Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 1984 íslandsmót í karate ÍSLANDSMEISTARAMÓTID í shoto- kan Karate 1984 fer tram í Laugardals- höllinni sunnudaginn 4. mars nk. og hefst kl. 19.00. Daginn áöur fer fram undanúrslita- keppni, þannig aö í höllinni keppa aö- eins þeir sem bestum árangri hafa náö í undankeppninni og í mótum undanfariö. Undankeppnin fer fram laugardaginn 3. mars í íþróttahúsi Gerplu, Skemmuvegi 6, Kópavogi kl. 14.00—18.00. Keppt veröur í eftirfarandi röö: Kata unglinga (14 ára óg yngri" Kata kvenna- Kata karla. Hópkata. Kumite kaóa Kata er æfingaröö í karate, þar sem einn iðkandi framkvæmir ýmis högg, spörk, varnir og stööur i fyrirfram ákveöinni röð, síöan er í keppni dæmt leikni hvers og eins og stig gefin fyrir svipað og í fimleikum eöa skautadansi, dómarar lyfta jafnharöan upp einkunna- spjöldum, svo áhorfendur geti fylgst meö framgangi keppninnar. Kumite er aftur á móti keppni milli tveggja manna, þar sem stig eru gefin fyrir tæknilega góö högg og spörk sem lenda í ca. 3—5 sm fjarlægö frá líkama andstæöingsins, þ.e. nokkurs konar gervislagsmál, sem þó geta veriö virkilega spennandi. Áöur en keppni hefst í kumite munu reglurnar skýröar fyrir áhorfendum, þ.e. skýrt hvers konar högg og spörk þarf til að skora. Keppendur koma úr 6 shotokan karatefélögum og deildum; Karatefé- laginu Þórshamri, Rvík; Karatedeild Gerplu, Kópavogi; Karatedeild Sindra, Höfn; Karatedeild FH, Hafnarfiröi; Shot- okan Karatedeild UMF, Selfoss og ný- stofnuöu félagi á Neskaupstaö. Karate- félaginu Glæsi. Keppendur í mótinu veröa samkvæmt áætluöum tölum frá félögunum eitthvaö yfir 100. Aöaldóm- ari veröur Ólafur Wallevik. Arsþing IF ANNAO Ársþing íþróttasam- bands fatlaöra verður haldíö að Hótel Loftleiðum 2.—3. mars nk. Þingið veröur sett föstudaginn 2. mars kl. 20.00. Því verður síðan fram haldið laugardaginn 3. mars kl. 10.00. Morgunblaöió/Frióþjófur. Kvennalandslið til Bandaríkjanna Kvennalandsliöið í handknattleik hélt í gær til Bandaríkjanna í keppnisferö. Liðið mun mæta Banda- ríkjamönnum fimm sinnum og veröur fyrsti leikurinn í Elkins í dag. Síðan veröur leikiö í Oil City, West Point og tveir síöustu leikirnir vera í Lake Placid. Keppnisferð þessi tekur eina viku. Á myndinni eru landsliðsstúlkurnar ásamt þjálfara og kvennalandsliösnefnd — sem fór meö. Á myndinni eru Kolbrún Jóhannsdóttir, Oddný Sigsteinsdóttir, Sigrún Blomsterberg og Guðríður Guðjónsdóttir, allar úr Fram, Kristjana Aradóttir, Margrót Theodórsdóttir, Kristín Pétursdóttir og Sigurbjörg Eyjólfsdóttir úr FH, Ingunn Bernódusdóttir og Erla Rafnsdóttir úr ÍR, Rut Baldursdóttir og Halla Geirsdóttir úr Fylki, Erna Lúðvíksdóttir úr Val, Eiríka Ásgrímsdóttir úr Víkingi, Viðar Símonarson, þjálfari liðsins, Jón Erlendsson varaformaöur HSÍ og landsliðsnefndarkonur. íþróttafólk HSK stal senunni íslandsmet í langstökki telpna MEISTARAMÓT íslands 14 ára og yngri í frjálsum íþróttum fór fram um síðustu helgi í íþróttahúsinu í Hafnarfirði. Keppendur voru 180 frá 13 félögum og samböndum. Keppt var í fjórum aldursflokkum á mótinu sem fór mjög vel fram og var keppni hörð og skemmti- leg í öllum greinum. Fyrri dagur: Keppt var í jþróttahúsi Hafnar- fjaröar í langstökki án atrennu og hástökki. iþróttafólk frá HSK stal senunni fyrri daginn og fengu fimm meistaratitla. Þar af fékk Hulda Helgadóttir tvo, en hún hefur sigr- aö í langstökki án atrennu þrjú síö- astliöin ár. Þá keppti íþróttafólk frá Keflavík og Njarövík í fyrsta skipti í mörg ár á islandsmeistaramóti. í öllum hástökkskeppnunum var hörö keppni um meistaratitilinn og vannst hann í tvígang á tilraunum. Þröstur Ingvason USAH sigraöi í hástökki pilta og stökk hann 1,70 m, sem er mjög góöur árangur, en hann er á fyrra ári í flokknum. Úrslít: STÚLKUR (13-14 ára) Hástökk m Huida Helgadóttir HSK 1,50 Heba Frióriksdóttir UMFN 1,50 Herdís Skúladóttir HSK 1,45 Kristín Pétursdóttir ÍR 1,45 Langstökk án atr. m Hulda Helgadótlir HSK 2,50 Hjördís Backmann Á 2,39 Herdia Skúladóttir HSK 2,39 Elín Traustadóttir HSK 2,37 Kristín Grétarsdóttir HSK 2,35 Guðrún Eyateinadóttir FH 2,34 P1LTAR (13-14 éra) Hástökk m ÞrÖstur Ingvason USAH 1,70 Magnus Sigurösson HSK 1,65 Frosti Magnússon UÍA 1,60 Kristján Erlendsson UMSK 1,60 Magnús Ý. Magnúss. (5.-6.) USVH 1,55 Magnús V. Guömundss. (5.-6.) HSK 1,55 Langstökk án atr. m Magnús Sigurósson HSK 2,64 Stefán Lárusson USAH 2,55 Þröstur Ingvason USAH 2,55 Sveinbjörn Saamundaaon HSK 2,53 Jóhann G. Friögeirsson HSK 2,51 Arnar Reynisson USAH 2,50 TELPUR (12 éra og yngri) Héatökk m Hlin Albertadóttir HSK 1,40 Helena Jónsdóttir UMSK 1,35 Borghildur Ágúatadóttir HSK 1,35 Anna M. Vilhjálmsdóttir FH 1,30 Brynja Thoradóttir (5.-6.) UMFN 1,30 Auöur G. Hermannsd. (5.-6.) HSK 1,30 Langstökk án atr. m Borghildur Ágústsdóttir HSK 2,44 Helena Jónsdóttir UMSK 2,41 Hrafnhildur Guójónsd. UÍA 2,29 Fanney Siguróardóttir Á 2,29 Droplaug Magnúsdóttir UÍA 2,27 Anna M. Vilhjálmsd. FH 2,25 DRENGIR (12 ára og yngri) Héatökk m Ármann Jónsson Snœf. 1,40 Gunnar Smith FH 1,40 Gestur Guójónsson HSK 1,35 Sigurjón Gunnlaugsson UMSK 1,30 Ólafur I. Grettisson ÍR 1,30 Jón A. Ingvason (6.-7.) FH 1,25 Kristinn Ellertsson (6.-7.) Snæf. 1.25 Langstökk án atr. m Gunnar Smith FH 2,35 Bernharó Klementsson Snaef. 2,28 Svavar Borgþóraaon UÍA 2,25 Ármann Jónaaon Snæf. 2,24 Gestur Guójónsson HSK 2,13 Þorvaróur Björgvinsson Snæf 2,11 Seinni dagur: Keppt var í Baldurshaga í 50 m hlaupi og langstökki. Eitt is- landsmet var sett og var þaö Hel- ena Jónsdóttir UMSK, en hún stökk 5,10 m í langstökki telpna. Helena og Magnús Sigurösson HSK fengu verölaun í öllum fjórum greinum mótsins og er þaö vel aö verki staðið. Hörö keppni var j öll- um greinum og enginn öruggur meö meistaratitil, nema helst Einar Þ. Einarsson Snæfelli í 50 m hlaupi pilta. Úrslit: STÚLKUR (13-14 ára) Langstökk m Hulda Helgadóttir HSK 5,09 Herdís Skúladóttir HSK 5,06 Kristín Pétursdóttir ÍR 4,88 Hjördís Backmann Á 4,75 Fríóa R. Þóróardóttir UMSK 4,56 Ingibjörg Gísladóttir HSK 4,50 50 m hlaup sek Fríóa R. Þóróardóttir UMSK 6,9 Hjördís Backmann Á 7,0 Svana Huld Linnet FH 7,0 Hulda Helgadóttir HSK 7,3 PILTAR (13-14 éra) Langstökk m Magnús Sigurósson HSK 5,39 Guómundur Símonarson Á 5,36 Frosti Magnússon UÍA 5,20 Haukur S. Guómundsson HSK 5,13 Þröstur Ingvason USAH 5,09 Einar Þ. Einarsson Snæf. 5,06 50 m hlaup sek Einar Þ. Einanton Snæf. 6,5 Magnús Sigurósson HSK 6,6 Frosti Magnússon UÍA 6,7 Þröetur Ingvason USAH 7,0 TELPUR (12 éra og yngri) Langstökk m Helena Jónsdóttir UMSK 5,10 Fanney Siguróardóttir Á 5,01 Guórún Valdimarsd. ÍR 4,39 Hrafnhildur Guójónsd. UÍA 4,38 Borghildur Ágústsd. HSK 4,32 Hlín Albertsdóttir HSK 4,29 50 m hlaup sek Fanney Siguróardóttir Á 7,1 Helena Jónsdóttir UMSK 7,1 Hrafnhildur Guðjónsd. UÍA 7,2 Anna M. Vilhjálmsd. FH 7,6 DRENGIR (12 ára og yngri) Langstökk m Bernharó Klementsson Snæf. 4,53 Ármann Jónsson Snæf. 4,43 ísleifur Karlsson UMSK 4,40 Snorri Sveinsson UMSK 4,34 Ármann Markússon FH 4,22 Orri Baldursson USAH 4,20 50 m hlaup sek Veigar Margeirsson UMFK 7,3 Jónas Gylfason FH 7,5 Kristinn Þóróarson UMSK 7,5 Jóhann Ingvason FH 7,6 City vill fá Francis aftur Frá Bob Hennessy, fréttamanni Mbt. í Englandi MANCHESTER City hefur boðiö ítalska félaginu Sampdoria 600.000 sterlingspund fyrir Trevor Francis. Hann lék áöur með City um tíma sem kunnugt er. Samp- doria neitaði boðinu fyrir stuttu — sagði aö Francis væri ekki til sölu þrátt fyrir þrálát meiðsli að undanförnu. AG Milan hefur gert Sampdoria tilboð í Liam Brady — en hann fer örugglega frá félag- inu í vor. Sennilegast þykir aö hann fari aftur til Englands. Stjörnuhlaup STJÖRNUHLAUP FH fer fram laugardaginn 3. mars og keppt veröur í 5 flokkum. Hlaupiö hefst viö Lækjarskólann kl. 14 og eru væntanlegir keppendur beðnir að mæta tímanlega, „einnig ÍR- ingar“. Allir eru velkomnir í hlaupið. Flokkar: karlar 8 km, konur 3,5 km, drengir (fæddir 1966—1969) 3,5 km, telpur (fæddar 1970 og síöar) 1,5 km og piltar (fæddir 1970 og síöar) 1,5 km.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.