Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 1984 Hafsteinn Hauks- son — Minning Fæddur 23. apríl 1955 Dáinn 18. febrúar 1984 í dag er til moldar borinn vinur minn og rallfélagi, Hafsteinn Heiðar Hauksson. Ég átti því láni að fagna að leið- ir okkar Haffa lágu saman í júli 1982 á Húsavík. Mánuði síðar ákváðum við að gerast félagar um útgerð á rallbíl. Mánuðir liðu og árangur vinnu okkar í íþrótt þeirri, sem við unnum mest, jókst. Hugur okkar stefndi á erlenda grund til rallkeppni og draumur- inn var að gerast atvinnumenn í okkar íþrótt. Bjartsýnir héldum við utan til keppni í fyrsta sinn í febrúar 1983, reynslan úr þeirri keppni skilaði okkur margra ára reynslu miðað við keppni hér heima. Vorum við nokkuð ánægðir með árangur okkar í þeirri keppni, en hugurinn og viljinn stefndi hærra. Hófum við undirbúning fyrir keppni í Skotlandi, þar sem að- stæður eru hvað líkastur og hér heima, en þó ekki eins slæmir veg- ir. Náðum við þeim árangri þar sem við settum okkur. Má segja að sigurvegari ökumanna hafi fallið í skuggann fyrir árangri Haffa. Eiginhandaráritanir, blaðaviðtöl og breskir rallökumenn fóru að leiða hugann til íslands sem draumalands rallökumannsins. Fannst mönnum þetta frábær árangur hjá Haffa, ökumanni frá landi þar sem rallíþróttin er nán- ast í vöggu, en yfir 50 ára gömul íþrótt í Bretlandi, þjóðaríþrótt næst á eftir knattspyrnu. Eftir þennan árangur drógum við okkur í hlé, hugsuðum okkar mál, lögðum á ráðin og ákváðum síðar að nú skyldi leggja til atlögu á ný. í nóvember sl. ákváðum við þrjár keppnir í Englandi og ákváðum einnig að keppa í fyrsta skipti saman til íslandsmeistara- titils. Seglin voru þanin, alls staðar sem við komum og báðum um að- stoð var okkur vel tekið, svo vel að okkur fannst þetta draumi líkast. í desember sl. fengum við okkar fyrstu tilboð erlendis frá, auk til- boða að keppa í ýmsum keppnum erlendis. Ennfremur fengum við fregnir um að við værum undir „smásjá" hjá heimsþekktum fyrir- tækjum í okkar íþrótt. Með slíkan meðbyr lögðum við allt okkar kapp á að vera sem best undirbún- ir til keppni. Stunduðum við lík- amsrækt af fullum krafti og tím- inn leið hratt. Fyrr en varði vor- um við á leið til Englands í þriðja sinn. Þegar við prófuðum bílinn sem okkur var boðinn, var vandamál með hitann á vélinni, á leiðinni til York var smá vandamál með kúpl- inguna, kvöldið fyrir keppni kom fram bilun í vélinni, svo við sögð- um: „Allt er þegar þrennt er.“ Var fenginn sérfræðingur úr 300 km fjarlægð til að vinna við vélina nóttina fyrir keppni og lauk við- gerðinni klukkustund fyrir keppni. Keppnin hófst kl. 9 um morgun- inn, við vorum búnir að bíða eftir þessu augnabliki í fjóra mánuði. Tókumst við í hendur þegar við lögðum af stað, eins og við gerðum alltaf í keppni. Á fyrstu sérleið keyrði Haffi okkur í 8. sæti og keppinautar okkar urðu hissa, því að þeir vissu að við kepptum í að- eins þrem keppnum 1983, en þeir keppa sjálfir í 16—20 keppnum á ári. Við komum úr eins ólíku um- hverfi og hugsast getur og höfðum ekki ekið í rallkeppni í 6 mánuði. Við vorum strax komnir í toppbar- áttuna, aðstoðarökumenn komu til mín og spurðu um tímann okkar á sérleiðinni, hváðu, þeir héldu að þeim hefði misheyrst. Ég var stoltur og svo lánsamur að keyra með svo frábærum ökumanni og horfa á atvinnuökumenn lúta í lægra haldi. Við lentum í smá- vægilegum vandamálum á þrem næstu sérleiðum, samt hafði Haffi haldið okkur í 8. sæti. Áfram hélt keppnin, nú voru áhorfendur byrj- aðir að bíða eftir „Hauksson from Iceland". Við vorum að vonum ánægðir og hamingjusamir, alls staðar sem við komum á þjónustusvæðum og á bensínstöðvum, voru áhorfendur og blaðamenn sem biðu eftir Haffa, sem alltaf var jafn rólegur og gaf sér tfma að tala við alla. Hann var ný stjarna í rallheimin- um, jafnvel skærasta von Breta varð að lúta í lægra haldi fyrir Haffa, sem var varla byrjaður að keyra. En örlagadísirnar spinna sinn vef, á þeim gatnamótum sem okkur dreymdi um, kom köllun Guðs. Slíkur ökumaður var Haffi, hann tók þátt í Rally Cross-keppni á Húsavík í júlí sl. Engum kom það á óvart að hann sigraði þar. 1 september sl. tók hann þátt í kvartmílukeppni á rallbílnum og sigraði í sínum flokki og setti ís- landsmet. Persóna hans einkenndist af heiðarleika, lífsgleðin var slík að hvar sem hann hafði viðkomu, voru menn alltaf brosandi, yfir- ferð hans í lífinu líktist einna helst stormsveipi. Haffi var vinmargur mjög og vinsæll félagi, fólk sóttist eftir vináttu hans og hæfni hans til úr- lausnar á ýmsum vandamálum þess. Hann var mjög útsjónarsam- ur og fljótur að afgreiða þau mál sem komu upp á yfirborðið og í hans huga. Öllum vildi hann gott. Vinsældir hans á erlendri grundu jukust jafnt og þétt. í fyrsta skipti sem við kepptum á malbikssérleið með svipaðan út- búnað og atvinnuökumenn, skilaði hann okkur í 5. sæti á þeirri sér- leið. Urðu keppinautar okkar hissa að hann skyldi afreka þetta, óvanur aðstæðum og búnaði, mál- ið var að hann var orðinn jafningi þeirra í akstri. Urðu viðurkenndir malbiksökumenn að lúta í lægra haldi, enn sem oftar. Til að votta Haffa virðingu sína, verða við jarðarförina tveir skosk- ir rallmenn fyrir hönd rallíþrótt- arinnar í sínu landi. Eftirlifandi eiginkonu Haffa, Hallveigu Sveinsdóttur, og litla augasteininum hans, Toddu, vott- um við okkar dýpstu samúð á þessari erfiðu stundu. Vonum við að Guð veiti þeim mæðgum það áfram að lifa í glæsileikanum og þeirri frægð sem hann skapaði. Haffi dó hamingjusamur fyrir íþrótt sína. Við vonum að rallöku- menn haldi minningu hans hæst á lofti. Það munum við gera. Birgir Viðar Halldórsson og fjölskylda. Skjótt skipast veður í lofti. Fyrir tæpum 3 vikum var sam- an kominn hópur ættingja og vina, í afmæliskaffi hjá Hauki mági mínum. Var þar glatt á hjalla og margt spjallað, m.a. um væntan- lega ferð Hafsteins, bróður hans, en hann var að fara utan þrem dögum seinna, til að taka þátt í railkeppni á Englandi. Þegar fólk kvaddi, og hver hélt til síns heima, fylgdu honum hlýjar kveðjur og óskir um velfarnað, sömuleiðis Hallveigu, konu hans, sem æltaði út með honum. Nú, þegar hann að aflokinni ferð hér á þessari jörð, heldur til síns heima, bið ég honum blessun- ar, einnig Hallveigu og Toddu litlu, svo og móður hans, föður, bróður og ástvinum öllum. Hann er farinn á undan, kannski er það ekkert skrítið, hann var jú alltaf í fararbroddi hvar sem hann fór. Glaðlegur, kjarkmikill og bjartsýnn. Fyrir honum var lífið einfalt, það þurfti bara að lifa því. Ég hef þá trú, að fyrir honum sé fram- haldið eins. Hann lifir því. Auður Laugardaginn 18. febrúar barst okkur sú harmafrétt, að mágur okkar og svili hefði Iátist af slys- förum, svo ungur, kátur og skemmtilegur. Lífið framundan virtist svo bjart og sem allir hans framtíðardraumar ætluðu að ræt- ast og hann kominn svona fram- arlega í rallkeppninni eins og hans var von og vísa. En þá er allt í einu klippt á, öllu lokið, Hafsteinn dá- inn. Hver skilur þetta? Líkast til enginn, því það er illskiljanlegt — hvernig sem reynt er. Hafsteinn var aðeins tuttugu og átta ára gamall er hann lést, en hafði þó áorkað svo miklu eins og fallega heimilið þeirra hjóna í Þrastarnesinu ber gleggst vott um. Þar var ekkert til sparað að allt mætti vera sem glæsilegast. Nú minnumst við allra ánægju- stundanna sem við áttum þar saman í faðmi fjölskyldunnar. Þær gleymast seint, jafn gestrisin og þau ávallt voru, Hallveig og Hafsteinn. Það er svo ótal margt sem leitar á þegar við minnumst Hafsteins, sem við munum geyma og varðveita í hugum okkar. Þau Hallveig og Hafsteinn eign- uðust eina dóttur, Þorbjörgu Rögnu, sem er lifandi eftirmynd pabba síns. Litla Todda verður mömmu sinni mikil huggun í sorg- inni. Við biðjum góðan Guð að styrkja og styðja okkar elskulegu systur og litlu frænku, sem misst hafa svo mikið, og gefa þeim þrek í sorg þeirra. Foreldrum hans, bróður og öðr- um ástvinum vottum við okkar innilegustu samúð. Við minnumst öll Haffa eins og hann var, glaður og góður dreng- ur. Ella, Geiri, Helga og Valdi. Hvílík harmafregn, sú fregn sem okkur barst laugardaginn 18. febrúar, að okkar besti vinur, Haf- steinn Hauksson, hefði farist af slysförum. Mann setur hljóðan. Hver er tilgangur þessa lífs, spyrjum við okkur, þegar svo ung- ur drengur í blóma lífsins er hrif- inn burt. Drengur sem átti svo yndislega konu og dóttur. Drengur sem með eindæmum var svo lífs- glaður og góður. Drengur sem með sinni ótakmarkaðri atorku átti svo mörgu ólokið, þó svo að ótrúlega miklu hafi hann komið í verk þrátt fyrir ungan aldur. Spurning- unni um tilgang lífsins verður víst seint fullsvarað, en við verðum að trúa því að guð hafi ætlað honum annað og meira starf hjá sér. Vilja guðs verðum við að lúta. Hafsteinn var einstakur per- sónuleiki. Þegar minningarnar hrannast upp í hugann, er ekki hægt að minnast hans öðruvísi en með sitt fallega bros á vör. Hann var síkátur. Kímni hans var við- brugðið. Já, þar sem Hafsteinn var annars vegar var ekki drung- anum fyrir að fara. Þær eru margar samverustund- irnar sem við áttum með þeim hjónum í gegnum áralanga vin- áttu. Hvort sem var í ferðum á erlendri grund eða ferðum hér innanlands, var alltaf jafn gaman og á hið fallega heimili þeirra hjóna var gott að koma, enda gestrisni þeirra hjóna einstök. Fyrir þetta þökkum við nú. Ekki var það ætlun okkar með þessu greinarkorni að skrifa tæm- andi lýsingu á æviferli Hafsteins. Aðeins þakklætisvottur fyrir trausta og einlæga vináttu í gegn- um öll árin. Elskulegu Hallveig og Todda, fá eigum við huggunarorðin ykkur til handa á þessari erfiðu stundu, en við vitum að með guð að leiðarljósi munu sporin verða léttari. Minn- ingarnar um góðan eiginmann og föður, vin og félaga, verða aldrei frá okkur teknar. Við vottum elskulegri eiginkonu hans, dóttur, móður, föður, bróður og öllum öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð í þessari miklu sorg. Megi góður guð styrkja okkkur öll. Hvíli minn elskulegi vinur í friði. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Hafsteinn og Kristín Laugardaginn 18. febrúar barst mér tilkynning um lát vinar míns, Hafsteins H. Haukssonar. Ég hef oft frétt lát ættingja eða kunningja, en aldrei fyrr hef ég átt eins erfitt með að sannfæra sjálfan mig um að satt væri eins og nú. Ótal spurningar hrönnuð- ust upp sem aldrei verður svarað. f þessari íþróttagrein sem Haf- steinn stundaði verður minna en eitt dauðaslys á ári, þrátt fyrir að þúsundir keppna séu haldnar um allan heim ár hvert, og var því ekki óeðlilegt að okkur fyndist þetta virkilega óréttlátt. Kynni okkar Hafsteins hófust fyrir um það bil 6 árum og var það vegna starfsemi Bifreiðaíþrótta- klúbbs Reykjavíkur. Hann var skemmtilegur keppnisfélagi og sannur íþróttamaður. Sökum at- orku sinnar skar hann sig úr fjöld- anum og framkvæmdi áætlanir sínar meðan aðrir létu sig dreyma. En ólíkt mörgum slíkum mönnum hef ég aldrei heyrt neinn segja eitt einasta styggðaryrði um Hafstein og lýsir það kannski einna best hverskonar öðlingur þarna var á ferð. Vegna vinnu okkar beggja kynntumst við betur og naut ég oft hjálpsemi hans sem stundum var eins og hann væri eldri bróðir minn. Var það þægileg og ógleym- anleg tilfinning. Hafsteinn var frumkvöðull ís- lenskra keppnisökumanna á er- lendum vettvangi og fylgdust allir áhugamenn spenntir með glæsi- legum afrekum hans. Er dánartilkynningin barst, var mér skapi næst að hætta öllum keppnisáformum, en án efa hefði það allra síst verið ósk Haffa vin- ar míns, sem svo sviplega fórst í uppáhalds íþróttagrein okkar beggja. Hins vegar er víst, að minning hans mun lifa alla tíð og eflast til muna þegar lagt verður af stað í rallýkeppnir. Fjölskyldu hans, öðrum ætt- ingjum og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Jón Sigurður Halldórsson „Dauðinn ríður um ruddan veg og ræðst á þinn besta vininn. Sú ferðin er áköf og ógurleg. Hann ríður svo hart um ruddan veg. Hvort heyrir þú hófa-dyninn?“ (Einar H. Kvaran) Nú hefur dauðinn hrifið einn af vinum okkar burt í blóma lífsins. Það er enn erfitt að trúa því að Hafsteinn hafi látist af slysförum og að við sjáum hann ekki oftar brosandi og glaðan eins og hann var alltaf. Stutt er síðan við hitt- umst nokkrir vinir og áttum ánægjulega kvöldstund saman. Þá ræddu Hallveig og Hafsteinn um breytingar, sem stóðu fyrir dyrum hjá þeim og framtíðin virtist blasa við. Það kvöld sýndi Hafsteinn okkur enn einu sinni hversu góður og öruggur bílstjóri hann var. En skammt er á milli gleði og sorgar. Nú hafa breytingarnar orðið aðrar og enginn mannlegur máttur fær þeim breytt. Eftir stöndum við og hugsum um til- gang lífsins, hve lífið er hverfult og hve vanmáttug við erum. Elsku Hallveig og Todda. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og vonum að góð- ar minningar styrki ykkur í sorg- um ykkar. Kristbjörg, Jóna, Erla og Viktoría. „Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð.“ Vald. Briem. Félagar í Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur kveðja í dag hinstu kveðju látinn vin og félaga. Hafsteinn Hauksson gekk í BÍKR árið 1978, það haust ók hann sína fyrstu rallýkeppni og upp frá því tók hann þátt í flestum rallý- keppnum hérlendis. Allt frá því fyrsta var ljóst, að hér var enginn meðalmaður á ferð, heldur ein- hver hæfileikaríkasti ökumaður- inn í hópi íslenskra aksturs- íþróttamanna, og fyrsta árið sem keppt var um íslandsmeistaratitil í rallýakstri, árið 1979, hlaut hann þann titil. Hafsteinn ók til sigurs í alþjóðlegri keppni hér á landi, Ljóma-rallýi ’82 og ’83, og var vel að þeim sigri kominn. Hann hóf keppni á erlendri grund á síðasta ári og var þegar í hópi erlendra keppinauta sinna álitinn ökumaður er framtíðin byggi sess meðal þeirra bestu. Þeir Hafsteinn Hauksson og Birg- ir Viðar Halldórsson höfðu meðan á þátttöku þeirra í National Brake Down Rally stóð, fengið fjölmörg boð um aðstoð í komandi keppni erlendis. Segir það sína sögu um framtíðarhorfurnar. En þá var staðar numið. í hópi okkar, sem stundum bif- reiðaíþróttir, eru slys fátíð. Dauðaslys f keppni er atburður, sem gera verður ráð fyrir eins og í flestum íþróttagreinum þar sem hraðinn er mikill, en sem betur fer svo sjaldgæfur að í hugum okkar flestra er slíkt óraunverulegt og fjarlægt. Er hryggilegt til þess að vita að einhver fremsti ökumaður úr hópi íslendinga verði fyrir dauðaslysi í keppni í landi þar sem slíkt er afar fátítt, þrátt fyrir hálfrar aldar ástundun þessarar íþróttagreinar þar. Félagar í Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur sjá nú á bak góðum vini og félaga. Hafsteinn var sí- kvikur, lifandi í áhugamáli sínu sem nú hefur hlotið svo hörmu- legan endi. Kátur í félagsstarfi, sannur íþróttamaður í keppni. Það var hverjum keppinaut heiður að sigri hans, vissan um að hann væri fremstur í leik gat ekki fellt skugga á samskiptin. Gott var að gleðjast með góðum dreng að lok- inni keppni. Stjórn Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur, ökumenn og aðrir fé- lagar flytja eftirlifandi konu Haf- steins, Hallveigu, og litlu dóttur- inni, venslafólki og vinum, inni- legar samúðarkveðjur, þótt orðin ein megi sín litils á stundum sem þessari. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja í friðarskaut. V. Briem. Kveðja frá Bifreiða- íþróttaklúbbi Reykjavíkur Stjórn Landssambands fs- lenskra akstursíþróttafélaga kveður hinsta sinni kæran vin og félaga, Hafstein Hauksson. Með Hafsteini er genginn á ei- lífðarbrautina ökumaður í farar- broddi, drengur góður og sannur íþróttamaður. Keppendur í akstursíþróttum á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.