Morgunblaðið - 18.02.1984, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 18.02.1984, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1984 35 Daníel Valgeir Stefánsson - Minning Fæddur 1. október 1%0 Dáinn 14. febrúar 1984 „Þegar brotnar bylgjan þunga, brimiö heyrist yfir fjöll. Þegar hendir sorg við sjóinn syrgir, tregar þjóöin öll. Vertu ljós og leiðarstjarna, lægðu storm og boðaföll, líknargjafinn þjáðra þjóða þegar lokast sundin öll.“ Hinn fagri sjómannasálmur Jóns Magnússonar skálds mun hljóma í dag í Lágafellskirkju yfir kistu frænda míns, farmannsins unga, Daníels Valgeirs Stefáns- sonar, sem allt of snemma hefur lagt á djúpið í hinsta sinn. Hann var einn fjögurra vaskra manna er fórust í hinu hörmulega slysi við Grundartanga 10. þ.m. Aldrei erum við jafn smá og hjálparvana og þegar slíkir at- burðir gerast. Fyrst er eins og hugurinn lamist, síðan víkur dof- inn fyrir sársaukanum, og margar spurningar leita á. Hvernig getur annað eins og þetta skeð? Hvers- vegna er hann tekinn frá okkur svona fljótt? Við getum ekki trúað að þetta sé satt, en að lokum verð- um við að trúa. Minningarnar þyrpast að um ljúfan dreng. Heimurinn náði aldrei að spilla honum, og sann- færð er ég um að það hefði aldrei gerst. Hann var hreinlyndur og heilsteyptur piltur, hjálpsamur og duglegur, og vildi greiða götu sérhvers manns. Um það geta allir borið sem þekktu hann, og vina- hópurinn hans Danda var stór. I fórum mínum eru erfiljóð sem amma mín átti. Þau voru ort eftir ungan frænda, sem hrapaði til bana í Látrabjargi árið 1926. Sem barn lærði ég flest erindin, og nú, þessa döpru daga leita þau fast á hugann, einkum þó þessi: Allt frá bernsku og ætíð síðan var hann yndið í æskuranni. óx hann sem fagur fífill i túni, brosti mót sólu sálin hreina. Systkinum var hann sannur bróðir, ástsæll og virtur af vina liði, Ijómaði af þrótti og þreki lífsins karlmennskudug og dáða löngun. Kær var hann öllum er kynni höfðu af drenglyndi hans og dyggð í öllu. Lýsi nú dæmið lýðum ungum ættjarðar vorrar til eftirbreytni. Elskaði sonur, ástkæri bróðir, ástvinir þínir þig sífellt trega. Þökk fyrir líf þitt, ljúft og fagurt ljómandi dæmi þinna vega. (Fr. Fr.) Já, Guði séu þakkir fyrir ævina hans Danda, þó hún yrði ekki löng. Hann lætur eftir sig dýrmætan sjóð fagurra minninga. Hann mun alltaf lifa í hugum okkar, ungur og fallegur, og aldrei gleymast þeim sem þekktu hann og elskuðu. Þökk sé honum fyrir allt gott. Elsku systir mín og mágur, börn ykkar, Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- oróasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituö og með góðu línubili. vinir og aðrir vandamenn. Al- máttugur Guð gefi ykkur styrk á þessum dimmu dögum. Öll él birt- ir upp um síðir. Fyrirgefið þessar fáu línur, ég hefði viljað gera bet- ur, en orðin eru mér svo treg á tungu. Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að skrifa um hann Danda látinn. Þið takið vilj- ann fyrir verkið. Blessuð sé minning Daníels Valgeirs Stefánssonar. Ég votta aðstandendum skipsfé- laga hans dýpstu samúð. Arndís G. Jakobsdóttir Það er dimmur og drungalegur febrúardagur og veturinn hefur gert sitt til að svipta okkur gleði okkar, en samt hefur okkur tekist að halda henni í von um að allir vetur enda taki. Þá hringir síminn og fregnin um að hann Dandi sé ekki lengur á meðal okkar kemur sem heljarhögg og í fyrstu stendur maður og neitar að trúa. Svona grimm geta örlögin ekki verið. Nú er ekki lengur hægt að umbera vetrardrungann, og síðan hrann- ast minningarnar að. Það var á átjánda afmælisdegi mínum að hann Dandi litli fæddist og það að eiga sama afmælisdag 'tengdi okkur frændurna kannski fastari böndum en ella. Og Benni frændi ók stórum malarbíl og ekki var hann Dandi orðinn hár í loftinu þegar hann fór að koma og fá að sitja í og ófáir voru þeir dagarnir sem við eyddum þannig saman í vörubílnum. Oft undraðist ég hversu stilltur og hæverskur hann var, en þó eftirtektarsamur og spurði skynsamlegra spurninga. Arin liðu og að skólagöngu lokinni tók vinnan við hjá Danda og þá kom dugnaðurinn og samvisku- semin svo af bar í ljós hjá honum. Og hann var öðruvísi en margur ungur maður í dag, því hann skildi fljótt nauðsyn þess að fara vel með laun vinnu sinnar, sem sést best á því að rúmlega tvítugur að aldri var hann búinn að eignast eigin íbúð. Hjálpsemi og fórnfýsi átti hann í ríkara mæli en al- mennt gerist og vitnar hinn fjöl- menni vinahópur hans best um það. Allstaðar var hann hrókur alls fagnaðar í vinahój)i, en þó svo hógvær og lítillátur. Árið 1978 hóf hann sjómennsku á millilanda- skipum og gat sér þar svo gott orð fyrir trúmennsku og samvisku- semi að einstakt var. Og ekki voru heimkomur hans úr siglingunum síðri því alltaf mundi Dandi eftir að koma með eitthvað til að gleðja systkini sín og foreldra og litlu systkinabörnin sín. Fátækleg huggunarorð mega sín lítils við fráfall slíks öndvegis drengs sem Daníel Valgeir var. Megi Guð gefa okkur öllum styrk í sorg okkar, minningin um Danda mun ávallt vera í hjörtum okkar, minningin um einstakan dreng. Benni frændi. Þú ert eins og náttúran vildi að þú [værir. Vöxt þinn hindraði aldrei neinn. Allir vegir voru þér færir viljinn sterkur og hreinn. Þrunginn af krafti sem kjarninn nærir klifrar þú djarfur og einn, léttur í spori og líkamsfagur lund þín og bragur sem heiðskír dagur frjálsborni fjallasveinn. (Davíð Stefánsson.) Föstudagurinn 10. rann upp kaldur og grár, um hádegi barst sú harmafregn að fjórir skipsfélagar á Fjallfossi væru týndir. Hörmu- legt slys hafði orðið, sem tók fjóra góða menn. Daníel var einn þeirra. Daníel var fjórði í röðinni af okkur sjö systkinum. Góður bróðir tekinn í blóma lífsins og átti allt lífið framundan. Dandi eins og hann var alltaf kallaður, af öllum sem þekktu hann. Hann var alltaf léttur og kátur, vinamargur og kynntist fólki fljótt. Núna þegar hann er horfinn streyma margar góðar minningar fram í huga okkar systkinanna. Það er söknuð- ur í huga og hjörtum okkar allra. Dandi sem alltaf var reiðubúinn að hjálpa ef eitthvað var að. Hann gerði okkur margan greiðann sem gleymist aldrei. Dandi giftist ekki og átti ekki börn. En minningin um hann lifir. Sársaukinn er mik- ill, ekki síst hjá foreldrum okkar sem sjá á bak góðum syni. Guð styrki þau í sorg þeirra. Litla frændfólkið sem sér á bak góðum frænda sem reyndist svo vel, og yngsti bróðirinn aðeins sex ára. Hjá þeim vakna margar spurn- ingar sem ekki er hægt að svara. En að endalokin yrðu svona snögg, hvarflaði ekki að neinu okkar, síð- ast er við vorum viðstödd skírn um jólin er hann hélt á bróður- dóttur okkar undir skírn. Öll mun- um við geyma minninguna um Danda i hugum okkar nú þegar við kveðjum hann í hinsta sinn. Minningin um hann lifir. Hvíl í friði. Að lokum viljum við votta að- standendum þeirra sem fórust með Daníel okkar dýpstu samúð. Guð styrki þá í sorg þeirra. Systkini Mig langar í nokkrum orðum að minnast Daníels Stefánssonar, unga mannsins einstaka sem fórst ásamt félögum sínum við skyldu- störf við Grundartanga. Maður spyr sjálfan sig hvers vegna hann hafi ekki fengið að njóta sín leng- ur, og við hans. Spurningunni verður aldrei svarað, en minning- una eigum við öll. Hann Dandi í Litlagerði gleym- ist ekki, sérstaða þessa ungmennis fólst einkum í því hversu alúðleg- ur hann var í framkomu, ávallt kátur og síbrosandi, en samt duld- ist engum að alvörumaður var hann jafnframt. Máske hafði stóri systkinahópurinn í Litlagerði mótað hann í uppvextinum, en systkinahópurinn var honum ein- mitt svo kær. Kröpp kjör verka- mannsins sem stritaði fyrir heim- ilinu kenndu honum einstaka ráðdeildarsemi. Hann gekk i bygg- ingarsamvinnufélag ungs fólks hér í sveit og átti orðið fallega íbúð við Grundartanga. Sjó- mannsstarfið heillaði hann ungan og varð það hans aðalstarf, en á sumrin vann hann ýmis störf er til féllu í sveitinni og alltaf gekk hann jafn glaður til vinnu hvort heldur það var uppi á Helgafelli eða við að aka vörubílum. Menn vissu að honum mátti treysta. Minnisstætt er mér er ég bað hann að aka bílnum fyrir mig nokkra daga að hann sagði mér með gleði í svip að hann væri búinn að ráða sig í skiprúm og þeir færu á morg- un. En hann leyndi því ekki að honum þætti vænt um traustið sem hann taldi að fælist í tilboði mínu, en bætti svo við að gaman hefði verið að gera þetta fyrir mig. Þannig var Dandi. Foreldrum og systkinum og öll- um ættingjum vottum við samúð okkar í þessari miklu sorg. Gísli Snorrason, Brekkukoti. AÐALFUNDUR VERZLUNARRÁÐS ÍSLANDS 1984 - þrfðjudaginn 28. febrúar, Átthagasal Hótel Sögu - Dagskrá: Mæting og móttaka fundargagna. 10:15-10:30 10:30-11:00 11:00-11:45 11:45-12:00 12:10-13:30 13:30-14:15 •1* 14:15-14:45 14:45-15:15 15:15-15:30 15:30-16:00 16:00 17:00-19:00 Setningarræða, RagnarS. Halldórsson.formaðurVÍ VERKLÝÐSFÉLÖGIN OG STJÓRNMÁLIN - Hlutverk ríkisvalds og verklýðsfélaga í viðnámi gegn verðbólgu- 1. Erindi, dr. ÞorvaldurGylfason, prófessor 2. Fyrirspurnir Starfsemi ogfjárhagurVÍ 1982-1983. Árni Árnason, framkvæmdastjóri VÍ Hádegisverður í Súlnasal Styrkveiting úr Námssjóði Ví ATVINNULÍFIÐ OG STJÓRNMÁLIN 1. Erindi, Arthur Shenfield, prófessor 2. Almennarumræðurog fyrirspurnir STÖRF, STEFNAOG SKIPULAG VÍ1984-1985 1. Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Almennar umræður 2. Laga- og skipulagsbreytingar Almennar umræður FRAMFARASJÓÐUR ÍSLANDS - kynning á undirbúningi KOSNINGAR 1. Kosning formanns VÍ 2. Úrslit stjórnarkjörs 3. Kosning kiörnefndar 4. Kosning endurskoðenda Önnurmál Fundarslit Móttaka í Húsi verslunarinnar, 7. hæð Fundarstjóri: Haraldur Sveinsson framkvæmdastjóri Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir kl. 12.00, 23. febrúar næstkomandi, í sima: 83088.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.