Morgunblaðið - 19.02.1984, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984
57
Franz Ferdinand ríkiserfingi Austurríkis — Ungverjalands og kona
hans, Soffía.
Gabrinovic, lengst til vinstri, og Princip, lengst til hægri, ásamt bosnísk-
um byltingarforingja skömmu fyrir morðið.
Gavrilo Princip
í fangelsinu árið
1914.
á ríkiserfingjanum.
Sjálfur gerði Franz Ferdinand
sér grein fyrir þeirri hættu sem
vofði yfir honum, þótt ekki hafi
hann miklað hana fyrir sér. Hann
var þrjóskur að eðlisfari og ef til
vill hefur það freistað hans, að
bjóða forlögunum byrginn. Sú
saga er sögð, að hann hafi sem
ungur liðsforingi farið til sígauna-
konu sem spáði því, að hann
myndi einhvern tíma orsaka
heimsstyrjöld. Einnig hefur verið
sagt, að í þann mund er lestin
rann út úr Suðurstöðinni í Vínar-
borg, með erkihertogahjónin á leið
til heræfinganna, hafi öll ljósin
slokknað í henni og hertoginn hafi
þá spurt glottandi hvort þetta
bæri að skilja sem aðvörun. Þegar
menn hefðu síðan í skyndi kveikt á
kertum, sem báru flöktandi birtu í
vagninum, hafi hann hallað sér að
aðstoðarforingja sínum og sagt:
„Hvernig líst þér á? Þetta er eins
og í grafhýsi." En hvað sem þvi
líður er ljóst, að menn höfðu fulla
ástæðu til að óttast um líf ríkis-
erfingjans enda átti hann ekki aft-
urkvæmt úr þessari ferð. Tvö skot,
sem nokkrum dögum síðar hljóm-
uðu í Sarajevo, bundu ekki aðeins
enda á líf hans og konu hans, held-
ur breyttu þau gangi veraldarsög-
unnar og hleyptu af stað heims-
styrjöld, sem hafði í för með sér
óendanlegar þjáningar fyrir millj-
ónir manna.
Stúdentinn
Gavrilo Princip
Þess er áður getið, að Dragutin
Dimitrijevits ofursti var maður-
inn á bak við allar helstu aðgerðir
„Svörtu handarinnar" í einingar-
baráttu Serba. Svo var einnig þeg-
ar ákveðið var að ráða Franz
Ferdinand af dögum, þótt annar
maður héldi þar á byssunni, en sá
sem skaut hinum örlagaríku skot-
um var stúdentinn Gavrilo Princ-
ip. Hann var fæddur í bænum
Oblej í Dalmatíufjöllum og var
faðir hans sveitapóstur í héraðinu.
Hann hafði búið og starfað í Sara-
jevo í nokkur ár og hlotið þar ein-
hverja menntun auk þess sem
hann hafði stundað nám í ná-
grannabænum Tuzla. Það var þar,
sem hann kynntist Vladimir Gas-
inovic, eldheitum áróðursmanni,
sem breytti þessum unga kyrrláta
manni í eldheitan þjóðernissinna.
Á námsárum sínum komst Princip
í samband við „Svörtu höndina" og
varð brátt fullgildur meðlimur og
þar með eiðsvarinn að „vera ætíð
reiðubúinn að færa hina mestu
fórn og framkvæma allar fyrir-
skipanir án nokkurra spurninga",
í þágu málstaðarins. Princip var
sendur til þjálfunar í hinum leyni-
lega skæruliðaskóla i Nis og
reyndist hann efnilegur og kapp-
samur nemandi, þótt hann væri þá
þegar farinn að bera merki sjúk-
dóms þess, sem lagt hafði þrjú
systkina hans í gröfina, berkla-
veikinnar.
Dimitrijevits ofursti, sem meðal
félagsmanna leynifélagsins gekk
undir viðurnefninu „Býflugan"
(Apis), mun snemma hafa komið
auga á þennan gáfaða og kapps-
fulla hermdarverkamann, sem
brann af löngun eftir að fá tæki-
færi til að fórna sér í þágu serbn-
eska stórveldisdraumsins. Þegar
tilkynnt var, snemma vors 1914,
að erkihertoginn myndi verða við
heræfingar við landamærin og
heimsækja síðan Sarajevo ákvað
„Býflugan" að hin rétta stund
væri runnin upp og þar sem Princ-
ip þekkti borgina út og inn, taldi
ofurstinn hann vera einn þeirra,
sem gæti leyst hið mikla verkefni.
Samsærismennirnir
Einn af deildarforingjum
„Svörtu handarinnar", Voja Tank-
osic, boðaði Princip á fund í litlu
veitingahúsi, „Eikarlaufskransin-
um“, en þangað voru einnig boðað-
ir tveir ungir menn, Trifko Grabez
og Nedjelko Gabrinovic. Þeir voru
jafnaldrar Princips, 19 ára, og
báðir berklaveikir eins og hann.
Allir voru þeir þjálfaðir í hinum
leynilega skæruliðaskóla, sem
„Svarta höndin" hafði komið á
laggirnar. Grabez var prestssonur
frá bænum Pale, skammt frá
Sarajevo, en hann hafði verið rek-
inn úr skóla vegna árásar á kenn-
ara sinn. Hann hafði þá farið yfir
landamærin til Serbíu og sat
lengstum á kaffihúsum ásamt
skoðanabræðrum sínum, þar sem
rædd voru byltingaráform. Gabr-
inovic var prentari að atvinnu, en
faðir hans, sem búsettur var í
Bosníu, hafði árum saman verið
grunaður um að vera flugumaður
lögreglunnar. Sonurinn, sem
óttaðist að falla undir sams konar
grun, gerðist ákafur fylgismaður
þjóðernissinna, þótt menn efuðust
nokkuð um hæfileika hans sem
byltingarmanns, þar eð hann þótti
taugaóstyrkur og reikull í ráði.
Engu að síður var hann valinn í
hóp tilræðismanna og yfir kaffi-
bolla í „Eikarlaufskransinum"
lögðu þessir fjórir menn nú á ráð-
in um, hvernig staðið skyldi að
framkvæmd þessa mikilvæga
verkefnis.
Á sama tíma og Tankosic samdi
áætlanir um tilræðið ásamt hin-
um þremur ungu mönnum var
annar sams konar fundur haldinn
í Sarajevo. Til þess fundar var
boðað af Danilo Ilic, sem einnig
var deildarforingi í „Einingu eða
dauða“, en þátttaka hans í tilræð-
isharmleiknum átti seinna eftir að
reynast harla óglæsileg. Hann var
fyrrverandi kennari, en starfaði
sem blaðamaður þegar hér var
komið sögu og hans hlutverk var
að samræma aðgerðir tilræðis-
mannanna. Þeir sem sátu með
honum á fyrrgreindum fundi voru
múhameðstrúarmaður að nafni
Mehmedbasic, málarasveinn að
atvinnu, sem ræddi sífellt og
hugsaði um morðáætlanir, þar
sem hann ætlaði að nota eitraðan
rýting. Hinir tveir voru Vaso
Cubrilovic og Cvejko Popovic, báð-
ir innan við tvítugt, kappsfullir og
málgefnir hugsjónamenn, sem
„gátu ekki leynt æsku sinni og fá-
vísi, þótt þeim hefði með erfiðis-
munum tekist að láta sér vaxa
grön“, eins og ein heimildin orðar
það. Til marks um ungæðishátt
þeirra má nefna, að tveimur dög-
um fyrir tilræðið varð Ilic að hafa
í hótunum við Vaso um að fjöl-
skylda hans skyldi upprætt, ef
hann héldi áfram að ganga um og
segja hverjum, sem heyra vildi,
frá tilræðisáætlununum.
Ilic tók nú til við að samræma
aðgerðir samsærismannanna sex
og jafnframt var honum falið að
útvega vopnin. Sjálfur tók hann
ekki þátt í tilræðinu, og þegar því
var lokið, kom hann samstundis
upp um menn þá, sem hann hafði
leitt í ógæfu, til að bjarga sjálfum
sér.
Samsærismenn láta
til skarar skríða
Sunnudagurinn 28. júní rann
upp og þann dag yfirgáfu erki-
hertoginn og kona hans æfinga-
svæði austurríska hersins og
héldu, ásamt fylgdarliði sínu, með
bifreið til Sarajevo. Erkihertoga-
hjónin voru létt í bragði og á leið-
inni sneri frúin sér að serbneska
héraðsstjóranum, Dr. Joseph Sun-
aric, og sagði: „Yður skjátlaðist
þá, okkur hefur hvarvetna verið
tekið mjög innilega." Dr. Sunaric,
sem var einn þeirra er hvað mest
höfðu latt erkihertogann farar-
innar svaraði með augljósum
áhyggusvip: „Yðar hátign, ég bið
til guðs, að þér getið endurtekið
þessi orð í fyrramálið. Þá mun
miklu fargi verða af mér létt.“
Danilo Ilic og samsærismenn-
irnir sex hittust snemma morguns
þennan sama dag og Ilic reyndi að
stappa í þá stálinu, en greinilegt
var að þeir voru allir fremur
taugaóstyrkir, einkum þeir yngstu
í hópnum, Cubrilovic og Popovic.
Þegar bílalest ríkisarfans nálgað-
ist „Áfrýjunarbakkann", við Milj-
acafljót, sem rennur í gegnum
Sarajevo, höfðu þeir allir komið
sér fyrir á fyrirfram ákveðnum
stöðum meðfram götunni. Múh-
ameðstrúarmaðurinn Mehmed-
basic stóð hægra megin við göt-
una, gegnt austurrísk-ungverska
bankanum. í nokkurra metra fjar-
lægð var Cubrilovic og á móti hon-
um Ilic. Popovic var þar skammt
frá sömu megin og á móti honum
Gabrinovic, en Princip hafði tekið
sér stöðu skammt frá Latína-
brúnni og Grabez var við næstu
brú, Keisarabrúna.
Þegar fallby.ssuskotin heyrðust,
skömmu fyrir klukkan tíu, vissi
mannfjöldinn, sem beið á götum
Sarajevo, að bílalestin hafði ekið
yfir borgarmörkin. Bílarnir óku
hægt inn í borgina enda hafði
erkihertoginn sjálfur mælt svo
fyrir. „Fólk á að geta séð okkur,"
-hafði hann sagt við Potiorek hér-
aðsstjóra. í fremsta bílnum sátu
embættismenn, í þeim næsta var
borgarstjórinn, þá komu erkiher-
togahjónin og í næstu bílum voru
yfirmenn úr hernum. í bókinni
„Tilræði og pólitisk morð“, sem
stuðst hefur verið við í frásögn
þessari, segir m.a. um atburðarás-
ina í Sarajevo þennan örlagaríka
dag:
Klukkan er tíu, þegar bílalestin
nálgast fyrsta tilræðismanninn.
Ilic, sem klifrað hefur upp á tröpp-
urnar við eitt húsið, sér, að Meh-
medbasic hefur tekið sprengju
sína undan yfirhöfninni. Ekkert
gerist! Hann bærir ekki á sér.
Hvers vegna? Hann gefur síðar þá
skýringu, að lögregluþjónn hafi
skyndilega tekið sér stöðu fyrir
aftan hann. Næsti maður í röð-
inni, Cubrilovic, hefst heldur ekki
að. Hann segir að vísu eftir á, að
hann hafi hleypt af skammbyssu
sinni, en breytir framburðinum
síðar og segir, að hann hafi
skyndilega fyllst meðaumkun með
erkihertoganum. Þriðji maður,
Popovic, er jafn aðgerðalaus. Ekk-
ert gerist heldur, þegar bílalestin
fer framhjá honum. Skýring
hans? „Ég er svo nærsýnn, að ég
sá ekki, hvar erkihertoginn sat,“
sagði hann við fyrstu yfirheyrslu,
en síðar játaði hann, að honum
hefðu fallist hendur á úrslita-
stundu.
En á ská gegnt Popovic stendur
maður, sem þorir að hafast að.
Það er Gabrinovic, eini tilræðis-
maðurinn, sem ekki er vopnaður
skammbyssu. Hann hefur hins
vegar sprengju í fórum sínum.
Potiovic hefur einmitt snúið sér
við í bílnum, til að benda erkiher-
toganum á eitthvað handan fljóts-
ins, þegar Gabrinovic hleypur
nokkur skref áfram, losár um ör-
yggi sprengjunnar, miðar vand-
lega og kastar henni. „Þegar ég
hafði varpað henni, sá ég, hvernig
Franz Ferdinand sneri sér að mér
og leit á mig köldum, starandi
augum," sagði hann síðar.
Hertogafrúin sér sprengjuna á
leiðinni og lýtur ósjálfrátt fram,
til að forðast hana. Hertoginn
bandar frá sér með hendinni til að
vernda konu sína og rekur þá
olnbogann í sprengjuna, sem velt-
ur niður af vagnbrúninni. Þá fyrst
springur hún. Bíll erkihertogans
hefur þá runnið nokkra metra
áfram, því að bílstjórinn hefur
einskis orðið var. Sprengjan
springur beint fyrir framan næsta
bíl á eftir.
Margir við gangstéttarbrúnina
hafa hnigið niður særðir. Skerandi
vein heyrast frá mannfjöldanum,
og í nokkrar sekúndur heyrist
hundur ýlfra af hræðslu og kvöl-
um. í bílnum, sem er næstur á eft-
ir bíl erkihertogans, situr liðsfor-
ingi og lagar blóð úr andliti hans.
Gabrinovic notar sér glundroðann
til að stökkva í átt til næstu brúar.
Tveir liðsforingjar hlaupa á eftir
honum með brugðin sverð. Lög-
regluþjónn þrífur til hans, en
Gabrinovic slítur sig lausan og
steypir sér í ána. Hann er dreginn
upp úr henni. Á flóttanum hefur
hann gleypt eitur, en eitrið er
gamalt og hefur engin áhrif.
Princip og Grabez, sem bíða
neðar við götuna, halda að tilræð-
ið hafi heppnast og hafast því ekki
að, þótt Princip hafi ákveðið fyrir-
fram að skjóta bæði Gabrinovic og
sjálfan sig til að útmá slóðina. Bíll
erkihertogans hefur numið staðar.
Franz Ferdinand lýtur að konu
sinni: „Hefur nokkuð komið fyrir
þig, Sof?“ spyr hann. „Ekkert, alls
ekkert," svarar hún lágri röddu.
„Aktu þá hratt áfram," kallar
erkihertoginn til bílstjórans. Þeg-
ar hann spyr aðstoðarforingjann,
Harrach greifa, hvað hafi í raun-
inni gerst, svarar greifinn: „Það
var sprengja, yðar keisaralega
tign, ég held líka, að ég hafi heyrt
skammbyssuskot." „Átti sprengja
ekki að nægja?“, segir erkihertog-
inn sárreiður.
Princip fær
annað tækifæri
Erkihertoginn er náfölur þegar
bíll hans ekur upp að dyrum ráð-
hússins og það gerir aðeins illt
verra, að borgarstjórinn hefur
fagnaðarræðu sína eins og ekkert
hafi í skorist. Erkihertoginn gríp-
ur fram í fyrir honum: „Herra
borgarstjóri, mér ofbýður! Hér er
gestum tekið með sprengjum.“
Erkihertoginn er enn fölur en þó
rólegur þegar hann flytur svar-
ræðu sína, sem samin hafði verið
fyrirfram: „Ég hef með gleði geng-
ið úr skugga um þá hollustu, sem
íbúarnir hafa látið í ljós, og bið
yður, herra borgarstjóri, að tjá
íbúum Sarajevo góðvild mína
gagnvart lx>rg og borgar-
búum ... “
Ákveðið var nú í skyndi að
breyta öllum fyrri áætlunum
varðandi heimsóknina og erki-
hertoginn fer fram á að fá að aka
stystu leið til sjúkrahússins, þang-
að sem hinir særðu höfðu verið
fluttir. Þetta var að vísu hyggileg
breyting á áætlununum, en í ring-
ulreiðinni gleymdist að skýra bíl-
stjóranum í fremsta bíl fylkingar-
innar frá nýju leiðinni. Erkiher-
toginn og kona hans láta ekki í
ljós neinn ótta, þegar þau stíga
aftur í bíl sinn. Þegar bíllinn
rennur af stað, stekkur Harrach
greifi upp á stigþrepið, til að geta
varið erkihertogann, ef eitthvað
kæmi fyrir aftur. -
Þeir Princip og Grabez höfðu nú
orðið þess áskynja, að tilræðið
hafði misheppnast og Gabrinovic
SJÁ NÆSTU SÍÐU