Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 10
58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984
MORÐIÐ
í SARAJEVO
verið handtekinn, en það reyndist
ekki síður afdrifaríkt. Princip
gerði sér lióst, að félagi hans
myndi ekki geta þagað, og allir fé-
lagar leynifélagsins væru því í
mikilii hættu. Princip hafði hlaup-
ið inn í manngrúann með skamm-
byssuna tilbúna til að skjóta
Gabrinovic, sem hafði verið leidd-
ur á brott í skyndi.
Bíllinn með erkihertogahjónun-
um og Potiorek héraðsstjóra hefur
ekið skamman spöl á eftir fyrsta
bíl lestarinnar, þegar Potiorek
klappar á öxlina á bílstjóranum og
segir: „Hvað er um að vera? Við
förum vitlausa léið. Við eigum
ekki að fara sömu leið til baka
heldur yfir brúna til sjúkrahúss-
ins.“
Princip stendur með skamm-
byssuna í vasanum úti fyrir mat-
vörubúð. Hann er sleginn óhug.
Allt hefur mistekist, þrír tilræð-
ismannanna hafa brugðist, og
Gabrinovic verið tekinn fastur.
Allt í einu sér hann að annar bíll-
inn er stöðvaður skyndilega, af því
að Potiorek hefur aðvarað bíl-
stjórann. Hann sér erkihertogann
og konu hans í bílnum og áttar sig
á tækifæri sínu. í fáeinum stökk-
um kemst hann í skjól bak við
stórt auglýsingaspjald frá verslun.
Ökumaðurinn er byrjaður að snúa
bílnum hægt við. A næsta andar-
taki stendur Princip fáeina metra
frá bílnum. Hann lyftir skamm-
byssunni og tvö skot hljóma með
stuttu millibili. Hertogafrúin ein
hefur séð hann. Hún kastar sér
fram til að vernda eiginmann
sinn. Án þess að mæla orð rennur
hún niður á bílgólfið. Potiorek gef-
ur skipun um að aka tafarlaust til
Konak-hallar. Tveir liðsforingjar
stökkva upp á þrepið við hlið
Harrachs greifa. Bíllinn tekur við-
bragð og rennur af stað. Erkiher-
toginn strýkur konu sinni um
vangann og segir lágri röddu: „Þú
mátt ekki deyja, Sof. Hugsaðu um
börnin okkar..." Harrach greifi
lýtur niður að erkihertoganum og
spyr: „Er yðar keisaralega tign
sár?“ Á sama andartaki vætla
ÍSIANDSMEISTARAKEPPNI
áhugamanna í gömludönsunum 1984
íslandsmeistarakeppni áhugamanna í gömludönsunum verður haldin á
Hótel Sögu sunnudaginn 26. febrúar 1984 á vegum Nýja Dansskólans og
Þjóðdansafélags Reykjavíkur.
Keppnin veröur meö svipuöu sniöi og síöasta gömludansakeppni, nema nú
er talið heppilegra aö Ijúka keppninni á einum degi.
Dómarar veröa fjórir. Dómarar sýna dóma sína strax og dansi lýkur.
Þátttakendur tilkynni síg í síma 52996 og 43586 kl. 10—12 virka daga.
Tilhögun barna og unglinga:
Öllum börnum og ungiingum sem áhuga hafa er heimil þátttaka frá 6 ára aldri og skiptast í
flokka þannig:
6 til 8 ára dansa: Polka, Vals Fingrapolka, Skósmíöapolka, Klappenade og
Svensk Maskerade.
9 til 11 ára,
12 til 13 ára,
14 til 15 ára dansa: Polka, Vals, Skottís, Vínarkruss, Marzúka og Skoska-
dansinn.
Tilhögun fulloróinna:
Öllum áhugamönnum (ekki atvinnumönnum) frá 16 ára aldri er heimil þátttaka. Til greina
hefur komið aö skipta í aldurshópa fulloröinna. Dansaöir veröa: Polka, Vals, Skottís,
Vínarkruss, Marzúka og Skoski dansinn.
m mMcóuNN
Dagskré ksppnisdaginn 26. fsbrúar 1964:
Börn og unglingar: Hús opnaö kl. 12.30.
Kl. 14 hefst danskeppni. Dómarar gefa stig.
Fullorönir. Hús opnaö kl. 20. Kl. 21 hefst danskeppni. Dómarar gefa
stig. Kl. 24 úrslit tilkynnt. Dansaö til kl. 01.
Þétttöfcugjöld:
Börn og unglingar kr. 100,-
Fullorönir kr. 150.-
Aögangseyrir áhorfenda:
Keppni barna og unglinga eitt verö kr. 120.-
Keppni fulloröinna kr. 180.-
Forsala aögöngumiöa veröur i Nýja Dansskólanum og hjá Þjóödansa-
fótagénu.
f /0n1
Stórbingó
Stórbingó verður haldið í Sigtúni fimmtudaginn 23.
Jrúar kl. 20.30. Aðalvinningur er Skoda-bifreið að verð-1
Imæti 140.000 krónur. Aðrir vinningar eru heimilistæki og)
\tyær utanlandsferðir að verðmæti 20.000 hvor. Stjórn-
andi verður Hermann Gunnarsson.
Athugið: Geymum ávísanir.
V/SA
wmm .
Leiknir.
EUROCARD
nokkrir blóðdropar úr munni erki-
hertogans og hann hvíslar: „Það er
ekki umtalsvert..."
Þegar bíllinn stöðvast úti fyrir
héraðsstjórahöllinni er hertoga-
frúin örend. Kúlan, sem hæfði
hana, hafði farið inn í aðalslagæð
vinstra megin á hálsi erkihertog-
ans. Fáeinum mínútum fyrir
klukkan ellefu er hann einnig liðið
lík.
Allt var í uppnámi á nýja til-
ræðisstaðnum. Jafnskjótt og
Princip hafði skotið að hertoga-
hjónunum, hafði hann tekið á rás
eftir götunni, en lögreglumaður
elti hann uppi og barði hann með
byssuskefti í höfuðið, svo hann féll
við. Margir viðstaddir reyndu að
ráðast á hann. „Hvers vegna gerið
þið þetta?“, stundi Princip, „ég
gerði þetta ykkar vegna..."
Hann hafði gleypt eiturpillu áður
en hann hleypti af skammbyss-
unni. Á lögreglustöðinni hné hann
niður og vænti þess að deyja á
hverju augnabliki, því eitrið hlaut
að hafa áhrif. Hann féll í öngvit,
og menn helltu köldu vatni á höf-
uð hans. Hann kastaði upp, en dó
ekki. Eitrið virkaði ekki.
Endalok og afleiðingar
I fyrstu yfirheyrslu voru þeir
leiddir saman Princip og Gabrin-
ovic og áður en Princip gat þaggað
niður í félaga sínum hafði hann
svarað spurningunni um, hvar
þeir hefðu kynnst: „I Bel-
grad ... “ , og leiddi það til mikilla
mannaveiða. Allir voru handtekn-
ir, hver af öðrum, sem héldu
opinni „hinni leynilegu leið“, frá
Sarajevo yfir landamærin til
Serbíu. Aðeins einn maður náðist
ekki og var aldrei ákærður eða
nefndur opinberlega í sambandi
við morðið: Dragun Dimitrijevits
ofursti, „Býflugan", maðurinn á
bak við verknaðinn og hinn raun-
verulegi morðingi.
Yfirheyrslurnar stóðu mánuð-
um saman. Samkvæmt gildandi
lögum í Austurríki, mátti ekki
dæma þá til líflátshegningar, sem
voru undir tvítugu. Samkvæmt
kirkjubókunum var Princip fædd-
ur 26. júlí og var því ekki fullra
tuttugu ára þegar morðið var
framið og það bjargaði lífi hans, í
bili a.m.k. Princip, Grabez og
Gabrinovic voru dæmdir til ævi-
langrar þrælkunarvinnu, en Cubr-
ilovic og Popovic voru dæmdir í
þrælkunarvinnu um óákveðinn
tíma. Danilo Ilic og fleiri, sem ver-
ið höfðu tengiliðir „hinnar leyni-
legu leiðar“, voru dæmdir til
dauða og mikill fjöldi vitorðs-
manna hlaut langa fangelsisdóma.
Framkoma hinna ákærðu við
réttarhöldin einkenndist af þjóð-
ernishyggju og hugsjónahroka.
„Ég er júgóslavneskur þjóðernis-
sinni,“ sagði Princip fyrir réttin-
um. „Ég berst fyrir sameiningu
Júgóslava. Ég er úr sveit og veit
hvernig vistin er í þorpunum. Þess
vegna óskaði ég hefndar, þess
vegna finn ég ekki til iðrunar." Og
er Cubrilovic var spurður hvernig
hann gæti samræmt slíkt ódæði
hugsjónum kristinna manna, og
hvort hann þekkti ekki kröfu boð-
orðanna um að ekki mætti mann
deyða, svaraði hann: „Því eru þá
milljónir manna drepnar á víg-
völlum Evrópu? Ég get vel fundið
tii með ríkiserfingja Austurríkis
sem manni, en ekki sem erfingja
krúnunnar. Hins vegar finn ég
skiiyrðislaust til með milljónum
bænda okkar.“ Allir létu þeir í ljós
fyrir réttinum, að þeir hörmuðu
dauöa hertogafrúarinnar. Gabr-
inovic hinn ungi, sem átt hafði illa
æsku, fór að gráta, þegar hann
heyrði þau orð, sem erkihertoginn
hafði sagt að síðustu við konu sína
deyjandi.
Franz Jósef keisari sat við
skrifborðið í vinnustofu sinni í
Bad Ischl, þegar honum barst
helfregnin. Hann draup höfði við
fregnina og heyrðist tauta eitt-
hvað um að æðri máttur hefði á ný
skapað þá reglu, sem honum hafi
verið um megn að viðhalda, og átti
hann þar við hjúskap Franz Ferd-
inand til vinstri handar. Börnin
þrjú voru stödd í Hradcanyhöll í
Prag og hlökkuðu til heimkomu
foreldra sinna, þegar systir hinn-
ar myrtu hertogafrúar, greifafrú
Henriette Chotek, kom skyndilega
í fylgd með presti og stundi upp
hin skelfilegu tíðindi. „Hvers
vegna, hvers vegna?“, stamaði
elsta barnið, Soffía, þrettán ára
gömul. Svo bætti hún við með
ekka: „Pabbi og mamma hafa
aldrei gert neinum illt..."
Mánuði eftir morðið á erkiher-
togahjónunum sagði Austurríki-
Ungverjaland Serbíu stríð á hend-
ur. Heimsstyrjöldin var staðreynd
og kostaði milljónir mannslífa og
ómældar, ómannlegar þjáningar
fyrir milljónir annarra. Og þessi
styrjöld gerbreytti heimskortinu.
Draumurinn, sem Princip og fé-
lagar hans trúðu á og höfðu myrt
fyrir, varð að veruleika vegna
styrjaldarinnar. Konungsríkið
Serbía varð eftir styrjöldina,
ásamt héruðunum Bosníu og
Herzegóvínu, að hinni nýju Júgó-
slavíu. Serbar, Króatar og múh-
ameðstrúarmenn mynduðu eina
þjóð með Beigrad að höfuðborg.
Sarajevo, sem var vettvangur þess
harmieiks, er orsakaði heims-
styrjöld þennan sumardag 1914, er
í dag blómleg iðnaðarborg, og þar
voru nýlega haldnir vetrarólymp-
íuieikar, eins og getið er í upphafi.
Þar er að finna Gavrilo Princip-
safnið, þar er til Gavrilo Princip-
brú, og á gangstéttinni við Áfrýj-
unarbakkann eru mótuð fótspor,
sem eiga að sýna, hvar Princip
stóð, er hann tendraði þann neista
sem hleypti Evrópu í bál og brand.
Þegar dómar höfðu verið upp
kveðnir í Sarajevo voru milljóna-
herir farnir að berjast á vígvöll-
unum og þeir voru enn að berjast,
þegar þrír félaganna, Princip,
Gabrinovic og Grabez önduðust í
fangelsi, allir af völdum berkla.
En í stríðslok yfirgáfu þeir Cubril-
ovic og Popovic fangelsið sem
frjálsir menn, og gátu hafið nám
að nýju. Cubrilovic varð seinna
söguprófessor í Belgrad, en Pop-
ovic var skipaður forstjóri Princ-
ip-safnsins í Sarajevo, sem stofn-
að var til minningar um hið
heimssögulega morð, sem þeir fé-
lagar áttu aðild að árið 1914.
(Sv.G. tók saman)
Blaöburdarfólk
óskast!
Vesturbær úthverfi
Tjarnargata 39— Sævarland