Morgunblaðið - 24.02.1984, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984
Birgir ísleifur Gunnarsson:
Árás Alþýðubanda-
lags á forseta ASI
Meginmarkmið stjórnarinnar raskast lítt
Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, fékk marga hnútuna í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær, en stóð
ósár eftir, ef marka má svip þann er þessi mynd sýnir.
— sagði Þorsteinn
Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins
Þessir samningar ganga
nokkuö lengra en efnahags-
legar forsendur standa til,
sagði Þorsteinn Pálsson
formaöur Sjálfstæðisflokks-
ins efnislega á Alþingi í gær,
en þó ekki lengra en svo, að
meginmarkmið ríkisstjórnar-
innar raskast ekki að ráði.
Allur málflutningur for-
ystuliðs Alþýðubandalagsins
hér á Alþingi í dag hefur ver-
ið samfelld heiftarárás á
Ásmund Stefánsson, forseta
ASÍ, og miöstjórnarmann Al-
þýðubandalags, sagði Birgir
Isleifur Gunnarsson (S), efn-
islega eftir haft.
• Ólafur Ragnar Grímsson (Abl)
kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í
Sameinuðu þingi í gær. Hafði
þingmaðurinn sitt hvað á hornum
sér varðandi samning ASÍ og VSÍ.
Spurðist m.a. fyrir um: 1) hvern
veg ætti að fjármagna hliðarráð-
stafanir, sem ríkisstjórnin hefði
undirgengist samhliða samning-
um, 306-330 m.kr., 2) hvort taka
ætti hluta af því fjármagni, sem
nú fer í að halda vöruverði í land-
inu niðri, til þessarra hluta, 3)
hvort fjármálaráðherra myndi
segja af sér vegna þess að kjara-
samningarnir færu yfir þau 4%
mörk, sem ráðherrann hefði mið-
að hugsanlega afsögn sína við.
• Kjartan Jóhannsson (A) vildi fá
upplýst, hvort hliðarráðstafanir,
sem ríkisstjórn hefði lofað, væru
bundnar því að öll aðildarfélög
ASÍ staðfestu samningana. Hann
spurði ennfremur, hvort fjármála-
ráðherra myndi bjóða BSRB sam-
skonar hækkun og ASÍ-samning-
arnir fælu í sér. Ennfremur, hvort
frumvarp um nýjan vísitölugrund-
völl tengdist hinum nýju samning-
um.
• Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, sagði aðila vinnu-
markaðar, fulltrúa ASÍ og VSÍ,
hafa sett fram óskir um þær hlið-
arráðstafanir, sem ríkisstjórnin
hefði undirgengist, í trausti þess
að ná fram heildarsamningum á
vinnumarkaði, án átaka. Fjár-
mögnun þessarra hliðaraðgerða,
til að mæta þörfum hinna lægst
launuðu, væri ekki ráðin. Það yrði
gert í samráði við aðila vinnu-
markaðarins. Fulltrúar VSÍ hefðu
viðrað tilfærslu fjármuna frá
niðurgreíðslum til þessara hluta.
Forsætisráðherra sagði ákvörðun
um framlagningu nýs vísitölu-
frumvarps hafa verið tekna sl.
vor, óháð samningum nú. Ríkis-
stjórnin muni ekki gleyma lífeyri
öryrkja og aldraðra. Ekki hefði
verið tekin afstaða til BSRB-
samninga, en ljóst væri þó, að
samningar á almennum vinnu-
markaði hefðu þar áhrif á. Þessir
samningar valda einhverri en
óverulegri röskun á efnahags- og
verðþróunarmarkmiðum ríkis-
stjórnarinnar.
• Kristín Halldórsdóttir (Kvl)
sagði kjör hinna lægst launuðu til
skammar. Leiðrétting, sem nú
væri rædd, væri ónóg. Það bólar
ekki á því í þessum samningum, að
taka sérstaklega á launamálum
kvenna. Það ætti að hækka þær
starfsstéttir þar sem konur eru
fjölmennastar um tvo launa-
flokka.
• Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, taldi samn-
ingana ganga nokkuð lengra en
efnahagslegar forsendur stæðu til.
Þjóðartekjur myndu rýrna áfram
1984. Hinsvegar hefði náðst meiri
árangur í verðbólguhjöðnun, en
upphafleg markmið stóðu til.
Samningarnir gengu ekki lengra
en það að meginmarkmið stjórn-
arinnar myndu í aðalatriðum
standast. Fjármagna yrði kostnað
af hliðarráðstöfunum með til-
færslum innan fjárlagarammans,
eins og óskir ASf og VSÍ stæðu til.
Við þessum óskum hefði ríkis-
stjórnin orðið í trausti þess að
samningar næðust milli þeirra
heildarsamtaka, ASÍ og VSI, sem
hefðu sett fram óskirnar. Vonandi
stenzt sú samningsgerð og verður
til farsældar fyrir þjóðfélagið í
heild.
• Kjartan Olafsson (Abl) sagði
m.a. að hinir lægst launuðu fengju
15,5% kauphækkun, samkvæmt
hinum nýju samningum. Hann
spurði hvort annar hópur lág-
launafólks, aldraðir og öryrkjar,
fengju ekki hliðstæða hækkun.
Þar væri þörfin mest.
• Albert Guömundsson, fjármála-
ráðherra, sagði efnislega, að
niðurgreiðsla á launum atvinnu-
vega, samræmdist ekki grund-
vallarskoðunum sínum. Atvinnu-
vegirnir ættu að hafa aðstæður til
að standa undir launagreiðslum,
sem þeir semdu um. Hjöðnun
verðbólgu og vaxtalækkun kæmi
þeim til góða. Sér hefði, af sam-
ráðherrum, verið gert að færa til
fjármuni, innan fjárlagaramm-
ans, til að mæta hliðarráð-
stöfunum, tengdum þessum samn-
ingum. Hann léti nú skoða það
mál, gaumgæfilega, hvort upp
gæti gengið, án þess að leggja á
nýja skatta eða auka á skuldir.
Öllum mætti ljóst vera, nema
e.t.v. Alþýðubandalagsmönnum,
að engin stofnun yrði rekin á út-
gjöldunum einum saman. Þó þeir
Alþýðubandalagsmenn hefðu
sýnilega mikinn áhuga á því,
hvort hann segði af sér eður ei,
yrðu þeir engu að síður að hafa
biðlund enn um sinn. Fjárlaga-
ramminn og það sem í honum er
verður nú enn tekinn til heildar-
skoðunar.
• Steingrímur Sigfússon (Abl)
kvað fjármálaráðherra hafa farið
í hliðarherbergi, fært skjöld, sem
hann hafi borið framanvert á bak
aftur og væri nú kominn í skógar-
ferð til að leita skýringa á því,
hversvegna hann sæti áfram.
• Guðmundur Einarsson (BJ)
sagði samningsmátann þann, að
taka peninga úr vösum fólks, sem
hefði lítið, og færa í vasa fólks á
sultarkjörum. Með þessum samn-
ingum væri verkalýðsforystan að
viðurkenna, að það sem ríkis-
stjórnin hefði gert á liðnu ári,
hefði verið rétt. Verið væri að nota
tryggingakerfið til að finna ódýra
leið til að halda uppi lágmarks-
launum, en hér væri ekki um
frjálsa samninga að ræða.
• Stefán Benediktsson (BJ) sagði
gerða kjarasamninga sýna að
verkalýðsforystan hefði hafnað
málflutningi A-flokka. Þeir væru
opinbert samþykki á gerðum ríkis-
stjórnarinnar liðið ár. Kjara-
skerðingin væri nú lögtekin af öll-
um aðilum vinnumarkaðarins.
Samtrygging gömlu flokkanna
hefði enn einu sinni heimfært það,
að eina hagstjórnartækið á íslandi
væru launþegar, upp til hópa.
• Karl Steinar Guðnason (A) kvað
svokallaða verkalýðsforystu, hafa
verið stanzlaust snupraða í þess-
um umræðum. Þingmenn, sem
sætu inni t ylnum, þættust hafa
efni á að ganga í skrokk á þeim,
sem haldið hefðu á málum laun-
þega í gerðum samningum ASÍ og
VSÍ. Rétt væri að kjaraskerðingin
væri hvergi nærri bætt upp.
Samningarnir fælu hinsvegar í sér
það sem frekast hefði verið hægt
að fá, án átaka. Fólk, sem byggi
við takmarkað atvinnuöryggi og
takmörkuð fjárráð, teldi sig vart í
stakk búið til stórátaka, sem hafi
verið hinn kosturinn í málinu.
Karl Steinar tók dæmi af ein-
stæðu foreldri með eitt barn. Lág-
markslaun og félagslegar aðgerð-
ir, sem fylgja ætti samningum,
færðu þessu foreldi kr. 16.938.- í
stað kr. 13.089.- Hækkun um
29,4%. Jafnvel þó hluti af trygg-
ingabótahækkun yrði tekin af
niðurgreiðslum næmi tap pr. mán-
uð, þessvegna, aðeins litlu broti af
því sem vinnast myndi.
• Sighvatur Björgvinsson (A) sagði
niðurstöður þessa samnings, eins
og niðurstöður samninga í tíð
fyrri ríkisstjórna, vera smánar-
blett á íslenzku þjóðfélagi, hvað
kjör lágtekjufólks varðar.
• Birgir ísleifur Gunnarsson (S)
sagði allan málflutning talsmanna
Alþýðubandalags, þegar grannt
væri gáð, samfellu gífuryrða um
og árása á Ásmund Stefánsson,
forseta ASÍ og miðstjórnarmann í
Alþýðubandalagi, sem forystu
hefði haft í gerðum samningum.
Alþýðubandalagið skyldi við þjóð-
arbúskapinn í 130% verðbólgu,
erlendum skuldum sem námu 60%
af þjóðarframleiðslu, ríkissjóð á
hausnum, atvinnuvegi í kaldakoli
og fjöldaatvinnuleysi á þröskuldi.
Forystumenn Alþýðubandalagsins
kynnu hins vegar illa við sig án
valdastóla. Þeir hefðu treyst því
að þeir gætu hrakið núverandi rík-
isstjórn frá völdum og breytt
hjaðnandi verðbólgu í fyrra stand
með verkalýðshreyfinguna að
vopni. Þessar vonir hafi nú brugð-
izt. Árásir þingmanna Alþýðu-
bandalags á forseta ASÍ og fyrir-
liggjandi samninga, sem þing-
menn hafi nú mátt hlusta á í
hverri ræðunni af annarri, stafi af
vonbrigðum vegna þess, að fagleg-
ir forystumenn verkafólks hafa
metið heildarhagsmuni meir en
persónulega valdadrauma flokks-
foringja.
• Svavar Gestsson (Abl) sagði
Birgi ísleif fulltrúa svartasta
íhaldsins og tala eins og „subbu-
dálkur Morgunblaðsins", Stak-
steinar, væri skrifaður. Birgir
væri þar að auki bandingi fjár-
málavaldsins og þess stéttarlega
afturhalds sem birtist í Vinnu-
veitendasambandinu, Verzlunar-
ráðinu, Sjálfstæðisflokknum og
Morgunblaðinu. Forsætisráð-
herra, sem væri nú í vinnu hjá
afturhaldinu, hefði storkað verka-
lýðsfélögum meir en nokkur annar
forsætisráðherra með þeim hótun-
um, að félagsmálapakkinn fengist
ekki afgreiddur nema öll aðiidar-
félög ASÍ féllust á samningana.
• Ólafur Þórðarson (F) sagði m.a.
efnislega að samningarnir hefðu
aldrei verið gerðir nema Ásmund-
ur Stefánsson, formaður ASÍ,
hefði skrifað undir þá. Þingmenn
Alþýðubandalagsins væru fyrst og
fremst að skamma hana miskunn-
arlaust og kysu að gera það Þþing-
sölum, þar sem hann gæti ekki
svarað fyrir sig, fremur en á öðr-
um vettvangi. Sveik forseti ASl
Alþýðubandalagið eða alþýðu
landsins, sem hann er fulltrúi
fyrir? Ásmundur hefði lýst yfir
þeirri skoðun sinni í Þjóðviljanum
að í þessum samningum væri
alvarlegri tilraun gerð en áður til
að rétta hlut þeirra lægstlaunuðu
í landinu og samningarnir væru
betri kostur en að efna til átaka á
vinnumarkaðnum. Þetta væri stór
yfirlýsing sem gæfi tilefni til þess
m.a. að rifja upp samninga fyrr-
verandi fjármálaráðherra við
lækna á sínum tíma. I Þjóðviljan-
um hefði hinn almenni verkamað-
ur hins vegar fengið tilmæli um að
fella samningana, m.a. frá Svavari
Gestssyni, formanni Alþýðu-
bandalagsins.
• Eiður Guðnason, (A) sagði um-
ræðurnar í þinginu marka tíma-
mót, þar sem það hefði ekki áður
gerst að Alþýðubandalagið og
formaður þess í fararbroddi réðist
ekki leynt heldur ljóst á forseta
ASÍ og forystu sambandsins. For-
ysta ÁSl og Álþýðubandalagsins
væri ekki samstíga í þessu máli,
enda væri þingmönnum Alþýðu-
bandalagsins heitt í hamsi við
þessar umræður. Kvaðst Eiður
telja að Ásmundur Stefánsson,
hefði metið stöðuna rétt, enda
hefði hann mjög náin tengsl við
fólkið á vinnustöðunum og fulla
yfirsýn yfir stöðu mála.
• Svavar Gestsson, (Abl) sagði að
ljóst væri að innan verkalýðssam-
takanna væru deildar meiningar
um hvort beita ætti afli samtak-
anna nú eða síðar til að knýja
fram niðurstöður. Ríkisstjórnin
hefði manað til átaka allt frá því
að hún var mynduð. Það væri
rangt hjá ólafi Þórðarsyni að
verkalýðshreyfingunni yrði skipað
fyrir verkum af pólitískum aðil-
um, hún væri samsett fólki með
mismunandi skoðanir og mismun-
andi viðhorf á faglegum grund-
velli. Ágreining væri víða að finna
um þessa samninga m.a. innan Al-
þýðuflokksins og vitnaði Svavar
til afstöðu Jóhönnu Sigurðardótt-
ur, varaformanns þingflokks Al-
þýðuflokksins, að þessu leyti.