Morgunblaðið - 24.02.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984
Bréfkorn til séra
Sigfusar á Hofí
frá Halldóri Blöndal
Kæri vin,
ég sé að þú ert farinn að skrifa um
Guðs orð í Þjóðviljann og boðar á
því nokkurt framhald. Það er ný-
lunda á þeim bæ og góð tíðindi —
nema annað búi undir og vík ég að
því síðar.
En svona er nú þetta Sigfús
minn og ég get ekki stillt mig um
að skjóta þessu að þér í leiðinni:
Þú manst eftir sögunni um séra
Arnljót ólafsson, meðan hann sat
á Bægisá. Eitt sinn vakti hann
máls á því í predikunarstólnum,
hvort sóknarbörnin væru fús að
leggja eitthvert fé af mörkum til
kristniboðs í fjarlægum álfum. —
„Ætli það væri ekki nær að byrja
* hér í Hörgárdalnum," gall við í
bónda einum. Eins fór fyrir mér,
þegar ég sá þig í predikunarstell-
ingum í Þjóðviljanum: Þýðir þetta
nokkuð? Er ekki betri hljóm-
grunnur fyrir Guðs orði í Vopna-
firðinum eða hvað? En ekki skal
ég gera lítið úr trú þinni á það,
sem þú ert að gera, gamli vinur.
Annars rifjaðist hálfgleymt at-
vik upp fyrir mér, þegar ég sí til-
skrifið þitt „á messudegi" í Þjóð-
viljanum. Við ólafur Ragnar
Halldór Blöndal
Grímsson vorum fyrir tveim,
þrem árum á Skálholtsstað í hópi
lærðra og leikra, sem hóað hafði
verið saman til þess að skiptast á
skoðunum um stríð og frið og
orsakir þess arna. Óþarfi að taka
það fram að við ólafur Ragnar
vorum ósammála um grundvallar-
atriði eins og það hvort lýðræðis-
legir stjórnarhættir væru eftir-
„Ég veit ekki hvort þú
getur séö þaö fyrir þér
hvernig Ólafur Ragnar
lítur út fyrir framan alt-
arið á Skálholtsstað og
reynir að vera biskup
frá Hollandi. Ég get trú-
að þér fyrir því, að það
var ekki laust við hann
væri kindarlegur þá
stundina.“
sóknarverðir og raunar forréttindi
á jörðu hér, svo að okkur bæri
skylda til að leggja mikið í sölurn-
ar til að verja þá, ef við skeyttum
ekki um okkur sjálfa, þá vegna
barna okkar og eftirkomenda. Eft-
ir löng og ströng fundarhöld var
gengið í kirkju og hlýtt á kór
Hamrahlíðarskóla undir stjórn
Þorgerðar Ingólfsdóttur. Það var
ógleymanleg stund. Síðan las
Ólafur Ragnar biskupsbréf hol-
lenskt, sem hann hafði lagt á sig
að snúa á íslenska tungu, auðvitað
af því að boðskapurinn var honum
pólitískt þóknanlegur. Á meðan
var hann biskupslegri en nokkur
biskup og sagði „vér“ og „yður“
með þeim rétta hreim. En fyrir
mér fór eins og Jóni Loftssyni
forðum, sem lét sig litlu skipta,
þótt skilaboð hefðu borist um
langan veg og sá þættist nærri
guðdómnum, sem bað fyrir þau:
„Heyra má eg erkibiskups boðskap
en ráðinn er eg í að halda hann að
engu.“ — Ég veit ekki hvort þú
getur séð það fyrir þér hvernig
Ölafur Ragnar lítur út fyrir fram-
an altarið á Skálholtsstað og reyn-
ir að vera biskup frá Hollandi. Ég
get trúað þér fyrir því, að það var
ekki laust við hann væri kindar-
legur þá stundina.
Og nú ert þú sem sé farinn að
lesa okkur pistilinn í Þjóðviljan-
um á messudegi: „Svona pólitíska
afsiðun má þjóðin hvorki þola né
láta bjóða sér. Hún er ekki aðeins
andfélagsleg. Hún er ókristileg
með öllu. Lausnarinn sagði nefni-
lega ekki: Hungraður var ég, og
þér lækkuðuð launin mín og
hækkuðuð verð á nauðþurftum
mínum; sjúkur var ég, og þér sögð-
uð: Borgaðu, góðurinn. Hann sagði
allt annað. Þótt þetta sé í munni
íslenskra valdsmanna „að vinna
að hjöðnun verðbólgunnar" — og
sama hversu margir verða sárir í
þeim leik eða troðast undir í þess-
um þjösnaskap."
Svo að nú er þinn gamli skóla-
bróðir orðinn Antíkristur sjálfur,
Sigfús minn. En ég spyr: Berð þú
sannleikanum vitni? Þér er tamt
að vitna í Biblíuna og kannt þau
fræði betur en ég. Veist líka betur
en ég, að hún gefur ekki rétta
svarið nema hún sé rétt lesin
fremur en faðirvorið er tilbeiðsla,
lesið aftur á bak. Til þess að þú
11
skiljir betur hvað^ég á við, bið ég
þig að svara þessum spurningum:
Hvernig getur þú fært rök að því,
að vaxandi verðbólga milli 100 og
200% sé betri fyrir þá verst settu
en stöðugt verðlag — og hafðu þá í
huga að mestu góðæri Islandssög-
unnar snerust til ills vegna verð-
bólgunnar? Minnir það ekki á
háttalag faríseanna, þegar sagt er
um þá sem ábyrgð bera á stjórn
landsins: Þessir menn eru ekki
eins góðir og ég og er „sama
hversu margir verða sárir í þeim
leik eða troðast undir í þessum
þjösnaskap"? Með hvaða hætti
hefur sjúkum verið íþyngt, svo að
það réttlæti þín orð: „Sjúkur var
ég, og þér sögðuð: Borgaöu, góður-
inn.“
Það eiga margir um sárt að
binda í þjóðfélagi okkar og öll vilj-
um við bæta kjör hinna verst
settu. En það hefur vafist fyrir að
finna ráðin til þess. Síðasta ríkis-
stjórn lagði skattskrána til
grundvallar og varð að athlægi.
Guðmundur J. Guðmundsson hef-
ur kveðið upp úr um það, að ekki
sé hægt að láta við það sitja að
hækka lágmarkslaunin, þar sem
það komi „illa niður á öllum eftir-
vinnu- og bónustöxtum". Og svo
geta menn undir yfirskini Guðs
orðs gert skop að því, þegar reynt
er að finna leiðir til að bæta lífs-
kjör án verðbólgu.
Gamli vin! Ég gat ekki stillt mig
um að senda þér þessar línur. For-
láttu mér það. En svona er nú
þetta. Predikun þín í Þjóðviljan-
um er Ólafur Ragnar fyrir framan
altarið i Skálholtskirkju.
Með kærri kveðju.
Halldór Blöndal er alþingismaður
Sjílfstæðisílokks fyrir .Xorður-
landskjördæmi eystra.
rö strax
, dag í síma 77500.
NÝJA ROKKIÐ í
nk. laugardagskvöld
Allir bestu og mestu rokkarar landsins koma fram meö hljómsveit
Gunnars Þóróarsonar og Dúa-kvartettinn og flytja fjölda rokklaga
fyrri áratuga. Tarzan og Zorro kynna. Gestir fá aö velja sér eigin
rokklög úr djúkboxi Broadway.
Matseðill
Kjúklingapaté í vatnsdeigi
með kjöthlaupi.
Broadway-steik með smjör-
steiktum sveppum, gljáöum
gulrótum, rjómasoönu blóm-
káli, hrásalati, bökuöum jarö-
eplum og béarnaise-sósu.
Ðroadway-pakki Flugleiöa
fyrir aöeins 3.445 krónur!
Flugleiöir bjóöa flug, gistingu í 2 nætur, kvöldverö
og skemmtun á Broadway fyrir 3.345 krónur!