Morgunblaðið - 24.02.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.02.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984 31 • John Barnwell mun aöstoöa Valtmenn viö að finna þjálfara. Valsmaður til Eng- lands í þjálfaraleit — Barnwell verður honum innan handar EINN stjórnarmanna knatt- spyrnudeildar Vals fór í morgun til Englands til vióræöna viö nokkra menn i sambandi viö þjálfaramál Vals. Þaö gæti því skýrst um helgina hver verður næsti þjálfari meistaraflokks fá- lagsins. „Þaö veröur aö skýrast um helg- ina. Viö getum ekki beðið öllu lengur,“ sagöi Eggert Magnússon, Valsmaöurinn, sem fór í morgun til Englands, í samtali viö Morgun- blaðiö í gærkvöldi. Valsmenn hafa veriö í sambandi viö umboösmann í London, og gaf Nolan kvaddur Morgunblaöið/Skapti Hallgrímsson. • John Nolan, golfkennarinn kunni, sem starfað hefur hér á landi undanfarin ár, hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, er nú farinn af landi brott, á heimaslóöir í Englandi. Nolan vann ötullega aö uppbyggingu golfíþróttarinnar þau ár sem hann starfaöi hjá GR. í kveðjuskyni hélt GR Nolan kveðjuhóf á dögunum og færði honum þá forláta víkingaskip að gjöf. Hann var einnig sæmdur gullmerki golfkúbbsins. Á myndinni er Nolan meö víkingaskipið og meö honum eru Karl Jóhannsson, formaður GR (t.v.) og Björgúlfur Lúövíksson, framkvæmdastjóri klúbbsins. hann þeim upp nokkra menn sem komiö gætu til greina. Eggert mun ræöa viö þessa menn um helgina, og sagöi hann aö John Barnwell, sem kom hingaö til lands á dögun- um og ræddi viö Valsmenn, yröi sér innan handar í þessu máli. „Það þýöir ekki aö vera meö neina fýlu út í Barnwell þó hann hafi ekki séö sér fært aö koma til okkar,“ sagöi Eggert. Hann sagöi aö Valsarar væru nú eingöngu meö hugann viö þjálfara, þeir heföu ekki áhuga á þvi aö fá þjálfara sem gæti leikiö meö liöinu eins og hugmyndir voru uppi um fyrir nokkru. „Þetta er vandræöa- mál sem veröur aö leysa. Viö verö- um aö reyna aö höggva á þennan hnút eins fljótt og unnt er,“ sagöi Eggert. — SH. Wilkinson kemur 2. mars MARTIN Wilkinson, þjálfari 2. deildarliös ísfirðinga í knatt- spyrnunni, kemur til landsins 2. mars til aö koma æfingum af staö hjá liöinu. Forráöamenn knattspyrnudeild- arinnar vestra ræddu viö hann í vikunni og fengu þetta staöfest. ís- firðingar ræddu um þaö í haust aö fá tvo erlenda leikmenn til liös viö sig í sumar, en nú eru litlar líkur á aö af því verði. Þeir veröa a.m.k. ekki í för meö Wilkinson er hann kemur 2. mars. mm Golfhátíð á Broadway í TILEFNI af 20 ára afmæli Golfklúbbs Ness, sem er um þessar mundir, veröur haldin mikil golfhátíö í veitingahús- inu Broadway á sunnudaginn. Hefst hún kl. 15.00 og mun standa fram eftir degi og kvöldi. Er hátíð þessi opin öll- um kylfingum svo og öörum sem áhuga hafa, en þarna verður ýmislegt til skemmtun- ar. Meðal þess er 18 holu pútt- keppni, eða „mini-golf" á sér- stökum brautum, sem lagöar veröa um allt veitingahúsiö. Geta allir tekiö þátt í þeirri keppni eins og þeir best þekkja sem tekiö hafa þátt í „mini- golfi" hér á landi eöa erlendis. Glæsileg verðlaun eru í boöi í keppninni. Fyrstu verðlaunin eru t.d. utanlandsferö á vegum Samvinnuferöa og önnur verð- laun sem veitt veröa eru eigu- legir hlutir. Nýjar golfmyndir verða sýnd- ar á tveim til þrem stööum í húsinu og fyrirtæki munu kynna golfvörur og annaö. Ýmislegt annaö veröur á boöstólum á þessari golfhátíö, sem hefst eins og fyrr segir kl. 15.00 á sunnudaginn. Keppendum í púttmótinu er bent á aö hafa með sér sinn eigin pútter og kúlu eöa kúlur ef þeir skyldu týna á vellinum — en eitthvað mun þó veröa til leigu af slíkum verkfærum á staðnum fyrir gestina. Noróurlandamót- ið kostnaðarsamt NORÐURLANDAMÓT drengja- landsliöa fer fram hér á landi í sumar eins og Morgunblaöiö hef- ur áður greint frá. Veröur mótiö Firma- og félagshópa- keppni KR-inga í FYRRA hélt Knattspyrnudeild KR fyrstu firma- og félagshópa- keppni í innanhússknattspyrnu á íslandi. Keppnin tókst í alla staði mjög vel og komust færri lið að en vildu. Önnur firma- og félagshópa- keppni KR hefst mánudaginn 5. marz og veöur fram haldiö 8.3., 9.3., 12.3., 15.3., 16.3. og úrslita- keppnin síöan mánudaginn 19. marz. i flestum tilfellum lýkur keppni í hverjum riöli samdægurs. Þátttökutilkynningar veröa aö berast eigi síðar en mánudaginn 27. febrúar. Þátttökugjaldiö er kr. 2.500 og skal greiöa þaö áöur en dregiö veröur í riöla. Dregiö verður í riöla þriöjudag- inn 28. febrúar og mun tímasetn- ing leikja liggja fyrir fimmtudaginn 1. marz. Allar nánari upplýsingar um keppnina veitir Steinþór Guö- bjartsson á skrifstofu Knatt- spyrnudeildar KR i KR-heimilinu milli kl. 3 og 7 alla virka daga nema föstudaga milli kl. 5 og 7. haldiö á Norðurlandi og höfuö- stöðvar þess verða á Akureyri. Framkvæmd mótsins verður KSÍ mjög dýr. Gjöld varðandi mót- ið eru áætluö á bilinu 1,6 til 2 millj- ónir króna en styrkur sem Noröur- landaráö veitir vegna mótshalds- ins er aöeins rúmar 200 þúsund krónur. Mótiö fer fram dagana 22. til 29. júlí og senda allar Noröurlanda- þjóöirnar liö til keppni. Reiknaö er meö aö liöin fljúgi frá Osló og Stokkhólmi beint til Akureyrar og þaðan aftur beint til Kaupmanna- hafnar eftir aö mótinu lýkur. Fær- eyingar eru vitanlega undanskildir þessu — en líklega munu þeir fljúga til Reykjavíkur áöur en þeir halda norður í land. —SH. Flóahlaupið á morgun Flóahlaup ungmennafélagsins Samhygöar í Gaulverjabæjar- hreppi veröur haldiö á morgun, laugardag 25. febrúar. Hlaupið hefst viö Vorsabæ klukkan 14 og eru keppendur væntanlega beön- ir aö mæta tímanlega til skrán- ingar í Vorsabæjarhóli hjá Mark- úsi ívarssyni. Hlaupin er sami hringur og undanfarin ár, 10 kíló- metrar. Keppt er um Stefáns- bikarínn svonefnda, sem Stefán Jasonarson bóndi í Vorsabæ gaf á sínum tíma til hlaupsins. Hvaö heitir 'ann? - Hvernig er 'ann? Hvenær kemur ’ann? - Hvað kostar 'ánn? Hver fær 'ann? [hIHEKLAHF Laugæægi 170-172 Sími 21240 Errn einn , nýrá leiðinni frá MITSUBISHI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.