Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 1984 + GUDNÝ GUNNARSDÓTTIR frá Fossvöllum, veröur jarösungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 1. mars kl. 15.00. Vandamenn. Faðir okkar, tengdafaöir og afi, HENRY J. EYLAND, Framnesvegi 17, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 1. mars kl. 15.00. Svava Eyland, Elías Elíasson, Jenný Eyland, Reynir Þorleifsson, Þorsteinn Eyland, barnabörn. + Útför móöur okkar, SIGURVEIGAR ÓLADÓTTUR, Hátúni 4, fer fram frá Dómkirkjunni 1. mars nk. kl. 13.30. Jón Þorléksson, Ólafur Þorláksson, Anna Þóra Þorláksdóttir. + Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför SIGFRIEDS B. SIGURÐSSONAR, Þingholtsstraati 33, Reykjavík. Siguröur Sigfriedsson, Auöur E. Sigfriedsdóttir, Ásta Sigfriedsdóttir. Lokað frá kl. 14.00 í dag vegna jaröarfarar. Kápan Hf. Laugavegi 66. Lokað eftir hádegi í dag vegna útfarar HAFSTEINS H. HAUKSSONAR. Bílgreinasambandiö. Lokað vegna jaröarfarar HAFSTEINS HAUKSSONAR, fyrr- verandi bílasala, frá kl. 13.00. Félag bifreiöasala. Lokað í dag vegna jaröarfarar HAFSTEINS HAUKSSONAR frá kl. 13.00. Bílaleigan Geysir. Minning: Gísli E. Jóhannes- son frá Skáleyjum Fæddur 1. september 1901. Dáinn 27. janúar 1984. Á sumardegi árið 1933 bar góða gesti að garði að Stað í Súganda- firði. Við börnin vorum að leik austan undir íbúðarhúsinu þegar ung hjón stóðu allt í einu hjá okkur og heilsuðu með hlýleika og gleði. Þau komu gangandi yfir Klofning en áttu þó lengri leið að baki. Við börnin tókum viðbragð og kölluðum til mömmu: Borga systir þín er komin með Gísla alla leið úr Skáleyjum. Gísli, nafni minn, heilsaði okkur börnunum þarna við húsgaflinn á þann hátt sem var honum svo laginn við börn að ég man enn þá hlýju kveðju. Þess vegna er tilfinning mín rík fyrir því, að honum hafi ætíð fylgt sá blær, sem gladdi börn. Sumarið ’33, þegar þau hjón- in komu í heimsókn, voru þau bú- sett fyrir nokkru í Skáleyjum, á föðurleifð hans, sem þau sátu marga áratugi með fullri reisn og viðeigandi umgengni við hlunn- indi og jarðargæði, eins og best hefir gefist bændum við eyjabú- skap á Breiðafirði. Nú er nafni minn, Gisli Einar Jóhannesson, látinn og mig langar að minnast hans með fáeinum minningarorðum. Hann var niðji merkra manna af traustum, breiðfirskum bændaættum. For- eldrar hans voru hjónin Jóhannes Jónsson og María Gísladóttir. Þau héldu heimili sitt alla sambúðar- tíð sína, 1893—1918, í Skáleyjum. Jóhannes lést á besta aldri, 54 ára, vorið 1918 en hafði verið bóndi í Skáleyjum frá andláti tengdaföð- ur síns, 1899. Foreldrar Jóhannes- ar voru Jón Guðmundsson úr Bjarneyjum og Kristín Péturs- dóttir úr Skáleyjum, Jónssonar bónda þar. Móðir Kristínar, kona Péturs Jónssonar, bónda i Skál- eyjum, var Margrét Magnúsdóttir, systir Jochums í Skógum, föður Matthíasar, prests og þjóðskálds. Foreldrar Maríu voru hjónin Gísli Einarsson, Guðmundssonar, Einarssonar, Sveinbjörnssonar og Kristín Jónsdóttir, bónda í Hval- látrum, ólafssonar. Einar Guð- mundsson, Einarssonar, sem lengi var bóndi i Hergilsey (1829—1855) var bróðursonur Eyjólfs Einars- sonar, Svefneyjajarls. Þeir kyns- menn eru niðjar Björns Þorleifs- sonar, hirðstjóra, og ólafar ríku Loftsdóttur. Foreldrar Gísla, Jóhannes Jónsson og María Gísladóttir, voru frá bernsku nágrenniseyja- börn og urðu á sama heimili frá 1874 að líkindum. Gísli Einarsson varð bóndi í Hvallátrum 1873 hjá tengdaföður sínum, en missti konu sína sama ár. Kristín Pétursdóttir var orðin ekkja og fór til bús hjá Gísla á næsta ári eftir konumissi hans og hafði Jóhannes son sinn með sér en lét Kristínu dóttur sína vera eftir á býli sínu, Innri-bæ í Skáleyjum, til þess að veita heim- ili forstöðu innan stokks en réð Jóhannes Magnússon til þess að vera ráðsmaður og forverksmaður utan húss. Þetta gerði hún vegna þess að hún vissi ekki hvernig sér myndi falla veran í Hvallátrum, þótt henni þætti nauðsyn bera til þess að leggja Gísla Einarssyni lið eftir að kona hans var dáin frá 7 börnum. Kristín Pétursdóttir mun hafa verið skörungur í allri gerð. Þeim Gísla vegnaði bærilega í sambúðinni og seinna hjónabandi beggja. Frá Hvallátrum fluttu þau 1879 og bjuggu eftir það í Skáleyj- um 20 ár til dánardags Gísla, 13. júní 1899. Þessir nefndu forfeður Gísla Einars Jóhannessonar í Skáleyjum voru dugmikið eyjabú- skaparfólk, sem farnaðist vel í starfi, var vant sambýli og lagði sig fram í lífsháttum sínum svo að sambýli og þröngbýli við nægta- brunna hlunnindanna í Vestureyj- um yrði sem farsælast. Bújarðirn- ar voru nokkur hundruð af hverju lögbýli (eyju), t.d. 10 hundruð í Skáleyjum fyrir hvern bónda en þar sátu 4 fyrr á tíð. Löndum var deilt í marga smáa eyjaparta til grasnytja á slætti en beit óskipt. Hlunnindi voru svo nytjuð eftir eldfornum reglum samvinnuhefð- ar og afrakstri skipt í hlutföllum miðað við ábýli. Þess vegna var við lýði gagn- merkur lífsháttur í Skáleyjum sem einkenndist af skörungsskap og skilningi á mikilvægi góðrar samstöðu í hvívetna. Það gilti jafnt um karla og konur. Líklega hefir misrétti milli kynja verið í sumum greinum minna þar en annars staðar á landinu og kröf- urnar jafnari til bæði karla og kvenna. Eitt dæmi um skör- ungsskap Kristínar Pétursdóttur og þá um leið um réttarstöðu hennar í samfélaginu vil ég greina fyrri fullyrðingum mínum til stuðnings. Sú saga er sönn af henni, að hún hafi farið langa og stirðfarna leið til sjávar út í Stráka brýnna er- inda. Hún frétti að Jón Þórðarson, eiginmaður Kristínar Daníels- dóttur, vinkonu hennar væri kom- inn þangað í lendingu þeirra er- inda að grennslast fyrir um mögu- leika til dvalarleyfis í Flateyj- arhreppi fyrir sig og fjölskyldu sína hjá oddvita, þar sem honum fannst lífvænlegra fyrir sig að bjargast þannig. Það mun hafa verið á hörðu árunum fyrir öld. Vinkonan beið með börnunum sín- um í litla bátnum erindisloka bóndans. Kristín Pétursdóttir átti það erindi út í Stráka að sækja vinkonu sína, fylgja henni heim til bæjar síns og veita henni vel og vísa henni svo á verustað í bæj- arhúsi litlu, sem hún átti sjálf ráð á. Þar mátti vinkonan eiga sér heimili og vera svo lengi sem hún kysi með fjölskyldu sinni hvað sem sveitarhöfðingjunum kynni að sýnast og vilja veita heimild til. Það varð svo sem Kristín Péturs- dóttir vildi og fann enginn að hennar ráðstöfun. Gísli var fjórða barn foreldra sinna af 10 sem þau áttu á árunum 1894—1912. Þau misstu tvö ung- börn. Hin komust upp og voru fædd á árunum 1894—1908. Gísli var skírður nafni afa síns, ef til vill af því að hann fæddist 1. sept. 1901 rúmum tveimur árum eftir lát afa hans. Öll börnin í Skáleyj- um vöndust margbreyttum störf- um eyjalífsins jafnharðan og þroski leyfði. Gísli átti nokkurt stríð við veikindi barnungur og bilaðist þá í lunga. Ekki aftraði það honum frá ævistarfi við bú- skap í Skáleyjum. Að sjálfsögðu var það nokkur fötlun að geta ekki andað djúpt að sér með tveim heil- brigðum lungum en áhuginn var jafn fyrir því. Hann tók þátt í öll- um störfum eftir getu og varð full- fær. Jafnframt hafði menningarlíf eyjanna þróað og eflt í áranna rás mikil áhrif á persónumótun hans. Hann vandist heimilisguðrækni og lærði sönglög, ættjarðar- söngva, fjölmörg sálmalög og passíusálmalögin frá fyrstu bernsku. Öll algeng barnaskólafög lærði hann með systkinum sínum í heimaskóla. Ungur las hann hús- lestra og ungur varð hann í for- verki á búi móður sinnar eftir lát föður hans, 22. maí 1918. Hann varð aðalstoð hennar við búskapinn frá því þar til hún af- henti honum ábúð á föðurleifð hans. En hann lagði sig líka eftir því að verða læs á erlend tungu- mál, dönsku, ensku og þýsku. í því skyni var hann tíma og tíma í Flatey hjá embættismönnum og fékk tilsögn m.a. hjá föður mínum. Haustið, sem hann varð 24 ára, fór hann námsferð til Danmerkur. Haustið nýtti hann til starfs á sjálenskum búgarði og var svo veturinn á Askov-lýðháskólanum. Sjálfsnám hans og þessi námsferð voru í samræmi við hugsunarhátt hans sem kenna má við aldamóta- mannahugsunarhátt og hugsjónir æskumanna á öndverðri tuttug- ustu öldinni hér á íslandi. Þess gætti líka alla ævi hans eftir því sem kynni mín af nafna mínum hafa sýnt mér, að hann hafði allt- af mikinn áhuga á hvers kyns mannbótaefnum. Hann lagði sig eftir að lesa góðar bækur og eign- ast þær. Hann lagði eyru af áhuga að fræðandi efni í útvarpi og fylgdist með framförum til huga og handar eftir því sem efni stóðu til. Árið 1928 urðu þáttaskil. Þá tók hann við föðurleifðinni og gerðist algildur bóndi á hálfum Skáleyj- um, þ.e. sameinuðum Innri-bæ og Efri-bæ, sem Jóhannes faðir hans hafði haft ábýli á og byggt húsið sem hefir borið heitið Sólheimar á bókum svo lengi sem það hefir staðið. Á Sólheimum hóf hann heimil- ishald með eiginkonu sinni, Sigur- borgu Ólafsdóttur frá Hvallátr- um. Brúðkaup þeirra stóð 23. júní 1928. Þá var kreppa í landi og þurfti bjartsýni til að hefjast handa í búskap en ekki var það þröskuldur í vegi áhugaríka bónd- ans Gísla Einars Jóhannessonar. Nokkrum bátakosti tók hann við. En það voru segl- og áraknúðir bátar. Það var ekki fyrr en 1932 sem Skáleyjabændur eignuðust trillubátinn Kára, sem Valdimar, mágur Gísla, bátasmiður í Hval- látrum, smíðaði fyrir vél 1930 fyrir Hafliða Pétursson. Bátur er mikið haldreipi í eyjunum og margar ferðir fór Gísli á báti er- inda sinna farsæll jafnan og sigldi heill heim í vör. Og það voru fleiri ferðir en aðdráttaferðir og einka- ferðir bóndans, sem Gísli þurfti að fara. Hann var lengst af búskap- artíma sínum formaður búnaðar- félagsins og þurfti að sækja sam- bandsfundi. Hreppsnefndarstörf- um sinnti hann líka 4 kjörtímabil. í sóknarnefnd var hann ca. 36 ár. Sýslunefndarmaður og hrepp- stjóri var hann tæp 30 ár. En við búskap í Skáleyjum voru þau hjónin óslitið til 1967 um haustið. Þá brugðu þau á það ráð að koma nokkru af bústofni til Jó- hannesar, sonar síns, sem þá var bóndi í Flatey og fóru til vetrar- dvalar í Stykkishólmi að Austur- götu 10, einbýlishúsi sem keypt var til þeirra nota. Að vori var svo haldið heim til Skáleyja og jörðin nytjuð eftir bestu getu. Mótbýlis- maður Gísla, Guðmundur Guð- mundsson, hafði tekið upp þennan hátt að fara að hausti og koma heim að vori haustið 1963. Þessum búskaparhætti héldu þau til vors- ins 1977 þegar synir þeirra tóku við ábúð á Skáleyjum. Á þeim lið- ugt sex áratugum, sem Gísli var viðriðinn búskap í Skáleyjum, urðu miklar breytingar á mörgu sem að búskapnum laut og vélar komu þar til sögu eins og annars staðar á íslandi. Vélbáturinn kom eins og fyrr greinir. Vindrafstöð var sett upp á stríðsárunum (1943) og heimilið lýst með rafljósi. Heimilisrafstöð leysti hana af hólmi og heimilisdráttarvélin var tekin í notkun 1956. Gísli bóndi tók gjarna það í notkun sem til framfara var talið. En hann varp- aði engu góðu fyrir róða þótt gam- alt væri. Hlunnindin voru nytjuð og þeim sinnt með alúð og kost- gæfni enda maðurinn þeirrar gerðar að leggja alúð við allt sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.