Morgunblaðið - 19.02.1984, Side 26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984
aðsins upp í járnbrautarlest, sem yrði að
koma við f Glenrowan á leiö sinni til morð-
staðarins i sveit Kelly-fólksins.
Búskararnir áformuðu að eyðileggja þessa
lest og myrða pá sem kæmust Iffs af, einkum
frumbyggja, sem höfðu nokkrum sinnum vls-
að lögreglunni á slóð Kelly-flokksins með því
að fara með hana á stáði sem voru hættu-
lega nærri dvalarstöðum hans.
Ekki er alveg Ijóst hvað Kelly-gengið
hugðist fyrir eftir þetta fjöldamorð. Sagt hefur
verið að þeir félagar hafi aðeins ætlaö að
ræna eins marga óvaröa banka og þeir gátu;
aðrir telja að áform þeirra hafi borið vott um
ennþá meiri metnað og þeir hafi m.a. ætlað
að gera uppreisn til þess að koma á fót
lýðveldi I Norðaustur-Viktorlu. En hvað svo
sem Kelly og félagar hans höfðu I hyggju
voru þeir vel búnir undir haröa bardaga.
Sfðustu mánuðina fyrir árásina á Glenrow-
an hurfu þlógjárn og smlðajárn um alla
Kelly-sveit. Astæðan fyrir þessum undarlega
þjófnaði kom I Ijós þegar búskararnir fóru
með flesta (búa Glenrowan I Jones's-gisti-
húsið þennan sunnudag.
I bakherberginu voru fjórar grófgerðar
brynjur, sem samanstóðu af bak- og brjóst-
hllfum og lausri málmsvuntu til aö vernda
klofið. Hver brynja var um 80 pund að þyngd
og einni fylgdi málmhjálmur með götum til
að horfa út um og andlitshllf. Ned Kelly var
eini maðurinn úr hópnum, sem var nógu
sterkur til að vera I brynjunni, bera hjálminn
og handleika byssu.
Um klukkan tlu um kvöldið, þegar búskar-
arnir og fólkið I hótelinu höfðu sungið, dans-
að og drukkið af hjartans lyst, leyfði Ned
nokkrum föngum að fara heim, þvl að lög-
reglulestin kom ekki eins snemma og búizt
var við. Þessi mistök uröu til þess að sam-
særi búskaranna fór út um þúfur.
Einn fanganna sem þeir sleþptu, kennar-
inn I Glenrowan, Thomas Curnow, gekk fram
meö járnbrautarteinunum og gerði lögreglu-
lestinni viðvart rétt hjá Glenrowan. Búskurun-
um urðu á þau mistök að rlfa ekki upþ
járnbrautarteinana áður en lestin kom.
Þegar búskararnir heyröu lestina nema
staðar I grennd við bæinn gerðu þeir sér
grein fyrir þvf sem gerzt hafði. Þeir fóru I
brynjurnar og tóku sér stöðu fyrir framan
hótelið, þar sem þeir ætluðu að hrinda árás
lögreglunnar, sem lét ekki blða eftir sér.
Ned Kelly og Joe Byrne særöust eftir
langan skotbardaga og I Ijós kom hvað þeir
áttu erfitt með að hreyfa sig I brynjunum og
hve ægilegum sársauka þaö olli þegar kúla
small I málminum.
Ned staulaðist út I kjarrið fyrir utan bæinn
og ætlaði að hlaða skammbyssu slna, en
hafði misst svo mikið blóð að þaö leið yfir
hann. Um svipað leyti beið Joe Byrne bana
þegar hann varð fyrir kúlu sem fór I gegnum
timburvegg hótelsins.
Hótelið var enn fullt af föngum, en það
aftraði ekki lögreglunni frá þvl að láta kúlna-
hrfð dynja á þvl. Lítill drengur og gamall maö-
ur særöust inni I hótelinu og kona með smá-
barn I fanginu og önnur börn sln I eftirdragi
geröi þrjár mishepþnaðar tilraunir til þess aö
komast út úr hótelinu, þvl að Iðgreglan neit-
aði að gera hlé á skothrfðinni.
Veglyndur vegfarandi skeytti engu um
skothrlðina og fór inn I hótelið til þess að
Sporvagnar í Collina Street,
Melbourne, 1889.
bjarga henni. Hann hjálpaði henni aö komast
út og kom henni I öruggt skjól, en eitt barn
hennar særðist.
Foringinn næst
Skömmu eftir að þetta gerðist raknaði
Ned Kelly úr rotinu. Hann þaut út úr kjarrinu
og skaut á lögregluna klæddur brynjunni.
Hann var að lokum borinn ofurliði þegar einn
lögreglumannanna hæfði hann I fæturnar og
hann var tekinn höndum.
Lögreglan sendi slðan eftir fallbyssu til
Melbourne til þess að jafna hótelið við jörðu
og fella búskarana tvo, sem þar voru, Dan
Kelly og Steve Hart. Löngu áður en fallbyss-
an kom voru allir fangarnir látnir lausir og
lögreglan kveikti I hótelinu.
Kaþólskur prestur úr hópi 500 áhorfenda,
sem höfðu safnazt saman við járnbrautar-
stöðina, þaut inn I brennandi bygginguna.
Hann fann llk Dan Kelly og Steve Hart og
bjargaði illa særðum, gömlum manni, sem
fangarnir höfðu gleymt I fátinu þegar þeir
flúðu.
NEW SOUTH WALES
Tocumwal
^j yAlbur\
Go,
'“'ót
'<"-0
Wangaratta]
Glenrowan,
Benall^p^'"^ #Greta
Beechworth
A.
f'S/iolet Town,
Euroa_
\?
1 é
& |
Mansfield^\\\\'
^ «aNG£
C T O R I A
"melbournf ha"» p,ver
Athafnaavæói Kellye og félaga hana í
fylkjunum Viktoríu og Nýju Sudur-Walea í
auöaua tan verdri Áatralíu.
„SKRAMBI GOÐ"
og ekki dýr...
DEUTZ dráttarvél kostar nú frá kr:
Verð kr: 615.000.00
(án söluskatts).
Hafið samband við sölumenn
okkar.en athugið, nú erum við
að Borgartúni 26
Sendum ef óskað er íslenskan
upplýsingabækling og verðlista.
Borgartúni 26, Reykjavík. Sími 91-22123. Pósthólf 1444.
Skoðið
TROMPIÐ
OKKAR!
DEUTZ-INTRAC
375.000.00 til 576.000.00 ián söiuskans)
Athugið við eigum dráttarvélar
til afhendingar nú |aegar.
Veltið jjessu fyrir ykkur og veljið
hina vönduðu DEUTZ dráttarvél,
verðið er virkilega hagstætt.
Gerið heyvinnuvélapantanir sem fyrst.
Bestu þakfcir fyrir yjafir og heillaóskir á áttrœöisaf-
mælinu mínu. Guö blessi ykkur öll.
Margrét Björnsdóttir
frá Orlygsstödum
Nokkrar úrvals
trésmíðavélar
tilsölu
a) Jonserdes fræsari með Festo framdrifi og
tappasleda, 7,5 hö, max 9.000 r.p.m.
b) Aldinger bordsög med sleða 5,5 hö, hallanlegt
blað.
c) Aldinger þykktarhefill 710 m/m 7,5 hö.
d) Aldinger afréttari 400 m/m. Borðlengd 2500
m/m 4 hö.
fltargpmÞIðfrifr
Askriftcirsíminn er 83033
Vélarnar eru notaðar, en Carl F. Petersen í
Danmörku hefur yfirfarið þær allar.
ASETA SF.
Funahöfða 19, S: 83940
NÝ ÞJÓNUSTA
PLÖSTUM VINNUTEIKNINGAR,
VERKLÝSINGAR, VOTTORÐ,
MATSEÐLA, VERÐLISTA.
KENNSLULEIÐBEININGAR,
TILBOÐ, BLAÐAURKLIPPUR.
VIÐURKENNINGARSKJÖL, UÖSRITUNAR
FRUMRIT OG MARGT FLEIRA
ST/GÍÐ BREIDD ALLT AÐ 63 CM.
LENGD ÖTAKMÖRKUÐ.
OPIÐ KL. 9-12 OG 13-18
ISKORT
^HJARÐARHAGA 27 S22680.
Sigurbergur
leikur íyrir dansi
í kvöld.
Skála
fell
FLUCLEIDA 3* HÓTEL