Morgunblaðið - 19.02.1984, Side 28

Morgunblaðið - 19.02.1984, Side 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 Nokkrir sedrusviöir sem enn er að finna hátt uppi í fjöllunum. Úr sedrustrjám, sem talin eru elstu tré á jörðinni, byggði Salómon konungur musteri sitt, að því er Biblían hermir. Hér í grenndinni ólst Gibran upp. ■----- Spámaðurinn og skáldið Gibran- Kahlil. Efst eru kjörorð hans á arabísku. „Ef Líbanon hefði ekki verið fósturland mitt, hefði ég valið það sem fósturland mitt.“ Líbanon ykkar og mítt Gibran Kahlil Gibran (1883—1931), rithöfundur, skáld, listamaður og heim- spekingur, er kunnasti rithöfundur arabiskrar tungu. Fyrstu rit sín, á árunum 1905—1918, reit hann á arabisku, hin seinni allt til dauðadags að mestu á ensku. Öll hafa þau verið þýdd á heimsmálin, hluti þeirra á Norðurlandamál og er íslenska þar ekki undanskilin. Ein þekktasta bók hans, frá 1923, er „Spámaðurinn“, sem hann reit upphaflega á ensku. Sjötta desember 1983 var öld liðin frá fæðingu hans og þegar mönnum verður hugsað til ástandsins í Líbanon eins og það er nú, getur það vakið áhuga margra að kynnast því sem hann skrifaði um land sitt. Öll rit hans snúast að meira eða minna leyti um Líbanon. Gibran fæddist í Bisharri og eyddi æskudögum sínum þar. Það er fjallabyggð í grennd við hina frægu sedrusviðarskóga. Gibran var náttúrubarn og reikaði oft um fagra dali og snævi drifin fjöll. Þegar Gibran var tólf ára gamall, flutti hann með móður sinni, tveim systrum og bróður til Amer- íku, en eins og margir aðrir út- flytjendur frá Líbanon elskaði hann föðurland sitt allt til enda. Gibran sneri aftur heim til Líb- anon til þess að halda áfram skólanámi sínu í Beirut 1897, en hélt aftur til Ameríku tveim árum seinna. Árið 1902 missti hann móður sína og bróður. önnur systra hans var dáin áður. Gibran og eftirlif- andi systir hans, Marina, bjuggu við næsta kröpp kjör. Gibran sneri sér að því að mála og teikna og varð þekktur listamaður. Á þess- um árum kynntist hann Mary Haskell (hún var amerísk). Hún varð náinn vinur hans, hvatti hann og studdi. Eitt fyrsta merki um rithöfund- arhæfileika Gibrans er lítil bók um tónlist, „al Musiqah", frá 1905. Hann lofar bæði austurlenska og vesturlenska tónlist. í lokin skrif- ar hann: „Tónlistarmennirnir hafa opnað andrúmsloftið með sálum sínum og fyllt það með andagift sinni. Þeir hafa kennt mönnum að sjá með heyrninni og heyra m.eð hjartanu." Nokkrum árum síðar gaf Gibr- an út smásagnasafnið „Arais al- Murug" (dísirnar í dalnum), þar sem hann, eins og í fyrri ritum sínum, gagnrýnir samfélagið all- hart. Bókin hefur að geyma þrjár sög- ur. Sú fyrsta er um tvo elskendur, sem uppi voru rúmri öld fyrir Krists burð: „Kynslóðir sem fram hjá fara trufla það sem menn hafa áður gert, en þeir geta aldrei gert drauma þeirra að engu eða kæft tilfinningar þeirra. Draumarnir og tilfinningarnar haldast eins lengi og sálin, sál eilífrar tilveru lifir. Hún getur dulist öðru hverju eins og sólin þegar nóttin kemur og máninn þegar morgnar." Hugmyndina að þriðju sögunni fékk hann — „Merta al-Banijjah“ heitir hún — þegar hann einu sinni á námsárunum í Beirut sá fimm ára pilt sem var að selja blóm. Gibran var forvitinn um allt og gerði sér far um að safna reynslu er kæmi honum seinna í hag við ritstörfin. Eftirfarandi samtal milli Gibr- an og piltsins átti sér stað: — Hvað heitir þú? — Ég heiti Fuad. — Hver á þig og hvar eru for- eldrar þínir? — Ég er sonur Merta al-Banij- jah. — Hvar er faðir þinn? Pilturinn hristi höfuðið, eins og hann vissi ekki hvað faðir væri. — Hvar er móðir þín? — Hún liggur heima og er mik- ið veik. Eftir að hafa talað við piltinn smástund spurði Gibran hann, hvort hann mætti koma heim með honum og líta inn til móður hans. Gibran lýsir göngu þeirra heim til piltsins, fólkinu, götunum og loks örsnauðu heimilinu. Konan spyr: „Hvað er þér á höndum, ungi maður? Komstu hingað til þess að kaupa síðasta dropa lífs míns og saurga enn meira sál mína með gimd þinni? Farðu, göturnar eru fullar af kon- um sem selja blíðu sína fyrir smá- muni. Af mér er ekkert eftir nema leifar stuttra andartaka, sem dauðinn kaupir innan skamms svo að ég fái að hvíla í gröfinni." Gibran segir: „Vertu óhrædd, Merta. Ég kom ekki sem hungrað dýr, ég kem sem særður maður." Konan sem er að dauða komin segir frá ævi sinni. Hún var fátæk þorpsstúlka, saklaus á sál og lík- ama. Hún varð ástfangin af manni frá borginni og varð ófrísk. Mað- urinn yfirgaf hana og hún varð vændiskona. Rithöfundurinn huggar konuna: „Líkaminn snertir ekki hreina sál og snjófönn getur ekki deytt hið lifandi fræ. Ó, Merta, sálin er gullhringur, sem hefur losnað frá guðdómlegu hálsfestinni. Þú ert blómið sem hefur verið traðkað undir fótum dýrs sem hefur numið staðar og falið sig í mannlegum líkama. Það er sárt að þú ert sund- urmarið blóm, Merta, og ekki kraminn fótur.“ Merta svarar: „Já, það hefur verið illa með mig farið. Ég er fórn dýrsins, sem dvaldist í mann- inum. Ég er blóm, troðið undir fót- um. ó, þú réttvísi, sem dylst bak við leyndardómsfullar myndir. Þú sem heyrir kveinstafi mína, kvein- stafi sálar minnar, kveinandi sál mína sem er að kveðja, og veikt óp hjarta míns, þig bið ég og grát- bæni, blessa þú mig, leiddu barnið mitt með hægri hendi þinni og sál mína með hinni vinstri." Gibran var kristinn (maroniti, en þeir eru kaþólskir), en réðist á kirkjuna, einkum á sinum yngri árum. í smásögunni „Jóhannes, hinn geggjaði“ stendur hann gegn munkahópi og talar máli fjárhirð- isins. Munkarnir leggja hald á nautpening bóndans, af þvi hann hefur etið af útsæði klaustursins. En við kirkjuvígslu gengur hirð- irinn fram og segir: „ó, þú Jesús frá Nasaret sem ert i miðjum dýrðarljómanum, þú sem ert góði hirðirinn, sérð hvassar klær rán- dýrsins rifa i sundur blíða lambið sem þú berð á höndum þinum. Dauft óp óstyrkra manna i myrkr- inu heyra ekki þeir sem sitja i há- sætinu sem staðgenglar þinir. Kveinstafi sorgmæddra heyra þeir ekki sem flytja boðskap þinn frá altarinu. Ó, lifandi Jesús, komdu aftur og rektu út þá sem hásætin selja frá musteri þinu, sem hefur breyst í holur fyrir falska, slæga, skríðandi höggorma." Árið 1908 gaf Gibran úr „al- Arwah al-Mutamarridah“ (Sálin í uppreisn) með eftirfarandi til- einkun: Til sálarinnar sem hefur faðmað sál mina, til hjartans sem hefur hellt. út leyndardómum i hjarta mitt, til handarinnar sem hefur kveikt í tilfinningum mínum skila ég þessari bók. í „Sálin í uppreisn" segir hann frá þeim er hafa barist gegn hefð- inni og ómildum lögum, sem hann álítur að dragi úr frelsi hugsunar og hjarta og leyfi að fáir menn ráði yfir eignum annarra, líkama þeirra og sál. Og geri það í nafni laganna og trúarinnar. Þarna á hann við Lfbanon. Hann gagnrýn- ir trúarlega og ekki trúarlega for- ystu og lénsfyrirkomulagið. Hann ver alltaf þá smáu og rit hans bera þess vott að hann er mannvinur. Allra verstir voru í hans augum þeir sem kvöldu þá lágu og gengu á rétt þeirra. Allt frá 1904 hafði Gibran ort ljóð í óbundnu máli og birt f tíma- ritum. Þessi kveðskapur var gef- inn út í bók árið 1914 undir nafn- inu „Damahwa-Ibtisamah" (Tár og bros). Þar segir í ljóðinu „Rödd skáldsins": „Ég kem til þess að segja mitt orð og ég ætla að segja það. En ef dauðinn sækir mig áður en ég hef látið það í ljós, segir framtíðin það. Framtíðin leyfir enga launung í bók óendanleik- ans.“ Um fæðingardag sinn ritar hann í Parfs 6. desember 1908: „Þennan dag fyrir aldarfjórðungi hefur mikilfengleiki Guðs lagt mig í hendur tilverunnar sem er full af ópum, þrætum og rifrildi. Þannig hef ég farið tuttugu og fimm sinnum umhverfis sólina, og ég veit ekki hversu oft máninn hefur farið umhverfis mig, en enn sem komið er hef ég ekki uppgötv- að leyndardóm ljóssins og ég þekki ekki leyndardóma myrkursins.“ Árið 1909 gaf Gibran út á eigin kostnað kvæðasafnið „Al-Maw- akib“ (Skrúðfylgd). Því fylgdu hans eigin teikningar. Hér á eftir koma fáeinar línur sem lýsa að nokkru skáldskapar- stíl hans (þýðing þó f lausara lagi); Við fínnum til kærleikans f sálinni ekki aðeins í likamanum eins og vínið pressast til innblásturs ekki til ölvímu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.