Morgunblaðið - 19.02.1984, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984
67
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
Vínberjakaka meö hnetum
Botninn:
100 g kalt smjör eða smjörlíki
200 g hveiti
'/2 tsk hjartarsalt
1 msk sykur
1 '/2 dl súrmjólk
'k dl einhvers konar heilbaunir til að setja yfir
botninn meðan hann er að bakast svo að hann
þrútni ekki um of (hægt er að sleppa því).
1. Blandið sykri, hjartarsalti og hveiti saman í
skál. Skerið kalt smjörið í flögur með ostaskera.
Blandið saman við þurrefnin með hnífi.
2. Hellið súrmjólkinni út í, hnoðið lauslega og
setjið á botninn á eldföstu fati eða kökumóti.
Þrýstið niður á botninn og 2—3 sm upp með
börmunum. Geymið í kæliskáp í 1 klst.
3. Hitið bakaraofninn í 180°C. Stráið baunum
yfir botninn, setjið í heitan bakaraofninn og bak-
ið í 10 mínútur á neðstu rim.
Fyllingin:
400—500 g vínber
2 egg
'k bolli sykur
50 g hnetur eða möndlur
4. Skerið vínberin í tvennt, fjarlægið steinana
með oddmjóum hnífi eða nöglunum.
5. Þeytið eggin með sykrinum í nokkrar mínút-
ur, saxið hneturnar og blandið út í.
6. Takið botninn úr ofninum, fjarlægið baun-
irnar.
7. Stráið helmingi vínberjanna á botninn, hellið
síðan soppunni yfir. Raðið hinum helmingi vín-
berjanna fallega ofan á.
8. Minnkið hitann í bakaraofninum í 150°C og
bakið botninn í 15—20 mínútur.
9. Berið kökuna fram heita eða kalda.
Meðlæti: ís, þeyttur rjómi eða sýrður rjómi
með örlitlu hunangi.
Athugið: Baunirnar er hægt að nota aftur á
sama hátt eða sjóða eins og aðrar baunir.
Guö lét fögur vínber vaxa, vildi gleðja dapran heim. A
þessum árstíma draga réttir úr vínberjum úr vetrar-
drunganum. Vínber standa alltaf fyrir sínu. Oft er hægt
að gera góð kaup fyrir helgar með því að kaupa vínber,
sem eitthvað eru farin að láta á sjá. í salat og köku eins
og hér er boðið uppá, gerir ekkert til þótt vínberin séu
ekki mjög falleg, en fleygið þeim sem eru orðin lin eða mygluð.
Fallegt er að nota græn vínber í þessa rétti. Vínberjakökuna er hægt
að bera fram sem eftirrétt eða með kaffi.
Salatið er mjög gott með alls kyns kexi og ostum, en einnig er hægt
að bera það fram með kjötréttum.
Vrnber
Vínberjakaka með hnetum.
Salat með vínberjum, mandarínum,
hnetum og selleríi
'k kg græn vínber
1 lítil dós niðursoðnar mandarínur, sem betra er
að nota en ferskar.
1 dl rifið súrsað sellerí (shredded celeriac), fæst í
krukkum.
50 g valhnetukjarnar
safi úr 'k stórri sítrónu
2 tsk hunang
1 msk matarolía
5 dropar tabaskósósa, fæst víða í smáflöskum.
1. Hellið selleríinu í sigti og látið renna vel af
því.
2. Hellið mandarínunum í annað sigti og látið
renna af þeim.
3. Skerið vínberin í tvennt, takið úr þeim stein-
ana með oddmjóum hnífi eða nöglunum.
4. Merjið hnetukjarnana örlítið með kökukefli.
5. Þeytið saman sítrónusafa, matarolíu, hunang
og tabaskósósu.
6. Setjið vínber, mandarínur, sellerí og hnetur í
glæra skál. Hellið safanum yfir og blandið vel
saman með tveimur göfflum.
Salat með vínberjum, mandarínum, hnetum og selleríi.
Vorum að taka upp kjóla,
einrúg samkvæmisíatnað frá
Tískuverslunin
Reykjavík
Simi 28980