Morgunblaðið - 19.02.1984, Síða 37

Morgunblaðið - 19.02.1984, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 85 Nýleg mynd af Walter Rauff, sem er SS-ofurstinn Rauff. 77 ára gamall. Rauff, þegar framsals hans var kraf- izt fyrir 20 árum. Píus páfi XII: sætir þungum ásökun- um. Simon Wiesenthal: „Nunna hjálpaði Rauff“. Beate Klarsfeld, sem hefur mótmælt dvöl Rauffs í Chile, fjarlægð af lögreglu í Santiago. riðnir gasbílamorðin. Vestur-Þjóðverjar vonuðust til að geta leitt Rauff fyrir rétt ásamt þessum mönnum og ríkis- saksóknarinn í Hannover gaf út tilskipun um handtöku hans. En ekkert varð úr framsalinu þar sem Chile-stjórn taldi að stríðsglæpir hans væru fyrndir. Hæstiréttur Chile lagði á það áherzlu að Rauff væri stefnt ein- göngu vegna framsalsbeiðninnar, en ekki vegna stríðsglæpanna, sem hann hefði verið sakaður um. Þegar Rauff var leiddur fyrir rétt í Chile sagði hann: „Ég er saklaus." Hann bætti við: „Ég held að ég hafi ekki drepið neinn. Ég hlýddi aðeins skipunum, sem margir hershöfðingjar gáfu mér. Ég er enn eitt fórnarlamb stríðs- ins.“ HLUTDEILD PÁFAGARÐS Það sem mesta athygli vekur nú í sambandi við mál Rauffs er hugsanleg hlutdeild Páfagarðs í flótta hans. Serge Klarsfeld telur ekki að Píus páfi XII hafi vitað að Rauff fékk hæli í klaustrum, sem voru tengd Páfagarði. „Páfinn hefur örugglega ekki fyrirskipað að við yrðum að hjálpa þýzkum glæpamönnum," segir hann. „En í hjarta hans var samt örlítið rúm fyrir andstæðinga kommúnism- ans.“ Um ástæðurnar fyrir þeirri hjálp, sem Rauff fékk til að flýja, er rætt í leyniskjali bandaríska utanríkisráðuneytisins frá 1947, að því er blaðið The New York Times hefur greint frá. Bandarískur stjórnarerindreki í Róm á þeim tíma segir í skjalinu að „Páfagarður vilji aðstoða alla einstaklinga án tillits til þjóðernis og stjórnmálaskoðana, ef hlutað- eigandi geta sannað að þeir séu kaþólskir". New York Times segir að skjal utanríkisráðuneytisins hafi aldrei verið birt áður, en blaðið hafi fengið það hjá bandaríska sagn- fræðingnum Charles R. Allen frá Manhattan. Samkvæmt þessu skjali og upplýsingum Serge Klarsfeld virðist Páfagarður hafa verið viðriðinn flótta nokkurra fleiri stríðsglæpamanna nazista en Rauffs eftir síðari heimsstyrj- öldina. Bandaríski stjórnarerindrekinn, sem sendi skýrslu sína frá Róm 1947, Vincent La Vista, sagði í skýrslunni: „Vatíkanið er slærstu samtökin, sem eru viðriðin ólög- lega búferlaflutninga". Þar átti hann m.a. við stríðsglæpamenn nazista. 1 skjalinu segir: „Páfagarður hefur beitt þrýst- ingi í löndum, þar sem áhrif kaþ- ólsku kirkjunnar eru yfirgnæfandi eða allsráðandi og árangurinn er sá að við borð liggur að sendi- nefndir Rómönsku Ameríku hafi tekið þá afstöðu að vera fylgjandi innflutningi fyrrverandi nazista og fyrrverandi fasista og (með- lima) annarra stjórnmálahópa, svo fremi að þeir séu andstæð- ingar kommúnista." Kaþólskir embættismenn og aðrir hafa haldið því fram að jafn- vel þótt nokkrir prestar hafi hjálpað nazistum að flýja frá Evr- ópu liggi ekki fyrir neinar sannan- ir um að þeir hafi gert það með stuðningi eða jafnvel vitund Páfa- garðs. Síðustu ásökununum hefur Páfagarður aðeins svarað með því að benda á verk tveggja krist- munka og sagnfræðinga, Robert Graham og Pierre Bleit, og með því að vitna í ummæli þeirra. Þeir hafa rannsakað fyrrri ásakanir og talið sig sanna að Páfagarður sé saklaus. Graham kallaði ásakanirnar „áróðursbragð" þeirra manna sem legðu kaþólsku kirkjuna í einelti og reyndu að „krossfesta" hana. Bandaríski Gyðingaleiðtoginn Julius Berman hefur skorað á Jó- hannes Pál páfa II að fyrirskipa rannsókn á ásökununum, en þeim tilmælum hefur ekki verið svarað opinberlega. FLÓTTAMANNAHJÁLP New York Times segir að bandaríska þjóðskjalasafnið hafi staðfest að skjalið frá 1947 sé ósvikið. í skýrslu La Vista segir einnig frá „neðanjarðarjárnbraut" Gyð- ingahópa, sem smygluðu stuðn- ingsmönnum til Palestínu, og öðru ólöglegu smygli á fólki á vegum Ungverja og leyniþjónustuhringa kommúnista, sem Páfagarður styrkti. Páfagarður styrkti a.m.k. 22 flóttamannasamtök eftir stríð- ið í Róm einni og kaþólskir prestar hjálpuðu Pólverjum og Króötum, Úkraínumönnum og Frökkum, sem vildu flytjast frá Evrópu. Séra Antonio Weber, forstöðu- maður flóttamannaskrifstofu Páfagarðs (Opera San Raffaele) í síðari heimsstyrjöldinni, sagði í samtali við N.Y. Times að hann hefði hjáipað fjölda manns, þar á meðal 20.000 ofsóttum Gyðingum, og að í mörgum tilvikum hefði hann ekki vitað hvaða fólk það var sem hann aðstoðaði. í skýrslunni er minnzt á „ill- ræmdan" nazista-smyglara, lækn- inn Willy Nix, sem starfaði „undir verndarvæng Páfagarðs" og „flúði til Vatíkansins" nokkrum mínút- um áður en ítalska lögreglan ætl- aði að hafa hendur í hári hans. í skýrslunni eru alls birt nöfn 22 presta, sem bendlaðir voru við ólöglega búferlaflutninga. La Vista segir í skýrslunni að opinberir aðilar í Páfagarði hafi staðið á bak við hina ólöglegu bú- ferlaflutninga og kveðst hafa hitt að máli flesta þá presta og „mannasmyglara", sem hann nefnir í skýrslunni, en þó ekki „hinn illræmda dr. Nix“. Nix læknir, sem hafði búið í Róm síðan 1938, var leiðtogi „Fé- lags þýzkra andstæðinga nazista" (DAV) á Ítalíu og hjálpaði þýzk- um stríðsföngum, sem höfðu flúið, „án tillits til kynþáttar eða þjóð- ernis", og útvegaði þeim nauðsyn- lega pappíra. Jafnvel Bandamenn Josef Mengele: leynist hann í Para- guay? fluttu aragrúa flóttamanna til DAV. Nix læknir bjó enn í Páfagarði þegar La Vista samdi skýrslu sína 1947 og La Vista telur flótta hans og dvöl hans í Páfagarði hugsan- lega sönnun þess að hann hafi starfað undir verndarvæng páfa- stóls. Þegar Bólivíustjórn framseldi Klaus Barbie, „slátrarann frá Ly- on“, í fyrra, var frá því skýrt að bandaríska leyniþjónustan hefði hjálpað honum að flýja til Suður- Ameríku á árunum eftir heims- styrjöldina. Því hefur einnig verið haldið fram að Barbie, sem er sakaður um að hafa pyntað 4.000 franska Gyðinga og verkamenn úr andspyrnuhreyfingunni til dauða, hafi einnig fengið aðstoð kaþólsku kirkjuitnar til þess að flýja. STÖÐUG GAGNRÝNI Páfagarður hefur lengi sætt ásökunum vegna hlutverks síns í seinni heimsstyrjöldinni og á ár- unum eftir hana. Ein fyrsta og kunnasta gagn- rýnin kom fram 1963 í leikritinu „Staðgengillinn" eftir þýzka rit- höfundinn Rolf Hochhuth, sem dró í efa að Píus páfi XII hefði gert allt sem í hans valdi stóð til þess að stöðva útrýmingu Gyðinga í dauðabúðum nazista. Nú eru slíkar ásakanir nær ár- viss atburður. Ásakanir um að Páfagarður hefði hjálpað Barbie, Rauff og mörgum öðrum háttsett- um stríðsglæpamönnum að flýja frá Evrópu eftir stríð komu t.d. fram í kunnu bandarísku Gyð- ingatímariti í fyrra. Greinin byggðist á sömu skýrslu banda- ríska utanríkisráðuneytisins og New York Times sagði frá. Ritið sagði að auk Barbies og Rauffs hefði Páfagarður m.a. hjálpað þessum nazistum að flýja: • Franz Stangl, yfirmanni dauða- búðanna í Treblinka i Póllandi, sem flúði til Brazilíu. • Edvard Roschmann, „slátrar- anum frá Riga“ (í Lettlandi), sem flúði til Paraguay. Sagnfræðingurinn Ladislas Farago hélt því fram í bók sinni „After the Fox“ að þýzkur preláti í Páfagarði hefði einnig hjálpað Martin Bormann, staðgengli Hitl- ers, að flýja til Suður-Ámeríku, en vestur-þýzk stjórnvöld segja að hann hafi látizt í Berlín í stríðs- lok. Þegar Jóhannes Páll páfi ræddi við leiðtoga Frelsissamtaka Pal- estínu, Yasser Arafat, 1982, for- dæmdi Menachem Begin, forsæt- isráðherra ísraels, viðræður þeirra og gagnrýndi „kirkjuna sem sagði ekki orð um sex ára fjöldamorð á Gyðingum í Evrópu". Begin minntist einnig á ásakanir um að Píus páfi XII hefði látið undir höfuð leggjast að gagnrýna Gyðingaofsóknir nazista opinber- lega. Páfagarður brást óvenjulega hart við þessari yfirlýsingu og sagði að staðhæfingar ísraels- manna um hina meintu þögn í síð- ari heimsstyrjöldinni væri „móðg- un við sannleikann". ísrael og Páfagarður hafa ekki stjórnmála- samband. Embættismenn páfa halda fast við það.að páfastóll hafi gert það sem í hans valdi stóð til að hjálpa Gyðingum og ekki hjálpað nazist- um að flýja, þótt nokkrir prestar utan Vatíkansins kunni að hafa aðstoðað þá. í júní 1980 voru t.d. birt mörg ný skjöl úr leyndar- skjalasafni Páfagarðs til að verja tilraunir Píusar páfa XII til að hlífa Gyðingum við ofsóknum naz- ista í síðari heimsstyrjöldinni. Samantekt GH Prelátinn Pacelli (síðar Píus XII, fyrir miðju). Nazistaveiðararnir Beate og Serge Klarsfeld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.