Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 1984 Hafnarverkamenn í Tallin, höfuðborg Eistlands, en keppni hefur verið milli fyrirtækja í Sviþjóð og Finnlandi um framkvæmdir við höfnina. ið í skilum með stríðsskaðabæt- ur. Þessi iðnaður hefur síðan náð markaðsstöðu í Sovétríkjunum. Af pólitískum „vináttu“-ástæð- um hafa Finnar séð sér hag í að halda uppi verulegum viðskipt- um við Sovétmenn og þannig hafa þeir getað baktryggt sig pólitískt. En hinn efnahagslegi ávinningur hefur líka verið veru- legur. Finnar hafa haft forskot þegar um viðskipti við Sovét- menn er að ræða og það er ósköp eðlilegt. Hin breytta afstaða Sovét- manna gagnvart Johnson-fyrir- tækinu vekur spurningar um það hvort Sovétmenn muni af póli- tískum ástæðum fremur kjósa að verzla við Finna en Svía þeg- ar um búnað vegna framkvæmda á landgrunninu er að ræða. Verði sú raunin eru vandamál framundan. Varasöm stefna Þegar pólitískar ástæður hafa neikvæð áhrif á efnahagslífið kemur ævinlega til álita hvort hvika skuli frá pólitískum markmiðum til að létta and- rúmsloftið og skapa nýjan við- skiptagrundvöll. Þetta er vara- söm stefna. Sé látið undan póli- tískum þrýstingi einu sinni verð- ur síðan erfitt að ákveða hvar mörkin skuli vera. Séu pólitísk sjónarmið látin ráða getur það líka orðið dýrkeypt. Sé unnt að halda pólitík og viðskiptahags- munum aðskildum er það til mikilla bóta. Enginn skyldi ráð- leggja sænsku stjórninni að gera ekki þær ráðstafanir sem hún telur nauðsynlegar vegna átroðnings sovézkra kafbáta í því skyni að bæta samkeppnis- aðstöðu sænskra fyrirtækja á sovézkum markaði. En Svíar hafa ekki skapað þetta vanda- mál — það hefur verið gert í Moskvu. Norðmenn eru farnir að íhuga möguleika á aukinni þátttöku í verkefnum á landgrunni Sovét- manna. Sjö norsk fyrirtæki, sem hafa sameinazt um stofnun fyrirtækisins BOCONOR, hafa uppi áætlanir um framkvæmdir á landgrunni Sovétmanna í Bar- entshafi. Þessar áætlanir eru til athugunar í Moskvu og er búizt við að afstaða verði tekin til þeirra í vor eða sumar. Norska stjórnin hefur lagt blessun sína yfir þessar ráða- gerðir BOCONOR svo fremi sem starfsemin verði í samræmi við venjulegar viðskiptareglur og í samræmi við þær reglur sem í gildi eru innan OECD og COCOM, þeirrar nefndar á veg- um NATO sem metur viðskipti með verðmæti er hafa hugsan- lega hernaðarþýðingu. Sovét- menn hafa óskað eftir pólitískri yfirlýsingu af hálfu Norðmanna sem iögð verði til grundvallar hugsanlegri samvinnu á þessu sviði. Norska stjórnin hefur ekki Ijáð máls á því og það er að öll- um líkindum skynsamleg af- staða. Með þvf er því fyrirfram hafnað að sjónarmið eins og þau sem Novosti túlkar í sambandi við áðurnefnda samkeppni Finna og Svía um hafnarframkvæmdir í Tallin eigi rétt á sér. Talið er að norsk fyrirtæki, sérhæfð í landgrunnsborunum, hafi sérstöðu varðandi sam- keppnishæfni á sovézkum mark- aði. Norðmenn hafa unnið braut- ryðjendastarf við vinnslu auð- linda á hafsbotni. Horfur eru á því að þeim takist innan tíðar að sigrast á vandamálum sem orsakast af ís, auk þess sem þeir standa sérlega vel að vígi vegna landfræðilegrar nálægðar við Sovétríkin og í því sambandi mun nálægðin við eigin vinnslu- svæði út af vesturströndinni auðvelda viðhald og aðra þjón- ustu. Þetta þýðir þó ekki að hægt sé að ganga að því sem vísu að viðskipti við Norðmenn verði ofan á. Á vissum sviðum standa þeir betur að vígi en aðrir í þess- ari samkeppni þegar um beina viðskiptahagsmuni er að ræða. En cf þessi samkeppni fær á sig pólitískan lit er ástæða til að vera á varðbergi. Afstaða Nov- osti til framkvæmdanna í Tallin skýrir það mál betur en flest annað. Arne Olar Brundíland er sérfræö- ingur í öryggis- og afvopnunarmál- um við norsku utanríkismálastofn- unina í Osló. Þessi blessuð börn Leiklist Ólafur M. Jóhannesson Þessi blessuð börn. Sjónvarpsleikrit eftir Andrés Ind- riðason. Leikstjóri: Lárus Ýmir Óskarsson. Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson. Leikmynd: Baldvin Björnsson. Hjónin eru skilin og konan sit- ur eftir með átta ára soninn en til stendur að selja ibúðina og af því tilefni mæta eldri hjón að líta á eignina. Frúin greinilega af þeirri kynslóð kvenna er heima sat og næsta nákvæm í mati sínu á húsnæðinu en karl þegir. Stráksi fer undan í flæm- ingi og lætur hugann reika til þess tíma er allt var i himna lagi á heimilinu. Mamman sussar á hann i tíma og ótíma milli þess er hún lýkur upp vistarverum heimilisins fyrir væntanlegum kaupendum. Púnktur og basta. Fannst sumum sem leikritið væri rétt að byrja þegar þvi lauk, en því miður, lýsingin að framan fangar fullkomlega efn- isþráð nýjasta islenska sjón- varpsleikritsins: Þessi blessuö börn eftir Andrés Indriðason. Ég verð að segja alveg eins og er að ég skil ekki til hvers er verið að eyða filmu í stundar- fjórðungslangt eintal miðaldra konu sem komin er til að kíkja á íbúð. Kannski Andrés Indriða- son hafi haft Hamlet í huga þeg- ar hann samdi þessar einræður. Sjálfur segist höfundur hafa skrifað þetta leikrit til að skyggnast inn í hugarheim barnsins. Enda leikritið samið á ári barnsins ’79. Slyngur leik- stjóri hefði ef til vill getað sýnt á eftirminnilegan hátt inní hug- skot átta ára snáðans áeiw’' hrekst undan hinum ofurná- kvæma gesti og þrasandi móður, fram og aftur um íbúðina æ dýpra inní eigið hugskot. En fáir eru spámenn í eigin föðurlandi og þótt Lárus Ýmir Óskarsson hafi dansað í frægðarsölum hins víðlenda Svíaríkis, þá verður honum rækilega fótaskortur. Kannski var dansgólfið of þröngt, í það minnsta tókst hon- um ekki að nýta sér rýmið í þá veru að skapa sannfærandi mynd af þeim skilnaðarheimi sem barnið lifir í. Það er ekki nóg að sýna fólk brosandi niðrí Laugardal við myndatökur og síðar heima í íbúð að þrasa um vídeotæki og hurðaleysi. Annars var einræða kerlingar svolítið skondin og rétt einsog klippt út úr raunveruleikanum, en það var jú allt og sumt. Tón- list Hjálmars H. Ragnarssonar var einnig sérlega áheyrileg og leikmyndin lagleg. Hitt er öllu gleðilegra að búið er að selja þetta leikrit Andrésar Indriðasonar til frænda vorra í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Og segiði svo að frændur séu frændum verstir! Svona undir lokin má ég til með að geta þess að góður listvinur hringdi í mig að lokinni útsendingu þessa nýj- asta sjónvarpsleikrits Andrésar Indriðasonar og bað mig að koma eftirfarandi á framfæri við sjónvarpið: Hvernig dettur ykkur í hug að fara svona með skattborgarana? Það myndi ekki hvarfla að frjálsum leikhóp útí bæ að setja upp jafn efnisrýrt verk. Ég held að ég geri þessi orð listvinarins að mínum og vona að þeir hjá sjónvarpinu svari ekki bara ... snúrrí ... púrrí. Kvennaframboðið í Reykjavík: Hafnar tillögum um afkomutryggingu MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Kvenna- framboðinu í Reykjavík: „Kvennaframboðið í Reykjavík ítrekar mótmæli sín gegn efna- hagsráðstöfunum ríkisstjórnar- innar. Þær hafa haft í för með sér stórfellda eignatilfærslu frá launafólki til atvinnurekenda og leitt til meiri kjaraskerðinga en launafólk hefur mátt þola sl. 30—40 ár. Þessar kjaraskerðingar hafa bitnað harðast á láglauna- fólki, og enn aukið efnalegt mis- rétti í þjóðfélaginu. Jafnframt hefur þessi efnahagsstefna haft í för með sér sívaxandi atvinnu- leysi. Konur hafa sérstaklega orðið fyrir barðinu á þessari stefnu, þar sem þær eru fjölmennasti lág- launahópur landsins og á konur líta ráðamenn og atvinnurekendur sem varavinnuafl, sem sjálfsagt sé að senda heim eða kveðja út á vinnumarkaðinn að þeirra henti- semi. Kvennaframboðið gerir þá kröfu að í kjarasamningunum verði kaupmáttarskerðingar launa endurheimtar og styður þá kröfu Félags bókagerðarmanna og starfsmanna Álversins á því sviði. Jafnframt gerir Kvennaframboðið þá kröfu að launataxtar lægstu launa verði hækkaðir og að aftur verði tryggt að einhvers konar dýrtíðarbætur komi á laun. Kvennaframboðið hafnar hug- myndum um afkomutryggingu, sem lausn á smánarlegum kjörum láglaunahópa. Vinna skapar arð og þeim sem arðsins njóta ber að greiða laun fyrir hann. Kvenna- framboðið skorar á samning- anefndir launafólks að láta ekki deigan síga í komandi baráttu, og nota öll tiltæk ráð til þess að endurheimta sjálfsagðan rétt launafólks í landinu til mannsæm- andi launa fyrir vinnu sína.“ Odýr bambushúsgögn Bambusstól m/pullu kr. 1.857,-, Bambusstóll m/pullu kr. 2.245,- Hringborð kr. 2.218,- Speglar, verð frá kr. 1.245,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.