Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1984 Fræðsluþættir frá Geðhjálp: Sponna er eðlileg og nýtileg Kvíði og spenna eru jafn eðlileg og hungur og þorsti. Það er nauðsyn- legt að finna kvíða til þess að undirbúa/ aðvara okkur, svo við getum forðast eða leyst — kom- ist yfir, unnið aðstæður sem geta orðið okkur hættulegar. Einnig getur spenna verið örvandi/- skemmtileg uppspretta. Fólk sækir t.d. keppnisleiki, spenn- andi/hættulegar útiíþróttir (rallýakstur, fjallaklifur) og horfir á hryllingsmyndir til þess að upplifa þessa tegund spennu. Upphaflega eru kvíði og spenna aðferðir okkar til sjálfs- varnar, þegar við stöndum and- spænis ógnun við öryggi okkar, heilbrigði, hamingju og sjálfs- virðingu — ógnun eins og sjúk- dómum, slysum, ofbeldi, fjár- hagsörðugleikum, erfiðleikum í vinnunni, vanda í samskiptum fjölskyldunnar. Við hyggjum alltaf ranglega að slíkir erfiðleikar og spenna sé eitthvað nýtt. Sannleikurinn er að við lifum í dag undir stöðugu álagi af harðri samkeppni, efna- hagslegu óöryggi og möguleikan- um á kjarnorkustyrjöld. En við verðum að muna að forfeður okkar horfðust í augu við jafn- mikla erfiðleika, — þótt annars eðlis væru, svo sem sjúkdóma, hungur, yfirgang/ráð annarra þjóða, og einnig heimsstyrjaldir. Þrátt fyrir það er mikill mis- munur. Lífið nú á dögum er flóknara. Margar andstæðar kröfur eru gerðar til okkar. Gömlu vinnuaðferðirnar sem gengu í erfðir frá föður til sonar áður fyrr eru nú úr sögunni á tímum háþróaðrar tækni, þar sem aðstæður eru stöðugt að breytast. Oft verðum við að finna lausn- ina á einu augnabliki. Það sem er eðlilegt viðbragð á heimili, getur talist óeðlilegt í skóla eða á vinnustað. Það sem passar ein- um félagsskap (þar sem við er- um) getur verið gagnrýnt eða hafnað í öðrum. Við erum í sömu aðdstöðu og ferðamaður, sem lendir allt í einu á annarri plán- etu, og hefur ekki minnstu hugmynd um hvernig hann á að haga sér, hvernig kerfið vinnur, og engan til að gefa góðar upp- lýsingar. Allir standa andspænis erfið- leikum — þess vegna hafa allir reynslu af spennu. En þó eru tímabii þar sem kvíði og spenna koma án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Ástæðan getur verið langvarandi vinnuálag eða erfið- leikar séu yfirstignir, og ein- staklingurinn þreyttur og ör- magna og geti þess vegna ekki hugsað skýrt né stjórnað tilfinn- ingum sínum. Stundum koma fyrir árekstrar á milli uppeldis og aðstæðna, — t.d. boðorðið „þú skalt ekk stela" — og þess raun- veruleika að svíkja undan skatti. Oft veldur eitthvert atvik í fyrri reynslu spennu eða kvíða. Það getur haft mikil áhrif á þann sem fyrir því varð, þótt aðrir tækju ekki eftir því. T.d. þeir sem lifðu kreppuna verða mjög kvíðnir er saman dregur og at- vinna minnkar. Yfirleitt hefur manneskjan hæfni' ti! að sigrast á tilfinn- ingalegum erfiðleikum og krepp- um, og rétta úr kútnum að þeim loknum. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þó kvíði og spenna séu óþægilegar tilfinn- ingar, þá eru þær eðlilegar og við þurfum ekki að hafa langtíma áhyggjur á þeim. Samt sem áður virðist líf sumra einstaklinga vera löng röð af litlum og stórum kreppum/áföllum. Þar getum við séð einkenni langvarandi og djúpstæðs kvíða. Við þurfum að- eins að vera á verði þegar til- finningaleg útrás spænnu og kvíða skeður oft, ýtir okkur út af spori daglegrar hegðunar, og varir lengi. Hvernig veistu hvað er að ske? Hér eru nokkrar spurningar um þau einkenni er fram geta kom- ið. Ef mörg atriði á þessum lista eru orðin vani í þínu daglega lífi, þá táknar það ógæfu. En það krefst þess að eitthvað upp- byggjandi sé gert til að leysa vandann. Gera minniháttar vandamál eða ágreiningur þig ófæran um að taka ákvarðanir? Átt þú í erfiðleikum með að umgangast fólk, eða á fólk í erfiðleikum með að umgangast þig? Eru smáatriði hins daglega lífs hætt að gleðja þig? Getur þú ekki hætt að hugsa um kvíðann? Ertu hrædd(ur) við fólk eða kringumstæður sem þú óttað- ist ekki áður? Ertu tortryggin(n) við vini þína eða fólk yfirleitt? Hefur þú tilfinningu af að vera fastur í daglegu lífsmunstri? Finnst þér hæfileikar þínir ónýttir, þjáist þú af efasemd- um um sjálfa(n) þig? Ef svarið er „já“ við flestum spurningunum, þá hefurðu ýmsa Gleyma sér við að horfa á kvikmynd, lesa góða gók, eða eitthvert áhugamál eða smáferð til að breyta um umhverfi. Að „bíða og þjást" er einungis refs- ing á þig, og er engin lausn á vandamálum. Það er fullkom- lega raunhæft og heilbrigt að flýja af hólmi svo lengi sem það tekur að ná áttum. En vertu viðbúinn því að koma aftur og takast á við vandamálin, þegar þú ert búinn að jafna þig. Og þú og aðrir sem hlut eiga að máli eru í betra ástandi til að leysa þau. 3. Leita útrásar í vinnu Ef þér finnst reiði vera stór þáttur í hegðan þinni, mundu að þótt reiði gefi þér tímabundna tilkennd (?) af réttsýni, eða jafn- vel valdi, þá endar þú með þá tilfinningu að vera bjánalegur og leiður. Ef þig langar til að hella þér yfir einhvern sem hef- ur ert þig, reyndu að halda aftur af þér um tíma. Láttu það bíða þangað til á morgun. Þangað til skaltu nota þennan innibyrgða kraft til einhvers uppbyggjandi. Drífðu þig í líkamlegt erfiði eins og garðvinnu, hreinsa bílskúrinn eða húsið, gerðu við það sem er bilað, eða farðu þá á skauta eða í langan góðan göngutúr eða að það sem eftir er er alls ekki eins hræðilegt og þú hélst, og þér vinnst þetta mun betur. Ef þér finnst öll verkefnin svo mikilvæg að ekki sé hægt að leggja neitt þeirra til hliðar, endurskoðaðu afstöðu þína, ertu viss um að þú ofmetir ekki mik- ilvægi þess sem þú gerir — þ.e. eigið vinnuálag. 7. Forðastu ofur metnaðarstöðuna Til eru þeir sem vænta of mik- ils af sjálfum sér, og eru í sífellu með áhyggjur, kvíða vegna þess að þeir ná ekki eins miklu og þeir ætluðu. Þeir leita fullkomn- unar í öllu. Þessi hugmynd er mjög heillandi en býður heim óhöppum. Enginn er fullkominn. Þú skalt ákveða hvaða hluti þú gerir vel, og leggðu síðan orkuna í að vinna þá. Það eru sennilega hlutir sem þú hefur ángæju af, og gefa þér þannig mesta gleði. Þá koma þeir hlutir sem þú gerir ekki eins vel. Gerðu þá eins vel og þú getur, ekki áfellast sjálfan þig þótt þú getir ekki náð því ómögulega. 8. Gættu þín á gagnrýni Sumir krefjast of mikils af öðrum og eru vonsviknir ef hinn aðilinn mætir ekki kröfunum. „Hinn“ getur verið maki, eða Hvernig á að bregð- ast við spennu válkosti. Til að byrja með eru nokkrir einfaldir nothæfir/- notadrjúgir uppbyggjandi hlutir sem þú getur gert fyrir þig. Þetta eru jákvæðar aðgerðir og aðgerð er eðlislægt viðbragð við ógnun (af hvaða toga sem er). Frumstæð viðbrögð, s.s. flótti og bardagi, geta tæplega bjargað okkur í nútímanum. Stefnulaus viðbrögð eins og t.d. að ganga um gólf hjálpa aðeins óbeint sem slökun á spennu, sem hjálpar einstaklingnum að ná jafnvægi svo hann geti ákveðið hvað á að gera næst — hvað nauðsynlegt sé að gera. Mun gagnlegra er að fram- kvæma það sem hjálpar til við lausn vandamálsins. Hlutir sem þú getur gert þegar spenna er fyrir hendi Hér eru fáein einföld hentug ráð sem geta hjálpað þér. En mundu að árangurinn kemur ekki í ljós ef þau eru notuð með hangandi hendi. Árangurinn kemur heldur ekki við að lesa þau yfir og alls ekki án fyrir- hafnar. Það krefst úthalds, festu og tíma. En áranguri nn verður í hlutfalli við það sem þú gérir, hvað sem um er að ræða, spennu, reiði sem kemur öðru hverju en það þekkja flestir, eða ef erfið- leikarnir vara lengur og eru allt- af til staðar. 1. Talaðu um það Þegar eitthvað angrar þig, tal- aðu út um það. Ekki loka það ipni. Segðu einhverjum sem þú treystir vel, t.d. maka, foreldr- um, góðum vini, presti, kennara þínum. Að tala út um hlutina léttir á spennu, hjálpar þér til að sjá áhyggjuefnið í skýrara ljósi þannig að þú sérð hvað hægt er að gera í málinu. 2. Flýja af hólmi Stundum þegar hlutirnir ganga illa er gagnlegt að flýja af hólmi um stundarsakir fra sárs- aukanum sem vandinn skapar. hlaupa dálítið. Að vinna reiðina á þann hátt úr líkamanum og bæla tilfinningarnar í einn eða tvo daga, gerir þig hæfan til að bregðast við vandamálinu. 4. Láttu undan af og til Ef þú lendir oft í deilum og ert þrjóskur og ögrandi, hafðu í huga að það er hegðunarein- kenni reiðra barna. Vertu ákveð- inn í því sem þú veist að er rétt, en á rólegan hátt, og gefðu þeirri hugsun tækifæri að þú getir haft á röngu að standa. Og jafnvel þó þitt sjónarmið sé hárrétt, þá er það oft þægilegra að gefa eftir öðru hvoru. Ef þú gefur eftir þá gerir hinn það venjulega líka. Ef þú leysir málin þannig verður árangurinn slökun á spennu, og sú ánægja að leysa vandann á þroskaðan hátt. 5. Gera eitthvað fyrir aðra Ef þú hefur stöðugar áhyggjur af þér, gerðu þá eitthvað fyrir aðra, það tekur kraftinn úr þín- um eigin áhyggjum og — gefur þér tilfinningu af að hafa gert góðverk —. 6. Gerðu eitt í einu Fyrir „stressað" fólk er venju- legt vinnuálag oft óþolandi. Byrðin af vinnunni er svo þung að það er erfitt að gera nokkuð — jafnvel það sem verður að gera. Þegar þetta skeður, hafðu hugfast að það er tímabundið ástand og þú getur unnið úr því. Öruggasta leiðin er að taka nokkur brýnustu verkefnin og vinna þau af krafti, eitt í einu og leggja hin til hliðar í bili. Þegar þessum verkum er lokið þá sérðu barn sem verið er að „þrýsta" í ákveðið mynstur, e.t.v. endur- skapa til að geðjast okkur. Mundu að hver einstaklingur hefur sína kosti og galla, eigin gildi og rétt til að þroskast sem sjálfstæður einstaklingur. Þeir sem verða fyrir vonbrigðum vegna galla aðstandenda sinna — raunverulegra eða ímyndaðra — eru í raun ósáttir við eigin takmarkanir. í stað gagnrýninn- ar, reyndu að finna góðu hlutina í persónuleikanum og hjálpaðu til við að þroska þá, það gleður báða og gefur þér betri innsýn í sjálfan þig. 9. Slakaðu á samkeppninni Undir tilfinningalegu álagi bregst fólk oft við með að flýta sér — verða fyrstur — jafnvel að ná næsta götuljósi á undan hin- um. Ef nægilega margir haga sér svona, verður allt að kapphlaupi þar sem einhver liggur særður, líkamlega í umferðinni, eða til- finningalega eða andlega í við- leitninni til að lifa ánægjulegu lífi. Það er óþarfi. Samkeppni er smitandi, en það er samvinna líka. Ef þú slakar á samkeppn- inni, verða hlutirnir auðveldari fyrir þig, ef þú ert ekki lengur ógnun við hann, þá ógnar hann þér ekki. 10. Vertu til taks Mörg okkar hafa á tilfinning- unni að vera skilin „útundan", lítilsvirt, vanrækt eða hafnað. Oftast er þetta aðeins ímynd- un, í raun og veru er það aðeins spurning um að stíga fyrsta skrefið og það er á okkar valdi. Það erum oftar við sjálf sem vanmetum okkur en hinir. í stað þess að draga sig í hlé og ein- angrast, er mun heillavænlegra og raunhæfara að halda áfram að vera til taks — að taka frum- kvæðið og ýta sér fram við hvert tækifæri er líka líkleg lausn og að draga sig í hlé. Það er oft misskilið og leiðir af sér raun- verulega höfnun. Það er til meðalvegur — reyndu hann. 11. Skipuleggðu frítímann Margir vinna svo mikið að þeir gefa sér lítinn frítíma. Frístund- irnar eru undirstaða góðrar lík- amlegrar og andlegrar heilsu. Það er of erfitt að taka sér tíma til hressingar — fyrir sig. Fyrir þá, sem eiga í erfiðleik- um með að gera þetta að vana, er skynsamlegt að gera áætlun um ákveðinn tíma fyrir tómstundir. Það er æskilegt fyrir alla að eiga sér áhugamál, sem tekur hug manns um stundir. Hugmyndafræöi Geöheilbrigöi? Grundvöllur þessara ráðlegg- inga er einföld hugmyndafræði. Góð geðheilbrigði er byggð á trúnni á okkur sjálf, á aðra, trú á hæfileika hvers annars til að vaxa og þroskast, trúnni á vilja og getu manna til að leysa vandamál sín sameiginlega, trúnni á mannkynið. Ef þú ert í vanda, leitaðu aðstoðar Oft er ytra álag, t.d. fjárhags- örðugleikar, vandræði á vinnu- stað, erfiðleikar í samskiptum við börn eða foreldra eða hjóna- bandserfiðleikar, orsök tilfinn- ingalegra erfiðleika/vandamála. En jafn oft eru það langvar- andi venjur og viðhorf sem valda árekstrum. Þessi samþættu öfl ytra og innra með manni margfalda hvert annað oft á tíðum — á verri veg — oft fljótt. Undir þeim kringumstæðum þurfum við öll — hver sem er — meira en þessi einföldu atriði. Það gæti verð gagnlegt að leita ráðgjafa- eða göngudeildar- þjónustu. Slíka þjónustu er t.d. hægt að fá á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, í skólum, hjá kirkjunni, göngudeild Kleppsspitalans og víðar. Þar er hægt að fá aðstoð við lausn raunverulegs vanda, og læra þannig um tilfinningalega spennu — það er alltaf gott að leita lausnar á raunhæfum vanda fyrst. í annan stað: ef tilfinningalegt ójafnvægi verðúr of erfitt fyrir þann er af því líður eða hans nánustu, skyldum við gera okkur grein fyrir að ástandið getur orðið mjög slæmt. Ef þú hefur áhyggjur af þér eða öðrum þér nákomnum, sem ber einkenni langvarandi þung- bærra tilfinningalegra vanda- mála, er ráð að leita hjálpar sér- fræðings. Leitaðu til einhverra þeirra aðila er að ofan greinir. Þeir sem þar vinna leysa þín mál eftir bestu getu eða vísa þér þangað sem hjálp er að fá, e.t.v. til geð- læknis, sálfræðings, eða félags- ráðgjafa. Lokaorð Leitin að hugarró er alþjóðleg — það er minnihluti sem er þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa allar ytri kringumstæður og innri hæfileika sem tryggja sjálfkrafahugarró. Við verðum að leita betri skilnings á okkur sjálfum og öðrum, og nýta hann til að mynda og skapa ánægju- legri samskipti. Við verðum að leysa okkar vandamál sjálf eins oft og mögu- legt er, en biðjast aðstoðar þegar það er ekki hægt. Það ætti enginn að þurfa að minnkast sín fyrir að leita hjálp- ar ef hjálpar er þörf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.