Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 2
50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984
SVIPMYND A SUNNUDEGI
Amin
Gemayel
Amin Gemayel med Reagan Bandaríkjaforseta.
Amin Gemayel, Líban-
onforseti, á ekki sjö
dagana sæla um þess-
ar mundir og hefur
raunar átt þá fáa síðan hann
varð forseti í október 1982.
Fæstir búast við að Gemayel
sitji enn lengi. Svo virðist sem
allar fyrirætlanir um að koma á
friði, hvað þá heldur þjóðarsátt,
hvaðan sem þær eru komnar
verði að engu. Líbanon er land í
rústum í stjórnmálalegum og
mannlegum skilningi. Þúsundir
hafa látizt og tugþúsundir slas-
ast í gegndarlausum átökum,
fjöldi manns hefur flúið úr landi.
Og áfram berast á banaspjótum
fylkingar drúsa, stjórnarhersins,
sérhersveita shita og sunni og
svo mætti raunar lengi telja.
Það var ekki spáð gæfulega
fyrir Amin Gemayel þegar hann
tók við forsetaembættinu og
flestir voru efins um að hann
myndi vera fær um að ráða við
það ofurmannlega verk sem beið
hans. Um góðan vilja hans til
þess efuðust fáir, en flest hefur
gengið á afturfótunum og metn-
aðarfullur vilji dugar sýnilega
ekki, ef vantar þá snerpu og
stjórnkænsku — sem má
kannski leyfa sér að nefna marg-
feldni — sem til þarf.
Amin Gemayel er fæddur í
fjaliaþorpinu Bikfaya, fyrir
austan Beirut, árið 1942. Hann
lauk laganámi við St. Jóseps-
skólann í Beirut, tuttugu og
þriggja ára að aldri. Hann var
kosinn á líbanska þingið árið
1970. Hann ávann sér virðingu
fyrir vönduð og yfirveguð vinnu-
brögð og hófsama afstöðu. Hann
er snjall ræðumaður, talar fág-
aða klassiska arabisku og er
rökfimur í málflutningi. Hann
fékkst einnig við önnur störf, var
í fyrirsvari skipamiðlunar og
tryggingarfyrirtækis í eigu fjöl-
skyldunnar og stofnaði dagblað-
ið Le Reveil sem er ritað á
frönsku og gefið út í Beirut.
Þó að Amin þætti prúður mað-
ur og hinn huggulegasti og eng-
inn dragi góðar gáfur hans í efa,
stóð hann löngum í skugga
Bashir yngra bróður síns. Bashir
varð snemma umdeildur, menn
höfðu á honum afdráttarlausa
aðdáun eða staka andúð. Honum
var lagið að vekja hrifningu og
hræra upp í tilfinningum fólks
með þeim árangri að þeir sem
snerust til fylgis við hann voru
honum trúir fram í rauðan dauð-
ann. Bashir var í forystusveit
herliðs maronita, en Amin
blandaði sér lítt í það. Bashir hóf
samskipti við ísraela eins og
frægt var, Amin lagði áherzlu á
að Líbönum bæri að efla tengslin
við Arabalöndin. Bashir þótti
skeyta lítt um fasta kurteisissiði
og munaður hvers konar var
honum ekki að skapi. Hann
blandaði geði við fólk af kappi og
ákefð og var óþreytandi að
hvetja til friðar og einingar. Ef
sú staða kom upp að falangistar
þyrftu að grípa til vopna, skirrð-
ist hann ekki við að sýna hina
mestu hörku. Hann var and-
snúinn PLO, en hafði þó um hríð
töluverða samvinnu við Yassir
Arafat og Ali Hassan Salameh,
en hann gerði sér grein fyrir að
vera hersveita PLO í Líbanon
myndi ekki greiða fyrir friði og
undir lokin snerist hann gegn
þeim.
Amin Gemayel hefur væntan-
lega ekki hugsað sér að hann
ætti eftir að axla byrðar forseta-
embættisins. Hann virtist una
sér bara bærilega sem þingmað-
ur og var af öllum þingmönnum
talinn helztur forystumaður
maronita. Hins vegar hafa
stjórnmál og afskipti af þeim
lengi verið ær og kýr Gemayel-
fjölskyldunnar, faðir þeirra
bræðra, Pierre, stofnaði flokkinn
á sínum tíma og var atkvæða-
mikill skörungur en nokkuð um-
deildur eins og Bashir síðar.
Fleiri fjölskyldumeðlimir sátu á
líbanska þinginu og það var
raunar eftir lát föðurbróður síns
sem Amin bauð sig fram til að
taka sæti hans. A sama hátt
varð hann nánast sjálfsagður
frambjóðandi til forsetaembætt-
isins þegar Bashir bróðir hans
fórst í hryðjuverkaárás þann 14.
september 1982. Það þótti sýna
hugrekki og fórnfýsi að hann gaf
kost á sér og lyktir urðu þær, að
allir samþingmenn hans, einnig
úr hópi múhameðstrúarmanna,
greiddu honum atkvæði, öndvert
við það sem gerðist þegar bróðir
hans hafði verið kosinn.
En það hefur hrokkið skammt.
Og þá ma^tti velta fyrir sér, hvað
það er hjá honum sem gerir að
verkum, að hann stendur nú með
margklofnara ríki í höndunum
en fyrir hálfu öðru ári, þar sem
nánast allir eru að stríða við
alla. Stjórnarherinn hefur
brugðist, menn gerzt liðhlaupar í
stórum stíl. Drúsar hafa færzt í
aukana, undir stjórn furðufugls-
ins Walids Jumblatts sem ber
mikinn heiftarhug til Gemayels,
gæzlusveitirnar eru meira og
minna að hrökklast úr landi,
tsraelar hersitja enn Suður-
Líbanon við vaxandi gremju
íbúa þar og hvergi hopa Sýrlend-
ingar.
Amin Gemayel er prúðmenni,
sagður raunsær. Hann hefur
alltaf lagt sig í framkróka við að
líta á sem flestar hliðar mála,
hann er seinþreyttur til vand-
ræða og sveigjanlegur í samn-
ingaviðræðum. Stjórnmálaskýr-
endur, sem hafa fylgzt með
framvindu mála í Miðaustur-
löndum segja að kannski sé vilji
hans til að virða allra skoðanir
og fordæma enga, ásamt með
hans eðlislægu kurteisi, hans
mestu veikleikar. Það sem Líb-
anon hafi þurft hafi verið sterk-
ur leiðtogi, sem hikaði ekki við
að taka ákvarðanir, óvinsælar og
kannski vafasamar. Líbanon
hafi þurft hörkutól, sem lét sér
ekki vaxa í augum að senda þeim
hersveitum tóninn sem ætluðu
að hlaupast undan merkjum og
forsetinn hefði aukin heldur
þurft meira á því að halda að
njóta stuðnings ísraela en Sýr-
lendinga vegna hernaðaryfir-
burða ísraela. Það er nokkurn
veginn víst, að ísraelar hefðu
ekki setið aðgerðalausir hjá og
horft upp á drúsa berja á stjórn-
arhernum, né að Sýrlendingar
styddu PLO leynt og ljóst, ef
Bashir Gemayel hefði verið við
völd. En Amin hefur aldrei feng-
izt til að lýsa yfir neinum ámóta
fögnuði með ísraela og bróðir
hans. Og þó svo að friðarsamn-
ingurinn hafi verið gerður milli
landanna hefur hann reynzt
merkingarlaus orð á blaði, þar
sem Israelar hafa neitað að fara
fyrr en Sýrlendingar hyrfu með
hersveitir sínar. Og Sýrlend-
ingar hafa neitað að fara fyrr en
ísraelar færu. Og svo framvegis.
Nú er talað um, að Gemayel
reyni að lengja pólitískt líf sitt
og stjórnarinnar með því að
rifta samningnum við Israela.
Jumblatt hefur svarað þeirri
hugmynd snarlega á þá lund, að
það muni ekki breyta afstöðu
drúsa til Gemayels en þeir vilja
ólmir koma honum frá.
Hvernig sem á þessi mál er
litið eru þau vitanlega hin
hörmulegustu. Líbanir hafa að
svo stöddu enga von um að í
vændum geti verið bjartari tíð.
Þó að Amin Gemayel færi frá er
fjarri því að það tryggi framtíð
með friði. Þjóðarsátt væri ekki
fremur í sjónmáli. Það er heldur
ekki öruggt að mál færðust til
betri vegar þótt friðargæzlulið
frá Sameinuðu þjóðunum tæki
við. Það sýndi sig þegar UNIFIL
var í Suður-Líbanon að þar
héldu átök áfram og ókyrrðin
magnaðist heldur en hitt.
Það er með ólíkindum hvað
þjóðarbrotin í Líbanon hafa
mátt þola og hvílíkt ólán er yfir
þessu landi. Og ekkert blasir við
bjartara. Það er lóðið.
(Ileimildir: Newsweek, Mbl.,
AP, Jerusalem Post o.fl.)
Samantekt: Jóhanna
Kristjónsdóttir
f KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAR
AVEXTIR
IKUNMAR
Bananar Del Monte — Appelsínur Jaffa — Appelsínur spánskar
FuenMora — Appelsínur grískar — Blóðappelsínur Ítalía —
Klementínur spánskar — Mineolas Jaffa — Epli USA Rice —
Epli USA Brack-Gun — Epli USA Independent — Epli Granny
Smith — Epli frönsk Golden — Epli frönsk rauö — Sítrónur —
Greip Ruby Red — Melónur Brazilía — Vínber grnn — Vínber
blá — Perur — Avocado — Plómur — Jarðarber — Döðlur —
Kiwi — Pomelos — Nektarínur — Ugly Fruit.
EGGERT KRISTJANSSOIM HF
Sundagörðum 4, simi 85300
Vorboðinn:
Fundur um
frelsi, mann-
réttindi
og frið
Mánudaginn 20. feb. efnir Sjálf-
stæðiskvennafélagið Vorboðinn f
Hafnarfirði til fundar um efnið
„Frelsi — mannréttindi — friður“.
Framsöguerindi flytja Björg Ein-
arsdóttir og Elín Pálmadóttir.
Fundurinn hefst kl. 20.30 í
Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu
og er opinn öllu áhugafólki.
MetsöluNad á hverjum degi!