Morgunblaðið - 19.02.1984, Page 32
80
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984
ÚE HNMI rvrMyNPANNA
Austurbæjarbio:
Sahara
Nýjasta æöiö meðal amerískra
leikara er aö dulbúast klæönaöi
hins kynsins. Julie Andrews reiö
á vaöiö fyrir nokkrum árum í
„Victor/Victoria"; Dustin Ho»-
fman reyndi næstur og þótti taka
sig vel út í „Tootsie"; Barbra
Streisand leikstýröi sjálfri sér í
gyöinglegu karlmannsgervi í
„Yentl" (likur eru á aö hún fái
Óskarinn fyrir vikiö); og nú er
komiö aö unga stirninu, sem ólst
upp í bláa lóninu, Brooke
Shields, aó klæöast karlmanns-
fötum. Þaö gerir hún í splunku-
nýrri mynd sem heitir „Sahara",
og Austurbæjarbíó sýnir á næstu
dögum.
Sápuauglýsingar
„Það var einstaklega gaman
aö leika ungan mann," segir
Brooke Shields. „Áhorfendur eru
tilbúnir til að meðtaka slíka
breytingu. Vinsældir annarra
mynda sanna paö. En dulbúning-
urinn er ekki aöalatriöi minnar
myndar, heldur aöeins hluti af
henni."
Þótt Brooke Shields sé aöeins
rúmlega átján ára, þá hefur hún
veriö fræg frá fæöingu. Þaö kann
aö hljóma undarlega en eru ekki
allar sápuauglýsingar obbolítiö
skrýtnar líka? Móöir hennar,
Teri, er fræg fyrir allt annaö en
afskiptaleysi. Þaö þarf því ekki
að koma neinum á óvart aö
Brooke hefur alla tíö veriö njörv-
uö viö járnbelti móöur sinnar, allt
frá sápuauglýsingarárunum,
kringum 1965, fram á þennan
dag.
Ekki hafa allir verið sáttir viö
þetta hlutskipti stúlkunnar, þótt
engum komi þaö viö. En aödá-
endur eru alltaf aödáendur.
Kvikmyndaferill Brooke
Shields er stuttur, en hann hefur
vakió deilur. Fyrsta alvarlega
hlutverkiö lék hún tólf ára aö
aldri j Pretty Baby. Leikstjóri
myndarinnar, Frakkinn Louis
Malle, lenti í miklum vandræöum
þegar hann leitaöi aö leikara í
hlutverk ungu hórunnar. Þær
sem sóttu um hlutverkiö voru
annaö hvort of ungar eöa of full-
orðnar. Brooke haföi andlit 25
ára konu, en líkama telpu, sagöi
Louis Malle.
Teri verndaöi dóttur sína og
passaói upp á aö hún birtist
aldrei nakin. í mynd númer tvö,
Bláa lóninu, átti hún aö birtast
nakin í nokkrum atriöum, en
önnur stúlka var fengin í hennar
staö. Brooke var 14 ára þegar
hún lék í Bláa lóninu.
Mótleikari hennar, Christopher
Atkins, kvartaöi sáran undan því
aö Brooke birtist aldrei eins og
handritiö geröi ráö fyrir, þaö er
aö segja nakin. Sjálfur varö hann
að striplast, en Brooke var fræg
og átti móöur sem hét Teri.
Áöur en Brooke lék í mynd
númer þrjú Endless Love, sagöi
leikstjórinn Franco Zeffirelli
henni beint út að nú þyrfti hún aö
sýna leikhæfileika. Nú dygöu
ekki gömlu taktarnir úr sápu-
auglýsingunum.
Mótleikarinn, Martin Hewitt,
bauö Brooke oft út og ætlaói aö
kynnast henni almennilega, en
hann gafst fljótlega upp á því,
þar sem móöir hennar lét sér
ekki muna um aö boröa meö
þeim og elta á röndum.
Sahara
Brooke hélt upp á átján ára
afmæliö meðan hún lék í nýjustu
mynd sinni, Sahara. Eins og áóur
sagði, þá klæöist Brooke karl-
mannsfötum í nokkrum atriðum
myndarinnar. Hún lenti í ýmsu
skrýtnu meðan hún var í þessu
gervi, meöal annars ræddi
blaðamaður viö hana og haföi
ekki hugmynd um hvaöa mann-
eskju hann var aö tala viö. Fólk
af báöum kynjum dáöist aö
henni, og ekki þótti þaö verra
Brooke Shields í „Sahara", sem Austurbæjarbíó sýnir.
upp á áreiðanleika gervisins.
Mikil vinna liggur á bak viö
gerviö, og framleiöendur mynd-
arinnar, israelarnir Golan og
Globus, spöruóu ekkert, enda
kostaöi myndin 15 milljónir doll-
ara (450 milljónir ísl.).
Brooke Shields leikur ekki í
mörgum kvikmyndum. Tvö til
þrjú ár líöa milli mynda; hún og
móöir hennar segjast vanda val-
iö. Henni liggur líka ekkert á; hún
snýst i mörgu. Olíufurstar og
kóngafólk heldur mikið upp á
hana. Fyrir nokkrum mánuöum
bauö einn ríkasti maöur heims
henni gull og græna skóga ef hún
vildi koma í kvennabúriö hans.
Um þessar mundir stundar
Brooke nám viö Princeton-
háskólann í Bandaríkjunum og
veröur því einhver biö á aö hún
leiki í nýrri kvikmynd.
HJÓ.
Regnboginn:
Götustrákarnir
VI. Kvikmyndahátíö Listahá-
tíöar lauk siðastliðinn þriðju-
dag, og á miðvikudag frum-
sýndi Regnboginn nýlega mynd
sem nefnist Götustrákarnir
(Bad Boys). Flestir leikendur
eru óþekktir, en í aðalhlut-
verkinu er hinn rúmlega tvítugi
Sean Penn, sem hefur vakiö
töluverða athygli aö undan-
förnu.
Götustrákar
Mick O’Brien, 16 ára gamall
götudrengur í Chicago, og besti
vinur hans, Carl, hafa gert áætl-
un um aö ræna álitlegu magni af
eiturlyfjum frá öörum drengja-
hóp, sem er stjórnaö af Paco
Moreno. En áætlun þeirra mis-
tekst, þaö kemur til bardaga á
fjölmennu stræti, þar sem Carl er
drepinn. Mick leggur á flótta, en
verður þó yngri bróöur Pacos aö
bana.
Mick er handtekinn og sendur
á betrunarhæli í lllinois-fylki. Þar
er hann settur í deild C, sem er
fyrir hættulega unglinga. Hann
lendir inn í heim martraöar, þar
sem fyrir eru morðingjar, nauög-
arar og unglingar, sem hafa
framiö vopnuð rán. Klefafélagi
Micks er Horowitz, sálsjúkur 15
ára drengur, er haföi kastaö
srengju inn á skemmtistaö og
oröiö þremur að bana.
í Chicago er Paco Moreno full-
ur hefnigirni i garö Micks, og til
aö jafna örlítiö metin ræöst hann
á 16 ára gamla vinstúlku Mick,
Walenski aö nafni, og nauögar
henni á hrottalegan hátt. Paco er
handtekinn, fluttur á betrunar-
hæli og settur inn á deild C.
Hægt og bítandi og ekki án
sársauka tekst Mick aó viður-
kenna fyrir sjálfum sér hversu illa
hann hafi fariö meö sitt unga líf,
fullt af ofbeldi og afbrotum og
Walenski (Ally Sheedy) róar vin sinn, Mick (Sean Penn), í myndinni „Götustrákarnir“ sem nú er sýnd
í Regnboganum.
hann tekur aö sjá örlitla von um
aö ef til vill veröi honum unnt aö
snúa viö og skapa sér bjartari
framtíð.
En þaö er ekki auövelt aö vera
í hinu hatursfulla andrúmslofti,
sem ræöur ríkjum í deild C, og
loks fer svo aö honum og Paco
er otaö fram af brúnni, þar sem
þeir eiga ekki annars kost en aö
berjast upp á líf og dauða ...
Sean Penn
Sean Penn nefnist aðalleikari
myndarinnar og er hann nú þegr
oröinn stórt nafn úti í heimi.
Hann er rétt rúmlega tvítugur, en
hefur leikiö í fjölmörgum sjón-
varpsmyndum. Hans fyrsta hlut-
verk í bíómynd var aukahlutverk
í herskólamyndinni „Taps", en
öllu stærra hlutverk fékk hann í
myndinni „Fast Times at Ridg-
mont High", sem fjallaöi um
gleöilíf bandarískra unglinga.
Óþekktir leikarar eru í öörum
hlutverkum:
Esai Morales (rúmlega tvítug-
ur Brooklyn-búi) leikur Paco, og
Ally Sheedy leikur Walenski,
vinstúlku Micks, sem Paco
nauögar.
Hvorugt þeirra hefur mikla
reynslu aö baki, þó Esai hafi leik-
iö á sviöi sem unglingur og síóar
í nokkrum sjónvarpsauglýsing-
um. Ally vakti mikla athygli þegar
hún var tólf ára er hún samdi
bókina „She Was Nice to Mice",
sem fjallaöi um Elísabetu fyrstu.
Götudrengirnir eru fyrsta kvik-
myndin sem hún leikur í.