Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRUAR 1984 34 Minning: Brynhildur Stefáns- dóttir frá Merki Fædd 25. mars 1908 Dáin 11. febrúar 1984 Brynhildur Stefánsdóttir, Ijósmóðir, frá Merki á Jökuldal, dó 11. febrúar sl. á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum, hátt á 76. aldursári. Ilún hafði búið við heilsubrest í tæpt ár, en var þó fram undir síð- ustu áramót svo hress, að hún gat oftast sinnt störfum og hugðar- efnum. Síðustu tvo mánuðina dvaldist hún þó að mestu leyti á sjúkrahúsi. Guðrún Brynhildur Stefáns- dóttir, eins og hún hét fullu nafni, var fædd í Merki 25. mars 1908. Foreldrar hennar voru Stefán Benediktsson frá Hjarðarhaga og Guðný Björnsdóttir, bónda í Merki Jónssonar. Guðný dó á gamlársdag 1917 en Stefán 21. des. 1954. Stefán í Merki var farsæll bóndi, hygginn maður og friðsam- ur, sem kunni sér hóf í öllum hlut- um; glaðlegur og hlýr í viðmóti, orðvar og góðgjarn. Hann var elst- ur margra systkina og fjölmenns hóps venslafólks á Jökuldal, er leit til hans sem eins konar ættar- höfðingja, sem kynni ráð við hverjum vanda og alltaf væri hægt að leita til um forsjá, þegar eitthvað bjátaði á. Sjálfum hefúr mér alltaf fundist að Síðu-Hallur hljóti að hafa verið líkur honum, þessum yfirlætislausa, vitra og virta frænda mínum. Það orðspor, sem fór af Guð- nýju, fyrri konu Stefáns, bendir til þess að hún hafi verið mannkosta- kona og dugandi húsmóðir, þrátt fyrir vanheilsu síðustu árin. Seinni konu hans, Stefaníu Óla- dóttur, man ég vel. Hún var ágæt búsýslukona og vel metin í sveit- inni. í Merki var alltaf búið af natni og snyrtimennsku og þar sveif ör- yggi, fyrirhyggja og jafnaðargeð meira yfir vötnum en á flestum öðrum bæjum. Það var eins og þar liði öllum ævinlega vel. Enginn auður var þar saman kominn, en farsæl og þokkaleg af- koma. Börnin voru mörg, sjö af fyrra hjónabandi Stefáns en fjög- ur af því síðara, og komust öll til þroska. Þar var líka oftast eitt- hvað fleira af fólki, vinnufólk, venslafólk, stundum gamalt fólk, og lausafólki þótti gott að eiga þar athvarf. Á þessu fjölmenna en kyrrláta og siðgóða heimili ólst Brynhildur upp. Nítján ára gömul fór hún í skólann, sem Sigrún og Benedikt Blöndal héldu í Mjóanesi. Líklega hefur það verið þar sem hún lærði vefnað. Eitt það fyrsta sem hún lagði áherslu á að eignast, var vefstóll, sem hún sat oft við þegar hún þurfti ekki að sinna öðru, því auðum höndum gat hún aldrei set- ið. Nokkru seinna, líklega 1930 eða 1931, hélt hún til Reykjavíkur og vann þar þau störf sem buðust, og algengust voru. Meðal annars var hún í vist hjá Páli ísólfssyni tónskáldi og fjölskyldu hans, og minntist þess oft, hve viðkunnan- legt og skemmtilegt það fólk hefði verið. Þá vann hún á barnaheimil- inu á Silungapolli, a.m.k. tvö sum- ur. En 1934, þegar Stefanía stjúp- móðir hennar andaðist, kom hún aftur heim, til að veita búinu í Merki forstöðu. Árið 1937 hélt hún aftur til höf- uðborgarinnar að læra ljósmóður- fræði, sem þá tók eitt ár. Að því loknu gerðist hún ljósmóðir á Jök- uldal og gegndi því starfi í seytján ár, ásamt ráðskonustarfinu í Merki. En 1955 breytti hún til. Þá var faðir hennar látinn og Sigríð- ur kona Óla hálfbróður hennar að taka við húsfreyjustarfinu í Merki. Fluttist Brynhildur þá á Egilsstaði og gegndi ljósmóður- störfum þar og á Jökuldal til 1964. Á þessum tíma var Egilsstaða- þorp í örum vexti. Ein þeirra stofnana sem komst þar á fót um þetta leyti var sjúkraskýli. Þar starfaði Brynhildur, var ráðskona, hjúkrunarkona eða ljósmóðir, eft- ir því sem þörf krafði á hverjum tíma. Auk þess hlynnti hún að sjúkraskýlinu talsvert umfram það, sem skyldan bauð, hafði með- al annars forgöngu um að lagfæra og rækta lóð þess og útivistar- svæði og vann sjálf að því ófáar stundir. Þá kom hún upp vísi að bókasafni á sjúkrahúsinu og varði til þess dálítilli fjárfúlgu, sem hún erfði eftir föðursystur sína, Elísa- betu Benediktsdóttur, en Bryn- hildur var stoð hennar og forsjá í langri elli. Enn urðu kaflaskipti í lífi Brynhildar árið 1964. Þá hætti hún störfum á Egilsstöðum og fluttist til Reykjavíkur, keypti gamalt, lítið hús við Bergstaða- stræti og bjó þar í þrettán ár. Vann hún þá á fæðingarheimili Reykjavíkur eða í tengslum við það að fæðingarhjálp og eftir- litsstörfum. Ekki veit ég, hve mörgum börnum hún hjálpaði inn í ljós þessarar veraldar, en 1962 var hún búin að taka á móti þrem hundruðum. Eitthvað vann Brynhildur á Hrafnistu á þessu tímabili, og vera má að hún hafi stundað fleiri störf þar syðra. Einhvern tíma á þessum árum gafst henni tækifæri til að fara til Ameríku og dvelja þar um hríð. Hafði hún mjög gam- an af þeirri för, sem varð eina utanlandsferð hennar á ævinni. Þessari Reykjavíkurdvöl lauk 1977. Þá flutti Brynhildur austur á ný; seldi hús sitt í Reykjavík og varði andvirðinu til að byggja sér hús á Egilsstöðum. Gekk hún að því með sömu atorkunni og öllu öðru, kom húsinu upp ásamt bíl- skúr og gróðurhúsi og græddi lóð- ina með trjám og blómum. Þar bjó hún síðan til æviloka og var hús hennar eins konar framlenging af heimilinu i Merki, þar sem frænd- ur og vinir voru alltaf velkomnir og fannst þeir vera heima hjá sér. Ekki undi hún sér án starfs, vann á elliheimilinu á Egilsstöðum þangað til í fyrra; mun stundum jafnvel hafa þurft að hlynna að fólki sem var yngra en hún. Brynhildur var þrekmikil og heilsuhraust alla ævi uns dauða- meinið settist að henni. Hennar verður ekki minnst án þess að geta um frábæran dugnað hennar, kjark og athafnagleði. Áræðið og atorkan kom oft vel fram í ljós- móðurstarfinu, þegar hún þurfti ef til vill að fara norður í Möðru- dal eða á Dalsenda, tugi kíló- metra, í vetrarófærð og illviðrum. Samgöngutækin gátu eftir atvik- um verið bíll, hestar, snjósleði, skíði eða farskjótar postulanna, en það skipti ekki máli, ef þörf og skylda kölluðu hana til farar, og alltaf komst hún heilu og höldnu á leiðarenda. Þess skal getið að hún kunni sjálf ágætlega á öll þessi farartæki, átti til dæmis snjósleða og fór síðustu ferð sína á honum norður að Hnúksvatni á Jökul- dalsheiði í desember í vetur, en þar átti hún dálítinn kofa. Er vafasamt að margar konur sjötíu og fimm ára fari slíkar vetrarferð- ir án þess að brýn nauðsyn reki þær til þess. Brynhildur var mikið gefin fyrir útilíf, stundaði garðrækt af mikl- um áhuga hvar sem hún dvaldist, iðkaði fjallaferðir og veiðar í ám og vötnum og stuðlaði að byggingu og viðhaldi sæluhúsa og ferða- mannaskýla í óbyggðum. Dugnaðurinn, ásamt jafnlyndi og glaðsinni, var sterkasta ein- kenni Brynhildar og aflaði henni vina hvar sem hún fór. Hún giftist ekki né eignaðist börn, en samt voru öll hennar störf unnin í þágu lífs og vaxtar, af óeigingirni og skyldurækni. Þess vegna verður minning hennar vinum hennar alltaf kær. Hvíli hún í friði. Benedikt Sigurðsson Mig langar að minnast Bryn- hildar vinkonu minnar og frænku nokkrum orðum. Brynhildur var fædd að Merki á Jökuldal, dóttir hjónanna Stefáns Benediktssonar bónda og skálds í Merki og Guðnýjar Björnsdóttur. Brynhildur lærði ljósmóðurfræði ung að árum og var lengi ljósmóð- ir á Jökuldal, oft við erfiðar að- stæður. Til Egilsstaða flyst hún svo og tekur að sér forstöðu sjúkrahúss- ins þar og vinnur hún hin ólíkustu störf, jafnt inni sem utan dyra í mörg ár. Síðan flytur hún til Reykjavíkur og erjar á ýmsum stöðum, oftast við hjúkrun. Á Reykjavíkurárum sínum eignast Brynhildur litla íbúð, en selur hana fyrir um það bil 7 árum og byggir sér lítið snoturt hús á Eg- ilsstöðum og vinnur þar, mest við hjúkrun, þar til hún veiktist sl. vor. Það var á Egilsstöðum árið 1956, sem fundum okkar Brynhild- ar bar fyrst saman, er ég var í orlofi hjá foreldrum mínum, Ara Jónssyni héraðslækni og konu hans, Sigríði Soffíu Þórarinsdótt- ur. Brynhildur var ákaflega geð- þekk og litrík persóna sem laðaði að sér alla, jafnt unga sem aldna, og hreif þá með, til þess að taka þátt í sínum áhugamálum, sem voru mörg og ólík, allt frá bók- lestri og bókasöfnun til ferðalaga og fjallgangna. Það var því nokk- urn veginn sjálfgefið að ég hænd- ist að Brynhildi og bundumst við tryggðarböndum til hinstu stund- ar. Brynhildur var tíður gestur hjá mér á Reykjavíkurárum hennar og eins var hún oft til húsa á mínu heimili þegar hún var á ferð hér syðra. Eins og ég sagði átti Brynhildur mörg og skemmtileg áhugamál, var það alltaf tilhlökkunarefni að hitta hana. Hún vasaðist í mörgu og kom manni stöðugt á óvart, hvað henni hafði hugkvæmst að gera og hvernig hún gat fram- kvæmt það. Hún var ýmist búin að sjá leik- sýningu, fara á tónleika eða þá með fágætt eintak af bók, búin að kaupa snjósleða eða saunabað. Svo fátt eitt sé nefnt sem hún afrek- aði. Það var ekki nóg með að Bryn- hildur væri ræktarkona, heldur var hún líka mikil ræktunarkona, sem hvarvetna gerði garðinn frægan. Man ég fyrst eftir að hún ræktaði kartöflur, kál og blóm í spítalagarðinum á Egilsstöðum og hér syðra reisti hún sér gróðurhús og sama gerði hún við nýja húsið sitt á Egilsstöðum. Auk þess hafði hún hún brennandi áhuga á trjá- rækt. Mig langar að segja hér smá- sögu: Ég er ekki mikill fjallagarp- ur, en það var fyrir áeggjan Brynhildar að ég komst á Mó- skarðshnjúka og efst upp á Esju. Eins og þeir vita sem hafa klifið þessi fjöll er einstigi norðan í Esju, sem menn verða að fara og bjóst ég við að þar þyrfti að hjálpa Brynhildi, sem var elst okkar ferðafélaga, en það snerist heldur en ekki við, það var hún sem hjálpaði okkur. í þessu ferðalagi kynntist ég því, hvað lítið getur farið fyrir nauðsynlegum hlutum sem menn þurfa að hafa með sér í fjallgöng- ur. Brynhildur var með lítinn bakpoka með sér, en hann innihélt allar nauðsynjar, allt frá sára- böggli til sjónauka, auk næringar- ríks nestis. Brynhldur spillti ekki tíma sín- um í eltingarleik við Amor eða Bakkus, hún var sjálfri sér nóg. Félagi var hún í Ferðafélagi Aust- urlands og fór í ferðalög á þeirra vegum um fjöll og firnindi. Brynhildur var af góðu bergi brotin. Faðir hennar, Stefán Bene- diktsson, yrkir: „Það væri synd að hafa hátt við hinsta beðinn þinn, þvi hljóðlát var þín ástúð öll um æviferilinn. Hér mega aðeins ástartár um úrga falla kinn.“ Því verður Brynhildur ekki kvödd með bumbuslætti, það er ábyggilega ekki hennar vilji, en grun hef ég um að það komi fram, þegar erfðaskrá hennar verður lokið upp, hve heilsteypt rækt- armanneskja hér er kvödd og þá mun vera gott að að hafa í huga orð föður hennar: „Gott er að minnast góðra vina, gengnir þó að séu braut, gleðistunda geislar skína, sem gáfust meðan þeirra naut. Gott er að minnast góðra vina.“ Erna Aradóttir Minning: Lára Guðbrandsdótt- ir Vestra-Skagnesi Fædd I. janúar 1914 ___Dáin 5. febrúar 1984 Nú er hún Lára á Nesi dáin og litli dalurinn hennar stendur eftir fátækari en áður. Með þessum lít- ilfjörlegu kveðjuorðum langar mig að tjá þakklæti mitt fyrir þá hlýju og alúð sem ég og mín fjölskylda urðum ævinlega aðnjótandi af hennar hendi. Mér er Ijúfast að minnast Láru frá þeim árum þegar ég sem ungur drengur dvaldi sumarlangt að Nesi og veikindi hennar sem seinna gerðust svo illvíg höfðu ekki enn náð yfirhöndinni. Á þess- um árum dvaldist fjöldi barna um lengri eða skemmri tíma að Nesi og ég veit að Lára var þeim afar góð og mörgum þeirra var hún trúnaðarvinur. Ég minnist þess alltaf hversu gaman var að segja henni frá hugðarefnum mínum sem vöktu nú ekki alltaf áhuga fullorðna fólksins. Lára hafði allt- af skap til að hlusta, tala og setja sig inn í málin þó ekki væru þau alltaf stórvægileg. Hún sýndi áhuga, sem manni þótti oft vanta hjá öðrum futlorðnum og saman gátum við velt vöngum heillengi yfir vandamálum og hugdettum úr heimi barnsins. Það voru holl kynni fyrir ungan svein að kynn- ast Láru á þessum árum og allri hennar afstöðu. Fólkið, vinnan, dýrin og landið, allt var þetta henni mikils virði. Lára Guðbrandsdóttir fæddist að Loftsölum í Mýrdal þann 1. janúar 1914 dóttir hjónanna Elín- ar Björnsdóttur húsfreyju og Guð- brands Þorsteinssonar bónda og vitavarðar. Hún ólst upp í hópi 15 systkina sem öll komumst á legg. Á þeim tíma voru sveitirnar ið- andi af mannlífi, sveitaheimilin fjölmenn og straumurinn í þétt- býlið ekki kominn á það stig sem seinna varð. lífið í sveitunum var fjölskrúðugt með öflugu félagslífi og samgangi manna í millum og oft var glatt á hjalla. Mér er næst að halda að uppvaxtarskilyrði á Loftsalaheimilinu hafi verið með besta móti þrátt fyrir að búið væri lítið og margir munnar til að fæða. Þarna í einni fegurstu og gjöfulustu sveit landsins, í stórri fjölskyldu, óx Lára úr grasi og úr sveitinni sinni fluttist hún aldrei. Árið 1940 giftist Lára eftirlif- andi manni sínum, Steinþóri Elí- asi Jónssyni, frá Vestra-Skagnesi og settust þau þar að. Þau eignuð- ust 2 börn, Guðbrand, sem nú er deildarstjóri við Tækniskóla ís- lands, og Sigríði, sem nú stýrir búi að V-Skagnesi. Síðustu æviár sín barðist Lára við erfiðan og vægðarlausan sjúkdóm sem að lokum lagði hana að velli. Sú barátta var hetjuleg og þótt holdið léti á sjá var andinn sívirkur og lét hvergi undan. Hún átti því láni að fagna að eyða slð- ustu árunum með sínum nánustu. Það var alltaf gleðilegt að koma að Nesi hin síðari ár og verða vitni að því hversu vel Láru leið þrátt fyrir veikindi hennar. Þar naut hún frábærrar umhyggju Siggu dóttur sinnar og það hefur áreiðanlega ekki verið henni lítils virði að vita sig I svo traustum höndum. Ég heíd ég geti fullyrt að heima á Nesi leið Láru eins vel og hugsast gat miðað við allar aðstæður. Lára hafði lag á því að njóta þess sem hún gat notið hin síðustu ár en vissulega settu veikindi hennar skorður við því. Umkringd fjölskyldu sinni og barnabörnum naut hún þess öryggis og hlýju sem aldraðir og sjúkir fara oft á mis við nú á dögum. Það voru oft skemmtilegar stundir við eldhús- borðið á Nesi þar sem rabbað var saman, drukkið kaffi og spilað fram eftir kvöldi, oft fram á nótt. Alltaf var Lára í miðpunkti, áhugasöm um heima og geima og gamansemi hennar var viðbrugð- ið. Við sem til sáum gátum ekki annað en dáðst að þeirri umönnun og aðbúnaði sem Lára hlaut hjá ástvinum sínum og gerði henni kleift að njóta sín til fulls. Fyrir vikið leið öllum vel sem gistu að Nesi. Ég veit að það verður gaman í ð koma að Nesi hér eftir sem endra- nær en óneitanlega er skarð fyrir skildi og ögn verður tómlegra við eldhúsborðið en áður. Ella, Siggu og Guðbrandi sendi ég dýpstu samúðarkveðjur, þau hafa mikils að sakna. Ég þakka ómetanleg kynni af hlýrri manneskju. Bless- uð sé minning Láru Guðbrands- dóttur. Björn Guðbrandur Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.