Morgunblaðið - 19.02.1984, Síða 15

Morgunblaðið - 19.02.1984, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 63 herbergisdyrunum, en þær voru þá læstar og lykillinn tekinn úr hurðinni. Var þá allt orðið hljótt, svo að hún heyrði aðeins lítið þrusk, eins og einhver væri að bjástra þar með þungan hlut, og kom hið mesta fát á madömuna og greip hana mikil hræðsla. Hún kallaði þá á drenginn, sem hafði verið að berja fiskinn, og bað hann að hlaupa tafarlaust út á engjar, eins hratt og hann gæti, og biðja fólkið að hraða sér heim. Þetta gerði hann, en hún fór aftur til barna sinna, sem biðu óttaslegin uppi á pallinum. Ekki sást heim að Grenjaðar- stað þaðan sem fólkið var að vinna á engjunum, en skammt þar frá var hóll, og af honum sást heim á staðinn. Svo hafði viljað til, að skömmu áður en drengurinn kom út á engjar með þessar ægilegu fréttir, hafði einn vinnumannanna gengið upp á hólinn og heyrðist þá segja: „Hver skrattinn fór heim túnið á Grenjaðarstað?" Kvaðst hann hafa séð einhverja veru skjótast heim túnið, en engan grunaði hver illvættur var hér á ferð. Er drengurinn kom með hin illu tíðindi brá fólkið skjótt við og hraðaði sér heim, en þegar það kom í túnfótinn, sá það gráa „dólginn" dröslast frá bænum og að hesthúsi utarlega á túninu og hverfa inn í það. Fólki varð það fyrst til að ganga í svefnhýsi prests, sem þá stóð opið, og var þar ljót aðkoma. Prestur fannst þar dauður, kyrkt- ur, marinn og blóðugur, troðinn upp undir rúm sitt, svo þröngt sem verða mátti, og svo fast var líkið skorðað undir rekkjunni, og því varð með naumindum náð það- an, án þess að rjúfa ofan af því. Fólkið varð að vonum felmtri slegið og hélt að þarna væri draugur á ferð og þorði enginn til hesthússins til að grennslast fyrir um gráa „drjólann". Þannig varð hin landlæga íslenska draugatrú til þess að sá sem verknaðinn framdi slapp úr höndum manna, en hesthúsið var síðan kallað draugahúsið og má enn sjá tóftir þess i túninu á Grenjaðarstað. Og enn var tíðinda að vænta frá Grenjaðarstað. Þegar þetta gerð- ist, var hjá séra Þórði ráðsmaður, stór maður og sterkur. Hann lagði ekki trúnað á að það hefði verið draugur sem banaði séra Þórði, heldur var þess fullviss að mennskur maður hefði verið þar að verki og einsetti hann sér að komast til botns í þessu dularfulla máli. Ráðsmaðurinn svaf með konu sinni í svefnhýsi frammi í bænum. Nokkru eftir að jarðarför séra Þórðar hafði farið fram, bar svo við nótt eina, að ráðsmaður vakti konu sína skjótlega og bað hana að fara á fætur og kveikja ljós, „því það er verið", — sagði hann, „að leitast við að hengja mig“. Konan fór þegar upp úr rúminu og til eldhússins, kveikti ljósið og kom að vörmu spori aftur inn í svefnherbergið, en þá lá mað- ur hennar dauður í rúminu, og hafði gefið upp öndina meðan hún skrapp fram í eldhúsið. Þótt hér væri vissulega um óhugnanlega atburði að ræða brá svo undarlega við að lítið var gert til að upplýsa málið þótt grunur félli strax á nokkra menn í sveit- inni, sem átt höfðu í útistöðum við séra Þórð. Var eins og flestir vildu trúa því, að draugur hefði valdið dauða prests og ráðsmanns hans. Og þar með hverfur Grenjaðar- staðarmálið óupplýst á vit þjóð- sögunnar. Sitt sýnist hverjum Framanrituð lýsing á dauða séra Þórðar Guðmundssonar á Grenjaðarstað er byggð á frásögn þeirri er Daði fróði Níelsson ritaði eftir bróður sínum, séra Sveini Níelssyni, sem var prestur á Gren- jaðarstað tæpri öld síðar, og er hún þar klædd i þann búning sem þjóðsagan kaus að sveipa atburði þessa í. Fleiri útgáfur eru þó til og ber þeim ekki öllum saman. Séra Sigurður Guðmundsson, prestur á Grenjaðarstað, sagði í samtali við undirritaðan, að tóftir hesthússins væru enn nefndar „drauga-hest- húsið", en húsið var rifið fyrir um það bil sjötíu árum. Séra Sigurður kvaðst hafa heyrt nokkrar mis- munandi frásagnir af dauða séra Þórðar, og væri ein þeirra sú, að hann hafi látist í flogaveikikasti og skorðast undir rúmi sínu í kast- inu og hefur sjálfsagt oft þurft minna til að koma draugasögu á kreik á fyrri öldum. Önnur frá- sögn var á þá leið, að fólkið, sem statt var á engjunum og sá heim að báðum bæjunum, Múla og Grenjaðarstað, hafi séð eitthvert furðufyrirbæri líða frá Múla og yfir að Grenjaðarstað og hafi það orðið séra Þórði að bana. Var „sending“ þessi einkum eignuð ólafi, tengdasyni Þorleifs prófasts Skaftasonar í Múla. Svipaðar frásagnir er að finna í bók Arnfríðar Sigurgeirsdóttur, „Séð að heiman", en þar fjailar Arnfríður m.a. um Ara Ólafsson, son Jórunnar Þorleifsdóttur frá Múla, en séra Þórður hafði haft faðerni hans í flimtingum, eins og áður er getið. Arnfríður getur þess að orðrómur hafi gengið um fað- erni Ara og hefðu ýmsir lagt kapp á að gera hann að óskilgetnum syni Skúla Magnússonar, land- fógeta, þótt þeir hefðu lítið annað fyrir sig að bera en óstaðfesta kviksögu og eftirfarandi vísu: Áðan sátu eitt við borð allir þar í Múla: Lystugur Jón hjá laukaskorð og leppurinn hans Skúla. Sá sem svo kvað var enginn annar en Þórður prestur Guð- mundsson á Grenjaðarstað og tel- ur Arnfríður hana lítið sönnun- argagn af vörum þess manns, sem var jafnmikið í nöp við Múlaheim- ilið og honum. Munnmælasagan um faðerni Ara var í stuttu máli á þessa leið: Jórunn, dóttir Þorleifs prófasts Skaftasonar í Múla, var ung gefin Ólafi nokkrum, vinnumanni föður hennar, aðrir segja fjósamanni á staðnum. Átti hann að hafa verið lítillar ættar og menntunarlaus. Undruðust menn mjög atferli prófasts, en þóttust fá á því skýr- ingu nokkra, þegar það kom upp, að Jórunn hafði verið með barni, • þegar hún giftist ólafi. Um þessar mundir og áður segir sagan, að Skúli Magnússon hafi verið við lærdóm hjá stjúpa sínum í Múla, og muni hann hafa átt barnið, en prófastur keypt ólaf til að taka að sér konuna og þungann til að dylja ráðspjöllin. Þá fylgdi það með, að Skúli hafi átt að kosta utanför Ara og styrkja hann til menning- ar. Um dauða séra Þórðar Guð- mundssonar segir m.a. svo í frá- sögn Arnfríðar: „Sá atburður varð að Grenjaðarstað sumarið 1741, að Þórður prestur Guðmundsson fannst örendur undir rekkju sinni, þegar heimamenn komu að. Hafði hann verið heima einn um daginn, sem ekki var þó venja til. Þótti með ólíkindum, hvað hann var þar skorðaður, líkt og honum væri þar sem fastast troðið af öðrum mönnum, eða hann hefði flúið þangað í örvita æði undan ein- hverjum. Getur Espólín fráfalls Þórðar prests, sem hafi sumum verið talið stafa af fjölkynngi, og þá heist þeirra manna, sem voru í „ómun“ við hann. Þarf ekki að taka það fram, að þar muni átt við ólaf og tengdafólk hans, sem sagt var að hefðu verið fjandmenn prests fyrir flimtan hans og ófyr- irleitni. Það er ekki fyrr en löngu seinna, eftir að galdratrúin fer að dvína, að menn segja söguna þannig, að Ólafur muni hafa lagt leið sína að Grenjaðarstað og unn- ið á presti sjálfur með eigin hönd- um. Þá er til þriðja skýringin á þessu máli. Það hafa margir menn sagt, að séra Þórður hafi verið mjög drykkfelldur og svo floga- veikur, að ekki þótti óhætt að skilja hann einan eftir heima, en í þetta sinn hafi menn freistast til þess sökum heimilisanna, og muni hann þá hafa fallið í ölæði á gólfið við hvíluna, ýtst í flogunum æ lengra og lengra inn undir hana, þar til hann gat enga björg sér veitt, og léti hann þannig lífið. Skiljanlegt er, að heimilisfólki Grenjaðarstaðar hafi verið vel sem vært, þó að dauði Þórðar prests væri talinn af völdum sendingar frá Ólafi bónda. Allt mun því hafa þótt betra en að um væri kennt hirðuleysi þess og van- gæslu.“ Orðrómur þessi mun hafa varp- að nokkrum skugga á ólaf í aug- um þeirra manna, sem voru hon- um mótsnúnir. Þau Jórunn bjuggu á Skútustöðum og ólu þar upp Ara son sinn. Er sagt að Ólafur hafi löngum átt í brösum við ýmsa menn og var hann talinn ramm- göldróttur. í öðrum frásögnum er þess getið að sumir hafi talið dauða séra Þórðar stafa af fjöl- kynngi sjálfs prófastsins í Múla og fylgir þeim sögum sú skýring, að mikil öfund hafi legið á séra Þórði þegar hann fékk Grenjaðarstað og var tekinn fram yfir tíu eða ellefu aðra umsækjendur, en þeirra á meðal var séra Þorleifur Skafta- son í Múla. Eins og áður er getið var sagt að séra Þórður hafi oft látið konu sína illa, og er að því sneitt í eftir- farandi stöku: Séra Þórður sæmdir hlaut, sefur hans hugur og tunga. Halldóru brenndi á heitum graut, henni gaf fimur snoppunga. Eftir lát séra Þórðar flutti madama Halldóra örsnauð aftur vestur í ísafjarðarsýslu til ætt- ingja sinna, með börn sín og lifði þar lengi ekkja. Börn þeirra séra Þórðar voru fimm, og var hið elsta þeirra, séra Þorsteinn Þórðarson, prestur á Stað í Súgandafirði, sem lést árið 1809, en frá honum er mikil ætt komin. (Sv.G. tók saman.) Texti: Sveinn Guöjónsson Teikning: Brynja Tomer /?—— ------------- •„ 1 r':. "" - ■ ' ' ■' - • • •-f.va *..•» - .*.'••■'•. •' ">■ ' <"•••' -Á > • ‘r y-.W,.*' :• • •-• •• >••?•• .. •"•„'••.••, . -.?•.> í.í's- / iDiaóiKmiK mwm jz JZ- J7 • Þú þarft ekki aö fjárfesta í tölvu. • Þú sparar tíma. • Þú sérð hvert stefnir með því að fá reglulega, eða þegar þú óskar upplýsingar um rekstrarstöðu fyrirtækisins, og samanburð við síðasta ár. KAUPÞING BÝÐUR UPP Á FJÁRHAGSBÓKHALD; Reglulega skráningu á bókhaldsgögnum og úrvinnslu úr þeim. VIÐSKIPTAMANNABÓKHALD; Yfirlit yfir stöðu viðskiptamanna. Útskrift á reikningsyfirlitum Útreikningur dráttarvaxta o.fl. LAUNABÓKHALD; Útreikningur á launum, útbúnir launaseðlar, ávisanir og skilagreinar til lífeyr- issjóða o.fl. aðila. Láttu Kaupþing annast bókhaldid þitt. KAUPÞING HF Husi verzlunjrmnor 3 hjeó O 8 69 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.