Morgunblaðið - 19.02.1984, Page 16

Morgunblaðið - 19.02.1984, Page 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 „Þetta atvikaðist þannig að ég rakst á auglýsingu upp á vegg í Fjölbraut í Breiðholti frá sanitök- unum ICYE, sem á íslensku nefn- ast „Alþjóðleg ungmennaskipti", en samtök þessi starfa í 25 löndum víðsvegar um heim. Tilgangur og markmið samtakanna er að auka og stuðla að skilningi, friði og velvild milli þjóða og einstaklinga og starfsemin er fólgin í því að einstaklingum á aldrinum 18 til 25 ára gefst kostur á að dvelja í ein- hverju aðildarlandanna í eitt ár. Um 80 manns sóttu um og þar af voru 25 valin úr og ég var svo heppinn að lenda í þeim hópi. Ég hafði reyndar sótt um Mexíkó þar sem ég hef lengi haft áhuga á þróunarlöndunum og þróunar- aðstoð, en þegar upp var staðið kom Belgía í minn hlut. Ég skal játa að ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum því takmarkið hjá mér var að komast á sem fjarlæg- astar slóðir, sem manni gefst ekki kostur á að heimsækja undir venjulegum kringumstæðum. Þá var það lán í óláni að stelpan sem átti að fara til Japans hætti við, var eitthvað rög við af fara svona langt, svo að við skiptum og ég þóttist því mega vel við una.“ Allur heimurinn í einni flugvél „Ævintýrið byrjaði svo í Frankfurt, og þar hitti ég hina 11 Japansfarana úr okkar heims- hluta, en alls voru það 18 sem fóru til Japans á vegum samtakanna. Við flugum með „Pakistan Airlin- es“, og var komið við í Cairo á Egyptalandi, Carachi í Pakistan, Bankok í Thailandi, Manila á Fil- ippseyjum, og þaðan flugum við til Tókýó. Ferðin tók tvo sólarhringa og út af fyrir sig var það ævintýri að vera um borð í svona flugvél á þessari leið. Þetta er einna líkast því að allur heimurinn í hnot- skurn sé þar saman kominn. Þú gast aldrei verið viss um hvaðan úr heiminum maðurinn við hliðina á þér var, fyrir utan það að sitja kannski ailt upp í tíu tíma sam- fleytt í vélinni á flugi yfir heim- inn. Þarna hitti ég t.d. bandarísk- an blaðamann, frá einhverju tíma- riti sem fjallar um skotvopn, en hann var á leið til Afganistan til að kynna sér nýja gerð af léttum skotvopnum, sem hann sagði að Rússar notuðu þar. Hvernig hann ætlaði að komast yfir landamærin og ná sér í eintak af byssunni vissi ég aldrei, en maðurinn virtist hinn rólegasti yfir þessu. Við stoppuðum einn dag í Car- achi í Pakistan. Við fórum m.a. á markað einn og þar sem hitinn var að drepa mig ákvað ég að klæða mig upp að hætti innfæddra og keypti mér léttan og næfurþunnan kufl. Þannig klæddur hélt ég svo áfram ferðinni til Japans og taldi mig falla vel inn í umhverfið." Fyrsta menn- ingarsjokkið „Þegar ég steig út úr vélinni á flugvellinum í Tókýó varð ég fyrir fyrsta alvarlega „menningar- sjokkinu”, sem áttu eftir að verða nokkur áður en yfir lauk. Þarna var ég mættur í mínum austur- landabúningi, en það samfélag sem við mér blasti átti ekkert skylt við þær hugmyndir sem ég hafði gert mér af Austurlöndum fjær. Mér fannst í rauninni eins og ég væri kominn aftur til Vestur- landa. Þarna var jakkafatamenn- ingin í öllu sínu veldi og mér fannst ég vera eins og hálfgert viðundur í „Pakistanbúningnum" mínum og var því fljótur að skipta yfir í klæðnað á vestræna vísu. Auðvitað hafði ég gert mér ákveðnar hugmyndir um Japan og vissi að þarna bjó tæknivædd nú- tímaþjóð. Samt sem áður kom þetta allt mér mjög á óvart, og það er mjög erfitt að reyna að lýsa þessum áhrifum með orðum. Það má eiginlega segja, að Japan sé einhver sú furðulegasta blanda af andstæðum menningaráhrifum sem fyrirfinnst á jörðinni. Hið vestræna yfirbragð, sem sífellt verður sterkara t.d. í viðskiptum og iðnaði er yfirborðið en undir því býr persónuleiki þjóðar sem var einangruð frá umheiminum meðan iðnbylting geisaði á vestur- löndum eða í 200 ár. Japanir eru snillingarí því að fá lánað frá öðr- um og staðfæra en samt eru þeir mjög meðvitaðir um hvað sé þeirra eigin og hvað innflutt. Ótrúlegt þéttbýli „Eftir tvær vikur yfirgaf ég Tókýó. Ég stóð í þeirri góðu trú að ég væri þarna að yfirgefa skarkala stórborgarinnar á leið upp í sveit, • eins og við þekkjum hérna heima, að fyrir utan borgina tekur við strjálbýli og síðan óbyggðir. En sveitin í Japan er eins og þéttbýli hjá okkur og þetta stafar af því, að 80% af landinu eru óbyggileg fjöll. Ef sú staðreynd er tekin með í reikninginn er Japan þéttbýlasta land í heimi, að undanskildum borgríkjum eins og Singapore og Hong Kong. Bændur búa þarna hlið við hlið, eiga að vísu sína skika, en þeir eru litlir og vel nýtt- ir. Það má segja að þéttbýlið sé eitt stærsta vandamálið í Japan og hefur á vissan hátt sín sálrænu áhrif á þjóðlífið. Þarna eru menn mjög tillits- samir við náungann enda þýðir lítið fyrir einstaklinga að vera að trana sér fram í svona manngrúa. Þessu fylgir líka lítillæti og nægjusemi. T.d hugsar Japani í stórborg sig tvisvar um áður en hann fjárfestir í bifreið því betra er að tryggja sér bílastæði fyrst. Svo er líka oft fljótlegra að fara með lest en að láta „sulta" sig í umferðinni. I rauninni held ég að ef framkvæmd kommúnisma gæti heppnast í nokkru landi þá er það í Japan. Þessi þjóð á eina auðlind: vinnuaflið. Allt hitt fengu þeir að láni meira að segja tækniþekking- una, nema ef vera skyldi eitt: fórn- arlund sína og hollustu við hópinn. Er það ekki einmitt þetta sem gerði Japan að stórveldi? Þrátt fyrir þetta er fjölbýlis- húsamenningin ekki áberandi í Japan. Menn leggja mikið upp úr því að búa út af fyrir sig, í eigin húsum. Húsin eru lítil og nánast snerta hvert annað. Menn verða að troðast með veggjum á sínu eigin húsi til að komast í kringum það. Erling Ellingsen í japönakum þjóóbúningi. (Ljósm. Mbl. RÆTT VIÐ ERLING ELLINGSEN JAPANSFARA „Ég er að vísu meira fyrir græna teið, sem Japanir nota venjulega, en það er eitt af því sem ég vandi mig á þarna austur frá,“ sagði Erling Erlingsen glaðbeittur á svip, er hann bar fram rjúkandi teið. Við höfðum mælt okkur mót til að spjalla um dvöl hans í Japan og því við hæfi að hefja samtalið með tedrykkju að austurlenskum sið, þótt að þessu sinni væri það úr vestrænum umbúðum, innflutt frá Bretlandi. Raunar er Japan ekki svo fjarlægt okkur íslendingum í daglega lífinu, margir aka japönskum bflum og mikill hluti heimilistækja er flutt inn frá þessu fjarlæga landi, svo ekki sé talað um tölvurnar. Samt sem áður heyrir það til undantekninga ef íslendingur sækir þessa iðjusömu þjóð heim, hvað þá að hann dvelji þar langdvölum. Og þar sem Erling telst til þessara undantekninga lék okkur hugur á að forvitnast nánar um japanskt þjóðfélag og dvöl hans þarna hinum megin á hnettinum. lóðrétt í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.