Morgunblaðið - 19.02.1984, Page 29

Morgunblaðið - 19.02.1984, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 77 Útsýn frá fjallabyggðinni í Líbanon. Hún hafði mikil áhrif á skáldskap Gibrans. Fáðu mér flautuna svo að ég geti spilað gegn hinu illa og læknisráðum þess. Mennirnir eru eins og línur skrifaðar með vatni einu. - Hamingjan í heiminum er ekkert annað en mynd sem horfir fram. Ef hún hefði lögun mundu mennirnir verða dauðleiðir. Það er rausn Mary Haskells að þakka að Gibran gafst tækifæri til að nema listfræði í París. Þar fékk hann áhuga á evrópskum bók- menntum. Einkum voru það þeir William Blake og Friedrich Nietzsche sem höfðu mikil áhrif á hann. Árið 1920 kom smásagnasafnið „al-Awasif“ (Stormurinn) út. í „Storminum* segir í sögunni „Milli nætur og morguns": „Ver þögult, hjarta mitt, tómur himinninn heyrir ekki til min. Ver þögult, hjarta mitt, og heyr mig tala. I draumnum sá ég syngjandi svartþröst ofan við gíg spúandi eldfjalls, ég sá sverðlilju lyfta höfði upp úr snjónum og ég sá jómfrú dansa milli grafanna og ég sá lítið barn leika sér hlæjandi að höfuðkúpum. Allt þetta sá ég í draumnum, og þegar ég vaknaði og leit i kring um mig sá ég eldfjallið æða og ég heyrði ekki söng svartþrastarins. Þegar ég vaknaði sá ég aðeins sorg og beiskju. Hvert hefur gleði draumsins og ánægja horfið?" í greininni „al-Gababirah“ (Harðstjórarnir) segir Gibran: „Að skrifa með bleki er ekki sama og skrifa með blóði. Þögn sem orsakast af þreytu er ekki sama og þögn sem á rætur sínar i þjáningu. En ég varð þögull, þvi að eyru heimsins hafa ekki hlustað á muldur og ádeilur hinna smáu og taka betur eftir kvörtunum helvit- is og gauragangi, og það er vitur- legt af hinum smáu að þegja þegar dulið afl í samvisku tilverunnar talar. Valdið sem tekur ekki mark á öðru máli en því sem fallbyssurn- ar gefa frá sér og er ekki ánægt með annað orð en það sem kúlurn- ar láta í ljós. En hvernig fer fyrir heiminum þegar harðstjórarnir hætta að berjast? Ganga þorpsbúarnir til akurs síns og sá sæði sinu þar sem dauð- inn hefur gróðursett hauskúpur hinna föllnu? Mun biðjandinn beygja kné i musterinu þar sem satan hefur dansað, og mun skáldið endurtaka ljóð sín undir stjörnum sem eru huldar af reyk? Munu tveir elskendur kyssast þar sem óvinur hefur mætt óvini sínum og skipst á skotum við hann? Og hvernig mun fara með land ykkar og mitt og hverjir þessara harðstjóra leggja eignarhald á fjöllin og dalina sem hafa gefið okkur vöxtinn svo að við urðum karlar og konur undir sólinni? Mun dagsbrún birtast yfir tindum Líbanonsfjalla? í hvert skipti sem ég er einsam- all með sál minni legg ég þessar spurningar fyrir hana, en sálin er eins og dómkirkja sem sér en talar ekki, gengur en lítur ekki við, hún hefur skörp augu og létta fætur en tunga hennar er of þung. Höfundur greinarinnar er Faruk Abu-Chacra. Hann er fæddur í Líb- anon og er kennari í arabisku við háskólann í Helsingfors. Greinin er skrifuð af því tilefni, að nýlega var aldarafmæli Gibran Kahlil, sem var spámaður og skáld í Líbanon. Hún er byggð á því sem skáldið reit á arabisku og befur að geyma bugsan- ir hans varðandi foðurlandið. Þær eiga erindi enn í dag. Hver er sá meðal ykkar, menn, að hann spyrji ekki á hverri nóttu og á hverjum degi um framtíð jarðarinnar og þá sem á henni búa, þegar harðstjórarnir verða mettir af tárum ekkna og föður- lausra?“ f grein í sömu bók komst hann svo að orði i kapítulanum „Mat- ahli“ (Fjölskylda mín), sem skrif- uð var meðan fyrri heimsstyrjöld- in stóð yfir: „Fólk segir: Stórslys lands þíns er ekkert annað en hluti af stórslysi heimsins, og tár og blóð sem úthellt hefur verið ekkert annað en dropar af því blóð- og táraflóði sem streymir um sléttur og dali.“ í bókinni „al-Badai wa al- Taraif" (Fögur og sjaldgæf orð) er kafli um Libanon þar sem segir: „Þið hafið ykkar Libanon og ég mitt. Þið hafið ykkar Líbanon með vandamálum þess, ég hef mitt Líbanon með fegurð þess. Libanon ykkar er stjórnmála- hnútur. Dagarnir reyna að leysa hann, en mitt Líbanon er fjall, hæðir sem ljóma mót bláum himni. Libanon ykkar er alþjóð- legt vandamál, sem er kastað fram og aftur í myrkri nætur. Mitt Líb- anon eru töfrafullir, rólegir dalir. Ykkar Líbanon er þrátefli milli lands sem kom úr vestri og annars sem kom úr suðri. Mitt Líbanon er bæn, búin vængjum sem flögra á morgnana þegar hirðarnir leiða fénað sinn út í hagann. Líbanon ykkar er stjórn með ótal höfuð, mitt Líbanon er stórt og fagurt fjall mitt á milli hafsins og sléttunnar eins og skáld milli tveggja eilífða. Líbanon ykkar eru skákreitir milli trúarlegra leiðtoga og her- foringja, en mitt er helgidómur. Þangað fer ég í anda mínum þegar ég þreytist á því að verða vottur að yfirborðsmennsku vaxandi menningar. Ykkar Líbanon eru tveir menn þar sem annar borgar skattinn og hinn tekur á móti honum. Mitt Líbanon er ein persóna sem hallar höfði að armi og er fjarri öllu nema Guði og sólarljós- inu. Ykkar Líbanon eru sendinefndir og nefndir, en mitt Líbanon er samvera kringum arin á nóttum sem er hulin fegurð stormsins og hreinleik mjallarinnar. En Líbanon ykkar eru sértrúar- flokkar og pólitiskir flokkar, mitt Líbanon er æskufólk sem klifrar upp um kletta, hleypur meðfram lækjunum og er í boltaleik á bersvæði. Ykkar Líbanon er tal, fyrirlestr- ar, kappræður, mitt Líbanon er söngur svartþrastarins, snerting bjarkar- og eikigreina hver við aðra og bergmál flautunnar frá hellinum þar sem hirðirinn leitar skjóls. Líbanon ykkar er stundum að- skilið frá Sýrlandi, og öðrum tím- um tengt því og á milli háð eða óháð. Mitt Líbanon bindur sig hvorki né leysir, það er hvorki ofar öðrum eða undir aðra gefið.“ Um Líbani kemst Gibran svo að orði: „Þjóðin er eins og grannar spýtur sem hallast til hægri og vinstri og hristast kvölds og morgna án þess að vita það.“ Að lokum skrifar Gibran: „Hvaða vonir ber maður í brjósti um Líbanon eftir eina öld? Segið mér hvað þig skiljið eftir handa framtíðinni annað en ákærur, lygi og heimsku?" Vinur Gibrans, M. Nuaimeh, spurði hann eitt sinn: „Hefur þú sagt þitt síðasta orð?“ Hann svaraði: „Ég hef aðeins lagt fram nokkrar skoðanir, aldrei mælt endanlega orðið. Það sem ég mæli í dag með einni tungu verður talað mörgum tungum af komandi kynslóðum." Gibran hafði rétt fyrir sér því að lesendur hans eru nú mörgum sinnum fleiri en þegar hann mælti þetta. Gibran varð ekki nema 48 ára gamall. Honum gafst aldrei tími til þess að segja síðasta orðið. Verkin „The Wanderer" (Ferða- maðurinn) og „The Garden of the Prophet" (Trjágarður spámanns- ins) lauk hann ekki við. Lík hans var flutt til Líbanon í ágúst 1931 og var grafið í gamalli kapellu Mar Sarkis klaustursins. Greftrun hans þar vakti til að byrja með mótmæli prestanna í Líbanon. (Sig. Guð. þýddi úr norsku) Skilnaðarnámskeið Tengsl sf., ráögjafar- og fræösluþjónusta, gengst fyrir fræöslu- og umræöunámskeiöi fyrir fólk, sem nýlega hefur gengið í gegnum skilnaö. Námskeiöiö hefst mánudaginn 27. febrúar 1984 kl. 20.30 aö Vesturgötu 10. Haldnir verða sex fundir vikulega á mánudags- kvöldum. Hópstarfiö byggist á fræöslu um skilnaö og er um leið vettvangur fyrir gagnkvæman stuön- ing og umræöur þátttakenda. Stjórnendur námskeiöanna eru Nanna K. Sigurð- ardóttir, félagsráögjafi og Sigrún Júlíusdóttir, fé- lagsráögjafi. Nánari upplýsingar og skráning í síma 25770 kl. 17—19 virka daga og laugard. kl. 10—12. Tl!lf!!©§L sff. RÁÐGJAFAR- OG FRÆÐSLUÞJÓNUSTA El VESTURGÖTU 10 - 101 REYKJAVlK - SÍMI 25770 VZ>v^' Tölvur eru í dag fyrst og fremst notaðar við úrvinnslu gagna. Samt er það svo að hefðbundin forritunarmál s.s. Basic og Fortran eru fyrst og fremst ætluð fyrir tölulega útreikninga og því ekki þjál við gagnavinnslu. Gagna- safnskerfi hafa því augljóslega kosti fram yfir önnur mál, þegar unnið er með gagnasöfn. Dæmi um gagnsöfn eru m.a. birgðaskrár, fasteignaskrár og viðskiptamanna- MARKMIÐ: Eitt vinsælasta gagnasafnakerfið á markaðnum í dag er DBASE II sem fá má á velflestar smátölvur. A þessu námskeiði fá þátttakendur innsýn í það hvernig skal skipuleggja gögn, gagnameðhöndlun og gagnaúr- vinnslu, og eftir námskeiði skulu menn vera færir um að nota DBASE II í þessu skyni. EFNI: — Tölvur sem gagnavinnslukerfi. — Skipulag gagna til tölvuvinnslu. — Gagnasafnsforrit kynnt og borin saman. — Verkefni og æfingar í DBASE II, á tölvubúnað SFÍ. ÞÁTTTAKENDUR: Námskeiðið er ætlað stjórnendum og öðrum þeim sem vilja tileinka sér notkun gagnasafnskerfa á smátölvur. LEIÐBEINENDUR: Valgeir Hallvarðsson, véltæknifræðingur. Lauk prófi við Odense Teknikum 1978, en starfar nú sem rekstrar- ráðgjafi hjá Hagvangi hf. TÍMI — STAÐUR: 22.-24. feb. og 19.—22. mars Ij kl. 13.15-17.15 TILKYNNIÐ ÞATTTOKU í SÍMA 82930 Ath. Verzlunarmannafélag Reykjavikur og Starfsmenntun- arsjóður Starfsmannafélags ríkisstofnana styrkja félagsmenn sína til þátttöku á þessu námskeiði. Vinsamlegast hafið sam- band við viðkomandi skrifstofur. STJÓRNUNARFÉIAG ISLANDS SkXJMÚLA 23 SlMI 82930

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.