Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 1984 Minning: Kjartan Hjálmarsson Fieddur 7. september 1920 Dáinn 20. febrúar 1984 Kjartan Hjálmarsson var mjög góður maður og við vitum að margir minnast hans. Okkur lang- aði til að skrifa stutta minn- ingargrein, þótt við gætum skrifað heila bók um hann. Hann kenndi okkur ekki lengi en þann stutta tíma sem hann gerði það, fór okkur að þykja vænt um hann eins og hann væri afi okkar allra. Við fengum aldrei tækifæri til að kveðja hann og við trúum því varla ennþá að hann sé dáinn. Það var hægt að trúa honum fyrir öllu, hann var skilningsrík- asti kennari, sem við höfum þekkt. Við munum alltaf minnast hans hlýjum huga og sjá hann fyrir okkur eins og hann sé iifandi, hressan og frískan. Við samhryggjumst öllum þeim sem þekktu hann, vinum og skyld- fólki, sem syrgja hann. Við vitum líka að margir eru daprir, þótt þeir láti ekki á því bera. Megi guð veita sálu hans náð. Þessa vísu sendi hann okkur í jólakorti: „Fylgir gjöfum innri ylur, upp af stilli sprettur hrós. Hjarta barnsins þakkir þylur þar sem glitra jólaljós." Ellefu og tólf ára börn, Ásaskóla, Gnúpverjahreppi. Kveðja frá lögreglufélagi Kópavogs í dag verður til moldar borinn frá Kristskirkju í Reykjavík, vinur okkar og starfsfélagi um langt árabil, Kjartan Hjálmarsson fyrrverandi barnakennari, en hann andaðist að morgni 20. febrúar sl. á sjúkrahúsi í London eftir mjög erfiða hjartaskurðað- gerð, aðeins 63 ára að aldri. Það kom okkur félögunum í lögreglufélagi Kópavogs að vísu ekki alveg á óvart, að svo gæti far- ið, sem nú er fram komið, því Kjartan hafði átt við vanheilsu að striða nú um nokkurt skeið, en að kallið kæmi svo fljótt, sem raun er á orðin datt víst engum okkar í hug, en það sannar okkur aðeins að enginn veit hver annan grefur. Það er erfitt að sætta sig við að þessi hugljúfi glaðværi og góði drengur skuli vera horfinn okkur fyrir fullt og allt, að aldrei framar skuli hans glettni svipur og glað- væra viðmót verða til þess að lyfta okkur upp úr drunga hversdags- leikans og létta okkur þannig amstur hins daglega lífs, en það skal okkur huggun harmi gegn, að minningin um góðan dreng og frábæran starfsfélaga mun fylgja okkur allt að leiðarlokum. Kjartan var fæddur á Arnar- götu 4 á Grímsstaðaholti, en það hús var í daglegu tali kallað Nýi- Bær, og mun nú löngu horfið ásamt götunni, sem það stóð við — þann 7. september árið 1920, sonur hjónanna Önnu Bjarnadóttur ætt- aðri frá Klúku í Bjarnarfirði á ströndum, og Hjálmars Hjálmars- sonar frá Bólu í Skagafirði, og var því Bólu-Hjálmar langafi Kjart- ans, en bróðir Hjálmars var Jón Lárusson kenndur við Hlíð á Vatnsnesi, landskunnur kvæða- maður og hagyrðingur. Kjartan var næst yngstur 7 systkina, 3 systra og 4 bræðra, sem öll lifa bróður sinn, að einum bróður undanskildum, sem lést að- eins 18 ára gamall, og varð bæði foreldrum og systkinum mikill ha- rmdauði. Hinn 9. júní árið 1945 gekk Kjartan að eiga eftirlifandi konu sína Vilhelmínu Einarsdóttur og varð þeim 3 barna auðið, 2 sona og einnar dóttur, auk þess, sem hann eignaðist einn son utan hjóna- bands. Störf sín sem barnakennari stundaði hann nokkuð víða um landið, svo sem á Patreksfirði, í Trékyllisvík á Ströndum og á Siglufirði, en lengst mun hann hafa starfað við barnaskóla Kópa- vogs, eða hart nær um 20 ára skeið, og þá bæði sem söngkennari en þó öllu meira við almenn kennslustörf, en á sumrin stund- aði hann ýmis önnur stðrf, svo sem við brúarsmíð og húsamálun. Hinn 1. júní árið 1966 hóf hann svo starf, sem lögreglumaður í lögregluliði Kópavogs, sem sumar- afleysingamaður og stundaði það starf í samfleytt 16 sumur, eða til ársins 1982 að hann tók sér frí, líklega fyrsta og eina sumarfríið um ævina, auk þess var hann oft kallaður til starfa er á þurfti að halda og hann gat því við komið, vegna síns aðalstarfs, og þannig var hann við störf hér i liðinu um tveggja mánaða skeið sl. sumar. Kjartan var góður lögreglumaður, en umfram allt góður félagi, sem alltaf var boðinn og búinn að rétta öðrum hjálparhönd ef eitthvað bjátaði á, glettinn og léttur í lund, og oft fljótur að koma auga á skoplegu hliðarnar á hverju máli, og lét það þá gjarnan í ljós með hnittinni vísu, en þó aldrei svo að það særði neinn eða meiddi. Mér finnst ein vísa, sem hann orti um sjálfan sig ungur að árum lýsa honum mjög vel, en hún er á þessa leið: Að yrkja og glettast er minn sess orð í fléttast þungan. Brokkar létt mitt ljóðaess leikur á spretti tungan. Já, þannig var Kjartan Hjálm- arsson, en bak við léttleikann glettnina og spaugsemina, bjó al- vara og ríkur skilningur á hinu mannlega eðli, hann var dulur í skapi og bar ekki tilfinningar sín- ar á torg, hann var gæddur ríkri réttlætiskennd, og lét hana óspart í ljós, maður, sem ekkert mátti aumt sjá án þess að reyna að hlynna að því, átti ákaflega erfitt með að þola að nokkuð eða nokkur væri órétti beittur og leitaðist ávallt við af fremsta megni að af- stýra því. Eins og áður hefur komið fram var Kjartan ákaflega vel hag- mæltur, og mun svo hafa verið um flest ef ekki öll systkini hans, enda ekki átt langt að sækja skáldskap- argáfuna, svo nákomnir ættingjar Bólu-Hjálmars sem þau voru. Hann var ákafur unnandi fer- skeytlunnar og þá ekki síður hinna íslensku rímnalaga, og starfaði um árabil í kvæðamanna- félaginu Iðunni og ekki síður og þó líklega öllu meira í kvæðamanna- félagi Hafnarfjarðar, og vona ég að á engan sé hallað þó ég segi að enginn íslenskur kvæðamaður hafi lagt eins mikið að sér við söfnun og varðveislu íslenskra rímnalaga og hann, ásamt systk- inum sínum og félögum bæði í Ið- unni og þó öllu fremur í kvæða- mannafélagi Hafnarfjarðar, en við það var hann óþreytandi til hinstu stundar. Kjartan hafði ákaflega þróttmikla háa og fallega söngrödd, sem hann beitti af miklu listfengi við flutning ís- lenskra rímnalaga, og það svo að að mínu áliti komst enginn ís- lenskur kvæðamaður með tærnar þar sem hann hafði hælana, utan ef vera skyldi Jón frændi hans frá Hlíð, og hygg ég að skarð það er nú hefur verið höggvið í garð ís- lenskra kvæðamanna verði vand- fyllt. Ég, sem þessar línur rita kynnt- ist Kjartani fyrir rúmum 40 árum, eða nánar tiltekið sumarið 1943, í eins dags ferð um Þingvelli, sem farin var á vegum kvæðamannafé- lagsins Iðunnar, og var sú ferð upphafið að þeirri vináttu, sem haldist hefur fram á þennan dag, án þess þar bæri nokkurn tímann skugga á. Kannski var það tilvilj- un, kannske eitthvað annað, sem réði því að á sl. sumri, eða ná- kvæmlega 40 árum eftir okkar fyrsta ferðalag fórum við okkar aðra sameiginlegu ferð austur í sveitir, og nú á vegum lögreglufé- lags Kópavogs, einnig eins dags ferð, og sem fyrr var Kjartan hrókur alls fagnaðar og var að venju óspar á hnitti-yrði og gam- ansamar vísur er vöktu óskipta gleði og kátinu í hópnum. J stuttri gönguferð sem við hjónin fórum ásamt Kjartani, um skógi vaxna ása í nágrenni Lauga- vatns, varð ég þess í rauninni fyrst var að vinur minn gekk ekki heill til skógar, og hafði orð á þessu við hann en hann vildi ekk- ert úr því gera, taldi þetta tíma- bundna þreytu, sem fljótlega myndi jafna sig, en raunin varð þó önnur eins og nú er fram komið. En þannig var Kjartan, hann var ekki að kvarta þó eitthvað bjátaði á, bar sig aldrei upp undan einu eða neinu, og allt var alltaf í besta lagi, lífið yndislegt og dásamlegt að vera til, alltaf jafn hress og kátur og virtist geisla af lífsorku, sem engin takmörk virtust vera sett, þess vegna er enn erfiðara að sætta sig við að hann skuli vera horfinn, en tíminn læknar öll sár, og lífið heldur áfram. Fyrir hönd okkar allra í lög- reglufélagi Kópavogs leyfi ég mér að þakka Kjartani að leiðarlokum samfylgdina vináttuna og góðvild- ina, megi góður guð styrkja hann og styðja á þeim nýju leiðum, sem nú bíða hans. Persónulega kveð ég vin minn og starfsfélaga, í sárum söknuði og þakka honum alla vináttuna og drengskapinn á liðnum árum. Við hjónin sendum Vilhelminu, börn- um þeirra og barnabörnum, svo og öllum ættingjum og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur full- viss þess að góðar minningar muni græða þau sár, sem svo skyndilegt fráfall ástvinar hefur valdið. Blessuð veri minning góðs vinar og drengs. Valdimar Lárusson. Kristín Theodóra Pétursdóttir frá Bergsholti - Minning „Leiðir okkar munu skilja og ást okkargleymast ... Og áin rennur burtu straumhörð og syngjandi, laus úr öllum böndum. En fjallið stendur eftir með minningar sínar og fylgir henni með ást sinni." R. Tagore Mig langar til að votta þessari gengnu konu virðingu mína, með nokkrum minningabrotum frá þeim dögum bernsku minnar og æsku, er leiðir okkar lágu saman. Kristín Th. Pétursdóttir og maður hennar, Lúther Jónsson, látinn fyrir allmörgum árum, voru Skógstrendingar en fluttu ung að árum að Bergsholti í Staðarsveit, Snæf., og hófu þar búskap. Fyrstu árin í fátækt frumbyggjanna eins og þá var títt. Þau þurftu að sjá á eftir bæ sínum og innbúi í bruna, en hófust handa á ný, án þess að láta deigan síga. í Bergsholti ólust upp börn þeirra öll: Jón, Svava, Fjóla, Ásthildur, Petrea, Óli og Pétur. Ég kynntist Kristínu og fjöl- skyldu hennar þegar ég var 8 ára gömul, en þá fluttist fjölskylda mín í Staðarsveit, er faðir minn gerðist prestur að Staðarstað. Fljótt tókst góð vinátta við heim- ilisfólk í Bergsholti. Það var í þjóðbraut og um ára- bil rak Kristín símstöð og var þar eini síminn í sveitinni á þeim tíma, svo þangað áttu margir er- indi. Löngu seinna sagði mér tengdafaðir minn sálugi, Halldór Jónsson, að fyrir bilaöld hefði Bergsholt þótt sjálfsagður án- ingarstaður fyrir ferðafólk. Sagði hann mér oftlega frá því að hann og aðrir sjómenn frá ólafsvík fóru suður í verið og gistu þar. Minnt- ist hann þá gestrisni, höfðings- skapar og glaðlyndi húsfreyjunn- ar í Bergsholti. Þó var þar hvorki hátt til lofts né vítt til veggja, en þar ríkti reisn, alúð og samheldni. Kristín var listakona af Guðs náð, og nutum við systkinin góðs af. Við vorum send til hennar með gömul föt af fullorðnum, og hvað gerði Kristín? Jú, hún venti því og töfraði fram jakkaföt, kápur og dragtir, brydduð og dúskuð með astrakani eða flaueli. Og úr silki eða tafti urðu til kjólar, blússur og pils, skreytt pallíettum og perlum. Aldrei sá ég konuna nota blöð eða myndir, enda fáséðir hlutir á þeim tíma í sveit. Þar voru aðeins henn- ar eigin hugur og hönd að verki. Nú sé ég þessar flíkur í anda sóma sér í hvaða tízkuhúsi sem er, London, París, Milano, en aldrei fór þessi kona út fyrir landstein- ana. Kristín var hefðar- og skart- kona í orðsins fyllstu merkingu, og kom fram af þeirri reisn, sem ís- lenzkri alþýðu var töm. Fáar kon- ur hefi ég séð bera klæði sín, hvort heldur var þjóðbúningur eða hvunndagskjóll, með slíkri reisn sem hún gerði. Hún var trúkona mikil og þjón- aði Guði sínum og kirkju alla ævi. Hafði sterka safnaðarkennd og átti einlægt og gott samband við sinn sóknarprest bæði í Staðar- sveit og Nessókn í Reykjavík. Það var henni eðlilegt og sjálfsagt. Kristín var ekki allra, en ein- lægur og traustur vinur vina sinna. Langar mig að þakka henni alla þá elskusemi og vináttu, er hún sýndi foreidrum mínum ævinlega. Á efri árum fluttu þau Kristín og Lúther til Reykjavíkur og stofnuðu heimili þar á Grenimel 20 ásamt Ástu dóttur sinni, Snorra syni hennar og Antoni Salómonssyni, sem kom ungur piltur á heimili þeirra og bjó með þeim ætíð síðan. Á Grenimelnum varð annað Bergsholt. Þá var ég á mínum unglingsárum í Reykjavík í skóla og kom þar oft. Alltaf ríkti sama gestrisnin og gleðin yfir smáu og stóru, veizlur voru haldn- ar og góðra vina fundir. Langt fram á tíðræðisaldur hélt Kristín áfram iðju sinni, að sauma, breyta og bæta. í Reykja- vík eignaðist hún ótal góðra við- skiptavina og voru henni falin hin ótrúlegustu verkefni á þessu sviði. Naut hún þá einnig aðstoðar Ástu dóttur sinnar. Þær voru ekki ein- asta mæðgur heldur einnig vinir. Síðustu árin stóð Ásta uppi með Kristínu móður sína sem barn í fangi sér. Slík var umhyggjan og alúðin. Nú stendur Ásta eftir með minningarnar og fylgir henni með ást sinni. Við leiðarlok samgleðst ég Kristínu og votta börnum hennar og venzlafólki samúð. Friður sé með henni og þökk. Ragnheiður Þorgrímsdóttir Landssamband mennta- og fjölbrautaskólanema: Mótmæla að tekjutrygging nái ekki til fólks undir 18 ára Framkvæmdastjórn Landsam- bands mennta- og fjölbrautaskóla- nema mótmælir harðlega ákvæð- um nygerðra kjarasamninga ASÍ og V'SI, þar sem mælt er fyrir að tekjutrygging nái ekki til fólks undir 18 ára aldri, segir í fréttatil- kynningu frá framkvæmdastjórn- inni. Að auki er árásin á náms- menn hert með ákvæðum um sex mánaða lágmarksvinnu áður en tekjutryggingu er náð. Áugíjóst er að þessi ákvæði koma harðast niður á fólki sem aðeins getur unnið hluta úr ári, þ.e. skólafólki. Reynsla ná- grannaþjóðanna hefur sýnt að slík ákvæði hafa einungis boðið atvinnurekendum upp á að segja fólki upp áður en það nær átján ára aldri, eða einfaldlega ekki ráða það ef það hefur náð um- ræddum aldri. Bendum við á baráttu nemendasambandanna á Norðurlöndunum í þessu sam- bandi. Það hlýtur að skjóta skökku við að heyra fagurgala forustu- manna ASÍ og VSÍ um hagstæða samninga til handa þeim verst settu, á sama tíma og hinir sömu slá námsmenn slíku bylm- ingshöggi. LMF skorar á viðkomandi að- ila að fella framangreind atriði út úr samningum áður en þeir hafa öðlast gildi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.