Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 1984 21 Lýsa furðu sinni á og mótmæla ummæl- um í sjónvarpsþætti MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá kenn- arafélögum Vélskóla fslands og Stýrimannaskólans í Reykjavík. „í sjónvarpsþætti þriðjudaginn 21. feþrúar sl. um undanþágumál vélstjóra og skipstjórnarmanna komu fram hjá fulltrúum út- vegsmanna og samgönguráðu- neytis, þeim Jónasi Haraldssyni og Kristni Gunnarssyni, svo úrelt og lítilsvirðandi viðhorf til sjómannamenntunar að kennara- Jafnréttisráð: Hárgreiðslu- nemar fái ekki lakari kjör en aðrir nemar í FRÉTT frá Jafnréttisráði segir að ráðinu hafi borist erindi frá Iðn- nemasambandi fslands þar sem vak- in sé athygli á því að hárgreiðslu- og hárskeranemar hafi engin samnings- bundin lágmarkslaun eins og aðrir iðnnemar og kauptaxtar þeirra séu mun lægri en þau lágmarkslaun séu. Félag hárgreiðslu- og hárskera- nema er að miklum meirihluta skipað konum. Svo er einnig um Félag hárgreiðslumeistara. Jafn- réttisráð harmar það að eina stétt vinnuveitenda þar sem konur eru í meirihluta skuli neita að greiða hárgreiðslu- og hárskeranemum sambærileg laun og aðrir iðnnem- ar fá. Jafnréttisráð skorar á Hár- greiðslumeistarafélag íslands að semja við ASÍ fyrir hönd hár- greiðslu- og hárskeranema um kjör, sem ekki eru lakari en kjör annarra iðnnema og veita nem- endum þessum sömu lágmarks- laun. félög viðkomandi skóla sjá sig knúin til að mótmæla þeim sjón- armiðum sem komu fram hjá um- ræddum mönnum. í lokaorðum Jónasar Haralds- sonar kom fram sú skoðun hans, að vélstjóranámið mætti afgreiða á tveimur vikum og fulltrúi sam- gönguráðuneytisins rifjaði upp þá gömlu góðu tíma þegar skipstjórn- armenn skruppu í skólann að haustinu og tóku skírteinið með sér á vetrarvertíðina. Þar sem umræddir menn með þessi úreltu viðhorf til sjómanna- menntunarinnar eru þeir sömu og veita réttindalausum mönnum undanþágur til skips- og vél- stjórnar er ekki von á góðu í und- anþáguvandanum. I upphafi umrædds sjónvarps- þáttar var gefið sýnishorn af þeim flókna og dýra tækjabúnaði sem brú togarans Ottós Þorlákssonar er búin og var þó alveg sleppt að sýna tækjakost vélarúmsins. Við kennarar í Vélskóla og Stýrimannaskóla viljum skora á þessa menn sem gegna þessum ábyrgðarmiklu störfum í undan- þágunefnd að þeir kynni sér tækjabúnað þeirra skipa sem þeir eru að veita mönnum undanþágu til að starfa við og erum við kenn- arar umræddra skóla reiðubúnir til aðstoðar, þannig að vitneskja þessara manna verði svolítið meira í takt við tímann." Þá hafa Carl Tulinius og Krist- inn Ó. Kristinsson sent frá sér eft- irfarandi fyrir hönd Skólafélags Vélskóla fslands. „Við undirritaðir styðjum fyrir hönd skólafélags Vélskóla fslands af heilum hug innihald þess bréfs er kennarafélög Vélskólans og Stýrimannaskólans senda. Jafnframt lýsum við furðu okkar á þeim skoðunum sem fram komu hjá talsmönnum LlÚ og samgöngumálaráðuneytisins í garð Sjómannaskólans. Einnig viljum við lýsa áhuga okkar á því að færa vald undan- þáguveitinga úr höndum ráðu- neytisins til viðkomandi félaga. Stéttarfélaga." BARA-Flokkurinn frá Akureyri. Boðið upp á „tilboðs- rokk“ í Laugardalshöll Þrjár af vinsælustu hljómsveitum lands- ins saman á tónleikum „ÞAÐ HEFUR lengi staðið til að efna til tónleika á borð við þessa, en hindrunin hefur alltaf verið sú sama: Laugardalshöllin hefur ekki verið föl að vetri til, nema þá kannski á milli jóla og nýárs. Með aðstoð góðra manna tókst að fá Höllina þennan dag og fyrstu rokktónleikar innan veggja hennar að vetri til eru því staðreynd,“ sagði Alfreð Alfreðsson, einn nán- ustu aðstoðarmanna Þursafiokks- ins í stuttu spjalli við Mbl. Hljómsveitirnar Þursaflokk- urinn, Egó og BARA-Flokkurinn frá Akureyri efna í kvöld til rokktónleika í Laugardalshöll undir yfirskriftinni „Tilboðs- rokk“. Langt er síðan heyrst hef- ur í nokkurri sveitanna á tón- leikum í Reykjavík. BARA- Flokkurinn var reyndar á ferð- inni fyrir jól, sömuleiðis Egó, en Þursaflokkurinn hefur ekki ha- ldið tónleika í heilt ár. Að sögn Alfreðs er önnur ástæða þessara tónleika sú, að Þursaflokkurinn átti sex ára af- mæli sl. laugardag. Þar með hef- ur hljómsveitin skipað sér í hóp langlífustu popp- og rokksveita landsmanna. Meginhluti laga á efnisskrá Þursaflokksins í kvöld er nýr af nálinni, en eitt og eitt eldri laga mun að líkindum fljóta með. Þá mun Egó flytja fjölda nýrra laga og BARA-Flokkurinn einnig, auk þess sem hann leikur lög af nýrri breiðskífu sinni, Gas. Valgeir Guðjónsson, Stuðmað- ur með meiru, verður kynnir kvöldsins. Maður kvöldsins verð- ur þó væntanlega Ásgeir Óskarsson. Auk þess að leika á trommur með Þursunum, mun hann lemja húðir hjá Egó og leika á ásláttarhljóðfæri hjá BARA-Flokknum. Verð aðgöngumiða á tónleikana er kr. 350. Alþjóðlegur bænadagur kvenna ALÞJÓðLEGUR bænadagur kvenna verður í Dómkirkjunni í Reykjavík, auk margra annara staða hérlendis, föstudaginn 2. mars, og hefst sam- koman kl. 20.30. Stjórnandi verður Helga Hróbjartsdóttir. Ávörp flytja sira Sólveig Lára Guðmundsdóttir og Margrét Hróbjartsdóttir hjúkr- unarfræðingur. Einsöng flytur frú Ágústa Ágústsdóttir, organleikari er Sigríður Jónsdóttir. Konur úr 9 kristilegum hópum standa fyrir bænadeginum, sem þær og hafa gert í fjöldamörg ár, og er bænadagurinn alltaf fyrsta föstu- daginn í mars. Þetta er ekki svo að- eins á íslandi, heldur alls staðar þar sem kristnir menn starfa. Vísir að þessum bænadegi hófst i kringum árið 1800, en um miðja 19. öld hafði myndast vísir að bæna- hring, sem hefur þróast upp í það sem hann er í dag, en nú safnast konur til bæna þennan dag og hefst hann við dagamörkin í Kyrrahafi og fyrst minnst á Tonga-eyjunum, en endar við strendur Alaska 50 km frá heimskautsbaug. Bænaefnið er það sama allan „hringinn". Fjöldi manns býr við mikla neyð, hungur, ófrelsi alls konar, sjúkdóma, öryggisleysi, vonleysi og trúleysi. Það eina sem getur gefið þessu fólki von og hjálpað því að berjast áfram við hörð lífsskilyrði er trúin á Jesúm Krist sem frelsara mannanna. Hann sagði líka að hann væri brauð lífsins og lífsins vatn, en hans ríki væri ekki af þessum heimi. Yfirskrift þessa bænadags er: Kristur — Hið lifandi vatn — Von okkar. Þessir aðilar standa að alþjóðleg- um bænadegi kvenna á íslandi: Að- ventkirkjan, Fríkirkjan í Reykjavík, Elímsöfnuðurinn, Hjálpræðisherinn, Hvítasunnusöfnuðurinn, KFUK, Kaþólski söfnuðurinn, Kristniboðs- félag kvenna, Þjóðkirkjan. Þótt konur standi að þessum sam- komum, eru allir hjartanlega vel- komnir. Undirbúningsnefndin. raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar veiöi Úthafsrækjan Þeir útgeröarmenn, sem hug hafa á löndun á rækju til okkar á komandi sumri, vinsamleg- ast hafiö samband í síma 95-5458, milli kl. 19—21 á kvöldin. Rækjuvinnslan Dögun hf., Sauöárkróki. nauöungaruppboö Nauðungaruppboð sem auglýst var i 115., 116. og 119. tbl. Lögbirtingablaösins 1983 á ibúðarhúsi aö Litla-Bergi, Reykholtsdalshreppi, Borgarfjaröarsýslu, þinglesinni eign Ólafs Guömundssonar, fer fram aö kröfu Siguröar I. Halldórssonar, hdl., á eigninni sjálfri, þrlöjudaginn 6. mars nk. kl. 11.00. Sýslumaóur Mýra- og Borgarfjaróarsýslu. tilkynningar RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Tilkynning um vanskilavexti Frá og meö mánudeginum 5. marz 1984 veröa reiknaöir vanskilavextir á öll vanskil við Rafmagnsveitu og Hitaveitu Reykjavíkur. Gjalddagi er viö útgáfu orkureiknings. Ein- dagi er 15 dögum síöar og er hann tilgreindur á orkureikningi. Ef eindagi er á laugardegi, sunnudegi eöa á öðrum frídögum, flyzt ein- dagi yfir á næsta virka dag á eftir. Sé orku- reikningur greiddur eftir eindaga falla á hann vanskilavextir samkvæmt vaxtaákvöröun Seölabanka íslands. Rafmagnsveita Reykjavíkur óskast keypt Kýr óskast Uppl. í síma 91-67051 eftir kl. 20.00. Frystiskápur Viljum kaupa sjálfstæöan plötufrysti, notaö- an eöa nýjan. Tilboð sendist í pósthólf 107, Keflavík. Félags- og stjórnmálanámskeið Heimdallur efnir til Félaga- og afjórnmálanámaketöa dagana 5.—8. mars nk. Félagar eru hvattir til þátttöku. Dagskrá: 5. mara Kl. 20.00—21.30 Undirstööuatriöi ræöumennsku. — Pétur Sigurgunnarsson. Kl. 21.30—23.00 Menntamál — Sólrún B. Jensdóttir. 6. mars KL. 20.00—21.30 Félagsstörf — Eiríkur Ingólfsson. Kl. 21.30—23.00 Jafnréttismál — Esther Guömundsdóttir. 7. mara Kl. 20.00—21.30 Undirstööuatriöi ræðumennsku frh. — Pétur Sigurgunnarsson. Kl. 21.30—23.00 Friöarmál — Arni Sigfússon. 8. mara Kl. 20.00—21.30 Sjálfstæóisstefnan — Sigurbjörn Magnússon. Kl. 21.30—23.00 Umræöur og léttar veitingar. Námskeiöslok. Innritun fer fram í síma 82900 á skrifstofutima og einnig á skrifstofum Heimdallar, Valhöll Háaleitisbraut 1, milli kl. 15—17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.