Morgunblaðið - 19.02.1984, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 19.02.1984, Qupperneq 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBROAR 1984 Það rígnir Líkneski sem þessi má sjá víös veger um landid. lóðrétt í Japan undin, sem er það stig sem sjálfur Búddha náði. Þessu stigi nær eng- inn maður nema með langri þrot- lausri þjálfun og sjálfsaga, kannski í marga mannsaldra. Búddhisminn trúir á sífellda þróun og að sjálfsögðu á eilíft líf enda höfðu munkarnir tímann fyrir sér. Sjálfur náði ég auðvitað engu stigi þessarar hugljómunar en þó fann ég til hugarfarsbreytingar á þessum stutta tíma sem ég dvaldi þarna. Þarna gerði ég mér grein fyrir raunverulegum tilgangi hug- leiðslunnar sem lífsviðhorfi og sá hvaða áhrif hún hefur þegar hún er tekin alvarlega. Þetta krefst ótrúlegs sjálfsaga, ekki bara að setjast niður og hugleiða nokkra tíma á dag heldur felur dvöl í svona klaustri í sér hugleiðslu all- an sólarhringinn, í öllu starfi t.d. þegar matast er og unnið. Aðferð- in sem notuð er við hugleiðsluna byggist á því að þeir leggja út frá svokölluðu „koan“, sem eru ein- faldar sögur eða samtöl fornra meistara við lærisveina sína. Ein saga er t.d. svona: „Munkur kemur til meistara síns og spyr: Hafa hundar búddhaeðli? Meistarinn svarar: Mu.“ Fyrir utanaðkomandi virðist þetta líklega þvæla. En leið zen fer bak við alla orðræna túlk- un og virðir hana að vettugi og því virðast orð sem meistararnir láta út úr sér mótsagnir og rugl. En það sem er verið að segja er: Hættu að reyna að finna lífinu orð, reyndu ekki að loka það inni í skilgreiningu, það er bein skynjun hér og nú, beint samband milli iðkanda og viðfangsefnis sem öllu máli skiptir. Breytingar verða að- eins gerðar innan frá. Heimurinn er í þér, þú ert í heiminum. Túlkun Zen býr djúpt í vitund Japan og í honum birtist enn ein andstæða austurs og vesturs. Ég er enn í þjóðkirkjunni en samt tel ég mess- ugjörð um of sveigjast að einka- ræðunámskeiði prestsins frekar en innlifun safnaðarins þar sem orð (sem að vísu eru falleg) eins manns eru tekin fram yfir þátt- töku fjöldans og framlags til helgihaldsins. Væri ekki einhver millileið til milli áherslu zen á ein- staklinginn og fjöldasamkomu- halds kirkjunnar, sem oftast er lítið annað en dottandi fjöldaað- gerðarleysi? Eftir dvöl mína í klaustrinu var ég um skeið á stofnun sem hafði það að markmiði að kenna fólki frá þróunarlöndunum landbúnað- arstörf. Þetta var ákaflega merkileg stofnun að mínum dómi en þarna dvelja að meðaltali 30 nemendur frá hinum ýmsu þróun- arlöndum í eitt ár í senn, sem snúa heim með þekkingu í búnaðarhátt- um sem þeir svo aftur kenna lönd- um sínum. Starfsemi þessarar stofnunar er mjög árangursrík enda fylgjast forstöðumenn henn- ar mjög náið með árangri í hinum ýmsu löndum og þetta er gott dæmi um þróunaraðstoð sem ber ríkan ávöxt. Þarna er byggt mjög á verklegri kennslu sem ég held að megi leggja meiri áherslu á í öllu námi. Síðasta mánuðinn sem ég dvaldi í Japan notaði ég til að skoða ýmsa markverða staði. Þá var vinkona mín Ellen komin út til Japans og við skoðuðum ýmsa sögufræga staði svo sem borgina Kyoto, sem lengi var höfuðborg landsins. Borgin er full af margs- konar sögulegum gersemum, hof- um og höllum. Margt fleira mark- vert sáum við á ferð okkar um landið, sem er of langt mál að fara nánar út í hér.“ Viðburðarík heimferð Ævintýrum Erlings var þó ekki lokið þótt hann yfirgæfi Japan því á heimleiðinni komu þau Ellen víða við og ég bað hann um að rekja ferðasöguna í stórum drátt- um: „Frá Japan fórum við til Fil- ippseyja og það var eins og að skipta um heim, frá hvítu yfir í svart og auði yfir í fátækt. Á leið- inni þangað kynntumst við ungum hljómsveitarstjóra, Ozawa, sem er vel þekktur á sínu sviði, og hann bauð okkur á tónleika í einu glæsi- legasta hóteli í Manila. Heiðurs- gestur á tónleikunum var dóttir sjálfs Markosar þannig að það var mikið um að vera þarna. Hótelið var búið glæsilegum marmarasúl- um og íburðarmiklum sölum, en á götunum fyrir utan sváfu fjöl- skyldur undir berum himni og skítug og vannærð börn hlupu betlandi á eftir okkur „mynda- vélatúristum" frá heimshluta þeirra sem þáðu en ekkert gáfu. Andstæður milli auðs og fátæktar eru himinhrópandi. Á Filippseyjum eru fagrar og hreinar baðstrendur sem við not- færðum okkur um skeið, en síðan héldum við til fjallahéraðanna á Luzon-eyju, sem er sú stærsta I eyjaklasanum. Þar skoðuðum við m.a. hrísgrjónaakrana, sem segja má að séu áttunda furðuverk ver- aldar. Þessir akrar eru byggðir í þrepum upp fjallshlíðarnar og hafa verið þarna öldum saman, en í rauninni jafnast þetta á við pýramídana hvað þrekvirki snert- ir. Þarna eru einnig gríðarstórir hellar með fallegum, sérkenni- legum bergmyndunum og í einum þeirra var náttúruleg suundlaug og er við stungum okkur þar til sunds fannst okkur við vera eins og þátttakendur í sögusviði Hobbit-sagnanna eftir Tolkien. Samkvæmt fornum sið á Filipps- Bodhidharma, upphafsmaöur zen■ Kína, þadan sem trúin barst yfir til eyjum var kistum látinna staflað í hellismunna, svo að hinir fram- liðnu gætu séð sólina. Frá Filippseyjum fórum við til Thailands. Á Thailandi er búddh- isminn í hávegum hafður og skrautleg hof og gulklæddir búddhamunkar eins og mý á mykjuskán. Eitt sinn vorum við í skoðunarferð á fljótapramma og nokkrir gulklæddir munkar stóðu þar við annan borðstokkinn. Við þurftum að troðast framhjá þeim og ég fór á undan. En þegar Ellen ætlaði að mjaka sér framhjá þeim sló vélstjórinn bylmingshögg í vél- arhlífina og öskraði eitthvað á thailensku, og Ellen þorði ekki annað en fara aðra leið til að kom- ast frammí bátinn. Seinna var okkur sagt að það væri „tabú“ að karlmunkur snerti kvenmann og öfugt. Bankok einkennist af hávaða- ■búddhismans rölti frá Indlandi til Japans fyrir rúmum þúsund árum. sömum umferðarnið og öngþveiti og eftir nokkura daga dvöl þar flúðum við til fjalla, um 800 km leið til aðalborgar norðurhérað- anna, sem heitir „Ching Mai“. Þaðan fórum við og heimsóttum ýmsa ættflokka í þorpunum uppi í fjöllunum, en þetta svæði er nefnt „hinn gullni þríhyrningur", en þarna er ræktaður stærsti hluti allrar ópíumframleiðslu í heimin- um. Við bjuggum um skeið hjá ættflokki einum sem nefnist „Lahu“, en fólk þetta er afar „frumstætt" í okkar skilningi þess orðs, ólæst og óskrifandi, ræktar ópíum og reykir mikið af því sjálft. Þetta fólk tekur lífinu með ró og vinnur aðeins þegar það þarf og á milli neytir það ópíum, en tilgangurinn með þessari neyslu gæti verið sá, að það telur sig komast í nánari snertingu við guð í vímunni. Smátt og smátt drepur fólkið sig á þessu, en það virðist ekki skipta það neinu máli. Ein- hverju sinni ætlaði ég að sýna fólkinu hvar Ísland er staðsett í heiminum og rissaði upp landa- bréf af heiminum, en þá komst ég að því, að það þekkti ekki einu sinni sitt eigið land og hafði aldrei heyrt Bankok nefnda. Annað sinn skiluðu þeir aftur magnyltöflum sem við gáfum þeim, tortryggðu þær og héldu áfram andalækning- unum yfir hinum sjúka. Þetta sýnir hvað maður er mótaður af eigin „þekkingargrundvelli og býst við að aðrir hljóti að hafa þann sama. Frá Thailandi fórum við til Car- achi í Pakistan og þaðan 1200 km leið til „Lahore" á landamærum Pakistans og Indlands og síðan til „Amristar“ í Punjabfylki á Ind- landi. Þar skoðuðum við m.a. hið fræga „gullna hof“ helgistað shika, sem nú berjast fyrir rétt- indum sínum. í „gullna hofinu" er söngur og helgihald næstum allan sólarhringinn og fólk getur sofið þar og borðað að vild. Hofið stend- ur út í miðju vatni og liggur brú út í það og er afar sérkennilegt að koma þarna að og heyra sönginn og hljóðfærasláttinn óma út yfir vatnið. Mér varð hugsað til þess að sjálfsagt yrði betri aðsókn að kirkjunum hér heima ef þær væru eins lifandi og þessi staður. Svo ég fari fljótt yfir sögu lauk ferð okkar með viðkomu í Cairo og að sjálfsögðu skoðuðum við pýra- mídana miklu að innan sem utan. Sfinxinn lá þar fram á lappir sín- ar í brekkunni fyrir neðan og góndi á kynslóðirnar líða hjá, eins og hann hefur gert um aldir. Þótt það hljómi undarlega og Cairo í flestu frábrugðin því sem við eig- um að venjast, fannst okkur við næstum vera komin heim til Evr- ópu vegna þess hve löndin sem við komum frá eru gjörólík, og nánast eins og annar heimur.“ Að lokum spyrjum við Erling hvaða áhrif þessi ferð og dvöl í framandi löndum hafi haft á Hf hans og skoðanir: „Fyrst vil ég taka það fram, að veðurblíðan í Japan varð mér mik- ið undrunarefni, þar sem maður hefur alist upp á íslandi. Þess vegna hef ég oft svarað, þegar ég hef verið spurður um muninn á íslandi og Japan: „Það rignir lóð- rétt í Japan“. Það er auðvitað erf- itt að greina áhrif þessa árs, sem ég dvaldi þar, frá öðrum, en í aðal- atriðum stytti þessi dvöl allar fjarlægðir mikið í minni skynjun. Lönd færðust nær, en þrátt fyrir það varð mér ljóst, hversu mann- leg hegðun og hugsun er geysiólík frá einni þjóð til annarrar. í raun miklu ólíkari en mig hafði órað fyrir. Með þessu lærði ég hvað at- ferli og lífsviðhorf eru mótuð af samfélaginu og ég vona að þetta hjálpi mér til að skilja aðrar þjóð- ir fordómalaust. Á einu ári sem þessu lærist jafn mikið og mörg ár í skóla. Ég vil hvetja sem flesta að taka mal sinn og prófa. Hægt er að ferðast ódýrt um þróunarlönd- in. En enginn skyldi ferðast til að ná úr sér útþránni, t.d. bíð ég eftir næsta tækifæri." - Sv.G. Takiöekki áhættu -geriðskilsemfyrst. Gjalddagi skyldu-slysatrygginga og frjálsra abyrgðartrygginga var t.febfúðr Hf HAGTRYGGING HF Suóuiiandsbraut 10,105 Reykjavík, simi 85588.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.