Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1984 Loðnuskipin sigla á N orðurlandshafnir SÍÐDEGIS í gær höfðu 15 skip tilkynnt um afla til loðnunefnd- ar, alls 8680 tonn, samkvæmt upplýsingum er Mbl. fékk hjá Andrési Finr.bogasyni hjá loónu- nefnd. Andrés sagði aó skipin væru nú á leið frá miðunum við Vestmannaeyjar norður fyrir land, þar sem bræóslur á Siglu- firói, Krossanesi og Raufarhöfn væru tilbúnar aó taka á móti afl- anum. A þessa staói er um 35 til 40 stunda sigling frá Vestmanna- eyjum. Skipin, sem síðdegis í gær iUoröJintilníiiíi ■ 12U*1* MICHELE MOUTON Olís-blaóið, blað Olíuverzlunar íslands hf., er fylgiblað með Morgunblaðinu í dag. Seldust upp á tveimur dögum „ÉG MAN ekki eftir svona sölu- kipp langa lengi,“ sagói Úlfar Hin- riksson hjá Sveini Égilssyni hf. í samtali við Mbl. „I»essir 63 af- sláttarbílar seldust upp á tveimur dögum.“ Sveinn Egilsson hf. auglýsti að vegna sérstakra samninga við Suzuki-verksmiðjurnar gæti fyrirtækið boðið bifreiðir af gerðinni Suzuki Alto 1983 með 25.000 króna verðlækkun og þær seldust allar á tveimur dögum. höfðu tilkynnt um afla til loðnunefndar, eru: Hilmir II með 540 tonn, Skírnir með 430 tonn, Kap II með 200 tonn, Sig- hvatur Bjarnason með 670 tonn, Ingvar Berg með 530 tonn, Sigurður með 1200 tonn, Börkur með 1100 tonn, Huginn með 90 tonn, Magnús með 500 tonn, Víkingur með 1300 tonn, Heimaey með 100 tonn, Albert með 550 tonn, Erling með 330 tonn, Sæberg með 600 tonn, Rauðsey með 550 tonn. í fyrrakvöld tilkynntu fjögur loðnuskip um afla, samtals 1290 tonn. Skipin eru: Guð- mundur Ólafur með 40 tonn, Bergur með 500 tonn, Gullberg með 100 tonn og Hrafn með 650 tonn. Lodnuflotinn ad veiðum undan sudurströnd landsins. Morgunblaðið/RAX. Endurtryggingafélag Samvinnutrygginga hf.: Tryggingasjóður félags- ins er mjög vanmetinn — höfuðstóll neikvæður um 10 milljónir króna 1982 IEndurtryggingafélag Samvinnutrygginga hf.: Skilastjórn skipuð| Vátryggingaeftirlitð telur félagið ekki hafa viðhlítandi gjaldþol Kndurtryggingafélagi Samvinnu- trygginga hf. var skipuð skilastjórn af Matthíasi Bjarnasyni, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, 17. janúar síðastliðinn eins og fram hefur komió í Morgunblaðinu. Greip ráó- herra til þessa úrræðis að ósk Tryggingaeftirlitsins sem taldi fé- lagið ekki hafa viðhlítandi gjaldþol. Samkvæmt reikningi félagsins fyrir árið 1982 var höfuðstóll þess nei- kvæður um rúmar 10 milljónir króna í lok ársins. A sama tíma var tryggingasjóður þess, það er áætlun félagsins vegna óuppgerðra vátrygg- ingaskuldbindinga, talinn nema 63,1 milljón króna eins og sjá má á ársreikningi 1982 er birtist fyrir skömmu í Lögbirtingablaðinu. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins telur tryggingaeftirlitió Trygginga- sjóðinn vanmetinn um jafnvel nokkra tugi milljóna. Það er samdóma álit þeirra sér- fróðu aðila sem Morgunblaðið Fyrirsögn á frétt 17. janúar. hefur snúið sér til vegna þessa máls, aó það sé mjög flókið og erfitt að átta sig á því í raun hve miklar skuldbindingar Endur- tryggingafélag Samvinnutrygg- inga hf. hefur tekið á sig með viðskiptum við erlenda aðila. Fé- laginu var skipuð skilastjórn samkvæmt 43. grein laga um vátryggingastarfsemi. Skila- stjórnin hefur það hlutverk að taka ákvörðun um hvort óska skuli gjaldþrotaskipta á félaginu eða hvort það skuli rekið áfram og viðskiptum þess lokið án gjald- þrotaskipta. íslensk vátryggingafélög eiga mjög mikið undir erlendum endurtryggingamarkaði, en þar dreifa þau áhættu sinni. Trygg- ingaeftirlitið mun hafa talið það geta skaðað álit íslands á alþjóð- legum tryggingamarkaði ef End- urtryggingafélag Samvinnu- trygginga hf. yrði ekki sett undir skilastjórn. Hlutafé í Endurtryggingafélagi Samvinnutrygginga hf. nemur 2 milljónum króna og eru Sam- vinnutryggingar og Líftrygginga- félagið Andvaka eigendur yfir 90% hlutafjárins. Félagið á hluta í Austurstræti 12 þar sem Sam- vinnuferðir-Landsýn hf. er til húsa og er brunabótamat rúmar 2 milljónir króna. 1 skilastjórn félagsins eru Val- garð Briem, hæstaréttarlögmað- ur, formaður, Bjarni Þórðarson, tryggingafræðingur, og Sveinn Jónsson, endurskoðandi. Albert Guðmundsson um forsetaframboð: Tel að alltaf eigi að kjósa Leiðari Alþýðublaðsins túlkar ekki sjónarmið alþýðuflokksins segir Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins Forsetakosningarnar V.oö.s F.nnbooaoóll.f 'orMti Itiandt heluf Þadgelaall.f v.f.ðum paó »»mmél*»ö Vlgdit «,i, tlnu og lleif. #n e.nn lramti|dðandi v*fó. I lytl Þ*1 »'•' aó r>ufi rnufi. gtoti«ter i.i too F.nnbogedóíi.f ne«uf gegnl 'Ofteleembjeo.nu k|0fl 5,.», „udo.nge iyórað.nu u'iifOrt. enbali, 'oftele en 'KJgOf'e ki «)Of tömf Þeð bwyt.f po .atafeutl e*». n.nu , land,nu og ænn.g l.l tlyftltf v.gdll. F.nn I.mib.1 'Oftdl. fennuf ul ■ tumar að ek*. eru ail.f ,a«n*n«gd., med tlófl lortel gogaddiluf. tlarb n»»luaf e* huo hlyt.anduf Þad l.gquf ekk. lyr.r n»of| fla.ri veróa I Iram ans Það #f e.ns og genguf i iyófatd.sp,öðle k|ð, ,em i,þi«0i v.,dUf að lal,atl póll .llmogu ood, I I lofselaembaeiiisint 61 V.gdit vefður lagi Þett vegna er undtf Ollum kdngumslæð ^ auðv.lað að tla nokkru lotlu par um #.n , Iramboð. fara kosnmgar ekki Iram. dún um aatk.legl og nauðsynlegt að kosnmgai lari yerðuf s,ailk iOf,n Það er ekk, aask.legur Ifam Iram par sem k,ósendum gelsl kosiur áaðiysa - . _ gangsmai, UA5 í LEIÐARA Alþýöublaósin.s síó- astlióinn fimmtudag, þar sem fjall- aó var um yfirlýsingu Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands um aó hún gefí kost á sér í fram- boó, kom fram þaó sjónarmið að æskilegt væri að fram kæmu fleiri framboð. Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins, birti síðan athugasemd í Alþýðubiaðinu í gær, þar sem hann segir að leið- ari þessi túlki ekki sjónarmið Al- þýðuflokksins. Iæiðari Alþýðu- blaðsins fer hér á eftir: Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands hefur lýst því yfir, að hún muni gefa kost á sér til endurkjörs í embætti forseta, en fjögurra ára kjörtímabil forseta rennur út í sumar. Það liggur ekki fyrir hvort fleiri verða í framboði til for- setaembættisins. Ef Vigdís verð- ur ein í framboði fara kosningar ekki fram; hún verður sjálfkjör- in. Það er ekki æskilegur fram- gangsmáti. Það geta allir verið um það sammála að Vigdís Finnboga- dóttir hefur gegnt embættinu með sóma. Það breytir þó vafa- laust ekki hinu, að ekki eru allir jafnánægðir með störf forsetans. Það er eins og gengur í lýðræðis- þjóðfélagi. Þess vegna er undir öllum kringumstæðum æskilegt og nauðsynlegt að kosningar fari fram þar sem kjósendum gefst kostur á að lýsa áliti sínu og fleiri en einn frambjóðandi verði í kjöri. Slíkt myndi vera til stuðnings lýðræðinu í landinu og einnig til styrktar Vigdísi Finnbogadóttur í starfi næstu ár, ef hún hlyti endurkjör, sem líklegt verður að teljast, þótt ill- mögulegt sé auðvitað að slá nokkru föstu þar um. Athugasemd Kjartans Jó- hannssonar, formanns Alþýðu- flokksins, fer hér á eftir: í leiðara Alþýðublaðsins í gær er sagt að æskilegt sé að fram komi fleiri framboð til embættis forseta íslands heldur en fram- boð núverandi forseta fslands, Vigdísar Finnbogadóttur. Þessi leiðari túlkar ekki sjónarmið Al- þýðuflokksins. „Ég HEF ekkert hugsaó um þetta, en það hafa margir tálaö viö mig,“ sagði Albert Guðmundsson fjár- málaráöhcrra, er hann var spuróur hvort hann hygðist gefa kost á sér til forsetakjörs á árinu. Albert var þá spurður, hvort hann hefði ekki lýst því yfir að hann teldi að kjósa ætti forseta hverju sinni — þeir ættu ekki að vera endurkjörnir án kosninga. Hann svaraði: „Ég tel að það eigi alltaf að kjósa." — Þú myndir þá kannski bjóða þig fram í því skyni að kosningar fari fram, ef ekki koma fram önnur mótframboð? „Ég hef nú ekki tekið neina ákvörðun um það og ekkert hugleitt það ennþá," svaraði fjármálaráðherra. „Fyrir framtíð- ina“ á Selfossi FYRIR framtíóina, almennur stjórn- málafundur Sjálfstæöisflokksins, verður haldinn í Selfosshíói á Sel- fossi á morgun, sunnudag kl. 16. Ræðumenn verða alþingismenn- irnir Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Friðrik Sophusson, varaformaður flokks- ins, og Sólrún Jensdóttir, aðstoð- armaður menntamálaráðherra. Þá verða almennar umræður. Fund- urinn er öllum opinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.