Morgunblaðið - 19.02.1984, Page 25

Morgunblaðið - 19.02.1984, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 73 Samtlmamenn Donahues hrifust af afrek- um hans og um hann voru ortir aö minnsta kosti tveir bragir (( öörum þeirra sagöi aö „á hverjum degi færöu blöðin einhverjar nýjar fréttir um glæsileg afrek hins djarfa Jack Donahue"). En Donahue hlaut svipuð örlög og aörir búskarar, sem fetuöu I fótspor hans: hermennirnir handsömuöu hann 1830 og hann féll I kúlnahrlð lögreglunnar. Annaö tlmabil áströlsku búskaranna hófst á árunum eftir 1860 og þessi „nýja bylgja" vakti mikið uppnám yfirvalda I Nýju Suður- Wales og Viktorlu-fylki. A þessum áratug komu til skjalanna frægir stigamenn eins og „Þrumufleygur", Morgan, sem var kallaöur „Óði hundur", og margir búskarar sem voru I slagtogi með glæpaforingjunum Frank Gard- iner og Ben Hall I vesturhluta Nýju Suöur- Wales. Allir þessir útilegumenn hlutu mikla samúö almennings og virkan stuðning fólks úr sömu stéttum og þeir tilheyrðu. Jack Donahue naut stuðnings fanga og fyrrverandi fanga. Frank Gardiner og Ben Hall voru hetjur farand- verkamanna og smábænda I vesturhluta Nýju Suður-Wales. Þessar vinsældir áttu sér þjóðfélagslegar skýringar svipaöar þeim og geröu enska og Irska stigamenn og bandarlska útlaga á borö viö Jesse James vinsæla. Sllkum útlögum, sem ræna frá rlkum og gefa fátækum, hefur löngum veriö llkt viö Hróa hött. Nautgripaþjófar Edward, elzti sonur Ellen og James („Red") Kelly ólst upp I rammkeltnesku and- rúmslofti þriggja (rsk-ástralskra fjölskyldna. Allar höföu þær átt I útistöðum viö lögregl- una I Vikoriufylki og vlðar og lifaö annars vegar á löglegu starfi sálusorgara og hins vegar á nautgripaþjófnaði. Kelly-fjölskyldan var sföur en svo ein um sllk afbrot á þessum slóöum. Þetta var raun- ar mjög venjuleg aöferö til þess aö draga fram llfiö á þessum tfma. Erfitt var aö gera greinarmun á strokunautgripum og stolnum nautgripum. Ariö 1871, þegar Ned Kelly var sextán ára gamall, haföi hann margoft komizt I kast viö lögin og einu sinn afplánaö fangelsisdóm. Þetta ár var hann fundinn sekur um aö hafa tekiö viö stolnum hesti og var dæmdur I þriggja ára fangelsi. Hann var fluttur I Pentridge-fangelsiö I Melbourne, sem var al- ræmt. Hann var fjörmikill unglingur þegar honum var stungiö I fangelsið, en kom það- an haröskeyttur, beizkur maöur þegar hon- um var sleppt I febrúar 1874. Þó virðist hann hafa haldið sig innan ramma laganna um tlma og stundaði skóg- arhögg, en I september 1877 lenti hann I vandræðum. Ned var handtekinn fyrir ölvun og reyndi aö flýja á leiöinni I tukthúsið. Aflog hans og fjögurra lögreglumanna og skóara I plássinu eru varla frásagnarverö nema vegna þess aö tveir þessara lögreglu- manna, Fitzpatrick og Lonigan, gegndu seinna litlum en veigamiklum hlutverkum I Kelly-harmleiknum, sem nú hófst fyrir alvöru. Sjö mánuðum eftir stympingarnar viö Ned fór Fitzpatrick, sem var sennilega drukkinn, rlðandi upp aö býli Kelly-fjölskyldunnar skammt frá Greta, einn og án fyrirskipana, til þess aö handtaka yngri bróöur Neds, Dan, fyrir hrossaþjófnað. Um sannleikann i þvl máli verður aldrei vitaö, en seinna hélt Fitzpatrick þvl fram aö Kelly-fjölskyldan heföi ráöizt á hann, þar á meðal Ned og frú Kelly. Fjölskyldan hélt þvl fram aö Fitzpatrick heföi reynt aö abbast upp á eina dótturina og aö framferði fjöl- skyldunnar heföi veriö réttlætanlegt. Sex mánuöum slöar komst Redmond Barry dómari aö annarri niðurstöðu og dæmdi frú Kelly I þriggja ára fangelsi meö þeim oröum aö hann heföi dæmt Ned og Dan I fimmtán ára fangelsi hvorn, ef þeir heföu fundizt. Víðureignin í Wombat-hæðum Þeir fundust auövitaö ekki og földu sig þar sem ógemingur var að handsama þá, á Wombat-hæðunum, ásamt tveimur ungum vinum slnum, Joe Byrne og Steve Hart. í október 1878 voru fjórir lögreglumenn sendir upp I hæðirnar til aö hafa hendur I hári Kelly-bræöra. Fyrirliöi flokksins var Kennedy liöþjálfi, sem var góö skytta og vanur ferða- lögum I öræfunum. Aðstoðarmenn hans voru lögregluþjónarnir Scanlon, Mclntyre og Lon- igan, sá hinn sami og haföi flogizt á viö Ned einu ári áöur. Allir þessir menn höfðu veriö valdir með tilliti til þess hve vanir þeir voru ferðalögum I kjarrlendinu og vegna almennra lögreglu- mannshæfileika og þeir voru staðráðnir I aö Steve Hart, hinn vitoröamaöur Kellya. Thomaa Mclntyre lögreglumaður. góma Kelly-bræður. Að kvöldi 25. október tjölduðu þeir hjá læk, sem var kallaður „Stringybark". Arla kvölds daginn eftir kom Kelly-gengið Lonigan og Mclntyre I opna skjöldu þegar þeir gættu búðanna, en Kennedy og Scanlon voru þá að leita aö útlögunum I kjarrlendinu. Mclntyre gafst upp þegar i staö og bjargaði þar meö llfi slnu, en Lonigan var nógu hug- rakkur og heimskur til þess aö þrlfa til skammbyssu sinnar. Ned Kelly skaut hann til bana. Þegar Kennedy og Scanlon komu aftur til tjaldbúöanna var þeim skipaö að gefast upp, en þeir veittu lika viðnám og voru báðir drepnir I skotbardaga, sem fylgdi I kjölfariö. Meöan á átökunum stóð tókst Mclntyre aö stlga á bak strokuhesti og hann reiö á brott allt hvaö af tók. Blöðin I Melbourne og á landsbyggðinni lýstu viðurstyggð sinni þegar Mclntyre færði fréttirnar af þvl sem gerzt hafði og þingið I Viktorlu samþykkti I flýti lög svipuð þeim og áöur höföu veriö sett I Nýju Suður-Wales til aö stemma stigu viö stigamennsku. Joe Burne, annar tveggja vitorösmanna Kellya. Thomaa Lonigan lögreglumaöur. Michael Kennedy liðþjálfi. Michael Scanlon lögreglumaður. Samkvæmt þessum „útilegumannalög- um“ voru útilegumenn réttdræpir hvar sem til þeirra næöist og allar eigur þeirra átti aö gera upptækar. Þeir sem skutu skjólshúsi yfir úti- legumenn eöa studdu þá á annan hátt áttu yfir höföi sér fimmtán ára fangelsi og eigna- missi. Viöbrögö almennings voru á aðra lund. Um máliö var sunginn mikill bragur, þar sem atburðinum var lýst I smáatriöum og mikiö lof boriö á Ned Kelly. Ránið í Euroa Tæpum sex vikum eftir atburöinn viö Stringybark-læk létu Kelly-bræöur aftur til skarar skrlöa. Aö þessu sinni rændu þeir bankann I bænum Euroa, um 160 km norður af Melbourne, höfuðborg fylkisins. Búskararnir komust undan meö um 2.000 pund I gulli og reiðufé. Ned stal einnig af- salsbréfum og veðbréfum úr bankahólfi og ávann sér með þvl þakklæti bænda, sem börðust i bökkum I norðaustanverðri Viktorlu og hötuöu bankana. Einn af njósnurum Kellys veitti lögreglunni rangar upplýsingar og hún fór yfir landamær- in til Nýju Suður-Wales til aö leita aö glæpa- flokknum. Kelly og félagar hans skiptu ráns- fengnum I Eurora á milli ættingja og stuön- ingsmanna og tóku vafalaust vænan skerf sjálfir. A næstu mánuöum gátu margir snauö- ir smábændur greitt skuldir slnar meö glæ- nýjum bankaseðlum. Þegar leitin að útilegumönnunum bar eng- an árangur hefndi Iðgreglan sln á stuönings- mönnum þeirra. Tuttugu þeirra voru hand- teknir og haföir I haldi I Beechworth-fangelsi I allt aö þrjá mánuði, án dóms og laga og án þess aö fyrir lægju sannanir gegn þeim. Þessi vafasama ráöstöfun jók óvinsældir lög- reglunnar I héraðinu, þvi aö margir fanganna gátu ekki unnið viö uppskeruna þetta ár og - þaö olli neyö I mörgum fjölskyldum. Um svipaö leyti var féö, sem sett var til höfuös Kelly-bræðrum, aukiö úr 2.000 pund- um I 4.000 pund, sem var há upphæð á þessum tlma. En þetta hafði heldur engin áhrif á tryggö stuöningsmanna Kellys, enda sagöi f öörum brag frá þessum tlma:..... þótt upphæöin veröi tvöfölduö munu Kelly- drengirnir lifa“. Og seinna var upphæöin I raun og veru tvöfölduö á ný. „Hertaka” Jerilderie Fimmta febrúar 1879 birtist flokkur Kellys I Jerilderie, 46 mllum innan landamæra Nýju Suöur-Wales. Þar læstu þeir tvo furöu lostna lögreglumenn inni I fangaklefum lögreglu- stöðvarinnar I bænum. Kelly og félagar dvöldust i bænum um nóttina og mestallan daginn eftir klæddir ein- kennisbúningum lögreglumannanna, sem þeir tóku til fanga, og þóttust vera lögreglu- menn. Siödegis þennan dag lögöu þeir undir sig barinn I Royal Mail-gistihúsinu, sem svo vel vildi til aö var viö hliðina á bankanum, sem þeir rændu slöan. Öörum 2.000 pund- um var stoliö og skuldabréfum brennt viö mikil fagnaöarlæti fólksins sero haft var I gfsl- ingu I hótelinu. Öllum var boöiö upp á snafs og menn hlýddu á Ned Kelly flytja ræöu um ýmiss konar rangsleitni, sem hann taldi sig hafa orðið aö þola af hendi lögreglunnar, rlkis- stjórnarinnar og bænda sem ræktuöu jarðir, sem þeir áttu ekki og greiddu ekki leigu fyrir (squatters, skylt skvetta). Auk þess skildi hann hann eftir yfirlýsingu, sem varö þekkt sem „Jerilderie-bréfiö". f þessu einstæða skjali, sem nú er aöeins til I afriti, eru talin upp öll klögumál Ned Kelly og vina hans, og þaö veitir einnig innsýn i hvatir þeirra og viðhorf. Meöal annars er kvartað yfir misrétti rlkisstjórnarinnar gagn- vart smábændum og landnámsmönnum eins Kelly-fólkinu. Stjórnin er einnig sökuð um aö vinna með auðugum bændum, sem sátu jarðir sem þeir áttu ekki, og vinna gegn hagsmunum fátæks fólks. Skoöun Ned Kellys á lögreglunni I Vikt- oríu hefur sögulegt gildi og skammirnar I hennar garð eru mergjaðar. Aö hans dómi var lögreglan: „ .. . samansafn skvapholda Istrubelgja sem eru komnir undan Irskum löggutlkum eða enskum landeigendum..." Bréfinu lýkur með eindreginni áminningu til rlkra manna um að sýna fátæku fólki veg- lyndi og ofsækja það ekki: „Ég áminni alla þá sem hafa ástæðu til að óttast mig um að gefa 10 pund af hverjum hundrað, sem þeir eiga, I ekkna- og munað- arleysingjasjóöinn og reyna ekki aö búa i Viktorfu nema sem allra stytzt eftir lestur þessarar tilkynningar. Ef einhverjir gegna þessu ekki verða þeir aö taka afleiðingunum, sem veröa verri en ryðsveppurinn I hveitinu I Viktorfu . . . Ég vil ekki framfylgja skipuninni án hæfilegrar viövörunar, en ég er útlægur ekkjusonur og skipunum mlnum veröur aö hlýöa." I fyrra bréfi, sem Ned skrifaði skömmu fyrir árásina á Euroa, haföi hann minnt les- endur slna á aö „muna eftir járnbrautunum ykkar“. Þaö sem I þessari viðvörun fólst kom I Ijós sunnudaginn 27. júnf 1880. Þyrping húsa og tjalda umhverfis járn- brautastöö nokkra gekk undir nafninu Glen- rowan. Þetta þorp var búskurunum eins auð- veld bráö og Euroa og Jerilderie. En aö þessu sinni voru þeir ekki I ránsferð, þeir höföu stórbrotnari áform á prjónunum. , Árásin á Glenrowan_______________________ Kvöldið áður höfðu Dan Kelly og Joe Byrne „llflátiö" Aron nokkurn Sherritt, sem eitt sinn hafði verið félagi þeirra. Sherritt virö- ist hafa leikiö tveim skjöldum, þrátt fyrir mikla áhættu, sem þvl var samfara, og atti saman lögreglunni og Kelly-bræðrunum. En moröið hafði llka aðra ástæðu: með því átti aö ginna megniö af lögregluliði hér-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.