Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1984 Heimsókn í gistihúsið Bláa lónið í Svartsengi Á leið úr lóninu eftir malarstíg í gegnum hraunið. 1 lónið fyrir tilviljun — fímm dögum síðar byrjaði ég að byggja þar, segir Þórður Stefánsson, hótelstjóri nýjasta hótels á íslandi „ÉG VAR lengi búinn að ala með mér draum um að byggja mótei í nágrenni Reykjavíkur og hafði leitað hófanna í Hafnarfirði, Mosfellssveit og víðar. Svo fór ég einu sinni hérna í lónið fyrir til- viljun — og fimm dögum síðar var ég búinn að fá byggingarleyfi. Fimm mánuðum eftir það var gistihúsið komið upp og opnað formlega 11. nóvember í haust,“ sagði Þórður Stefánsson, hótel- stjóri í Bláa lóninu í Svartsengi, þegar Morgunblaðsmenn áttu leið þar um á dögunum. Þar hefur risið vistlegt gistihús, byggt og hannað af Húsasmiðj- unni, steinsnar frá „bláa lóninu“ svokallaða við orkuveituna. Út í það rennur afgangsvatn virkjun- arinnar, svo kísilríkt, að á það slær bláum lit. Vatnið er þægilega heitt til baða — passlegt þrjú hundruð daga á ári, sagði Þórður — og þykir hafa þá náttúru, að exemsjúklingar (psoriasis) fái í því bót meina sinna á tiltölulega skömmum tíma. Þeir maka á sig leirnum, sem er í þykku lagi á botni lónsins. Ekkert mælir gegn því að allir aðrir svamli í lóninu, vatnið er sífellt tært og hreint og í því enginn óþverri. Við lónið er baðhús með tveimur sturtuklefum, annar ætlaður kon- um, hinn körlum. í það geta allir sótt endurgjaldslaust og þegar tímar líða hefur hótelstjórinn áhuga á að koma upp kaffiaðstöðu í einu horni hússins, svo hægt sé að hressa sig að loknum heilsu- böðum. Tignarleg fegurð Svartsengis naut sín vel í sólskininu þegar Morgunblaðsmenn busluðu í lón- inu. „Þetta er fínt,“ sagði Þórður, „en það er fleira matur en feitt ket — það má til dæmis vera á skíðum í brekkum Svartsengisfjalls eða á gönguskíðum hér um nágrennið. Svo er hægt að fara á vélsleða eft- ir rennisléttum veginum meðfram pípunum inn í Sandgerði eða Keflavík. Hér er ýmislegt við að vera.“ Þórður hefur fengist við veit- ingamennsku og framreiðslustörf í hartnær aldarfjórðung, byrjaði 15 ára gamall á Hótel Borg 1960. Hann hefur verið þjónn á ýmsum veitingahúsum Reykjavíkur og lærði á sínum tíma hótelrekstur í Þýskalandi. Hótelið hefur hann byggt að mestu fyrir „eigið fé og bankanna en Framkvæmdastofn- un aðstoðaði mig einnig lítillega. Mér hefur hins vegar ekki enn tek- ist að fá framlag frá Ferðamála- ráði, sem yfirleitt fjármagnar framkvæmdir af þessu tagi 80%. Ég lagði í þetta íbúð, sem ég átti inní Reykjavík — svo að nú bý ég hér og kann því mjög vel. En ég get þó komist í húsaskjól í höfuð- borginni ef allt fyllist hér.“ — Hvaða fólk gistir svo Bláa lónið? „Allskonar fólk — að vísu hafa psoriasis-sjúklingarnir verið mjög sjaldséðir. Þetta er opið almenn- ingi allan sólarhringinn, hvort heldur fólk vill koma hér í miðri viku, um helgar eða í sunnudags- kaffið. Ég hef verið með fjöl- skyldufólk og einstaklinga, hér Þórður Stefánsson hótelstjóri: lónið opið ollum og í því er passlegt hita- stig 300 daga á ári. MorgunblaóiA/KrUitján Örn Klíasson. hafa verið haldin stórafmæli og fjölskylduveislur." Þegar tækifæri gefst er hug- mynd Þórðar að byggja glerhús með gróðri og nuddpottum framan við hótelbygginguna og þá ættu gestir ekki einu sinni að þurfa að ganga þá ca. 200 metra, sem eru frá húsinu að lóninu. Starfsmenn í vetur eru þrír en þeim fjölgar væntanlega eitthvað þegar vorar enda eru þegar farnar að berast pantanir fyrir sumarið frá útlönd- um. „Það þarf ekki marga starfsmenn," sagði hann. „í hverju herbergi er ísskápur með gos- drykkjum, hvert herbergi er með sjónvarpi — sem hægt er að sjá í kvikmyndir af myndbandakerfi hússins eða Reykjavíkursjónvarp- ið — og sturta er sömuleiðis í hverju herbergi." — Og kostnaðurinn? „Sólarhringurinn kostar 1000 krónur og þá er matur innifalinn. Maturinn sér kostar 600 krónur á sólarhring og þá er ég að tala um morgunverð, hádegisverð, síðdeg- iskaffi, kvöldverð og kvöldkaffi. Ég held að þetta sé alveg sæmi- lega sloppið miðað við að ríkis- reiknaður kostnaður á t.d. með- ferðarstofnunum SÁÁ og Vífils- stöðum er um sex þúsund krónur á sólarhring. Ef fólk dvelur eitthvað lengur en nótt eða helgi, þá er venjan að veita afslátt," sagði Þórður Stefánsson. „Það er kannski rétt að taka fram, að hér er enginn matseðill, frekar en á öðrum heimilum, eins og við vilj- um gjarnan að þetta sé. Það þýðir auðvitað, að það er eins gott fyrir okkur að vera með góðan mat — og hingað til hefur ekki verið kvartað." Herbergi í Bláa lóninu eru óvenju glæsileg, öll með baði og nuddsturtu, sjónvarpi og ísskáp. Matsalurinn er í miðju húsinu. Hér sér út úr eystri ganginum meðfram afgreiðsluborði og inn í matsalinn. ||| | ~ timrnmt , I ■ Svamlað í bláa lóninu — leirnum makað á búkinn sem endurnærist. í vistlegum matsal, þar sem enginn matseðill er — enda eins gott að maturinn sé góður, segir hótelstjórinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.