Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 1984 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 1984 17 iirgmMaMtii Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. j lausasölu 20 kr. eintakiö. Olgan í verka- lýðshreyfíngunni Morgunblaðiö hefur leitað álits þeirra aðila innan verkalýðshreyfingarinnar sem á undanförnum árum hafa verið harðastir í gagnrýni á forystumenn hreyfingarinnar. í viðtölum við þessa aðila sem birst hafa undanfarna daga kemur fram að úrslitin á fund- inum í Dagsbrún síðastliðinn fimmtudag, þegar samning- arnir voru felldir með tæplega 800 atkvæðum gegn 17, má fyrst og síðast rekja til þess að félagsmennirnir eru orðnir langþreyttir vegna þess sem gagnrýnendurnir kalla „aum- ingjaskap forystumannanna" og beina þeir af því tilefni spjótum sínum bæði að verka- lýðsrekendum og flokksbrodd- um Alþýðubandalagsins. Efnislega eru þeir kjara- samningar sem nú hafa verið gerðir betri fyrir láglaunafólk en nokkrir samningar um kaup og kjör sem urðu til á þeim tæpu fimm árum sem Alþýðubandalagið átti ráð- herra í ríkisstjórn, 1978 til 1983. Þeir forystumenn innan verkalýðshreyfingarinnar eru því samkvæmir sjálfum sér sem mæla með þessum samn- ingum nú með vísan til kjara hinna verst settu eftir að hafa stutt alla samninga sem gerðir voru í tíð vinstri stjórna Al- þýðubandalagsins. Ber þar sérstaklega að nefna þau Að- alheiði Bjarnfreðsdóttur, Rögnu Bergmann og Bjarna Jakobsson. Enginn getur með rökum sakað þetta fólk um tvískinnung eftir því hvaða ríkisstjórn er við völd. Öðru máli gegnir um Guðmund J. Guðmundsson, formann Dags- brúnar, forseta Verkamanna- sambandsins og þingmann Al- þýðubandalagsins. Hann snýst nú gegn nýgerðum kjarasamn- ingum af því að Alþýðubanda- lagið er utan ríkisstjórnar og af ótta við öfgamenn úr Fylk- ingunni, sem ætla sér að nota verkalýðsfélög í byltingarbar- áttu fyrir heims- kommúnismann. Sami tvískinnungur og ein- kennir afstöðu Guðmunds J. Guðmundssonar setur svip sinn á Alþýðubandalagið og Þjóðviljann, sem snerist end- anlega gegn samningunum eftir að þeir voru felldir í Dagsbrún. Þar með sáu kommúnistar sér leik á borði til að koma illu af stað. Óskynsamlegustu viðbrögðin í þessum hráskinnaleik eru þau að gefa eftir án þess að hafa efnisleg rök til að skýra und- ansláttinn. Öfgaöflin ætla ekki að láta hér staðar numið innan verkalýðshreyfingar- innar og Alþýðubandalagsins eins og Morgunblaðsviðtölin sýna. Þau munu líta á það sem vatn á sína myllu að Albert Guðmundsson, fjármálaráð- herra, hefur nú gert einka- samning við þá Guðmund J. Guðmundsson og Þröst Ólafs- son, forstjóra Dagsbrúnar, án samráðs við ríkisstjórn eða Alþingi. Gegn ólgunni innan verkalýðshreyfingarinnar og hættulegum afleiðingum hennar verða ábyrgir aðilar í stjórnmálaflokkunum og í röð- um launþega og vinnuveitenda að rísa. Kollsteypurnar í efna- hagslífi þjóðarinnar eru versti óvinur launafólks og þær hafa að mestu verið sjálfskaparvíti. Síst á það við núna að með launahækkunum verði vandi þjóðarbúsins og þó sérstaklega ríkissjóðs leystur. Fjalakötturinn Með því að segja afdrátt- arlaust að Fjalaköttinn við Aðalstræti megi rífa hafa borgaryfirvöld kallað fram viðbrögð sem kunna að leiða til þess að húsið verði verndað. Hið sama gerðist þegar Ólafur Jóhannesson, þáv. forsætis- ráðherra, tók svipaða ákvörð- un um húsin á Bernhöftstorf- unni. Á málinu var tekið og það leitt til lykta. Ríkið á húsin á Bernhöfts- torfunni en Fjalakötturinn er í einkaeign. Fyrsta skrefið til að forða húsinu frá niðurrifi er að kaupa það af eigandan- um. Morgunblaðið telur óeðli- legt að áhugamenn um friðun Fjalakattarins beini sjónum sínum að borgarsjóði eða rík- issjóði í von um að þaðan verði veitt fé til að kaupa Fjalakött- inn. Þess vegna fagnar blaðið samþykkt sem gerð var á fundi Bandalags kvenna í Reykjavík á dögunum, þar sem vakið er máls á því hvort efna megi til samskota í því skyni að vernda Fjalaköttinn. Þá gætu áhugamenn um um- hverfisvernd komið til skjal- anna og lagt sitt af mörkum eins og við endurreisn Bern- höftstorfu, sem fer vel úr hendi. Torfan er nú orðin bæj- arprýði. Til þess að dæmið liggi sem skýrast fyrir er skorað á áhugamenn um friðun Fjala- kattarins að hefja fræðsluher- *.ferð um menningarlegt gildi hússins, kaupverð þess og kostnað við endurbyggingu þannig að allur almenningur geti metið það sem hér er í húfi og lagt síðan sitt af mörk- um. Hvað segja þeir um samkomulag fjármálaráðherra og Dagsbrúnar: Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra: Samræming á tekjum starfs- manna hins opinbera Fjármálaráðherra sagði í viðtali við Mbl. í gær, að með samningi sínum við Dagsbrún væri hann einvörðungu að samræma tekjur manna sem ynnu hlið við hlið hjá því opinbera. Hann sagði Dagsbrún eina félagið sem ríkið semdi beint við. Kostnað samkomu- lagsins sagði Albert í athugun, og hann kvaðst telja að samningurinn hefði alls engin áhrif á samningamálin í heild. Þá sagði hann sveitarfélögin vel hafa efni á að framfylgja samkomulaginu og aðspurður sagðist hann ekki vita til þess að fyrir hendi væri neinn samstarfssamningur við sveitarfélög sem vörðuðu launamál. Albert var fyrst spurður hvort hann myndi beita sér fyrir sams konar samningum við önnur stétt- arfélög sem hefðu sömu stöðu og Dagsbrún. Hann svaraði: „Það eru engin önnur félög sem ríkið semur við. Það er samið við Verkamanna- sambandið fyrir ríkisstarfsmenn." Albert sagði að verið væri að vinna að kostnaðaráætlun vegna samn- ' ingsins en aðspurður um, hvort samningurinn þyngdi ekki byrði ríkissjóðs, sem hann hefði lýst yfir að væri ærin fyrir sagði hann: „Samningurinn vegur ekki þungt í öllum þessum umsvifum. Hann er það léttasta. Það sem aukið hefur vanda ríkissjóðs er að ríkisstjórnin samþykkti að fara út fyrir þann ramma sem fjárlögunum var snið- inn og það er aðalvandinn, auk þess viðbótarvanda sem kann að koma fram við endurskoðun á fjárlaga- dæminu í heild. Ég á eftir að fá það uppgefið frá þeim ráðherrum sem voru á þeim fundi þar sem tilfærsl- urnar voru samþykktar hvernig þeir ætla sér að færa þar til.“ Hann var þá spurður hvar hann ætlaði að taka peningana til leiðréttinga fyrir Dagsbrúnarmenn. „Ég er ekki til- búinn til að svara því. Það er verið að reikna það út,“ svaraði hann. Aðspurður um afstöðu meðráð- herra sinna á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun og bókanir stjórnar- flokkanna beggja, sagðist fjármála- ráðherra ekki ræða það sem gerðist á ríkisstjórnarfundum. Hann sagði ennfremur: „Ég var heldur ekkert ánægður þegar þeir tóku ákvarðan- irnar um daginn í minni fjarveru, en ég var ekki með neina bókun." Fjármálaráðherra var sérstak- lega spurður hvort samningur hans kæmi ekki til með að bitna á sveit- arfélögunum. Hann svaraði: „Sveit- arfélögin hafa notið góðs af öllum ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, svo þeir hafa vel efni á þessu. Fyrir utan að það er aðeins hluti af starfsmönnum Dagsbrúnar sem vinna við hlið sveitarstjórnarstarfsmanna." Al- bert Guðmundsson sagði í lokin, að sér væri ekki kunnugt um að í gildi væri neinn samstarfssamningur við sveitarfélög um launamál. Samn- ingur sá væri alveg utan launamála og sér ókunnur. Ásmundur Stefáns- son, forseti ASÍ: ASI gerir sömu kröfur fyrir aðra „ÉG HELD að þetta hljóti að vera viljayfirlýsing af hálfu fjármálaráðu- neytisins gagnvart öllu fólki sem starf- ar hjá því opinhera en ekki aðeins Dagsbrúnarfólki. Ég lít svo á að fjár- málaráðuneytið sé með þessu reiðubú- ið að gera sambærilegan samning við allt okkar fólk,“ sagði Ásmundur Stef- ánsson, forseti Alþýðusambands ís- lands. Ásmundur sagði ennfremur: „Við höfum um langa hríð leitað eftir því við fjármálaráðuneytið að ná fram samkomulagi um, að því fólki sem starfar hjá því opinbera, innan vé- banda Alþýðusambandsins, verði tryggð sömu kjör og opinberir starfsmenn njóta. Það er augljóst á þessu samkomulagi, sem þarna hef- ur verið gert, að fjármálaráðuneytið er nú þeirrar skoðunar að það sé réttmætt." Ásmundur sagði að félagar í ASl væru starfandi út um allt land hjá því opinbera sem væru í sömu stöðu og Dagsbrúnarfélagar. Hann sagð- ist ekki hafa yfirlit yfir hversu margir þeir væru, en augljóst væri að ASÍ myndi gera kröfu um að hið sama yrði látið yfir alla ganga í þessu tilliti. Aðspurður um hvort hann teldi þennan samning fjármálaráðherra og Dagsbrúnar koma til með að hafa áhrif á samningsstöðuna al- mennt sagði hann: „Þarna er í raun- inni um tvo samningsaðila að ræða. Samningurinn sem við höfum gert er við VSÍ, en þarna er um sam- komulag að ræða við ríkisvaldiö. Ég tel ekki að þarna sé um beina teng- ingu að ræða. Ég kann ekki að meta hversu mikils Dagsbrúnarmenn meta þetta fyrir sig, en ég tel að krafan um þetta jafnrétti hafi verið jafnt uppi hjá þeim félögum sem hafa samþykkt samkomulagið og hjá öðrum." Ásmundur sagðist í lokin fagna sinnaskiptum ráðherra. Björn Friðfinnsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga: Ríki taki ekki slíkar ákvarð- anir án sam- ráðs við sveit- arfélögin „ÞAÐ er lágmarkskrafa sveitarfélag- anna aö eigi séu teknar slíkar ákvarö- anir af hálfu ríkisins án samráös við sveitarfélögin," sagöi Björn Friö- finnsson, formaður stjórnar Sam- bands ísl. sveitarfélaga, m.a., en hann telur að samningur fjármálaráöherra og Dagsbrúnar komi til meö aö kalla á sömu lagfæringar hjá sveitarfélögun- um, sem geti komið þeim mjög illa . Björn sagði: „Sveitarfélögin og ríkisvaldið hafa gert með sér sam- starfssáttmála, en andi hans er sá að þessir aðilar hafi samstarf um stefnuna í fjármálum hins opin- bera, atvinnumálum og fleira. Skulu aðilar ræðast við um þau vandamál sem upp koma. Sveitarfélögin hafa í þeim samningaviðræðum, sem að undanförnu hafa farið fram við opinbera starfsmenn gætt þess að ganga ekki á undan og gera kjara- samninga sem komið gætu ríkis- sjóði illa og sprengt þann ramma sem ríkið hefur sett fyrir launa- breytingar sinna starfsmanna. Sama gildir um samninga við hin almennu verkalýðsfélög. Það hlýtur að koma sveitarfélög- unum afar illa, þegar ríkisvaldið gerir sérstakt samkomulag um verulegar launabreytingar hjá starfsmannahópi sem er mun fjöl- mennari hjá sveitarfélögunum á fé- lagssvæði Dagsbrúnar en hjá rík- inu. Hjá Reykjavíkurborg starfa til dæmis nú um 500 félagsmenn Dagsbrúnar, en hjá ríkinu aðeins 147. Þótt ekki sé samið fyrir sveit- arfélögin beinlínis í samkomulagi fjármálaráðherra þá kallar samn- ingur fjármálaráðherra á kröfur um sömu breytingar hjá starfs- mönnum sveitarfélaganna á félags- svæði Dagsbrúnar og reyndar hjá starfsmönnum innan verkalýðs- hreyfingarinnar í sömu störfum um allt land.“ Björn sagði að lokum: „Sveitarfé- lögin hafa ákveðinn fjárhagsramma til þess að miða útgjöld sín við og þau geta ekki gengið á botnlausan yfirdrátt hjá Seðlabankanum eins og ríkið, yfirdrátt sem ríkissjóður virðist nú vera að semja um hækk- un á við leiðtoga Dagsbrýnar." Davíð Oddsson, borgarstjóri: Erum óbundn- ir af þessu samkomulagi „VIÐ erum alls óbundnir af þessu samkomulagi. Og þaö er óhætt aö segja á þessu stigi að það eru engar fyrirætlanir af okkar hálfu að fara í sama fariö," sagöi Davíð Oddsson borgarstjóri í Reykjavík. Borgarstjóri sagði ennfremur: „Enn er ekki fullkomlega ljóst hvað í þessu samkomulagi kann að felast, því síður er orðið ljóst hvort það hafi fordæmisgildi og þá hversu víð- tækt fordæmisgildi það kann að hafa. Fjármálaráðherra skýrði mér frá fyrirætlunum sínum snemma í morgun. Ég lýsti þá þegar mínum áhyggjum af þessu, þar sem þarna er með sérstæðum hætti verið að grípa inn í viðkvæmt ástand á vinnumarkaðinum. Ég býst við að Reykjavíkurborg sé einn stærsti vinnuveitandi manna sem taka laun samkvæmt Dagsbrúnartaxta, þó það sé að vísu breytilegt. Það eru á milli 500 og upp í 900 menn í vinnu, en borgin á í raun enga aðild að þessu sam- komulagi. Viðhorf borgarinnar er það að hún vill vera í takt við það sem gerist á almenna vinnumarkað- inum og telur sig naumast hafa heimild til að nota skattpeninga al- mennings til að yfirbjóða það sem er að gerast.“ Guðmundur J. Guð- mundsson, formað- ur Dagsbrúnar: Albert hefur sterkar taugar til Dagsbrúnar GIJÐMUNDIJR J. Guömundsson formaöur Dagsbrúnar sagöist fagna samningnum sem hann gerði við fjár- málaráöherra í gærmorgun, er blm. Mbl. ræddi viö hann í gær. Hann sagði þetta spor í rétta átt og eitt af þeim atriðum sem Dagsbrúnarmenn hefðu lengi viljaö fá leiöréttingu á. Guðmundur sagöi að þrátt fyrir ára- langa vináttu hans og fjármálaráö- herra teldi hann þaö ekki ástæöu þess að samningurinn hefði náöst, fremur mætti rekja hann til þeirrar staö- reyndar að fjármálaráðherra heföi sjálfur unnið á eyrinni öll sín ungl- ingsár og heföi hann því skilning á stööu verkamanna í Dagsbrún. Guðmundur var fyrst spurður hvort hann gerði sér grein fyrir hversu miklar kjarabætur fælust í umræddum samningi. Hann svar- aði: „BSRB heldur því fram að þarna sé enginn munur á. Ef það er rétt þýðir þetta enga hækkun. Hins vegar er þetta ekki stór hópur hjá ríkinu, ekki eins stór og hjá Reykja- víkurborg." Hann sagði ennfremur að ekki væri nokkur einasta leið að reikna lagfæringar þessar til pen- inga. Ýmislegt kæmi þarna til svo sem aldurshækkanir, desember- uppbót, verðtryggður lífeyrissjóður o.fl. Hann var einnig spurður hvort samningur þessi þýddi, að Dags- brún myndi þrýsta á um frekari kjarabáetur fyrir félaga sína. Hann svaraði: „Já, það sem þetta nær auð- vitað, en staðan er nú dálítið mis- jöfn. Ég tel að þetta sé spor í þá átt að samræma taxta Dagsbrúnar töxtum annarra hliðstæðra félaga. Það sem við höfum lagt svo ríka áherslu á er að við erum ekki ein- göngu óánægðir með þennan samn- ing ASÍ, heldur tókum við alltaf og alla tíð fram að ASÍ færi ekki með nein sérmál okkar. Það eru fjölmörg atriði sem óhjákvæmilegt er að fá leiðréttingu á, eins og þetta atriði.“ Guðmundur tiltók sérstaklega að gagnvart Verslunarmannafélagi Reykjavíkur væri Dagsbrún lengi búin að þrýsta á varðandi starfsald- urshækkanir. Guðmundur sagðist telja að samningurinn kæmi ekki til með að kosta ríkið miklar fjárfúlgur en Reykjavíkurborg kannski meiri. Aftur á móti næði samningurinn aðeins til ríkisins, fjármálaráðherra gæti ekki samið fyrir Reykjavíkur- borg. Guðmundur sagði í lokin: „Ef einhver spyr hvort þetta sé vegna vinskapar okkar Alberts þá erum við búnir að vera nánir vinir í yfir 20 ár. Ég held samt sem áður, að hvorugur geti breytt hinum eitt eða neitt. Það eina sem eitthvað kannski spilar inn í það að Albert er vinsamlegur; bæði fellst á þessi rök og gengur að samningi, er að hann hefur kannski sterkari taugar til Dagsbrúnar vegna þess að hann vann öll sín unglingsár á eyrinni og var í snapvinnu hjá verkamanna- skýlinu. Hann þekkir því af eigin raun verkamannavinnu og stöðu verkamannsins." Halldór Ásgríms- son sjávarút- vegsráðherra: Trúi ekki að ráðherra semji án þess að vita um kostnað „ÉG HAFÐI ekki heyrt um þcnnan samning fyrr en rétt fyrir hádegi í morgun og ég tel hann mjög óheppi- legan,“ sagöi Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráöherra sem gegndi störfum forsætisráðherra á ríkis- stjórnarfundi í gærmorgun, en stjórn- arflokkarnir létu báöir bóka athuga- semdir vegna samnings fjármálaráö- herra og Ilagsbrúnar þar sem þeir gera fyrirvara á samþykki ríkisstjórn- ar og krefjast nánari skýringa á inni- haldi samningsins. Halldór sagðist líta svo á samn- inginn, að hann gengi út á að halda áfram að semja. Hann sagðist að- spurður ekki hafa trú á að hann kæmi til með að sprengja samninga þá sem í gangi væru, en sagði hann mjög óheppilegan þar sem tiltölu- lega fáir Dagsbrúnarmenn væru í vinnu hjá ríkinu og málið varðaði fremur aðila eins og Reykjavíkur- borg og það fyndist sér óeðlilegt. Hann sagði síðan: „Ég hef beðið um upplýsingar um hvaða þýðingu þessi samningur hefur. Það er út af fyrir sig sjálfsagt að kanna þessi mál eins og þarna er gert ráð fyrir, en aðalatriði er að ekki sé gengið lengra en í almennum kjarasamn- ingum." Þá sagði ráðherrann aðspurður um hvort kostnaðaráætlun samn- ingsins lægi fyrir, að hann hefði ekki trú á að fjármálaráðherra væri þarna að gera samning án þess að vita hvað hann kostaði, til viðbótar því að vera að gera samning án þess að láta samstarfsflokk hvað þá heldur samstarfsaðila í ríkisstjórn vita. „Það finnst mér nokkuð langt gengið", sagði hann. Hann var í lokin spurður, hvort hann teldi þennan atburð geta haft áhrif á stjórnarsamstarfið. „Ég get ekkert sagt um það. Það er að sjálfsögðu mál Sjálfstæðisflokksins að standa við stefnu rílásstjórnar- innar og okkar af okkar hálfu. Við höfum gert það og munum gera það og ég vænti þess að Sjálfstæðis- flokkurinn geri það líka." Á aöalfundi Verzlunarráðs í gær; Frá vinstri: Höröur Sigurgestsson, forstjóri, dr. Þorvaldur Gylfason, prófessor, Árni Árnason, framkvæmdastjóri Verzlunarráös, Haraldur Sveinsson, sem var fundarstjóri, og Ragnar Halldórsson í ræöustól. Stjórnmálamenn veiti ekki forskriftir að kjarasamningum Aöalfundur Verzlunarráösins: — sagöi Ragnar Halldórsson, sem var endurkjörinn formaður RAGNAR Halldórsson, forstjóri, var endurkjörinn formaöur Verslunar- ráðs íslands á aöalfundi þess í gær. Jafnframt var lýst úrslitum í stjórn- arkjöri. I ræðu við upphaf aðalfundarins sagði Ragnar Halldórsson, að fé- lagsmenn Verslunarráðsins vildu hvorki sækja til stjórnmálamanna vernd gegn samkeppni né sérstaka fyrirgreiðslu, heldur almenn starfsskilyrði og frjálsræði til að ná árangri. Við viljum, að stjórn- málamenn marki leikreglurnar, en taki ekki þátt í leiknum. Stjórn- málamenn eiga ekki að vasast í atvinnurekstri. Það er okkar hlut- verk, sagði Ragnar Halldórsson og bætti við að stjórnmálamenn ættu heldur ekki að standa í kjara- samningum, veita forskriftir að gerð þeirra eða rifta þeim með lögum. Það væri hlutverk atvinnu- rekenda að semja um kaup og kjör við verkalýðshreyfinguna og þeirra beggja væri ábyrgðin, ef rangt væri staðið að samningum. Haraldur Sveinsson, fram- kvæmdastjóri, var fundarstjóri á aðalfundi Verslunarráðsins en er- indi fluttu dr. Þorvaldur Gylfason, prófessor, sem ræddi um verka- lýðsfélögin og stjórnmálin, dr. Arthur Shenfield, prófessor, sem fjallaði um atvinnulífið og stjórn- málin og Guðmundur H. Garð- arsson, sem ræddi um undirbún- ing að stofnun Framfarasjóðs ís- lands hf. 1 aðalstjórn Verslunarráðs ís- lands til næstu tveggja ára voru kjörnir, auk Ragnars Halldórsson- ar: Hörður Sigurgestsson, Hjalti Geir Kristjánsson, Ólafur B. Thors, Eggert Hauksson, Hjörtur Hjartarson, Jóhann J. Ólafsson, Gísli V. Einarsson, Friðrik Páls- son, Ragnar Kjartansson, Indriði Pálsson, Gunnar Ragnars, Vil- hjálmur Ingvarsson, Sigurður Gunnarsson, ólafur O. Johnson, Ólafur B. ólafsson, Halldór Jóns- son, Albert Guðmundsson og Val- ur Valsson. f varastjórn voru kjörin: Arndís Björnsdóttir, Gunnar Ásgeirsson, Pálmi Jónsson, Ólafur Stephen- sen, Hilmar Fenger, Þorvaldur Guðmundsson, Kristmann Magn- ússon, Gunnar M. Hansson, Eben- ezer Ásgeirsson, Ólafur Haralds- son, Júlíus S. Ólafsson, Þórður Ásgeirsson, Björn Theódórsson, Kristján Jóhannsson, Gunnar Jó- hannsson, Pétur Ó. Nikulásson, Gunnar Helgi Hálfdánarson, Kristján Loftsson og Guðlaugur Bergmann. Dr. Þorvaldur Gylfason, prófessor: Ekki tilefni til sérstakrar bjartsýni þótt kjarasamningum sé stillt í hóf DR. IKIRVALDUR Gylfason, prófess- or, sagöi á aöalfundi Verzlunarráðs íslands í gær, aö tiltölulega hófsam- leg niöurstaða kjarasamninganna, sem nýlega voru undirritaðir gæfu því miður ekki tilefni til sérstakrar bjartsýni aö öllu ööru óbreyttu, þegar tekiö væri miö af reynslu undanfar- inna ára. Þótt grunnkaupshækkunum hefði oft verið stillt í hóf í sam- ræmi við ástandið í þjóðarbú- skapnum og greiðslugetu fyrir- tækjanna, ekki sízt í illu árferði eins og t.d. 1975 og 1976, hefði for- ysta verkalýðsfélaganna iðulega misst þolinmæðina skömmu síðar og knúið fram kauphækkanir, sem hlutu að valda annaðhvort atvinnu- bresti eða nýrri verðbólguhryðju. Skýrt dæmi um þessa tilhneigingu væri að finna í kjarasamningunum frá 1977, þegar árferði fór aftur batnandi en þá var samið um miklu meiri kauphækkanir en atvinnu- vegirnir þoldu og auk þess um fulla verðtryggingu þeirra kauphækk- ana. Dr. Þorvaldur Gylfason sagði, að ef verkalýðshreyfingin missti þolinmæðina á næsta ári eða þar- næsta, gæti allt farið á sömu lund og 1977. í erindi sínu, sem fjallaði um verkalýðshreyfinguna og stjórn- málin sagði Þorvaldur Gylfason, að reynsla undanfarinna ára hér heima og erlendis benti til þess, að tilraunir til kaupfrystingar eða tekjustefna yfirleitt gætu ekki ein- ar sér leitt til varanlegs árangurs í baráttunni við verðbólguna, heldur sæki kauphækkanir fyrr en varir í sama horf. Aðhald í peningamálum, fjár- málum rikisins og gengismálum væri líklegra til að draga varanlega úr verðbólgu, en sá árangur gæti verið dýru verði keyptur í sam- drætti þjóðarframleiðslu og versn- andi atvinnuástandi, ef verka- lýðshreyfingin væri ófús að hjálpa til með því að stilla kaupkröfum í hóf. Hins vegar sagði dr. Þoravaldur Gylfason, að aðhaldsaðgerðir af þessu tagi væru vænlegri til árang- urs, ef þær væru kynntar almenn- GUÐMUNDUR H. Garöarsson kynnti hugmynd um stofnun Fram- farasjóös Islands í ræöu á aðalfundi Verzlunarráös fslands í gær, en nefnd á vegum Verzlunarráösins hef- ur unnið aö útfærslu þessarar hug- myndar. í ræöu sinni sagöi Guð- mundur H. Garöarsson, að Framfara- sjóöi íslands væri ætlaö aö styrkja cinkarcksturinn og færa hann á ný í forystusveit í sókn þjóöarinnar til bættra lífskjara. Tilgangur slíks félags gæti verið að efla einkareVsturinn í landinu óháð atvinnugreinum, sagði ræðu- maður, og hvetja einstaklinga til að fjárfesta í atvinnulífinu. Til að vinna að þessu markmiði mundi sjóðurinn hafa milligöngu um út- vegun áhættufjármagns og lána til ingi, verkalýðsfélögum og vinnu- veitendum með löngum fyrirvara til að tryggja að þessir aðilar hefðu góðan tíma til umhugsunar og und- irbúnings. Þorvaldur Gylfason sagði í lok ræðu sinnar, að eiginlegt neitun- arvald verkalýðshreyfingar og samtaka vinnuveitenda hlyti að leiða hugann að því hvort ekki væri tímabært að endurskoða núverandi löggjöf um stéttarfélög og vinnu- einkafyrirtækja, fjárfesta í slíkum fyrirtækjum og beita sér fyrir nýj- ungum í atvinnulífinu. Guðmundur H. Garðarsson sagði, að hlutafé félags sem þessa þyrfti að vera a.m.k. 10 milljónir króna og hluthafar ekki færri en 100. Hann minnti á, að Verzlunar- ráðið hefði ásamt öðrum beitt sér fyrir stofnun Fjárfestingarfélags íslands á sínum tíma. Starfsemi þess hefði á ýmsan hátt gefizt vel, þótt allar aðstæður til starfrækslu þess hefðu ekki ver$ eins og>bezt yrði á kosið. Guðmundur H. Garðarsson sagði undirbúningsnefndina ekki hafa tekið endanlega afstöðu til þess, hvort rétt væri að efla Fjárfest- ingarfélagið enn frekar eða efla deilur í því skyni að treysta sam- bandið milli verkalýðsfélaga og fyrirtækja og til þess að tryggja meira jafnvægi milli raunveru- legra áhrifa þessara aðila á fram- vindu efnahagsmála og ábyrgðar þeirra gagnvart almenningi. Þegar öllu er á botninn hvolft gætu skipu- lagsbreytingar af þessu tagi reynzt bezta vopnið í baráttunni við verð- bólguna, sagði dr. Þorvaldur Gylfa- son. nýtt félag, sem gæti veitt einka- rekstrinum eindregnari stuðning en Fjárfestingarfélagið, sem bæði samvinnuhreyfingin og ríkisvaldið eiga aðild að. Sumir teldu nauð- synlegt, að tvö slík félög a.m.k. væru starfandi vegna samkeppni og samanburðar. Miklar umræður urðu á aðal- fundi Verzlunarráðsins í framhaldi af ræðu Guðmundar H. Garðars- sonar og var þar m.a. rætt um starfsemi Fjárfestingarfélags ís- lands hf. Að umræðum loknum var samþykkt ályktun, þar sem stjórn Verzlunarráðsins var falið að halda áfram undirbúningi að stofnun Framfarasjóðs, sem hefði það hlut- verk að vera frumkvöðull og alhliða fjárfestingarfélag í þágu einka- rekstrarins. Guðmundur H. Garðarsson: Framfarasjóður til að efla einkarekstur og atvinnulíf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.