Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 ina Swab (t.v.) ýargvættur nar, Ferdinand af St. Maur. Hann átti sér líka sína Fair Lady 0 0 rlög almúgastúlkunnar Elízu og læröa pró- Ofessorsins, Higgins, hafa hitt í hjarta ófárra NorÖlendinga að undanförnu, að- sókn aÖ leiknum um þau svo mikil aö ógerningur heföi veriö aö hætta sýningum. Þar er um aö ræöa söngleikinn undir nafn- inu My Fair Lady, saminn á nútímavísu upp úr hinufræga leikriti Pygmalion eftir Bernard Shaw. En ámóta saga geröist raunverulega í Englandi, aö þyí erfram kemur í grein í Observer. Og frásögnina umjarlinn afSt. Maur og hans „Fair Lady“, eins og þaö er oröaö, er aö finna í nýútkominni bók um „AfbrigÖi- legar erföir“ eftir sir John Colville. í Ijósi þess hve saga Elizu hefur átt greiða leiö aö hjörtum íslendinga, kynn- um viö hér meö frásögnina úr Observer af Rosinu Swan og bjargvætti hennar, Ferdinand jarl af St. Maur. En Berhard Shaw var mikill vinur og samherji Ruth, dóttur þeirra: Georgiana, hertogafrú af Somerset, var fegurst þriggja dætra Richards Brinsleys Sherdan. f lok stjórnartíðar Georgs 4. voru þær þekktar undir nafninu Gyðjurnar þrjár. Sú góða var Helena, sem átti eftir að verða Lady Dufferin. Hún skrifaði söngva og Ijóð sem hlutu aðdáun beggja vegna Atl- antshafsins og sonur hennar varð land- stjóri Breta á Indlandi. Sú vitra var Karo- Iína Norton, sem samtíðarmenn dáðu sem ljóðskáld en féll svo í gleymsku. Hún var mikil vinkona Melbournes lávarðar og sagt að hún væri ástkona hans. En sú sem stór- kostlegust var og skyggði á hinar fögru systurnar var Georgiana. Disraeli bjó til lýsingarorðið „sherdanskur" til að lýsa því sem honum fannst fegurst í veröldinni og kenndi það við systurnar fögru. Og ekki hélt hann síður á loft gáfum og menntun þess- ara systra. Georgiana giftist 1930 Saymor lávarði, elsta syni hertogans af Somerset. Hann var stjórnmálamaður og varð ráðherra, sem beitti sér fyrir því að afnema vandarhögg sem hegningu í sjóhernum. Georgiana hélt áfram að vera fegurðardísin I hópi hefð- arkvenna. Þau hjónin, sem urðu hertoginn og hertogaynjan af Somerset, eignuðust 5 börn, þar af tvo syni. Sá eldri var Ferdin- and, heitinn í höfuðið á guðföður sínum, hertoganum af Orleans, erfingja Lúðvíks Filipusar konungs. Yngri sonurinn hét Edvarð. Fjölskyidan tók upp fornan rithátt á ættarnafninu St. Maur í samræmi við ríkjandi tísku um að snúa aftur til gamalla gotneskra siða. Þetta sýnir hvar þessi fjöl- skylda stóð í stéttastiganum í Bretlandi. Edward lávarður þótti standa þeim bræðr- um framar að gáfum og öðrum hæfileikum og varð sendiráðsmaður í Vínarborg og Madrid við góðan orðstír meðan hann beið eftir þingsæti fyrir frjálslynda, sem yrði eftir 21 árs afmælisdag hans. En þar sem ekkert sæti var laust og engar kosningar í bili, sigldi hann 1965 til Indlands, þar sem landstjóri Indlands kynnti hann fyrir ind- verska furstanum Rajah Durbar og sá bauð honum á vísundaveiðar. í frumskóginum stóð hann allt í einu andspænis birni í stað vísunda. Hann særði björninn, sem réðist á hann og þeir veltust í hörðum faðmlögum niður brekku. Björninn gaf upp öndina og það gerði Edward lávarður líka. Eldri bróðirinn Ferdi, jarl af St. Maur, hafði erft glæsilegt útlit móðurinnar, en hann þótti ekki sem stöðugastur í rásinni. Barðist með Garibaldi á Ítalíu og var með 1 að Iosa menn úr umsátinni í Luckow í upp- reisninni á Indlandi. Hann þótti hugrakkur en jafnframt eirðarlaus og mikið fyrir að sýna sig. Átti það til aö klæðast austur- landabúningum og fikta við múhameðstrú. Móðir hans skrifaði honum eitruð ásökun- arbréf, en í þeirri list var hún víst sérfræð- ingur. Ekkert gat þó komið I veg fyrir enda- laust flakk hans frá Serbíu til Sýrlands, frá Grikklandi til Palestínu og til að læra rússnesku í Dresden af öllum stöðum. Faðir hans reyndi að festa hann við akkeri með því að fá Palmerston til að kalla hann til setu í iávarðadeild þingsins, en hann hafði engan áhuga á þingsetu. Hann dáði tvær manneskjur. Edward, bróður sinn, sem bæði gagnrýndi hegðun hans og þótti innilega vænt um hann. Og hann elskaði dóttur Cowpen lávarðar og elti hana á röndum, en hún vildi ekki sjá þenn- an tilgerðarlega biðil. Hann var I einni af sínum skyndiheimsóknum heima í Eng- landi, þegar fréttin um snöggt fráfall bróð- ur hans í faðmi bjarnarins bárust þangað. Hann var niðurbrotin og enn jók það á eymd hans að dóttir Cowpers lávarðar hafnaði honum enn einu sinni og endanlega vorið 1866. í mikilli örvæntingu fór Ferdi í hress- ingargöngu út í Hyde Park. Þar sat stúlka á bekk, grúfði sig niður með andlitið í hönd- um sér og skalf af ekka. Hann settist hjá henni og spurði hvað væri að. Hún leit upp og við honum blasti fegurðardís með ávalt andlit, og stór skelfd augu, umlukt miklu dökku lokkaflóði. Hún hét Rosina Swan. Var aðeins 17 ára gömul, dóttir verkamanns sem hvorki var læs né skrifandi og kvæntur sígaunakonu. Rosina var hjálparstúlka í eldhúsinu hjá Bathgurst lávarði og frú hans í húsi þeirra við St. James Square, en kokkurinn var vondur við hana svo hún neyddist til að flýja þaðan peningalaus og niðurbrotin. Ferdi fór með hana heim til sín í Dover Street og skipaði ráðskonunni sinni að baða hana, gefa henni að borða, klæða hana upp og gera henni til góða. St. Maur lávarður hafði eins og prófessorinn Henry Higgins fundið sína Elízu Dolittle. Og hann hófst handa við að mennta hana. Hún var greind og fljót að læra, talaði jafnvel fljúgandi frönsku eftir nokkra mánuði. Hún dáði bjargvætt sinn. Málið hafði sína eðlilegu framvindu. Hún varð ástkona hans. Sambandi af þessu tagi hefði að sjálf- sögðu verið illa tekið á setri Somerset- fjölskyldunnar, svo að Ferdi hélt með Ros- inu til útlanda. Þau ferðuðust um alla Evr- ópu og settust loks að í Tangier, þar sem hann keypti 13 ekrur land, kallaði sig Grey kaptein og byggði sér hús. Hann keypti líka hesta og kenndi Rosinu að sitja hest. Þar sem hann hélt að það mundi síður vekja umtal, lét hann hana klæðast eins og strák. En breski ræðismaðurinn taldi sér skylt að aðvara Grey kaptein um að það væri síst af öllu gott ráð í Tangier. Daglegir reiðtúrar hans með fallegum stráki voru einmitt farnir að vekja umtal og athugasemdir. Hann lét því Rosinu aftur fara að klæðast kvenfatnaði og I oktobermánuði 1867 fæddi hún honum dóttur á heimili þeirra. Kvenréttindakona og aðalsfrú Ári seinna hélt Ferdi aftur heim til Eng- lands með Rosinu og barnið. Þau eignuðust annað barn, son, og hann keypti hús fyrir þessa fallegu fjölskyldu slna í Redhill. Loks herti hann upp hugann og sagði hinni frægu fjölskyldu sinni sannleikann. Þá var hann farinn að þjást af og hafa áhyggjur af andarteppu og magnleysi. Hertogafrúin fór með hann til sérfræðings, en veikindin ágerðust hratt. Eftir að hafa gengið undir uppskurð (barkaskurð), dó hann á heimili sínu í Dover Street aðeins 34 ára gamall. Georgiana Somerset sýndi velvild, sem óvenjuleg var við slíkar kringumstæður á Victoríutímanum. Hún sendi eftir vagni sínum og ók til Redhill. Þar hitti hún Ros- inu I fyrsta skipti, færði henni þessar óvæntu féttir og lofaði að sjá um hana. Somerset-hjónin byggðu handa henni hús I garðinum á Bulstrode. Elskusemi þeirra í hennar garð brást aldrei og þau tóku ást- fóstri við lausaleiks-barnabörnin sín. En aumingja Rosina fékk bullandi berkla og dó aðeins 23 ára gömul. Lét eftir sig tvö lítil börn, sem voru alin upp afsíðis af afa sínum og ömmu. Litla telpan Ruth hafði sígaunalitarhátt móður sinnar og fríðleika föður síns. Þegar hún var kynnt I samkvæmisllfinu i London, var ekki hægt að kynna hana við hirðina af því að hún var fædd utan hjónabands. En hvað útlitið snerti gátu fáar samtfmastúlk- ur keppt við hana. Hún hafði mjög róttækar skoðanir og varð ósérhlífinn sósíalisti, vin- kona Keir Hardies, Webbsanna og Bern- hard Shaws. Hún varð mikil kvenréttinda- kona, skrifaði djarfar greinar, fór fram og aftur um landið til að flytja hvatningar- ræður í mótmælagöngum, spígsporaði með mótmælaspjöld utan við þinghúsið, tók þátt í undirbúningi verkfalla og þrammaði I mótmælagöngu frá Edinborg til Lundúna. Þegar hún var 19 ára gömul, varð Ruth ástfangin og gifti sig í Westminster Abbey manni sem hún dáði alla æfi þótt skoðanir hans og skaphöfn væru alveg þveröfug við hennar. Það var Frederich Cavendish Bent- ick, íhaldsmaður, napuryrtur en þó félags- lega sinnaður. Fyrir skemmtilegan leik ör- laganna er yngri sonur hans og Ruth nú hertoginn af Portland. (Þýtt af E.Pá.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.