Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 1984 19 Eyjólfur Sigurðsson hjá hluta þeirra bóka, sem verða á boðstólum á bókamarkaðinum. Ljósm. Mbi. KÖE. Bókamarkaður hefst í dag — fjögur til fimm þúsund bókatitlar á markaðsverði BÓKAMARKAÐUR hefst í Mark- aðshúsi Bókhlöðunnar að Lauga- vegi 39 í dag, miðvikudag. Alls verða á milli fjögur og fimm þús- und bókartitlar í boði á markaðs- verði, þar á meðal barna- og ungl- ingabækur, ævisögur, íslenskar og erlendar skáldsögur, ritsöfn, ætt- artölur og fleira. Þetta kom fram á blaða- mannafundi sem Bókhlaðan boð- aði til í gær og sagði Eyjólfur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bókhlöðunnar, að einnig væri í boði sérstakur magnafsláttur. „Ef verslað er fyrir eitt þúsund krónur, er veittur 5% afsláttur en við veitum 10% afslátt ef verslað er fyrir 3.000 krónur eða meira,“ sagði Eyjólfur. „Hinn árlegi bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda verður ekki haldinn í ár og ástæðan fyrir því að Bókhlaðan beitir sér fyrir svo stórum bóka- markaði er sú, að talið var rétt að beita sér fyrir því að mögu- leikar fólks á því að nálgast bækur á besta verði, yrðu ekki skertir." Bókamarkaðurinn stendur til 11. mars næstkomandi og meðal þeirra barnabóka sem til sölu eru, eru Grimmsævintýrin í frumútgáfu á 45 krónur hver bók, en margar barna- og ungl- ingabækur eru á verðinu 50—100 krónur. Einnig eru, eins og áður segir, til sölu ævisögur, ættar- tölur, skáldsögur og fleira. Nefnd um verkefni Bjargráðasjóðs: Iðgjöld af tryggingum yrðu geysihá vegna mikillar tjónatíðni — Sérstakur sjóður sjái áfram um tjón í hinum hefðbundnu búgreinum en aukabúgreinar tryggi sig á almennum markaði STJÓRNSKIPUÐ nefnd um verkefni Bjargráðasjóðs og athugun á trygg- ingakerfi fyrir landbúnaðinn telur að útilokað sé að fella útiræktun mat- jurta inn í tryggingakerfi, þar eð ið- gjöld þyrftu að verða geysihá vegna mikillar tjónatíðni. Þá telur nefndin, að mikil vandkvæði séu á því, að unnt sé að taka upp tryggingar á uppskeru- tjóni vegna grasbrests af völdum kulda, kals og óþurrka. í álitsgerð nefndarinnar, sem nú liggur fyrir Búnaðarþingi, kemur fram að nefndin telur að möguleik- ar eigi að vera á því að fá að tryggja hjá starfandi tryggingarfé- lögum alifuglarækt, gróður- húsarækt, fiskirækt, þ.m.t. klak- og eldisstöðvar, loðdýrarækt, svína- rækt og keyptar brunatryggingar á heyjum og búfé. Telur nefndin að slíkar tryggingar þyrftu að ná til tjóns af völdum sjúkdóma, tjóns af völdum fóðureitrunar og tjóns vegna bilana í tæknibúnaði búa. Varðandi búfjártjón í hinum hefðbundnu búgreinum, nautgripa- rækt, sauðfjárrækt og hrossarækt, svo og uppskerutjón á garð- ávöxtum og tjón vegna grasbrests og óþurrka, leggur nefndin til að framvegis verði svipað fyrirkomu- lag haft og verið hefur hjá búnað- ardeild Bjargráðasjóðs. Leggur nefndin til, að sérstakur sjóður taki við hlutverki deildarinnar og yfirtaki jafnframt skuldbindingar og eignir hennar. Tekjuöflun sjóðs- ins verði í meginatriðum sú sama og nú er hjá búnaðardeild Bjarg- ráðasjóðs, þ.e. framlög, tiltekinn hundraðshluti af söluvörum nautgripa-, sauðfjár- og hrossaaf- urða og garðávaxta. Þessi hundr- aðshluti gæti þó verið breytilegur eftir áhættu í hverri framleiðslu- grein fyrir sig. Telur nefndin að framlagið þurfi að vera a.m.k. jafn- hátt því, sem nú er, til að tryggja öryggi í landbúnaðinum og á móti því komi jafnhátt framlag ríkis- sjóðs. Þá leggur nefndin til að fyrirgreiðsla sjóðsins verði ein- göngu í formi óafturkræfra fram- laga eða styrkja (bóta). Þá leggur nefndin til að lögum um Viðlagatryggingu Islands verði breytt þannig, að tjón af völdum foks og óveðurs á öllum verðmæt- um, sem falla undir lögin, verði bætt með sama hætti og önnur hamfaratjón. Og einnig, að til tjóna á ræktunarlöndum skuli telj- ast tjón á girðingum umhverfis þau. Búnaðarþing hef- ur afgreitt 9 mál 58 mál hafa nú verið lögð fram á Búnaðarþingi og hafa 9 þeirra þegar verið afgreidd sem ályktanir Búnað- arþings. í ályktun um tölvuþjónustu búnaðarsambanda er stjórn Búnaðar- félags fslands falið að láta gera svo fljótt sem við verður komið áætlun um verkefni sem henta myndi fyrir . búnaðarsamböndin að tölvuvinna og þann kostnað, sem leiða myndi af tölvukaupum sambandanna. Þau mál sem lögð hafa verið fyrir Búnaðarþing og ekki hefur verið greint áður frá hér í blaðinu eru: Mál nr. 46: Erindi Gunnars Oddssonar og Egils Bjarnasonar um afurðalán. Mál nr. 47: Erindi Sigurðar J. Líndal um útrýmingu á riðuveiki. Mál nr. 50: Frumvarp til breyt- inga á iögum nr. 42, 12. maí 1969 um afréttarmálefni, fjallskil og fleira. Mál nr. 51: Erindi Sveins Jóns- sonar og Bjarna Guðráðssonar um leiðbeiningaþjónustuna. Mál nr. 52: Álitsgerð stjórnskip- aðrar nefndar um verkefni Bjarg- ráðasjóðs og athugun á trygginga- kerfi fyrir landbúnaðinn. Mál nr. 53: Erindi Jóns ólafsson- ar og Sveins Jónssonar varðandi tolla og söluskatt af fjárfestingar- vörum og fleira. Mál nr. 54: Tillaga til þingsálvkt- unar um úttekt á rekstrar- og af- urðalánakerfi atvinnuveganna, 203. mál 106. löggjafarþings. Mál nr. 55: Erindi Valgarðs Eg- ilssonar og Sigurðar Sigurðarsonar um sumardvöl barna og unglinga í sveit. Mál nr. 56: Erindi stjórnar Bún- aðarfélags íslands um milliþinga- nefnd til að endurskoða lög um Framleiðnisjóð landbúnaðarins, Stofnlánadeild landbúnaðarins og jarðræktarlög. Mál nr. 57: Erindi Jóseps Rósin- karssonar, Gísla Pálssonar og Sig- urjóns Friðrikssonar um loðdýra- rækt. Mál nr. 58: Erindi Jóseps Rósin- karssonar um flokkun heyköggla. Sett verði upp vegleg land- búnaðarsýning í Reykjavík í ÁLYKTUN Búnaðarþings um aukna upplýsingastarfsemi bændasamtak- anna er meðal annars lagt til að at- hugaðir verði möguleikar á að koma upp veglegri landbúnaðarsýningu í Reykjavík svo (ljótt sem auðið er. Einnig er lagt til að unnið verði að gerð myndbanda um landbúnað til sýninga í skólum. Þá er lagt til að stefnt verði að aukningu og eflingu allrar upplýsingastarfsemi landbún- aðarins, til dæmis að aukinni blaða- útgáfu og auglýsingum. „Búnaðarþing telur æskilegt að hafa árlega dag helgaðan landbún- aði og þá yrði lögð sérstök áhersla á að kynna landbúnað fyrir fólki í þéttbýli," segir einnig í álykt- uninni. í greinargerð með ályktun- inni segir að mjög gott tækifæri ætti að gefast til að halda veglega landbúnaðarsýningu í Reykjavík á næstu 2—3 árum. Sagt er að slíka sýningu sé hægt að halda án þess að bændasamtökin þurfi að kosta verulega til. Þá er sagt að landbún- aðurinn sé illa á vegi staddur varð- andi auglýsinga- og kynningar- starfsemi og hvergi þekkist, þar sem umtalsverður landbúnaður sé stundaður, að ekki skuli vera starf- rækt auglýsingaskrifstofa til að sjá um útgáfustarfsemi og auglýsingar fyrir landbúnaðinn og búvörur al- mennt. Riðuveikinni verði útrýmt SIGURÐUR J. IJndal búnaðarþings- fulltrúi hefur lagt fram á Búnaóar- þingi erindi þar sem lagt er til að stefnt verði að útrýmingu á riðuveiki úr landinu. í erindi Sigurðar segir að riðu- veiki hafi aukist mjög að útbreiðslu síðustu áratugi en andvaraleysi hafi ríkt gagnvart þessum sjúkd- ómi þar til nú á síðustu árum að farið var að spyrna við fótum gegn útbreiðslu hennar með niðurskurði. Hafi þetta lánast vel en hinsvegar standi litlar fjárveitingar til bóta- greiðslna, til þeirra sem farga fé sínu, í vegi fyrir áframhaldandil aðgerðum. Leggur Sigurður til að sú fækkun sauðfjár, sem fyrir- sjáanleg er vegna þröngra mark- aða, verði látin koma niður á riðu- veikum fjárstofnum og þrýst verði á um nauðsynlegt fjármagn í því skyni. Alþjóðlegt skákmót í Grindavík: Fyrsta alþjóða mótið utan Reykjavíkur „ÞETTA er í fyrsta sinn, sem al- þjóðlegt skákmót er haldið utan höfuðborgarinnar og verða meðal keppenda okkar fremstu skák- meistarar, sem að undanförnu hafa gert garðinn frægan, og einn- ig nokkrir erlendir meistarar. Alþjóðamótið verður svo vel skip- að, að þar geta keppendur unnið til áfanga að titli stórmeistara eða al- þjóðlegs meistara,“ sagði Jóhann l»órir Jónsson, ritstjóri Tímaritsins Skákar, scm gengst fyrir alþjóð- legu skákmóti í Festi í Grindavík, en skákmeistararnir dvelja á hót- elinu við Bláa lónið þar sem að- stæður eru mjög góðar. Mótið hefst í dag og í gær var dregið um töfluröð, en þátttakendur eru 12. Töfluröðin er: 1. Haukur Ang- antýsson, 2. Ingvar Ásmundsson, 3. Jón L. Árnason, 4. Björgvin Jónsson, 5. Helgi ólafsson, 6. Knezevic, 7. Elvar Guðmunds- son, 8. Gutman, 9. William Lombardy, 10. McCambridge, 11. Jóhann Hjartarson, 12. Larry Christiansen. Til þess að ná stórmeistara- árangri þarf viðkomandi skák- maður að hljóta 8 vinninga eða meira. Einn íslenzkur skákmað- ur gæti náð stórmeistaratitli ef Keppendur og aðstandendur alþjóðlega skákmótsins í Festi í Grindavík fyrir utan hótclið við Bláa lónið. Morgunbladiö/Júlíus. allt gengur í haginn, en það er Jóhann Hjartarson, sem hefur sigrað á þremur siðustu skák- mótum, sem hann hefur tekið þátt í. í Gausdal, í skákmóti Búnaðarbankans og Reykjavík- urskákmótinu. Framkvæmdastjórn mótsins skipa eftirtaldir: Eiríkur Alex- andersson, framkvæmdastjóri, Gísli R. ísleifsson, skákstjóri, Halldór Ingvason, bæjarfulltrúi, Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri, Jón G. Briem, lögmaður, Jón Böðvarsson, skólameistari og Páll Jónsson, sparisjóðsstjóri. Fyrstu verðlaun í mótinu eru 1.000 dalir, önnur verðlaun 600 og þriðju verðlaun 400, fjórðu verðlaun 300 dalir, fimmtu verð- laun 200 og sjöttu verðlaun 100 dalir. í dag tefla eftirtaldir sam- an; Christiansen — Haukur, Ingvar — Jóhann, Björgvin — Lombardy, Helgi — Gutman, Knezevic — Elvar og McCambri- dge og Jón L.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.