Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1984 15 unnar, málgagns sovéska hersins, um skýrsluna margræddu. Þar sagði meðal annars: „Þjóðviljinn, málgagn Alþýðu- bandalagsins á Islandi, birti þann 20. desember sl. frétt, sem vakti mikla athygli. Það kom í ljós að þrátt fyrir yfirlýsingar Geirs Hallgrímssonar og M. Brement er verið að ræða áðurnefnda skýrslu opinberlega í varnarmálaráðu- neyti Bandaríkjanna. Og Þjóð- viljinn sagði í hæðni: „Áætlanir, sem væru til opinberrar meðferð- ar í bandaríska varnarmálaráðu- neytinu, eru væntanlega ekki marklausar." íslenska blaðið segir frá áköf- um viðbrögðum danskra blaða við áætlunum Pentagon. H. Engels, varnarmálaráðherra Danmerkur, lýsti yfir eins og Geir Hallgríms- son gerði eiginlega, að enginn af bandarísku bandamönnunum hafi borið undir hann, hvorki opinberlega né óformlega, áætl- anir um uppsetningu eldflauga á dönsku landsvæði. Þá vaknar sú spurning: Hver er ástæðan fyrir slíkri stefnu í hegðun Bandaríkj- anna við bandamenn sína í NATO? Það mætti ætla, að í bandarísku höfuðborginni „gleymi" menn stundum að kynna sér álit bandamanna sinna, ef það getur komið sér illa fyrir framkvæmd hernaðarað- gerða innan þeirrar hernaðar- stefnu, sem núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna rekur." Þessi klausa er úr „fréttabréfi" sem Novosti sendi til íslenskra fjölmiðla 30. desember 1983, þýð- ingin er gerð af starfsmönnum sovéska sendiráðsins í Reykjavík. Hinn 3. febrúar 1984 hefur þetta mál tekið á sig þessa mynd í Rauðu stjörnunni í grein eftir J. Geizerov, sem áróðursdeild sov- éska sendiráðsins dreifði á ís- lensku, þar segir: „Áætlanir um uppsetningu handarískra stýri- flauga í löndunum í Norður- Evrópu hafa enn einu sinni sannfært, svo að ekki verður um villst, hvert er hið sanna andlit núverandi Bandaríkjastjórnar. Hún er reiðubúin að fórna banda- mönnum sínum til þess að fram- kvæma valdaóskir bandarískrar heimsvaldastefnu." Niðurstaða Politiken Kveikjan að því að Morgun- blaðið tók saman þetta efni er grein í danska blaðinu Politiken, sem leggur sig fram um að vera ekki talið hallt undir Bandaríkin fremur en norska Dagbladet, og hafa bæði blöðin til að mynda verið gagnrýnin á stefnu Atl- antshafsbandalagsins í Evrópu- eldflaugamálinu. í grein í Politiken fimmtudag- inn 26. janúar 1984, sem rituð er af Jan Stage og Peter Hertz, er sagt frá Nikolai P. Gribin, ráðu- naut við sovéska sendiráðið í Kaupmannahöfn, undir fyrir- sögninni: „KGB-chefen í Dan- mark er en lille grá mand.“ Þar kemur meðal annars fram að Gribin og menn hans hafi nýlega tekið til við að stunda falsanir og miðlun lygafrétta. Haustið 1983 hafi verið dreift bréfi, sem átti að vera undirritað af danska yfir- hershöfðingjanum, þar sem hann hvatti einkum gamalt fólk að yf- irgefa hús sín og heimili á meðan árlegar heræfingar færu fram. Þótti þetta illa falsað bréf og var rakið til Gribins í sovéska sendi- ráðinu. Síðan segir í grein Poltik- en: „Skömmu fyrir þingkosning- arnar sem fram fóru 10. janúar 1984 bárust lausafregnir um það að koma ætti fyrir stýriflaugum þó án kjarnaodda innan danskra landamæra. í ljós kom að þessi hugarburð- ar („fantasifulde tanke") átti upptök sín í Reykjavík og síðan var honum dreift til Danmerkur til að lífga upp á umræðurnar um eldflaugamálið. Einnig í þessu tilviki sást skuggi Gribins." Helga Guðrún Johnson skrifar frá Chicago: Kuldi, kraftaverk, tónleikar Janúarmánuður í gömlu glæpaborginni Chicago, var ekki með öllu tíðindalaus, þrátt fyrir mikinn kulda og ótíð. Meðal stóratburða bar björgun fjög- urra ára drengs úr ísköldu Mich- igan-vatninu. Drengurinn, Jimmy Tontlew- icz, féll út í nær gaddfreðið vatn- ið er hann var við leik á strönd- inni. Féll hann undir ís og tókst ekki að ná honum upp fyrr en eftir tæpan hálftíma. Var Jimmy þá látinn, en björgun- armenn fluttu hann þó beint á barnaspítala, þar sem hann var lífgaður við. Ótrúlegt sem það virðist, þá tókst læknum að koma hjartanu af stað á ný, þrátt fyrir svo langa dvöl í vatn- inu. Við endurlífgunina notuðust læknarnir við lyf sem hægja á allri líkamsstarfsemi og héldu svo líkama barnsins köldum, því hætta var á að heilinn þendist út og skemmdist ef líkaminn væri hitaður of snögglega. Öll Chic- agoborg stóð á öndinni í heila viku meðan læknarnir drógu úr •yfjaitjöfum til að koma Jimmy úr dái. Eftir sex daga opnaði svo Jimmy augun við veröldinni á ný og hóf að hreyfa sig. Að vísu er talið að hann þurfi að læra öll grundvallaratriði eðlilegs mann- lífs á ný, s.s. að ganga, borða og tala o.s.frv. En Jimmy er ungur að árum og verður því ekki langt að baki jafnöldrum sínum. Af tslendingum héðan er það að frétta að þeim er öllum búið að vera kalt í þessum frosthörk- um sem gengið hafa yfir Norður- ríkin allt frá því í desember. Þó birti örlítið yfir er flautuleikar- inn Björn Davíð Kristjánsson hélt einkatónleika í boði Chic- ago-háskóla um miðjan mánuð- inn. Björn hefur verið viðloðandi tónlistardeild skólans frá því í haust og m.a. leikið með tveimur viðurkenndum hljómsveitum hér í borg, annars vegar New Music Ensemble og hins vegar Civic Orchestra of Chicago, sem er eins konar undirbúningshljóm- sveit fyrir Chicago sinfóníuna. Þykir nokkur heiður að fá að halda tónleika í háskólanum, en á sínum tónleikum, flutti Björn verk eftir ýmis tónskáld — þæði einleik og einnig við undirleik Edith Anner, píanókennara við skólann. Björn heldur heim á leið innan nokkurra vikna, en hann ætlar að ljúka burtfarar- prófi frá Tónlistarskóla Reykja- víkur á næsta ári. Utan heimsókna tveggja for- setaframbjóðenda, þeirra Jessie Jackson og Ronald Reagan, til borgarinnar, hefur líf gengið sinn vanagang þrátt fyrir tafir og önnur óþægindi vegna kuld- ans. Við íslendingarnir höfum þó nokkuð fram yfir infædda um þessar mundir og það eru gömlu, góðu lopapeysurnar að heiman. Björn Davíð Kristjánsson Athugasemd vegna fréttar um aðsókn að Kvikmynda- hátíð í FRÉTT í Morgunblaöinu í dag er haft eftir Guðbrandi Gíslasyni framkvæmdastjóra ListahátíÖar að um sextán þúsund manns hafi sótt Kvikmyndahátíð og sé hún því önnur best sótta kvik- myndahátíðin frá upphafi. Ef hér er rétt eftir haft, þá fer Guðbrandur Gíslason með al- rangt mál. Samkvæmt upplýsing- um frá Endurskoðun hf., Suður- landsbraut 18, sem farið hefur með bókhald Listahátíðar, þá eru aðsóknartölur fyrri kvikmynda- hátíða sem hér segir: 1978 20.479 1980 22.500 1981 20.147 1982 19.707 Ég hef ekki með höndum tölur um aðsókn að hátíðinni 1983, sem Guðbrandur telur best sóttu há- tíðina, en hann segir þá aðsókn vera um 18.000. Ef það er rétt, sést greinilega að meðaltalsað- sókn fyrri kvikmyndahátíðanna 5 er um 20.000 gestir. Af því leiðir að aðsókn að nýafstaðinni kvik- myndahátíð er sú langlakasta frá upphafi. Með þökk fyrir birtinguna. Seltjarnarnesi, 17. febrúar, Njörður P. Njarðvík, fyrrv. formaður framkvæmda- stjórnar Listahátíðar. Wterkur og k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! Lækkun á Kynntu þér Honda áöur en þú velur þér bíl. Vandvirkni og nákvæmni eru einkunnarorö þeirra sem framleiöa Honda-bíla og tryggir eigendum mest fyrir peningana. Civic 3ja d. beinsk. Civic 3ja d. sjálfsk. Civic 4ra d. beinsk. Var 274.400, - 310.400, - 330.000.- Nú 251.000.- 288.000,- 303.000,- Lækkun 23.400.- 22.600.- 27.000,- OPIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 1—5. HONDA Á ÍSLANDI — VATNAGÖRÐUM 24 — SÍMAR 38772 — 39460.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.