Morgunblaðið - 19.02.1984, Page 8

Morgunblaðið - 19.02.1984, Page 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 MORÐIÐ í SARAJEVO Teikning af vettvangi atburðanna í Sarajevo. s, •jötíu ár liðin frá morðinu á Franz Ferdinand og konu hans, sem hleypti af stað fyrri heimsstyrjöldinni Borgin Sarajevo í Júgóslavíu hefur verið í sviðsljósi heimsfréttanna að undanförnu, þar sem fræknustu skíðagarpar heims hafa leitt saman hesta sína á vetrarólympíuleikum. Ekki er þetta þó í fyrsta skipti sem athygli manna beinist að Sarajevo og vísast verður nafn hennar áfram skráð á spjöld sögunn- ar þótt afrek skíðagarpanna gleymist er stundir líða fram. Fyrir réttum sjötíu árum gerðust þar atburðir, sem höfðu hinar skelfilegustu afleiðingar í för með sér og breyttu gangi veraldarsögunnar — morðið á ríkiserfingja Austurríkis- Ungverjalands, Franz Ferdinand erkihertoga, og konu hans, Soffíu. Á árunum áður en atburðir þessir gerðust hafði Balkanskagi verið kallaður „púðurtunna Evrópu", og þennan sumardag, árið 1914, kviknaði í Sarajevo neisti, sem sprengdi ekki aðeins púðurtunnuna, heldur Evrópu alla. Þegar saga okkar hefst, í upp- hafi þessarar aldar, var tvíríkið Austurríki-Ungverjaland stór- veldi með rúmlega 50 milljón íbúa. En stórveldi þetta var sundrað í marga kynþætti, þjóðabrot og ríki, sem ýmist höfðu verið sjálfstæð eða vonuðust til að verða það. Austurríska keisaradæmið átti sameiginleg landamæri með kon- ungsríkinu Serbíu og var borgin Sarajevo innan landamæra Aust- urríkis á svæði því, sem Bosnía heitir. Bæði þar og í Herzegóvínu og Króatíu, sem þar voru næst, var meirihluti íbúanna Serbar, en alls voru þeir um tvær milljónir innan landamæra tvíríkisins. Serbar höfðu hins vegar lengi alið með sér stórveldisdrauma og í þeim tilgangi hafði Serbía hafið styrjöld gegn Tyrkjum (Balkan- stríðið 1912—1913), og notið lið- veislu Búlgaríu og Grikklands. í stríði þessu vann Serbía nokkur lönd af Tyrkjum og seinna, í stuttu stríði við Búlgaríu, meiri- hluta þeirra svæða, sem það land hafði hlotið af Tyrkjum. En ef draumar um Stór-Serbíu áttu að rætast var óumflýjanlegt að heyja stríð gegn hinu volduga nágranna- ríki Austurríki-Ungverjalandi, eða grafa undan stoðum þess með öðrum hætti. í Serbíu voru því starfrækt leynifélög og morð- ingjasamtök, sem töldu, að laun- morð og tilræði væru ekki aðeins nothæf úrræði í hinni þjóðlegu frelsisbaráttu, heldur bæri að mæla með slíkum úrræðum. Einu stærsta og hættulegasta leynifélaginu af þessum toga var stjórnað af Dragutin Dimitrijevits ofursta, en hann var jafnframt yf- irmaður leyniþjónustu Serba. Fé- Iagið var nefnt „Eining eða dauði", en var einnig kallað „Svarta hönd- in“ og voru félagsmenn þess mik- ilvirkir í hvers konar undirróð- ursstarfsemi og morðáætlunum sem tengdust stórveldisdraumum Serba. Félagið hafði á sínum snærum pólitíska leigumorðingja og leyniskyttur sem svifust einsk- is í þágu máistaðarins, og pottur- inn og pannan í öllum aðgerðum var Dimitrijevits ofursti. Árið 1903 hafði hann skipulagt morðið á serbnesku konungshjónunum, Alexander og Drögu, og það var hann, sem nú ieit svo á, að til að hrinda í framkvæmd einingar- og stórveldisdraumum Serba væri óhjákvæmilegt að ryðja úr vegi Franz Ferdinand erkihertoga, ríkiserfingja Austurríkis- Ungverjalands. Tækifærið kom svo þegar erkihertoginn og kona hans komu í opinbera heimsókn til Sarajevo í júnímánuði árið 1914. RíkisarHnn Franz Ferdinand Franz Ferdinand erkihertogi, var bróðursonur Franz Jósefs keisara og hafði tekið við ríkis- erfðum við fráfall föður síns, Karls Ludvigs erkihertoga, árið 1896. Hann var fremur heilsuveill og þjáðist af berklum á unga aldri og náði sér aldrei til fulls af þeim sjúkdómi. Franz Ferdinand var ekki vinsæll maður meðal þegna sinna og hann átti fáa vini en fjölda fjandmanna. Mun það m.a. hafa stafað af því, að hann fór ekki dult með andúð sína á Gyð- ingum, ítölum og . Ungverjum, enda munu óvinsældir hans hafa verið hvað mestar f ungverska hluta ríkisins. Erkihertoginn var þó talinn gæddur ýmsum kostum og hugprýðina skorti hann ekki. Franz Jósef keisari tók það óstinnt upp er ríkisarfinn fór að gera hosur sínar grænar fyrir tékkneskri greifynju, Soffíu Chot- ek, sem var við hirðina í Vín, en sá gamli taldi það ósamboðið stöðu erfingja krúnunnar að leggja lag sitt við „venjulega hirðmeyju", eins og hann komst að orði. Keis- arinn lét þó undan um síðir og samþykkti ráðahag þeirra með því skilyrði þó, að erkihertoginn af- salaði fyrir hönd konu sinnar og barna þeirra öllum réttindum, nafnbótum og forréttindum krún- unnar. Allt sitt líf háði erkiher- toginn því harða baráttu við þá auðmýkingu, sem kona hans varð að þola og krafðist hann þess ein- dregið og sífellt, að henni væri auðsýnd öll sú virðing, sem eigin- kona ríkiserfingjans ætti rétt á, þótt æði oft yrði misbrestur á því. Hinn 23. júní 1914 lögðu erki- hertogahjónin upp frá Vín til að vera viðstödd heræfingar Austur- ríkismanna í grennd við landa- mæri Serbíu og að þeim loknum var ætlunin að fara til Sarajevo f opinbera heimsókn. Erkihertoginn hafði verið varaður við að heim- sækja þetta ókyrra svæði og ekki síst þar sem full ástæða var til að óttast um lff hans. Héraðsstjór- inn, Potiorek hershöfðingi, lagðist gegn ferðinni af ótta við uppþot, þar sem Serbar minntust einmitt um þessar mundir þjóðhetju sinn- ar, Milosar Obilits, er myrt hafði Tyrkjasoldán rúmum fimm hundruð árum áður. Héraðsstjóri Serbíu hafði einnig borið fram að- varanir vegna ótta við uppþot og bað hann jafnframt um aukinn mannafla til eftirlits, en var synj- að um þá bón. Aðstoðarforingi erkihertogans lagðist eindregið gegn ferðinni þar sem hann hafði rökstuddan grun um að líf Franz Ferdinands væri í hættu ef hann heimsækti þetta svæði. Austur- ríska leyniþjónustan bar hins veg- ar ekki fram formlega viðvörun, þótt hún hefði vissulega átt að gera það, því skömmu fyrir ferð- ina barst henni f hendur skjal, sem sýndi ótvírætt að ráðagerð var uppi um að myrða erkihertog- ann. Skjal þetta var birt í breska vikuritinu „John Bull“ hinn 11. júlf, skömmu eftir morðið, en þangað hafði það borist eftir ýms- um krókaleiðum. Þar er m.a. nefnd ákveðin upphæð „fyrir að fjarlægja F.F.“ og skyldi greiða helminginn fyrirfram en eftir- stöðvar að verki loknu. Ekki lék vafi á að F.F. stóð fyrir Franz Ferdinand en ekki er að sjá að austurríska leyniþjónustan hafi gert neinar sérstakar ráðstafanir þrátt fyrir bréf þetta og aðrar vísbendingar um fyrirhugað morð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.