Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 1984 15 Sprengjutilræði Símamynd AP. Tvær handsprengjur sprungu í anddyri stórrar versl- unar í Jerúsalem í ísrael í dag. Fjórum sprengjum hafði verið komið fyrir í kassa í anddyrinu, en tvær sprungu ekki. 22 slösuöust, einn lífshættulega, en allir illa. Enginn hafói lýst verknaöinum á hendur sér síðast er fréttist, en ísraelski herinn hafði handtekiö nokkra araba og sættu þeir yfirheyrslum. Vaxandi njósnir Austur-Evrópu- ríkjanna í Noregi Ósló, 28. febrúar. AP. „ÁHUGI kommúnistaríkjanna á Nor- egi hefur vaxiö mjög á síðustu árum og njósnarar þaöan eru nú fleiri hér en nokkru sinni fyrr. heir eru einkum á höttunum eftir iðnaðarieyndarmál- um en Norömenn ráða nú yfir mikilli tækniþekkingu hvaö varðar olíu- vinnslu," segir Jostein Erstad, yfir- maöur norsku leyniþjónustunnar. „Sú breyting hefur orðið á, að leyniþjónustur kommúnistaríkj- anna stunda nú miklu víðtækari starfsemi í Noregi en áður var. Venjulegar njósnir, undirbúning skemmdarverka og stór liður í starfseminni er að koma á fram- færi röngum upplýsingum og grafa undan tiltrú almennings á mönnum og stofnunum, sem and- stæðar eru hagsmunum kommún- istaríkjanna." Jostein Erstad greindi frá þessu í fyrirlestri, sem hann flutti í Ósló í fyrri viku, en það var í fyrsta sinn sem haldinn er opinber fyrirlestur um starfsemi og viðfangsefni norsku leyniþjónustunnar. Jostein Erstad segir, að flestir njósnarar austantjaldsríkjanna hafi löglegt dvalarleyfi í Noregi og að lítið sé um að þeir reyni að koma Frænka forsætisráðherrans vill flýja A-Þýskaland: Stoph reynir að gera sem minnst úr skyldleikanum Berlín, 28. Tebrúar. AP. Berlín, 28. Tebrúar. AP. WILLI Stoph, forsætisráðherra Austur-Þýskalands, reyndi í dag að gera sem minnst úr skyldleika sín- um við konuna, sem ásamt fjöl- skyldu sinni hefur leitaö hælis í vestur-þýska sendiráðinu í Prag í Tékkóslóvakíu og krefst þess að fá að flytjast til Vestur-Þýskalands. Þykir þetta mál mjög vandræðalegt fyrir austur-þýsk stjórnvöld. í fremur óvenjulegri frétt, sem hin opinbera fréttastofa A-Þýska- lands flutti, var viðurkennt, að austur-þýsk fjölskylda væri í v-þýska sendiráðinu í Prag og að föðurnafn konunnar væri Stoph. Sagt var líka, að forsætisráðherr- ann væri ekki í „neinum tengsl- um“ við fjölskyiduna en ekki er litið á það sem beina neitun við því, að þau séu skyld eins og vestur-þýska stjórnin hefur stað- fest. í fréttinni var farið mjög háðulegum orðum um fjölskyldu- föðurinn og sagt, að hann væri hinn mesti ævintýramaður. Hans-Dieter Berg og kona hans Frásögn liðhlaupa úr sovéska hernum í Afganistan: Liðsandinn í molum og liðhlaupum fjölgar æ leituðu hælis í vestur-þýska sendi- ráðinu ásamt börnum sinum tveimur, sjö ára gömlum syni og þriggja ára gamalli dóttur, og móður Bergs, Olgu. í vestur-þýsku blöðunum hafa borist fréttir um, að tveir eða þrír aðrir Austur- Þjóðverjar hafi leitað á náðir v-þýska sendiráðsins í Prag en þær hafa ekki fengist staðfestar. Stjórnum beggja þýsku ríkj- anna þykir þetta mál hið óþægi- legasta. Willi Stoph og austur- þýskum stjórnvöldum finnst það lítillækkandi en vestur-þýska stjórnin óttast að afleiðingarnar geti orðið stirðari samskipti milli ríkjanna. Þess vegna vilja þær sem minnst um málið tala en sagt er að samningaviðræður fari fram á bak við tjöldin. New Haven, ('onnecticut, 28. febrúar. AP. EF MARKA má upplýsingar tveggja liðhlaupa úr her Sovétmanna í Afg- anistan, sem komnir eru til Banda- ríkjanna, má ætla að alit að 2% her- mannanna gerist liðhlaupar í mán- uði hverjum. „Það hefur enginn áhuga á né vilja til að murka lífið úr saklaus- um borgurum," sagði hinn 19 ára gamli Alexander Boranov á fundi í Yale-háskóla í gærkvöldi. „And- legt þrek hermannanna er í algeru lágmarki," bætti hann við. Fund- urinn í gær er sá fysti í fyrirhug- aðri röð funda. Boranov og félagi hans, Nikolai Chernenko yfir- maður varnarmála Moskvu, 28. rebrúar. AP. VESTRÆNIR sendiráðsstarfsmenn sögðu í gær, að Konstantin Chern- eko, arftaki Yuri Andropov í emb- ætti leiðtoga sovéska kommúnista- flokksins, væri nú jafnframt orðinn formaður varnarmálaráðs landsins. Embætti þetta er æðsta embætti ör- yggis- og varnarmála í landinu. Að vanda hefur ekki verið skýrt frá þessari auknu vegsemd Chern- enkos í sovéskum fjölmiðlum. Hins vegar skýrðu sendiráðs- starfsmenn frá því að á degi hers- ins, sem haldinn var hátíðlegur sl. fimmtudag, hafi Nikolai V. Ogar- kov, marskálkur og yfirmaður sov- éska hersins, vitnað til Chernenk- os sem formanns varnarmála- ráðsins. Forverar Chernenkos, bæði Andropov og Brezhnev, höfðu þetta sama embætti á hendi sem og forsetatign og embætti leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins. Chernenko hefur enn ekki verið kjörinn forseti Sovétríkjanna. Eigi embætti forseta að falla Cherneko í skaut er talið líklegt að hann verði kjörinn á næsta fundi æðsta ráðsins í maí eða júní. Razkov, gerðust Iiðhlaupar í júlí í fyrra, en voru síðan handteknir af frelsissveitunum. Urðu að dvelja í 5 mánuði í fangabúðum þeirra, skammt frá Kabúl, en bera þeim vel söguna. Segjast hafa notið góðs aðbúnaðar og verið hjálpað til að flýja til Evrópu eftir leyni- legum leiðum. í frásögnum sínum sögðust þeir Boranov og Razkov oft hafa heyrt af fjöldaaftökum sovéskra borg- ara, án tillits til kynferðis eða ald- urs. íbúar sumra þorpa hafa í sumum tilfellum verið myrtir allir með tölu. Ekki kváðust félagarnir hafa orðið varir við að efnavopn- um væri beitt í Afganistan. Þær fregnir bárust svo frá Islamabad í Pakistan í morgun, að eldflaugar frelsissveitanna hefðu hæft sovéska sendiráðið í Kabúl öðru sinni í þessum mánuði. Skothríðin á Kabúl var hluti um- fangsmeiri aðgerða frelsissveit- anna víðs vegar um Iandið. Voru m.a. fjórar , lögreglustöðvar brenndar til grunna í orrahríð- inni. Nákvæmar upplýsingar um mannfall liggja ekki fyrir. inn í landið á fölsku nafni. Norska leyniþjónustan hefur farið fram á, að ferðafrelsi sendimanna frá kommúnistaríkjunum verði tak- markað en á það hefur norska utanríkisráðuneytið ekki viljað fallast. Svenn Stray, utanríkis- ráðherra, segir, að sú regla, að cr- lendir sendimenn geti farið frjálsir ferða sinna í Noregi, muni áfram gilda. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Filippseyjar: 45 falla í átökum Zamboanga, Kilippwvjum, 28. mars. AP. TALIÐ er aö a.m.k. 45 manns hafi lálið IiTiö í hörðum átökum á milli hersins á Filippseyjum og uppreisn- armanna úr röðum múhameðstrúar- manna á laugardag. Þetta er mesta mannfall í átökum þessara tveggja afla í endurteknum skærum að und- anförnu. Þá skýrði varnarmálaráðuneytið í Manila einnig frá dauða 12 manna í átökum við stjórnarherinn í öðru héraði. Átökin á öllum þremur stöðunum eru liður í baráttu að- skilnaðarsinna og vopnaðrar hreyf- ingar kommúnista gegn stjórnvöld- um. Moro-aðskilnaðarhreyfingin hef- ur í meira en áratug barist fyrir því, að múhameðstrúarmenn á Fil- ippseyjum fái að ráða sér sjálfir og þurfi ekki að lúta stjórn kaþólikka, sem eru í miklum meirihluta á eyj- unum. Jan 6/3 Jan 19/3 Jan 2/4 Jan 16/4 ROTTERDAM: Jan 7/3 Jan 20/3 Jan 3/4 Jan 17/4 ANTWERPEN: Jan 8/3 Jan 21/3 Jan 4/4 Jan 18/4 HAMBORG: Jan 9/3 Jan 23/3 Jan 6/4 Jan 20/4 HELSINKI/TURKU: Hvassafell 5/3 Hvassafell 26/3 LARVIK: Francop 12/3 Francop 26/3 Francop 9/4 GAUTABORG: Francop 13/3 Francop 27/3 Francop 10/4 KAUPMANNAHOFN: a Francop 14/3 Francop 28/3 Francop 11/4 SVENDBORG: Francop 1/3 Francop 15/3 Francop 29/3 Francop 12/4 ARHUS: Francop 2/3 Francop 16/3 Francop 30/3 Francop 13/4 FALKENBERG: Helgafell 14/3 Mælifell 20/3 GLOUCESTER MASS.: Jökulfell ........ 13/3 Skaftafell ....... 27/3 Helgafell ........ 14/3 Mælifell ......... 20/3 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ....... 28/3 ia SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.