Morgunblaðið - 19.02.1984, Page 24
72
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984
Brynja
Ned Kellys
Verölaunum heitiö
fyrír upplýsingar sem
geta leitt til handtöku
Ned Kellys og félaga
hans.
Sagan af Ned Kelly, stigamanninum og
útlaganum sem varð þjóðhetja Ástralíu
Eitt mesta hrós,
sem Ástralíumenn
geta fengið, er að
segja að þeir séu
„óstöðvandi eins
og Ned Kelly“. Kelly þessi
var stigamaður og útlagi,
skaut lögreglumann til bana
og var hengdur fyrir morð.
Samt varð hann þjóðhetja í
Ástralíu og einhverjir fræg-
ustu listmálarar landsins
hafa málað mörg málverk
um atburði úr lífi hans. Hér
verður stuðzt við Graham
Seal, höfund nýlegrar bókar
um Ned Kelly.
Ned Kelly,
tvítugur ad aldri.
Eftir dauöa sinn varö Ned
Kelly söguhetja í ótal
kvæðum, bókum, leikrit-
um og loks kvikmyndum.
Hér er atriöi úr fyrstu
kvikmyndinni um hann,
„Sögu Kelly-flokksins“
fri 1906. Kelly skýtur
Fitzpatric lögregluþjón.
Dauða bankaræningjans Ned Kelly var
minnzt I Astrallu fyrir rúmum þremur árum.
Edward Kelly, eins og hann hét fullu nafni,
var hengdur I fangelsinu I Melbourne 11. nóv-
ember 1880 og þar með lauk ævintýralegu
tlmabili ástralskra útilegumanna, svokallaðra
„búskara" (bushrangers) eða skógarmanna,
sem höfðust við ( kjarrskógum öræfa og
óbyggða Astrallu og urðu hetjur alþýöufólks.
En hann einn náði svo langt að verða hetja
allrar þjóðarinnar — og raunar eina þjóðhetja
Astralíu. Sérstæð saga býr á bak við það
hvernig þessi irsk-ástralski áflogahundur
varð að reiðum, ungum manni, lét llfið og
varð síðar að þjóðartákni.
Ned Kelly var stigamaður og útilegumaður
á borð við Dick Turpin á Englandi á 18. öld
og Jesse James I „villta vestrinu". A þeim
árum þegar Ástralla var fanganýlenda flúðu
margir fangar inn I kjarrlendið. Þeir sem ekki
urðu geðveikir og dóu ekki úr vosbúð eða af
öðrum orsökum I óbyggðunum rændu ferða-
menn eða afskekkt sveitabýli til að draga
fram llfið, oft með aðstoð vina sem enn voru
I haldi. Fáir fangar voru lokaðir inni, flestir
unnu ýmis störf fyrir landnema og yfirvöld og
höfðu talsvert ferðafrelsi.
Fyrsti „búskarinn" úr fanganýlendunni,
sem varð frægur að endemum, var Jack
Donahue. Hann var fluttur frá Dyflinni 1824-
25 fyrir ásetning um að fremja ótiltekinn
glæp, en flúði til skógar 1828. Hann safnaði
um sig ððrum föngum, sem voru sama sinnis
og hann, og næstu tvö ár lék hann á riddara-
liða, sem reyndu að hafa hendur I hári hans,
og stundaði stigamennsku umhverfis byggð-
ina Sydney, sem þá var I mótun.
Uxalest með viöarboli
skammt frá Richmond-
ánni íNýju Suður-Wales.