Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 1984 Borgarráð úthlutar lóðum til byggingaraðila: 33 raðhúsalóðir og 14 íbúðir í fjölbýli 30 millj. kr. ríkisábyrgð á láni til Bjargráðasjóðs handa kartöflubændum Iðgjöld bifreiðatrygg- inga hækka um 10% Vátryggingarfjárhæð verður 8,5 milljónir og sjálfsábyrgð 3.500 kr. Heldur sína fyrstu mál- verkasýningu 74 ára gamall Akureyri 28. febrúar. VIÐSTADDUR opnun hins nýja útibús Alþýðubankans á Akureyri var Sigurður Kristjánsson, 74 ára gamall, fyrrum iðnverkamaður hjá Verksmiðjum SÍS á Akureyri, en hann er fyrstur til þess að sýna málverk sín í bankanum. Bankinn hefur gert samning við Menning- arsamtök Norölendinga um að þar verði haldnar málverkasýningar um ókomna framtíð og standi hver þeirra um tveggja mánaða skeið. „Ég byrjaði að dútla við að mála um sextugt," sagði Sigurð- ur í öfstuttu spjalli við blm. Mbl. í morgun. „Eg hef verið svolítið viðloða Myndlistarskólann und- anfarin ár og þar hefur mér liðið vel. Ekki hef ég sýnt verk mín einn áður, aðeins með öðrum hér í bæ.“ Það má geta þess að Sigurður tók sér frí frá Myndlistarskólan- um í vetur og brá sér í Öldunga- deildina við MA og leggur hann þar m.a stund á íslensku. Ekki vildi Sigurður gera mikið úr því framtaki sínu, kvartaði þó und- an því að hafa ekki byrjað fyrr á náminu. _ GBerg. ÞREMUR aðilum var úthlu a«' bygg- ingarétti fyrir raðhiis og sambýlishu i í nýjum miöbæ á borgarráðsfundi í gær, en byggingar þessar munu standa við B-götu í Kringlumýri. Eftirtaldir aðilar fengu úthlut- un: Lóð 1,: Óskar og Bragi sf, Háa- leitisbraut 58. Lóð 2,: Atli Ei- ríksson sf., Hjálmholti 10. Lóð 3,: RÍKISSTjÓRNIN ákvað í gær, að tillögu félagsmálaráðherra, að leggja til að veitt verði ríkisábyrgð fyrir 30 milljóna króna láni sem Bjargráöa- sjóður hyggst taka til að lána kart- öflubændum vegna uppskerubrests á síðasta hausti. Að sögn Jóns Helgasonar landbúnaðarráðherra kemur þessi aðstoð við kartöflu- bændur til viðbótar þeim 7 milljón- um sem þeir hafa þegar fengið og ncmur um helmingi þess tjóns sem þeir urðu fyrir. Sagði ráðherra að ekki væri von á að kartöflubændum yröi veitt meiri aöstoð. Landbúnaðarráðherra lagði á ríkisstjórnarfundinum fram bréf frá Bjargráðasjóði þar sem farið er fram á aðstoð við bændur á óþurrkasvæðunum vegna fóður- skorts. Bréfið var lagt fram til kynningar en landbúnaðarráð- herra sagði í samtali við Mbl. að búist væri við að þarna væri um vanda sem næmi einhverjum tug- um milljóna króna. Á sama ríkis- stjórnarfundi samþykkti ríkis- stjórnin tillögur nefndar sem fyrrverandi landbúnaðarráðherra skipaði til að kanna fjárhagsstöðu Gjaldeyris- kaup bankanna GJALDEVRISKAUP bankanna nettó voru neikvæð um 144 milljónir króna á síðasta ári, sem er mun betri af- koma, en var á árinu 1982, þegar gjaldeyriskaupin voru neikvæð um 2.387 milljónir króna, umreiknað til meðalgengis 1983, samkvæmt gengis- vísitölu. Verðmæti keypts gjaldeyris á síð- asta ári var um 28.147 milljónir króna, en verðmæti selds gjaldeyris var hins vegar um 28.291 milljón króna. Til samanburðar má geta þess, að keyptur gjaldeyrir var að verðmæti um 26.645 milljónir króna á árinu 1982, en verðmæti selds gjaldeyris var hins vegar 29.032 milljónir króna. Byggingarsamvinnufélagið Aðal- ból, Lágmúla 7. í hverri þyrpingu verða 11 raðhús og 8 íbúðir í sam- býlishúsi, og er því um að ræða úthlutun á 33 raðhúsum og 3 fjór- býlishúsalóðum, fyrir samtals 24 íbúðir, á þremur lóðum. Gatnagerðargjald hverrar lóðar er áætlað rúmar 3 milljónir króna. bænda. í tillögum nefndarinnar er lagt til að lausaskuldum bænda verði breytt í lengri lán, og er þar miðað við allt að 40% nýju fjár- magni en afgangurinn verði í formi skuldabréfa. „Nei, það verður ekki gert“ — segir fjármála- ráöherra um áskor- un Iðunnar „NEI, ÞAD verður ekki gert. Ég hef enga hcimild til að fella niöur söluskatt af bókum," sagði Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra í samtali við Mbl. er hann var spurður að því hvort hann ætlaöi að verða við áskorun bókaútgáfunnar Iðunnar um að fella niður söluskatt af bóka- kaupum almenningsbókasafna. Iðunn setti áskorun þessa efnis fram í bréfi til fjármála- ráðherra sem dags. var 13. febrúar sl. Þar segir að all- marga undanfarna mánuði virðist sem almenningsbóka- söfn hafi, út af peningaleysi, yfirleitt þurft að draga mikið saman bókakaup eða hætta þeim. Þar á meðal bókasöfn skólanna. Segir að hér sé um hvort tveggja að ræða, kaup á nýútkomnum bókum og endur- nýjun eldri bóka. Bókaútgáfan tekur fram að aðeins sé um að ræða niðurfellingu söluskatts af "bókakaupum almennings- bókasafna en erindið varði á engan hátt málaleitan Sam- taka bókaútgefenda um niður- fellingu alls söluskatts af bók- um. ALLAR líkur eru á að iðgjöld ábyrðgartrygginga bifreiða hækki um 10% i gjalddaga iðgjaldanna þann 1. mars næstkomandi. Jafn- framt er líklegt að sjálfsábyrgð bif- reiðaeigenda á tjónum muni hækka úr 2.500 kr. fyrir hvert tjón í 3.500 kr. og vátryggingarfjárhæð bifreiða muni hækka úr 6 milljón- um í 8,5 milljónir á minni bifreið- um og úr 12 milljónum í 17 á stærri bifreiðum, svo sem fólksflutninga- bifreiðum. Samstarfsnefnd bifreiðatrygg- ingafélaganna hefur að undan- förnu unnið að útreikningum iðgjaldanna og sendi í gær beiðni um 10% hækkun iðgjaldanna frá og með gjalddaga trygginganna þann 1. mars nk. til Trygginga- eftirlitsins. Tryggingaeftirlitið tekur ákvörðun um hversu mikil hækkun verður heimiluð en Er- lendur Lárusson forstöðumaður Ríkisstjórnin: Arnarflugi veitt ríkis- ábyrgð — ef þeir leggja fram tilskyldar tryggingar Kíkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gærmorgun að fenginni niðurstöðu athug- unar samgöngu- og fjármála- ráðuneytis á rekstrarfjár- stöðu Arnarflugs, að beiðni fyrirtækisins um ríkisábyrgð fyrir 1,5 millj. dollara láni verði tekið jákvætt, ef fyrir- tækið getur lagt fram nægi- legar tryggingar. Ákveðið var að vísa málinu til umfjöllun- ar þingflokka stjórnarliða. Matthías Bjarnason sam- gönguráðherra sagði í viðtali við blm. Mbl. í gær, að hann hefði lagt til í ríkisstjórninni, að ríkisábyrgðin yrði veitt ef nægi- legar tryggingar væru fyrir hendi, en hann gerði á fundinum samráðherrum sínum grein fyrir niðurstöðum athugunar samgöngu- og fjármálaráðu- neytis á rekstrarfjárstöðu fyrir- tækisins. Hins vegar væri mjög erfitt að átta sig á tímasetning- um ábyrgða og fleiru. Hann sagði að ríkisstjórnin hefði af- greitt málið að svo miklu leyti sem henni væri það fært, en málið yrði rætt í þingflokkun- um, væntanlega í dag, miðviku- dag. Tryggingaeftirlitsins sagði í samtali við Mbl. í gær að hann hefði verið búinn að tilkynna tryggingafélögunum að Trygg- ingaeftirlitið myndi ekki gera at- hugasemdir við allt að 10% hækkun iðgjaldanna þannig að allar líkur væru á að sú yrði hækkunin. Aðspurður um ástæð- ur þess að hækkunarþörfin væri ekki meiri sagði Erlendur að iðgjöldin hefðu hækkað um 95% í fyrra en tjónareynslan síðan reynst hagstæð, þ.e. tjónum hefði fækkað, en einnig hefði dregið úr verðhækkunum seinni hluta árs- ins og búist væri við svipaðri verðþróun á þessu ári. Iðgjald ábyrgðartryggingar af meðalstórri fólksbifreið skráðri í Reykjavík mun vera skv. heim- ildum Morgunblaðsins um 6.600 krónur fyrir hækkun og er þar reiknað með meðal bónusafslætti sem mun vera um 40% og með söluskatti inniföldum. Iðgjald vegna þessarar sömu bifreiðar mun hækka í um 7.250 krónur þann 1. mars nk. Erlendur Lár- usson sagði að Tryggingaeftirlit- ið hefði í gær gert tillögu til dómsmálaráðherra um að sjálfs- ábyrgð bifreiðaeigenda á tjónum hækki úr 2.500 krónum í 3.500 krónur og að vátryggingarfjár- hæð bifreiða hækki úr 6 milljón- um í 8,5 milljónir á fólksbílum og öðrum minni bílum og úr 12 milljónum í 17 milljónir á stærri bifreiðum, svo sem fólksflutn- ingabifreiðum. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: Samningurinn opinn víxill — vona að um misskilning sé að ræða Formaóur SjáirstæAisflokksins, Þorsteinn Pálsson, segir að samn- ingar fjármálaráðherra og Dags- brúnar komi sér fvrir augu sem eins konar opinn víxill, sem komi sér mjög á óvart með hliðsjón af afstöðu fjármálaráðherra til ríkisfjármála. Ilann segist vona að þarna sé um að ræða einhvern mikinn misskilning og að málið sé ekki eins alvarlegt og það líti út fyrir að vera. Kormaður Sjálfstæðisflokksins segir ennfrem- ur, að fréttir af þessum samningi komi sér algjörlega í opna skjöldu, hann hafi ekki heyrt af honum fyrir- fram. Blm. Mbl. náði sambandi við Þorstein í gærkvöldi í Stykkis- hólmi, en hann er á fundaferð með varaformanni Sjálfstæðisflokks- ins um landið. Þorsteinn sagði að- spurður um efni samningsins: „Um efni hans veit ég ekki og mér skilst að þeir sem að samningnum standa sé ekki Ijóst, hvað efnislega felst í honum, né heldur hvaða áhrif hann geti haft á vinnumark- aðinn í heild sinni. Þetta virðist vera eins konar opinn víxill sem gefinn hefur verið út. Þetta kemur mér því meir á óvart sem fjár- málaráöherra hefur verið í hópi þeirra sem hafa viljað sýna hvað mest aðhald við stjórn ríkisfjár- mála og í kjarasamningum. Hann lýsti yfir andstöðu við samninga ÁSl og VSÍ, taldi þá hafa gengið of langt miðað við efnahagslegar aðstæður, hann lýsti yfir andstöðu við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir, eða tilfærslur á opinberum fjármunum í þágu þeirra sem verst eru settir. Dagsbrún reið á vaðið með að fella þá kjarasamninga sem gerðir voru á vegum heildarsamtaka, taldi þá ekki hafa gengið nógu langt. Núna virðist manni eins og fjármálaráðherra hafi gefið út opinn víxil til að mæta þessum nýju kröfum Dagsbrúnar. Eg vona að það sé einhver mikill misskiln- ingur á ferðinni og þetta mál sé ekki eins alvarlegt og það Iítur út fyrir að vera. Það kemur þá vænt- anlega í ljós, þegar samningsaðil- ar hafa áttað sig á því hvað í samningnum felst."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.