs lista- manns. Þarna var á ferð sérlega efnilegur ungur maður, sem þeg- ar hefur unnið sér nokkurt nafn með þessari einu sýningu. Hæfi- leikar þessa pilts eru svo auð- sjáanlegir, að það er blindur maður sem ekki hrekkur við. Þarna er spenna og litameðferð sem sjaldan verður vart hjá svo ungu fólki og nú ber við. Pétur Már er fæddur 1955 og hefur orðið að sjá fyrir sinni eigin menntun, en aðeins verið nokkra mánuði í myndlistarskóla. Hann hefur þegar náð í beztu verk sín svo áberandi árangri, að ég man vart annað eins hjá svo kornung- um manni. Það eru minni mynd- ir Péturs Más, sem bera af á þessari sýningu, og eru þær allar gerðar með akryllitum á pappír. Þegar hann aftur á móti málar með sömu litum á léreft, nær hann hvergi sama árangri. Ekk- ert skal ég segja um ástæðu fyrir þessu, en þetta er mjög augljóst og blasir við. Það er sterk til- finning fyrir lit og formi í þess- um verkum og Pétur Már slær á óvenjulega uppbyggingu í flest- um myndum sínum. Manni verð- ur á að jafna þessu við sumt hjá COBRA-hópnum hér á árum og stundum má láta sér detta í hug Svavar okkar Guðnason. Ekkert er eðlilegra en menn gangi á vit fyrirrennara sinna og noti þá sem kveikju að eigin verkum, en þá verður líka að vinna á per- sónulegan máta og það tekst þessum unga listamanni. Það er langt síðan mér hefur orðið eins hlýtt til ungs málara og við að skoða þessi verk Péturs Más. Hann á vonandi eftir að fá tæki- færi til að stunda list sína af öllum þeim krafti sem maður skynjar í þessum verkum. Að lokum vil ég færa þessum unga manni allar mínar beztu óskir, og megi framtíðin bera honum starfsþrek og starfsgleði. Ef svo verður, þarf ekki að ör- vænta. Þarna eru á ferð sjald- gæfir hæfileikar, sem verða að fá að þroskast. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekið við hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtals- tíma þessa. Laugardaginn 18. febrúar verða til við- tals Ragnar Júlíus- son og Anna K. Jónsdóttir. Metsölublad á hverjum degi! Brenndu bobbingarnir: Ekkert óeðlilegt fundist á svæðinu — segir Guðmundur Sigvaldason „ÞAÐ MÁ segja, að það liggi fyrir ákveðin niðurstaða þótt hún varði ekki ummyndun bobbinganna á vörpu skipsins. Svæðið hefur verið kembt af varðskipinu Tý en þar hef- ur ekkert óeðlilegt fundist," sagði Guðmundur E. Sigvaldason, for- stöðumaður Norrænu eldfjallastöðv- arinnar. í samtali við blm. Morgun- blaðsins um dularfullar hita- skemmdir á bobbingum vörpu togar- ans Vestmannaeyjar VE um 11 mílur suður af Surtsey 30. janúar sl. „Sýni hafa ekkert leitt í ljós utan hvað að á bobbingunum sjálfum voru smáskeldýr og berg- agnir úr gömlu seti. Við því var að búast,“ sagði Guðmundur. „Það er því ekkert hægt að staðfesta um jarðvirkni eða hverahita þarna á sjávarbotninum.“ Hann sagði að allir jarðskj- álfta- og hallamælar í Vest- mannaeyjum hefðu verið á sínum stað og starfað eðlilega en þar sem staðurinn væri í 50 km. fjarlægð frá Heimaey hefði ekkert óvenju- legt komið fram á þeim. SUMIR VERSLA DÝRT - AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR Nú er svínakjöt á Góðllverði... Svínalæri 1 /íQ.OO ______AÐEINS IV/y Pr kg. Svínabógur 1 ÁQ.00 AÐEINS X Prk8- Svína kótilettur Kynnum í dag Ekta Kínverskan pottrétt Á TILBOÐSVERÐI: Franskmann i i.„ nn kartöflusktfur Fransmann Franskar kartöflur 80^55.0° 2kgl28 °° Opið /ú ábáðum til kl. stöðum AUSTURSTRÆT117 STARMÝRI 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.