Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 1984 27 Minning: Geir Þorleifsson múrarameistari Fæddur 27. desember 1921 Dáinn 18. janúar 1984 Geir var Borghreppingur, fædd- ur þriðja dag jóla árið 1921 og var því nýorðinn 62 ára er hann lést. Foreldrar hans voru Þorleifur M. Ólafsson, bóndi í Rauðanesi, og María Steinunn Eyjólfsdóttir. Eftirlifandi kona hans er Jóhanna Soffía Nyborg Jakobsen. Þau eign- uðust fjögur böm, sem öll eru upp- komin. Þau eru: María fædd 1947, Steinunn fædd 1950, Geirdís fædd 1953 og Þorleifur fæddur 1956. Geir var múrari að mennt og vann jafnan að iðn sinni í Borg- arnesi, þar sem hann hafði reist sér og fjölskyldu sinni heimili. Frístundum sínum varði hann gjarnan í hestamennsku. Þessi greinarstúfur verður eng- in úttekt á lífshlaupi Geirs frænda míns og vinar, til þess er ég ekki nógu kunnugur. Hér verða rifjuð upp örfá brot hugþekkra samveru- stunda er við áttum meðal hesta. „Happadýrið hesturinn hugann að sér vefur margan góðan gæðinginn guð mér lánað hefur". Ætli við Geir höfum ekki smit- ast af hestabakteríunni á sama bænum þegar við vorum drengir, ef hún hefur þá ekki verið í blóð- inu við fæðingu. Ungur missti Geir föður sinn og var frá níu ára aldri á Álftanesi, hjá afa mínum og ömmu, Haraldi Bjarnasyni og Mörtu Maríu Ní- elsdóttur. Þar var ég jafnan á sumrum þegar ég var strákur. Hestmargt var á Álftanesi á þessum árum og óvíða á landinu er ákjósanlegri reiðvangur, ýmist harðir sandar eða grónar sand- brekkur. Minnisstæður gleðidagur kemur upp í hugann. Það er búið að smala stóðinu heim og verið að raka af því áður en það er rekið á fja.ll. Þá var hrosshárið notað í reipi, gjarðir og bandbeisli. Faxið stýft rétt ofan makka og trippin höfð stertstutt. Þarna lá Geir ekki á liði sínu, enda snemma hand- takagóður og vogaði sér inn í rétt- ina með þeim fullorðnu að hand- sama stóðið, en Haraldur afi brá flugbeittu eggjárni á hrosshárið. Hesturinn var á þessum dögum þarfasti þjónninn auk þess að vera leikbróðir manna. Margt var góðra hestamanna í Álftaneshreppi á mínum bernsku- árum og gestkvæmt á Álftanesi, auk þess sem Álftanes er kirkju- staður og allir komu ríðandi á þessum árum. Gaman var að sjá hesta spretta úr spori á söndunum og hægt var að skoða í sandinum á hvaða gangi hestarnir höfðu farið og hversu skrefdrjúgir þeir voru. Þarna var sem sagt góður skóli fyrir hestamenn. Aldursmunur var á okkur Geir. Ég var fimm árum yngri. Það var því ekki lítil upphefð fyrir mig, þegar hann lét mig hleypa á móti sér á sandinum austan við Virkið og kenndi mér að ræsa hest til stökks við strik er hann hafði gert í sandinn. Hann var þá á - grá- skjóttri hryssu sem hann átti. Á þessum árum man ég eftir að tvær samkomur voru haldnar að sumrinu. Önnur var íþróttamót og hin kappreiðar Faxa, hvorttveggja á bökkum Hvítár í landi Ferju- kots. Nú bar það til að kappreiðar skyldu haldnar. Ekki fengum við krakkarnir að fara, en Geir var orðinn unglingur og fór með pilt- unum, eins og vinnumenn þeirra tíma voru kallaðir. Vegalengdin milli Álftaness og Ferjukots er röskir fjörutíu kílómetrar. Lagt var af stað keppnisdagsmorgun- inn ríðandi og komið heim undir morgun nóttina eftir. Þetta mun hafa verið sumarið 1937. Geir því verið 16 ára og Gráskjóna 4 eða 5 vetra. Hann fór með vinnumönn- unum eins og fyrr segir, enda orð- inn einn af þeim. Ekki þori ég að haida því fram að Geir hafi farið á Gráskjónu einni þessa leið, annars var það algengt að menn færu ein- hesta svona spotta á þessum ár- um. Geir var dulur maður og ekki hafði hann haft orð á því að hann ætiaði að reyna þá gráskjóttu. Undrandi urðum við því, heimilis- fólkið á Álftanesi, þegar við vökn- uðum um morguninn eftir kapp- reiðarnar og fréttum það að Geir hefði hleypt Gráskjónu sinni og ekki nóg með það, orðið fyrstur í folahlaupi með tímann 20,5. sek. Það var mjög gott á þeim tíma, þótt seinna hafi sérþjálfuð kapp- reiðahross sem koma óþreytt á bifreiðum til keppni hnekkt eldri metum. Leiðir okkar Geirs skilur, en alltaf þegar við hittumst er hann sami góði drengurinn, sem ég kynntist forðum daga á Álftanesi. Það er svo eftir að ég eignast Birkiból í Borgarhreppi að við för- um að sjást oftar. Fyrsta sumarið sem við vorum þar kom Geir upp- eftir og hjálpaði okkur að járna. Sagt skal nú frá því hvert karl- menni hann var. Við höfðum verið að girða heimundir bæ, hólf sem við ætluðum að nota fyrir hross, er svo viljað til að fuglshreiður var í horninu innan girðingar er vissi að bænum. Girtum við það af og settum gaddavírsrúlluna þar inn í. Við vorum að járna hestana en höfðum skilið eftir eina hryssu í nýju girðingunni. Hún undi illa einverunni og linnti ekki látum. Allt í einu sjáum við að hún er búin að ryðjast inn í afgirta horn- ið og hafði flækt sig í gaddavírs- rúllunni. Merin hljóp af stað með rúlluna í eftirdragi og hún hopp- aði og skoppaði um leið og sífellt meira dróst út af henni. Ekki var árennilegt að reyna að stöðva merina, sem var beislislaus og hljóp í boga með vírinn á eftir sér. Hiklaust hljóp Geir af stað inn í gaddavírsbogann og náði að komast fram með merinni. Hann greip með hægri hendi í faxið en fyrir nasirnar með þeirri vinstri og brá fæti fyrir hana um leið og hann stöðvaði merina og skellti henni á hlið. Allt gerðist þetta á andartaksstund. Hann hélt mer- inni svo niðri að framan en við hin komum og héldum henni að aftan og losuðum gaddavírinn sem var fastur i taglinu og kominn utan um báða afturfætur. Öskubuska, en það er nafnið á hryssunni, var nokkrar vikur að ná sér, en er að því er ég best veit við góða heilsu og í miklu uppá- haldi í Krossanesi. Þarna lagði Geir sig í mikla hættu. Á hverju sumri sýndi Geir okkur þá vinsemd að koma við á Birkibóli í sinni yfirreið. Vorum við búnir að ákveða að fara saman ríðandi einhverntíma um fagrar slóðir Borgarfjarðar, mér ókunnar en honum þekktar. Það er mínu vafstri að kenna að ekki varð af því og nú er það orðið of seint. Manni finnst eins og lífið vari endalaust meðan heilsan er bæri- leg og frestar oft út í hörgul eins og ég gerði í þessu tilfelli. Ég minntist á kappreiðar hér að framan. Þær sótti Geir jafnan en á seinni árum sem áhorfandi, hafði á seinni árum ekki lengur þörf fyrir annarra dóm á sínum hestum, en átti trausta og góða hesta og sneið þá að eigin smekk. Ferhendan framarlega í grein- inni er eftir frænda minn, Finn- boga Kristófersson, hagyrðing og hestamann frá Stóra-Fjalli. Það fer oft saman hestamaður og hag- yrðingur. Geir hafði gaman af hvoru tveggja, en flíkaði lítt sjálf- um sér á báðum sviðum. Blessuð veri minning hans. Samúðarkveðjur færi ég hans nánustu. Haraldur Jónasson. Þann 28. janúar var jarðsung- inn frá Borgarneskirkju Geir Þorleifsson múrarameistari. Hann fæddist 27. desember 1921. Foreldrar hans voru Þorleif- ur M. Ólafsson bóndi, Rauðanesi, og María Steinunn Eyjólfsdóttir. Ungur missti Geirsi, eins og við kölluðum hann, föður sinn og fluttist. þá móðir hans í Borgarnes en hann ólst að mestu leyti upp hjá Haraldi Bjarnasyni Álftár- nesi, Álftárneshreppi. Hann lærði múraraiðn í Borg- arnesi og vann við það þar og í nágrenninu til dánardags. Eftirlifandi kona hans heitir Jó- hanna Soffía Níborg Jakobssen ættuð úr Færeyjum. Þau áttu fjögur börn: Maríu f. 1947, búsett í Flórída, Steinunni f. 1950, býr á Breiðabólsstað í Reykholtsdal, Geirdísi f. 1953 og Þorleif f. 1956, bæði búandi í Borgarnesi. Núna síðustu árin hefur þeim hjónum veist sú ánægja að fóstra dótturson sinn, Geira, fæddur 1968. Hann er sonur Maríu. Aðaláhugamál Geirsa var hestamennska. Ævinlega átti hann nokkuð af hestum og einmitt í gegnum^þá tengdist hann okkur á Beigalda mjög mikið. Ég man ekki eftir öðru en hann hafi átt hestana sína í hagagöngu heima á sumrin. Framan af gengu þeir með heimahrossunum en síð- ustu árin í sérstakri girðingu norðan við aðalveginn. Oft kom Geirsi við í eldhúsinu í Beigalda, þáði kaffi og sagði sögur. Það var segin saga að ekki kom hann inn væru gestir fyrir. Hann var nefni- lega að eðlisfari hlédrægur, sein- tekinn en stór vinur vina sinna. Handtak hans sýndi hversu mik- illi hlýju hann bjó yfir. Geirsi hafði sérstaka hæfileika til að segja skemmtilega frá. Hann gaf sér góðan tíma. Ásamt hægðinni var það hnittið orðaval sem setti svip á sögurnar og stundum mátti sjá augun leiftra í takt við atburðarásina. Þá gat oft verið stutt i leikræna tilburði. Mínar fyrstu minningar um Geirsa eru nokkuð óljósar, ein- staka svipmyndir úr eldhúsinu heima man ég þó mjög glöggt. All- ir hlógu mikið og hann var mið- punktur. Sagði sögur og fór með vísur, innihald man ég ekki og hef sennilega alls ekki skilið þær. Eft- ir á veit ég að langflestar fjölluðu þær um æsku og uppvaxtarár á Mýrum vestur en þar áttu þeir pabbi svo mikið sameiginlegt. Hann sat gjarnan gegnt okkur krökkunum við borðið og öðru hverju gaf hann sér tíma til að láta vísifingur og litlafingur trítla yfir það með viðkomu á litlu nefi. Þetta er svo ferskt í minni að ég finn janvel enn spenninginn í maganum. Veturinn 1968—1969 múraði Geirsi íbúðarhúsið sem nú stendur á Beigalda. Næstum öllum stund- um vorum við systkinin hjá hon- um við vinnuna og spurðum eins og börnum er eðlilegt. Hann þreyttist. aldrei á að svara. Meira að segja reyndi hann að útskýra ættartengsl okkar og kallaði mig „Settu frænku". Mér var mikil stríðni að þessari nafngift enda aldrei kölluð Setta nema af hon- um. Hann var meinlaust stríðinn, beitti stríðni sem meiddi engan. Núna alveg nýlega hófu þau hjónin framkvæmdir í hestagirð- ingunni, við að koma sér upp sumarbústað. Margri stund var varið þar síðastliðið sumar við að girða og laga til. Elsku Bogga, enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Tím- inn einn ásamt sterkum huga get- ur læknað þau djúpu sár sem sorg- in grefur. Megi minningar frá liðnum tíma'koma þér til hjálpar, því þær verða ekki frá þér teknar. Ég og fjölskylda mín öll vottum þér, börnum, tengdabörnum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sesselja Árnadóttir Einn fagur vetrardagur, fann- breiðan liggur eins og hvítt teppi yfir öllu, sólin sendir síðustu geisla sína yfir dalinn. Einmitt í þessari fegurð jarðar er vágestur- inn mikli á ferð. Degi hallar, nótt- in leggst að, dimm og þögul, aftur nýr dagur. Snögglega hefur vinur verið kallaður til æðri starfa, mitt í dagsins önn, maður sem hafði starfað sem trúr og dyggur þjónn við það ævistarf, sem hann hafði valið sér. Þegar ég skrifa þessar fátæk- legu línur finnst mér undarlegt hvað mannsævin er margbreyti- leg, sorg og gleði skiptast á, því við fáum víst litlu ráðið þar um. Geir Þorleifsson fæddist á Hof- stöðum í Hálsasveit, 27. desember 1921. Foreldrar hans voru hjónin María Steinunn Eyjólfsdóttir og Þorleifur Ólafsson bóndi í Rauða- nesi í Borgarhreppi. Geir ólst upp hjá foreldrum sínum þar til hann missti föður sínn, fluttist hann þá með móður sinni og tveimur systr- um í Borgarnes þar sem hann bjó síðan alla tíð. Geir dvaldi sem barn á sumrum á Alftanesi á Mýr- um og voru honum minningarnar þaðan einkar kærar. Eftir ferm- ingu stundaði hann alla algenga vinnu, eins og títt var um unga menn á þeim árum, þar til hann hóf múraraiðn og sem múrara- meistari starfaði hann í Borgar- nesi og nágrenni þess til hins síð- asta dag. Var hann vel látinn í starfi enda maður traustur og vandvirkur. Mikið náttúrubarn var hann í eðli sínu, átti góða hesta, ferðaðist um heiðar og dali, frjáls og óháður öllu nema landinu og fegurð þess, hvort sem hann var einn á ferð eða í góðra vina hópi. Margar voru ferðirnar í Reykholtsdal til að heimsækja vini og frændur og svo hesta sína, sem hann átti þar í sumarhögum, var þá oft skroppið á bak og hendi strokið hlýtt um makka. óvenju seint var Geir á ferð að sækja fer- fættu vinina sína í þetta sinn, en hann var í þeirri för þegar kallið kom. Kveðjuorð þessi, sem ég hefi skrifað hér, eiga að vera þakklæt- isvottur frá mér og fjölskyldu minni til hans fyrir þau góðu og traustu kynni sem við höfðum af honum. Viljum við senda konu hans og börnum innilegar samúð- arkveðjur. „Sælir þeir sem hógvært hjarta hafa í líking frelsarans. Þeir sem helst með hóg\ærð skarta hlutdeild fá i arfleifð hans.“ (Valdimar Briem.) S.J. Utveggjaklœöning fyrir íslenskar aöstœöui áótrúlega hagstœöu veiöi! Hina stílhreinu Plagan Populár útveggja- klæöningu fáiö þið hjá okkur. Hentar bæöi nýbyggingum og gömlum húsum, t.d. ef auka þarf einangrun þeirra. Veggklæöning í hæsta gæðaflokki. Lítiö inn og kynnið ykkur kosti Plagan Populár veggklæöningarinnar. BYGGIIMGAVORUVERSLUIM LS K0PAV0GS BYKO TIMBURSALAN SKEMMUVEGI 2 SÍMI 41000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.