Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 J"leimurinn ferst nú ekki nema af mannavöldum „Mér líður vel hér, enda er ég hraust í huganum, það eru bara fæturnir sem eru að gefa sig,“ segir Soffía Sigurðardóttir þar sem við sitjum á rúmstokknum hennar og spjöllum saman um lífið og tilveruna. Úti fyrir er tekið að rökkva og í apríl nk. verður Soffía níutíu og fjögurra ára. Þetta með fæturna er nú ekki alveg rétt hjá henni, því við og við sprettur hún upp, kvik í spori, til þess að taka niður af vegg ljósmynd eða „skilerí", en af þeim á hún mikið og sýna mér. Soffía er heldur ekki alveg ókunnug blaðamönnum því hún hellti upp á könnuna fyrir Morgunblaðsmenn í meira en áratug. Það líkaði Soffíu vel, enda alltaf kunnað best við sig í marg- menni og á Droplaugastaði, dvalarheimili aldraðra, þar sem hún býr nú, fluttist hún af því að henni leiddist að vera ein. Hún sér vel og heyrir, les blöðin á hverjum degi og man svo margt, smátt og stórt, frá langri ævi, að stundum er erfitt að fylgja henni eftir. Spjallað við Soffíu Sigurðar- dóttur níutíu ogfjögurra ára „Ég fæddist á Stokkseyri 1890, elst tíu systkina og það eina sem lifir nú. Ég var tvíburi og ekki nema sex merkur. Það þótti mörgum mesta furða að ég skyldi lifa, því hitt barnið var tólf merkur, en það dó strax. Mamma mátti aldrei heyra á þetta minnst upp frá þessu. Hún hét Soffía Pálsdóttir, en faðir minn Sigurður Jónsson og var sjómaður. Hann dó úr spænsku veikinni þegar hún geisaði. Það féllu margir í henni á Stokks- eyri. Stundum var þröngt í búi, það fiskaðist lítið á þessum ár- um, en oftast höfðum við þó í okkar og á. Á fjórtánda árinu fór ég fimm mánuði í skóla. Guð- mundur Sæmundsson, læknir, kenndi og við vorum þrjátíu krakkarnir. Mér gekk vel í skól- anum og hefði gjarnan viljað læra meira, en það kom nú varla til greina. Vorið 1904 fermdist ég og ég man, að ég var með lang síðasta hárið af öllum stelpun- um,“ segir Soffía. Hárið er enn- þá sítt og hún vill helst ekki láta taka af sér mynd fyrr en hún er búin að fara í lagningu, þó það nú ekki væri. „Aldrei farið í aðra vist“ Árið 1909 steig Soffía sín fyrstu spor í Reykjavík, þá nítj- án ára gömul. „Ég fór til Reykjavíkur í at- vinnuleit og ég er svo fastheldin, að hér hef ég verið siðan,“ segir hún og bætir við: „Ég hef líka alltaf gengið í peysufötum síðan. Eina vist fór ég í hjá ríkum skipstjórahjónum, sem bjuggu vestur í bæ og voru nýgift. Það varð mín fyrsta og síðasta vist. Kaupið var fimm krónur á mán- uði, húsið var margra hæða, ofn í hverju herbergi og ég þurfti að bera kol i þá alla á hverjum degi. Á föstudaginn langa var ég einu sinni sem oftar send upp í Laug- ar með barnavagn fullan af þvotti. Ég man ennþá hvað hann var þungur á heimleiðinni og eftir einn vetur sagði ég upp og fór aldrei í aðra vist. Hins vegar hef ég alltaf verið greið og fljót og unnið mikið. Eftir vistina fór ég f fiskvinnu niður í Allíans og svo fór ég fimm sumur í síld á Svalbarðs- eyri. Þar fékk maður eina krónu fyrir að salta fulla tunnu og níu- tíu aura fyrir að vaska hundrað fiska." Þær hafa varla verið margar ungu konurnar á öðrum tug ald- arinnar sem komu upp eigin húsi svo að segja frá grunni. En það gerði Soffía og er ekki á henni að heyra að það hafi verið neitt til- Myndin er tekin við vígslu Hótel Borgar, 18. janúar 1930. Soffía er þriðja f.v. í fremstu röð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.