Morgunblaðið - 24.02.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.02.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984 Móðir okkar. SVEINBJÖRG BJARNADÓTTIR tró Oddhól, til heimilis aö Barónsstíg 31, andaöist í Landakotsspítala 21. þ.m. Kristín Elíasdóttir, Steingrímur Elíasson, Bjarnhéóinn Elíasson, Arnheiöur Elíasdóttir, Eyþóra Elíasdóttir. t HÓLMFRÍOUR THORSTEINSSON, Hringbraut 105, Reykjavík, lést i Borgarspítalanum aöfaranótt 22. febrúar. Fyrir hönd vandamanna, Stafán Schoving Thorsteinason. t Móðir okkar, INGIBJÖRG LÁRA ÓLADÓTTIR, áöur til hoimilis að Gronimol 31, lést í Landspítalanum 23. febrúar. Fyrir hönd vandamanna, Margrát Lárusdóttir, Þórir Lárusson. t Eiginmaöur minn, ERLENDURJÓNSSON frá Ólafshúsum, andaöist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja fimmtudaginn 23. febrúar. Fyrir hönd vandamanna, Ólafía Bjarnadóttir. t Faöir okkar, SIGURGEIR JÓSEFSSON, lést á Hrafnistu í Reykjavík 21. febrúar. Jaröarförin fer fram í Siglufjaröarkirkju mánudaginn 27. febrúar kl. 14.00. Sigurlina Sigurgeirsdóttir, Haraidur Sigurgoirsson, Jósef Sigurgeirsson. t Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, HRÓLFURJÖRGENSON, Fagrahvammi, Garði, veröur jarösettur frá Útskálakirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 13.30. Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir, börn og tengdabörn. t Móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, RAGNHEIDUR RUNÓLFSDÓTTIR, Sandhól, Ölfuai, er andaöist mánudaginn 20. febrúar veröur jarðsett frá Kotstrand- arkirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 14.00. Bílferö veröur frá Umferöarmiöstööinni kl. 11.30. Páll Þorláksson, Rósa Þorláksdóttir, Þorsteinn Kolbeins, Sveinn Þorláksson, Gyöa Thorsteinsson, Eyrún Rannveig Þorláksd., Lúðvík Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Halldór Guðmunds- son frá Klúku „Deyr fé deyja frændr deyr sjálfr et sama. En orðstírr deyr aldrigi hveim es sér góðan getr.“ Mig setti hljóða þegar ég heyrði andlátsfregn frænda míns Hall- dórs í Klúku. Gat það verið að við ættum ekki eftir að heyra glað- væru röddina hans, eða finna hlýja og trausta handtakið hans oftar? Það var erfitt að sætta sig við að hann væri aliur. En hann hefur verið kallaður til æðri staða, þar hafa verkefnin beðið hans. Bæði honum og okkur hefur vafa- laust fundist að hann ætti eftir margt óunnið, en kallinu verður að hlýða hvenær sem það kemur og hvernig sem á stendur. Halldór var fæddur að Unaósi í Hjaltastaðaþinghá þann 15. nóv- ember 1910, sonur hjónanna Guð- rúnar Sigmundsdóttur frá Gunn- hildargerði í Hróarstungu og Guð- mundar Halldórssonar frá Sand- brekku í Hjaltastaðaþinghá. Hall- dór var elstur sex systkina. Þau voru auk hans Sigmundur, Ingi- björg, Sigfríð, Kristbjörg og Stef- án. Nú eru aðeins tvö þeirra á lífi. Halldór er á þriðja ári þegar foreldrar hans flytja í Dratthala- staði í sömu sveit. Þar búa þau allan sinn búskap, meðan heilsa og kraftar leyfa. Þegar heilsu Guðmundar fer að hraka og hann missir sjónina, kemur það í hlut eldri bræðranna Halldórs og Sig- mundar að taka við búinu með móður sinni. Þá voru erfiðir tímar til að framfleyta stóru heimili, en fjölskyldan var samhent og dugn- aðurinn mikill og heimilið var reglulegt fyrirmyndarheimili í alla staði. Guðrún var einstök hús- móðir, allir hlutir áttu sinn vissa stað, fljót var hún að búa út veisluborð, er gest bar að garði. Hvergi fannst mér eins gott súkkulaði og kökur og hjá henni. Margir eru þeir sem eiga bjartar og hugljúfar minningar um Dratt- halastaðaheimilið frá þessum ár- um, er hinn fríði og föngulegi systkinahópur var að alast upp til fullorðinsára. Þar ríkti gleði og góðvild. Mér er ennþá í minni fyrsta skiptið, þegar ég kom í Dratthalastaði, hefi þá líklega verið fjögurra til fimm ára gömul, hvað mér þóttu þau systkinin glæsileg og svo voru þau líka skemmtileg. Varð mér líka hugsað til þess hvort allt mitt frændfólk væri þeim líkt. Þeir bræðurnir gáfu mér menn og hesta, sem þeir höfðu tálgað úr tré því þeir voru mjög listfengir. Ég geymdi þessa muni lengi sem dýrgripi. En það dró ský fyrir sólu. Guð- mundur dó árið 1942 og Kristbjörg lést ári seinna i blóma lífsins. Það var mikið og þungt áfall fyrir þessa samrýndu fjölskyldu. Þeir bræður voru stórhuga og þegar tímar liðu batnaði hagur þeirra og þeim fannst þröngt um sig og jörðin of lítil því búið var orðið stórt. Um þær mundir var jörðin Klúka í sömu sveit til sölu og kaupa þeir hana. í nokkur ár hafa þeir Klúku undir, þ.e.a.s. heyja þar á sumrin, og flytja heyið á vetrum á milli með hesti og sleða. Það voru oft erfiðar ferðir. Eitt sumarið sem þau systkinin heyjuðu í Klúku, var ég fengin til að vera hjá Guðrúnu frænku minni, svo hún yrði ekki ein alla virku dagana því legið var við meðan á þessum heyskap stóð og ekki komið heim nema um helgar. Þá var líka glatt á hjalla og alltaf var Dóri hrókur alls fagnaðar. Þegar heyskapnum var lokið og ég er að fara heim segir Dóri: „Þá er nú að borga kaupakonunni." Það hafði mér aldrei komið í hug að ég gerði nokkurt gagn og það, sem mér fannst meira um vert, var að vera kölluð kaupakona. Það var mikill heiður fyrir mig aðeins átta ára telpu. Mesta gæfuspor Halldórs var án efa þegar hann kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni, Guðrúnu Björnsdóttur frá Surtsstöðum í Jökulsárhlíð, þann 20. maí 1948, hinni mestu myndar- og greind- arkonu og hefur hjónaband þeirra verið mjög gott. Þau voru vel sam- taka í öllu. Þegar þau byrja sinn búskap í Klúku eru öll hús þar ónýt. Byggja þau ungu hjónin þar allt upp að nýju. Þau hafa sjálf- sagt ekki unnið eftir klukku eins og nú tíðkast heldur lagt nótt við dag til að koma upp nauðsynlegum húsum. Halldór var verklaginn og góður smiður, það kom sér líka vel þá eins og oft áður, margir leituðu til hans, ekki síst ef verkið átti að ganga fljótt og vel og ávallt var hann reiðubúinn að rétta hjálp- arhönd. Það var mesti myndar- skapur á öllu í Klúku jafnt utan húss sem innan. Þau hjónin eign- uðust 4 börn, hvert öðru mann- vænlegra. Þau eru: Kristbjörg gift Sigurði Jónssyni, búsett á Egils- stöðum, Rúna Birna gift Steindóri Einarssyni, þau búa á Víðastöðum í Hjaltastaðaþinghá, Guðmundur rafvirki býr á Egilsstöðum og Sig- mundur einnig búsettur þar, hans sambýliskona er Kristjana Júlí- usdóttur. Félagsmálastörf létu Halldóri vel. Kom þar bæði til að hann var áhugasamur um hin ýmsu málefni er til heilla horfðu fyrir það sam- félag sem hann átti hlut að, svo hitt að hann var einarður að vinna málstað sínum fylgi þar sem þess var þörf. Einnig hversu traust- vekjandi hann var í allri fram- komu. Þess vegna kom það ekki á óvart, að hann sem ungur maður valdist til þess hlutverks að verða formaður ungmennafélags sveitar sinnar um allnokkurt skeið. En ungmennafélagið mun þegar hér er komið sögu hafa verið hætt starfsemi, en Halldór átti drýgst- an þátt í að endurvekja það. Ég hefi fyrir satt, að á þeim árum sem Halldór veitti félaginu for- ystu hafi starfsemi þess verið með hvað mestum þrótti. Á þeim árum reisti félagið ásamt fleiri aðilum félagsheimilið Hjaltalund, sem enn í dag ber vitni um stórhug og framtakssemi þeirra tíma. Mun Halldór hafa átt þar stærstan hlut að máli og umsjónarmaður húss- ins var hann hin fyrstu ár. Ég tel að Halldór hafi verið ákjósanlegur leiðtogi ungs fólks. Hann var drengilegur í hvívetna, kátur og hressilegur og aldrei varð t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför MARGRÉTAR G. GUÐMUNDSDÓTTUR, Núpabakka 25. Ingimar Guömundsson, Guðmundur Ingi Ásmundss., Sigrún Ólafsdóttir, Þorsteinn S. Ásmundsson, Elsa B. Ásmundsdóttir og barnabörn. vart svartsýni hjá honum. Hann var fyndinn og gamansamur svo það var unun að vera í félagsskap hans á góðri stund. Hann talaði ekki illa um neinn, enda hjartað gott sem undir sló. Hjálpsamur var hann og taldi ekki eftir sér að liðsinna öðrum, þar sem hann gat því við komið. Þá var Halldór sér- staklega barngóður, öll börn hændust að honum og ég tel það lýsa best mannkostum hans. Eins var hann sérlega nærfærinn við allar skepnur. Ekki var hann vín- eða tóbaksmaður, þó án allra öfga þar að lútandi. Sú manngerð sem Halldór var er líkleg til að hafa holl áhrif á aðra, ekki síst þá ungu. Það hlaut þvi að ráðast þannig er tímar liðu, að það kæmi í Hall- dórs hlut að vinna fyrir sveit sína að hinum ýmsu félagsmálum. Hann átti sæti í sveitarstjórn frá árinu 1962—1978 og var oddviti hennar hluta þess tímabils. Sýslu- nefndarmaður og hreppstjóri var hann hin síðari ár. í stjórn búnað- arfélags og lestrarfélags sveitar- innar ásamt Veiðifélagi Selfljóts átti hann sæti og formaður þeirra síðartöidu var hann um árabil. Þá var hann endurskoðandi reikninga Kaupfélags Borgarfjarðar og sá um reikningshald Mjólkurflutn- inga Hjaltastaða- og Eiðahreppa um nokkurt skeið. Af þessari upp- talningu má sjá hversu virkan þátt hann tók í félagsmálum. Mörgum fleiri trúnaðarstörfum gegndi hann með prýði, þótt ekki verði hér upp talið. Þó Halldór nyti ekki sérstakrar skólagöngu á unglingsárum varð það ekki séð í störfum hans, þar var allt vel af hendi leyst. Hann var gæddur góð- um og farsælum gáfum, reiknings- glöggur í besta máta og fljótur að átta sig á hlutunum. Hann óx með hverjum vanda. Ég get ekki látið hjá liða að minnast á hvað gaman var að vera að verki með Halldóri, en það var ég bæði sem barn og síðar sem fullorðin manneskja. Hann var bæði röskur og kapps- fullur, enda gekk allt það fljótt sem hann lagði hönd að. Halldór og Guðrún voru höfð- ingjar heim að sækja, enda oft gestkvæmt á heimili þeirra, þau voru samhent í að veita ríkulega eins og í öllu öðru. Klúka er ekki í alfaraleið en enginn tók eftir króknum þangað heim. Þar bjuggu þau allan sinn búskap þar til þau brugðu búi og fluttu i Eg- ilsstaði haustið 1982 í eigið hús sem þau voru að koma upp og var það byggt af stórhug eins og allt annað hjá þeim. Við að fullgera húsið vann Halldór þar til hann veiktist skyndilega og andaðist í sjúkrahúsinu á Egilsstöðum hinn 18. maí 1983. Útför hans var gerð frá Hjaltastaðakirkju að við- stöddu fjölmenni og var hann lagður til hinstu hvílu í heima- grafreit æskuheimilis síns að Dratthalastöðum. Nú þegar leiðir skilur um sinn er mér efst í huga þakklæti til kærs frænda fyrir ótal góðar og giaðar stundir um leið og ég bið honum blessunar guðs í þeirri ferð sem hann hefur nú lagt upp í. Ég er þess fullviss að til þeirrar ferð- ar var hann vel búinn og hafði gott veganesti. Að endingu votta ég eiginkonu, börnum og öðrum ættingjum og vinum dýpstu samúð mína. Sesselja Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.