Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1984 21 „Sogið í ykkur dellu á íslandi ... “ Nefiidi ísland af hreinni rælni Segir John Skow, bókagagnrýnandi við Time „HLUSTIÐ á byggðaspekina í l’ortúgal, drekkið í ykkur delluna á íslandi. Komdu þér af stað, maður, áður en tærnar á þér festa rætur og þú verður, eins og aðrir, að borga einhverjum fyrir að fara í léttari ferðir.“ Þetta eru niðurlagsorð í bóka- dómi eftir gagnrýnandann John Skow í bandaríska fréttaritinu Time, sem út kom 6. febrúar sl. Þar fjallar Skow um bókina „Tra- veling Light" eftir rithöfundinn Bill Barich, sem vakið hefur at- hygli fyrir fjörlegar og vel skrif- aðar ferðabækur. Ekki er að öðru leyti fjallað um ísland i bókinni, sem gefin er út af Viking bókafor- laginu í New York. „Ég vona að þessi orð hafi engan móðgað á ísiandi, það var alls ekki ætlun mín,“ sagði John Skow er blaðamaður Mbl. náði símasam- bandi við hann í New York. „Þetta var hugsað sem fyndni af minni hálfu og ætlað að vera í takt við bók Barichs. Það er vafalaust hægt að finna visku og dellu í öll- um löndum, ég nefndi Island og Portúgal af rælni. Ég hef komið til íslands og líkaði það vel.“ Skow sagði að til að átta sig á því hvað hann hefði verið að fara þyrftu menn e.t.v. að lesa ferða- bókina, sem gagnrýnin fjallaði um. „Bill Barich skrifar ekki al- varlegar ferðabækur, hann ferðast VIÐRÆÐUFUNDI fulltrúa fslands, norska fyrirtækisins ELKEM og fulltrúa Sumitomo í Tokyo lauk á fimmtudagsmorgun að íslenskum tíma án árangurs. Að sögn iðnaðar- ráðherra halda fundir áfram eftir helgi, þ.e.a.s. á sunnudagskvöld að íslenskum tíma, en hann sagði við- ræðurnar ganga stirðlega, enda um þríhliða viðræður að ræða. Sverrir sagði að lítið nýtt væri að frétta, en fulltrúar Sumitomo munu hafa farið fram á, að Ölvaður ökumaður: Stöðvaður við Kiða- fell eftir eltingarleik LÖGREGLAN stöðvaði ökumann, sem grunaður var um ölvun við akst- ur, við Kiðafell í Kjós á fimmtu- dagskvöld, eftir nokkurn eltingar- leik, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá lögreglunni í Reykja- vík. Varð fyrst vart við ökumanninn á Vesturlandsvegi. Lögreglan hóf þá eftirför en hún var þá að svip- ast um eftir bílnum, þar sem ábending hafði áður borist um að ökumaðurinn væri hugsanlega ölvaður. Ökumaður varð fljótlega var við lögregluna og herti þá ferðina, en fjórir lögreglubílar tóku þátt í eftirförinni. Ökumaðurinn, sem er um tví- tugt, ók á ofsahraða á köflum, en við Kiðafell tókst einum lögreglu- bílnum að komast í veg fyrir hann. Gafst ökumaðurinn upp við svo búið og sýndi ekki mótþróa við handtöku. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar var ekki hægt að gera tilraun til að stöðva bílinn fyrr, vegna hættu af annarri umferð. um heiminn og skrifar um það, sem fyrir hann ber og á daga hans drífur. En hann gerir það í léttum dúr og mjög skemmtilega. Hann var til dæmis í Énglandi og skrif- aði heila bók um land og þjóð byggða á samtölum sínum og reynslu á þarlendum krám, viðtöl- um við alkóhólistana og fastagest- ina. Umsögn mín um bókina var skrifuð í hans dúr. Ég er alls ekki að gefa í skyn að það sé meiri della á íslandi en annars staðar — og enn síður var ég að sneiða að ís- lendingum fyrir hundabannið í Reykjavík, sem ég þekki ekki nema af afspurn," sagði John Skow. Konudagur er a morgun úrval afskorinna blóma. Önnumst allar blómaskreytingar Sjómenn á hafi úti: Þiö hringiö og viö sendum konudagsblóm. BREIÐHOLTSBLÓM Arnarbakka 2 Sími 79060 Reykjavík Viðræðurnar við Sumitomo ganga stirðlega: Vilja aukið rekstrarfé frá ELKEM og íslendingum Norðmenn taka því fálega úc-nudagtff ^9>feb*uar: ELKEM og íslendingar legðu einnig fram aukið fjármagn til að treysta rekstrarstöðu félagsins, en Norðmenn taka því fálega. Viðræður þessar varðandi Járn- blendiverksmiðjuna á Grundar- tanga eru vegna hugsanlegra kaupa japanska fyrirtækisins Sumitomo í hluta af eignarhluta norska fyrirtækisins ELKEM, en með tilkomu Sumitomo binda menn vonir við að nýtt fjármagn fáist til rekstrarins, einnig að sölumarkaður verði tryggari. Útsalan heldur áfram ____þessa helgi. Gróöu rhúsinu Istaöou'T': . etat.d. V\ðsV.vp^a túVtpa^303 sk°r'ðr?e\rkoma. þegar Pe" aÆBfil 36770 “86340 Vörumarkaðurinnht. sci.w Vörumarkaðurinn ht. Eiðistorgi 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.