Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 1984
Guðmundur Magnússon rektor Háskóla Islands:
Háskólinn stofni fyrir-
tæki á sviöi hátækniiðnaðar
„MEÐ hugmyndum um stofnun
þróunar- og framleiðslufyrirtækis á
vegum Háskóla íslands á ég við
fyrirtæki á sviði hátækniiðnaðar.
Fyrirtæki sem myndi starfa tvíþætt,
annars vegar þróa hugmyndir á sviði
rannsókna og hins vegar við fram-
leiðslu," sagði Guðmundur Magn-
ússon, rektor Háskóla íslands, í
samtali við Mbl. Guðmundur hefur
bent á þessa leið sem iið til aukinnar
fjáröflunar Háskóla íslands og
framlag hans til eflingar atvinnulífs
I landinu, en Háskóli Islands rekur í
dag þrjú fyrirtæki, Reykjavfkurapó-
tek, Happdrætti Háskólans og
Háskólabíó.
„Þessar hugmyndir hafa verið í
gangi undanfarið ár og ég hef rætt
þær við forsvarsmenn iðnaðarins
og aðila innan Háskólans. Hafa
menn talið stofnun slíks fyrirtæk-
is vera spor í rétta átt. Til form-
legra umræðna við yfirvöld hefur
ekki komið enn. Hins vegar er
þetta þróun sem á sér stað við
marga háskóla erlendis. Ég nefni
sem dæmi tvo staði í Bandaríkjun-
um, Kaliforníu og Massachusetts,
einnig hefur þetta gerst í Stokk-
hólmi og í Lundi í Svíþjóð.
Svona fyrirtæki verður að
byggja á kunnáttu og vert er að
hafa í huga þá mörgu nýju menn
sem sífellt koma til landsins með
aukinn fróðleik og áhuga eftir
nám erlendis. Ef við ætlum að
virkja kunnáttu þeirra verðum við
að geta boðið upp á verkefni, fjár-
magn og aðstöðu. Ég vænti þess að
starfsmenn yrðu flestir háskóla-
menntaðir, enda erum við að ræða
um vandasama vinnu og rann-
sóknir. Þó væri ekki útilokað að
nemendur í námi fengju þarna
tækifæri á að spreyta sig, eins og
reyndar gerist að sumu leyti í
dag.“
Aðspurður um grundvöll til há-
tækniiðnaðar hérlendis sagði Guð-
mundur m.a. að vissulega gæti
stærð háskólans skipt nokkru
máli, en kvað harða samkeppni
hafa sýnt að framfarirnar yrðu í
smáum fyrirtækjum. Enda væri
ekki meiningin að fara skart af
stað. Varðandi möguleika í fram-
leiðslu tók hann sem dæmi verk-
efni sem nú er unnið að innan há-
skólans, staðsetningar- og fjar-
lægðarmælingatæki sem tekur
mið af gervitunglum. Er tækið
hugsað fyrir skip og þá í staðinn
fyrir lóraninn svokallaða. Einnig
nefndi Guðmundur ýmsa mögu-
leika varðandi rannsóknir á sviði
lífefnavinnslu og tölvuhugbúnað-
ar.
\áSk
Guðmundur Magnússon, rektor Há-
skóla Islands.
Lýst eftir vitni
að árekstri
Slysarannsóknadeild lögreglunn-
ar hefur beðið Morgunblaðið að
auglýsa eftir vitnum að árekstri,
sem varð í gærmorgun á mótum
Borgartúns og Kringlumýrarbraut-
Tveir bílar skullu saman, Fiat og
Opel, og eru báðir mikið skemmdir.
Umferðarljós eru á gatnamótunum
og er ágreiningur milli bílstjóranna
um stöðu þeirrajbáðir töldu sig aka
á grænu ljósi. Lýst er eftir vitnum
og sérstaklega ökumanni vörubif-
reiðar, sem vitað er að var við hlið
Fiat-bílsins, þegar áreksturinn
varð.
Matthías Á. Mathiesen á 32. þingi Norðurlandaráðs:
Viljum eiga gott og náið
samstarf um fiskvernd
„ÍSLENDINGAR hafa enn ekki
oröið aðnjótandi þeirra auðlinda,
sem hafsbotninn gefur frændum
okkar Norðmönnum og okkar
næstu nágrönnum, en vonandi
verður það í framtíðinni," sagði
Matthías Á. Mathiesen viðskipta-
ráðherra í ræðu, sem hann hélt í
gær í Stokkhólmi á 32. þingi Norð-
urlandaráðs. „Hitt er öllum ljóst,“
sagði ráðherrann, „að efnahagslega
hafa íslendingar verið háðari út-
flutningi sjávarafurða en flest ríki.
ísland leggur því megináherslu á
samstarf við nágrannalöndin um
verndun fiskistofnanna I Norður-
Atlantshafi."
Matthías Á. Mathiesen kvað
þörfina fyrir samstarf til verndar
fiskistofnunum aldrei nægilega
undirstrikaða. Hann sagði:
„Sjálfir þekkjum við það af dýr-
keyptri eigin reynslu, hve mikla
gát þarf að sýna við sókn í fiski-
stofnana. Þau úrræði, sem notuð
hafa verið við stjórn á fiskveiðum
við tsland undanfarin ár hafa til
dæmis ekki dugað til að tryggja
viðgang þorskstofnsins og þess
vegna hefur nú verið tekin upp sú
tilhögun að sérhverju veiðiskipi
er ætlaður árlegur kvóti.
Ástæða er til að benda á hvern-
ig Norðmenn og íslendingar hafa
með átaki verndunaraðgerða eflt
síldar- og loðnustofna á nýjan
leik. Þó hafa íslendingar enn
nokkrar áhyggjur af því að full-
fljótt sé sótt í Norður-Atlants-
hafssíldarstofninn. Sérhver þjóð
hlýtur að leggja á það megin-
áherslu, að hafa stjórn á lífsbjörg
sinni og tryggja vernd hennar,
vöxt og viðgang. íslendingar vilja
eiga gott og náið samstarf við
granna sína um fiskvernd. Það er
allra hagur að samræmi sé í sókn
í þá fiskistofna sem þar er að
finna. Nágrannaþjóðir hljóta að
þróa með sér samskiptareglur um
nýtingu sameiginlegra auðlinda
þar sem tekið er mið af gagn-
kvæmum hagsmunum. Slíkir
samningar eru af svipuðum toga
og þeir sem þjóðir gera til að
tryggja öryggi sitt gegn ágengni
annarra með hervaldi. Eins og
málum er háttað er óskynsamlegt
að láta nokkurn vafa leika á um
stefnu og ákvarðanir í öryggis-
málum. Það er jafnframt ástæða
tíl að minna á, að ekki er við hæfi
að þeir sem vilja leggja stund á
tilraunastarfsemi i öryggismál-
um og tala í nafni Norðurlanda
eða um Norðurlöndin auðveldi
sér leið að óljósu markmiði með
því að gleyma íslandi viljandi eða
óviljandi.
Enginn má skilja orð mín
þannig að ég taki undir óljósar
hugmyndir um kjarnorkuvopna-
lust svæði á Norðurlöndum; á
Norðurlöndum eru engin kjarn-
orkuvopn. Ég tel hins vegar með
öllu ótímabært að hefja slíka til-
raunastarfsemi nema hún sé lið-
ur í víðtækari aðgerðum, sem
samið er um milli austurs og
vesturs og taki mið af raunveru-
legum aðstæðum í Evrópu allri og
með fullu samkomulagi allra
Norðurlandanna."