Morgunblaðið - 24.02.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984
21
Rokkað með
Flugleiðum
á Broadway
Reykjavíkurferd fólks á lands-
byggðinni með veitingastaðinn
Broadway sem miðpunkt meðan á
dvölinni í Reykjavík stendur er til-
boð sem Flugleiðir og Broadway
kynntu nýlega.
Tilboð þetta gildir til 7. apríl
næstkomandi og er Broadway-
ferðin seld á öllum áfangastöðum
Flugleiða úti um land. Innifalið í
verði, sem er talsvert lægra en ef
um venjuleg fargjöld væri að
ræða, er flug báðar leiðir, hótel-
gisting í tvær nætur og aðgöngu-
miði að Broadway. Innifalið í hon-
um er tvíréttaður kvöldverður og
kvöldskemmtun. Þar eru nú tvær
stórsýningar í gangi, „Rokkhátíð
’84“ og „Manstu lagið".
í Reykjavík er boðið upp á gist-
ingu á Hótel Loftleiðum, Hótel
Esju, Hótel Sögu, Hótel Borg eða
Hótel Holti. Lágmarksdvöl í
Broadway-ferðinni eru tvær næt-
ur, hámark fjórar nætur. Fyrsti
ferðadagur til Reykjavíkur er
fimmtudagur og síðasti ferðadag-
ur frá Reykjavík er mánudagur.
Á síðastliðnum vetri bauð
Broadway upp á Rokkhátíð ’83 og
tókst hún sérlega vel. Þótti með
eindæmum hvað frumherjar
rokksins á íslandi stóðu sig vel er
þeir enn á ný sungu sig inn í
hjörtu áheyrenda. Nú hefur nýrri
rokkhátíð verið hleypt af stað og
að þessu sinni er það Gunnar
Þórðarson sem heldur um stjórn-
völinn. Hópinn sem fram kemur
skipa Guðbergur Auðunsson, Sig-
urður Johnnie, Sigurdór Sigur-
dórsson, Mjöll ,Hólm, Þorsteinn
Eggertsson, Stefán Jónsson, Eng-
ilbert Jensen, Garðar Guðmunds-
son, Einar Júlíusson, Astrid Jen-
sen og Berti Möller.
Auk þessarar rokkhátíðar býður
Broadway þessa dagana upp á
sýninguna' „í gegnum tíðina,
manstu lagið", þar sem þekktir
dægurlagasöngvarar syngja ýms-
ar gamalkunnar dægurflugur.
Rúnar Júlíusson kynnti atriðin og Þorsteinn „Presley" Eggertsson.
söng síðan sjálfur. Oneitanlega vakti
hann mikla athygli í þessu Tarzan-
gervi.
Mjöll Hólm Berti Möller
Ekki var annað að sjá en gestir kynnu vel að meta skemmtunina.
ú > > i ■yÍB J
W f MMn [ tfv \ i ■fi ‘v-
Astrid Jensen og Einar Júlíusson í lokaatriði Rokkhátíðarinnar, aðrir söngvarar á myndinni eru Stefán Jónsson,
Sigurdór Sigurdórsson, Garðar Guðmundsson, Siggi Johnnie, Guðbergur Auðunsson og Þorsteinn Eggertsson.
Morgunblaðíð/Kristján Örn.
Bridge
Arnór Ragnarsson
Reykjanesmót
í sveitakeppni
Dagana 25. og 26. febrúar nk.
fer fram Reykjanesmót í sveita-
keppni í íþróttahúsinu við
Strandgötu í Hafnarfirði. Hefst
keppnin kl. 13.30 laugardaginn
25. febrúar.
Spilað verður um tvö sæti í
Islandsmótinu.
Bridgedeild Bard-
strendingafélagsins
Aðalsveitakeppni félagsins
lauk mánudaginn 20. febrúar
með þátttöku 14 sveita. Sveit
Þórarins Árnasonar sigraði. Auk
hans spiluðu í sveitinni Ragnar
Björnsson, Sigurbjörn Ár-
mannsson, Ragnar Þorsteinsson
og Helgi Einarsson.
Úrslit 8 efstu sveita:
Þórarinn Árnason 223 stig
Ingvaldur Gústafsson 173 stig
Viðar Guðmundsson 163 stig
Sigurður Kristjánsson 153 stig
Hannes Ingibergsson 144 stig
Þorsteinn Þorsteinsson 139 stig
ólafur Jónsson 123 stig
Guðmundur Jóhannsson 122 stig
Mánudaginn 27. febrúar hefst
firmakeppni félagsins og er þeg-
ar fullskráð í hana. Spilað er í
Síðumúla 25 og hefst keppni
stundvíslega kl. 19.30.
Hreyfill — BSR —
Bæjarleiöir
Nú er lokið 11 umferðum af 13
í sveitakeppninni og spennan
komin í hámark. Fjórar eða
fimm sveitir geta nú unnið titil-
inn en staða efstu sveita er þessi:
Anton Guðjónsson 177
Þórður Elíasson 176
Cyrus Hjartarson 173
Guðmundur Magnússon 172
Flosi Ólafsson 151
Þórir Guðmundsson 135
Mikhael Gabríelsson 121
Kristján Jóhannesson 109
Næstsíðasta umferðin verður
spiluð á mánudaginn í Hreyf-
ilshúsinu kl. 20.
Bridgefélag
Breiðholts
Síðastliðinn þriðjudag lauk
aðalsveitakeppni félagsins með
sigri sveitar Gunnars Trausta-
sonar, sem hlaut 166 stig. Auk
Gunnars voru í sveitinni Trausti
Eyjólfsson, Sveinn Harðarson,
Ólafur Tryggvason og Guðjón L.
Sigurðsson. Næstu sveitir voru
þessar:
Sveit Antons Gunnarssonar 152
Sveit Heimis Tryggvasonar 151
Sveit Rafns Kristjánssonar 139
Sveit Baldurs Bjartmarss. 119
Sveit Gunnlaugs Guðjónss. 118
Næstkomandi þriðjudag hefst
Butler-tvímenningur og eru
menn beðnir um að mæta tím-
anlega til skráningar. Spilað er í
Gerðubergi kl. 19.30.
Vegna lítillar þátttöku sá
Bridgefélag Húsavíkur sér ekki
fært að heimsækja félagið að
þessu sinni, en þeir voru vænt-
anlegir um helgina og verður því
engin spilamennska á laugardag
eins og sagt var frá í síðustu
fréttum frá félaginu.
Bridgefélag kvenna
Eftir 14 umferðir í aðalsveita-
keppni félagsins eru þessar
sveitir efstar:
Guðrún Bergsdóttir 209
Aldís Schram 205
Sigrún Pétursdóttir 176
Alda Hansen 170
Guðrún Halldórsson 164
Næst verður spilað mánudag-
inn 27. febr.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Bólstrum og
klæðum húsgögn
Úrval áklæða
Ashúsgögn, Helluhraunl 10.
Síml 50564.
innheimtansf Innheimlueiomista Vuráferéfasala Suðurlandsbraut ÍO O 31567 OPIO OAGLEQA Kl 10-12 OG 13.30-17 - • | J kerwsla j I.O.O.F. 12= 16502248%= Spkv. Kl. 12.45 stulkur 15—16 ara. Kl. 13.00 drengir 15—16 ára. Seinni terð:
Kl. 14.00 drengir 13—14 ára. Kl. 15.00 stúlkur 15—16 ára
Trérennismíöi Kl. 16.30 stúlkur 13—14 ára.
Ný námskeiö að hefjast. Hringið i síma 43215 — á kvöldin. Ármanns Dagskrá laugardag 25. febrúar: Fyrri ferð: Stjórnin.
VEROBRÉFAMARKAOUR HUSI VERSLUNARINNAR SÍMI 68 7770 * /4 7 ^ felagshf í * ' A 1 ^^0) Stefáns-
KAUPOGSALA VEÐSKULDABfíÉFA I.O.O.F. 1 = 16502248% = 9.III. Kl. 11.00 stúlkur 13—14 ára. Kl. 11.20 drengir 13—14 ára. veröur haldiö sunnudaginn 26.
tebrúar. Skoðun brauta hetst kl.
11.00.
Fyrri terð:
Stúlkur 13—14 ára kl. 12.00.
Drengir 13—14 ára kl. 12.20.
Drengir 15—16 ára kl. 13.00
Stúlkur 15—16 ára kl. 13.40.
Siðari ferð:
Stúlkur 13—14 ára kl. 14.30.
Drengir 13—14 ára kl. 14.50.
Drengir 15—16 ára kl. 15.30.
Stúlkur 15—16 ára kl. 16.10.
Rásnúmer verða athent liðstjór-
um í skála fólagsins kl. 10.00.
Stjórnin.