Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 1984 13 Náttsöngur List- vinafélagsins í Hallgrímskirkju í NÁTTSÖNG í Hallgrímskirkju í kvöld klukkan 22.00 munu hjónin Inga Rós Ingólfsdóttir og Höröur Ás- kelsson leika saman á selló og orgel tvö verk eftir Theodor Kirchner. Þetta verður síðasti Náttsöngur að sinni, því á föstunni eru haldnar föstuguðsþjónustur á miðviku- dagskvöldum í Hallgrímskirkju. í ár verður hafður nokkuð annar háttur á föstuguðsþjónustunum en áður. í tengslum við þær verður boðið upp á fræðsluerindi í safnaðarheimilinu, þar sem fyrirlesari verður Einar Sigurbjörnsson. Kaupþing hf.: Rætt um mögu- leika sparifjár- eigenda FYRIRTÆKIÐ Kaupþing efnir til al menns fræðslufundar næstkomandi fimmtudag klukkan 20.30 í Kristalssal Hótels Loftleiða. Á fundinum veröur fjallað um efnið „Hvað bjóða bankar sparifjáreigendum og hvers eiga þeir úrkosti annars staðar." Dr. Pétur H. Blöndal, fram- kvæmdastjóri Kaupþings, flytur inngangsorð. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Verzlunarbanka Is- lands, fjallar um samskipti banka og sparifjáreigenda. Guðmundur Arnaldsson, viðskiptafræðingur og fjármálastjóri Plastprents hf., fjall- ar um hag sparifjáreigenda fyrr og nú. Ari Arnalds, verkfræðingur, fjallar síðan um sparnað, en að er- indum loknum verða frjálsar um- Morgunblaðið/KÖE í leiknefnd Frumsýning á Okla- Herranætur: <■ ^ rri r \ r homa i Tonabæ í gær HERRANÓTT Menntaskólans í Reykjavík frumsýndi í gærkvöldi söngleikinn Oklahoma eftir Rogers og Hammerstein. Sýningar eru í Tónabæ. í frétt frá Herranótt segir, að það verði Iff og fjör á Herranótt, þar sem rómantík- in verði í hávegum höfð og atburðirnir svífi á rósrauðum skýjum blekkingarinnar. Leikurinn gerist í sæluríkinu Oklahoma árið 1880, sem á þeim tíma hét raunar Indi- an Territory og greinir frá baráttu kúreka og bænda fyrir auknu landrými, sem leiðir til stofnunar nýs ríkis, Oklahoma. Inní leik- inn fléttast svo söngur af ástum og mann- drápum, eins og vera ber í sönnum vestra. Leikarar í sýningunni eru 49 talsins, 24ra manna hljómsveit sér um undirleikinn og hefur Ríkharður Örn Pálsson útsett tónlist- ina og er hann jafnframt hljómsveitarstjóri. Bára Grímsdóttir hefur æft kórinn í sýning- unni og Ingibjörg Björnsdóttir einsöngvar- ana en leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir. Leikmynd og búningar eru gerð af hópnum undir stjórn þeirra Baltasar Samper og Hildar Svavarsdóttur, sem jafnfrmt eru leikarar í sýningunni. Halla Margrét Árna- dóttir er dansahöfundur og hefur æft dans- ana. f leiknefnd Herranætur eru nú sjö stúlk- ur, sem ákváðu að í ár skyldi ráðist í þetta stóra verkefni, og ekki brugðust nemendur skólans þeim því geysifjölmennt var á nám- skeiði því sem efnt var til í október og nóv- ember og var í raun undanfari sýningarinn- ar. Og nú sýnir Herranótt afraksturinn af vinnu þessa fjölmenna hóps í Tónabæ eitthvað fram eftir marsmánuði. Æskulýðsráð Reykjavíkur lagði hópnum til æfingahúsnæði og auk þess hafa fjöl- margir komið til móts við hópinn og á ýms- an hátt lagt honum lið. HAGKAUP Reykjavík Akureyri Njarðvík Fermi Jakki Jakki stærðir 1-2 789,- stærðir 1-2 789.- Buxur Buxur stærðirs-m-l 889,- stærðirs-m 989,- Jakki stærðir 1-2 Samfestingur stærðir xs-s-m-l 789,- I 989 - Jakki stærðir I -2 Buxur stærð s-m 989 789,- Jakki stærðir 1-2 Pils stærðir s-m-l 789, 989, Samfestingur stærðir xs-s-m-l 1989, Sfmi póstverslunar er 91-30980

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.