Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 1984 25 Þjóðin hafnaði þjónustutillögunni Bern, 27. febrúar, frá Önnu Bjarnadóttur. fréttaritara Mbl. TILLAGA UM frjálst val milli herþjónustu og óvopnaðrar þjónustu í þágu þjóðfélagsins var felld með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í þjóöarat- kvæðagreiðslu í Sviss nú um helgina. 77.891 studdu tillöguna en 1.360.960 greiddu atkvæði á móti henni. Þjóðin samþykkti hins vegar tvær tillögur um nýja vegaskatta. Önnur felur í sér hærri skatta fyrir þung farartæki og flutningabíla en hin 30 sv. franka (um 400 ísl. kr.) ársgjald fyrir límmiða sem heimilar ökutækjum akstur á hraðbrautum landsins. Þessir skattar eiga að færa um 400 millj. íslandi eru ekki margir, þótt áhugamannahópurinn að baki þeim sé fjölmennur. Því er það svo að vinatengslin verða sterkari en ella. íslenskir akstursíþróttamenn sjá því ekki einungis á bak frá- bærum ökumanni, heldur einnig ágætum vini og kærum félaga. Minningin um góðan dreng lifir áfram í hugum okkar! Stjórn LÍA sendir ástvinum Hafsteins öllum innilegar samúð- arkveðjur og biður góðan Guð að vaka yfir þeim. Kveðja frá stjórn LÍA. Dimmt var yfir febrúarmánuði en svartnættið varð algjört laug- ardaginn átjánda þessa mánaðar er okkur barst sú fregn að Haf- steinn félagi okkar væri látinn. Hvernig er hægt að trúa því að drengur í blóma lífsins sé kvaddur frá okkur; við erum skelfingu lost- in. Eins og dóttir okkar komst að orði, „en mamma af hverju hann Hafsteinn, hann var alltaf svo hress“. Þannig var Hafsteini best lýst með glettnisglampa í augnum og bros á vör, sem alltaf yljaði okkur um hjartarætur. Þannig minnumst við hans í hjörtum okkar um ókomna tíð. Lifi minn- ing hans. Aldrei erum við jafn smá og hjálparvana eins og á stundum sem þessum, fátæk huggunarorð mega sín lítiís við fráfall félaga og ástvinar. Elsku Hallveig og Todda, sorg ykkar er mikil og okkur skortir vald til að breyta þar um, megi Guð styrkja ykkur á þessari sorg- arstundu. Foreldrum, bróður og öðrum að- standendum sendum við okkar dýpstu samúð. Kær vinarkveðia. Oli, Stína, Rúna. „Þú átt eftir fimmtán ár í þessu," sagði maður oft við Haf- stein Hauksson, þegar talið barst að framtíðinni. Hann var aðeins 28 ára gamall, unglingur á mæli- kvarða rallakstursíþróttarinnar, sem hann hafði, fyrstur Islend- inga, ákveðið að hasla sér völl í af alvöru á erlendri grund. í þessari íþróttagrein geta menn reiknað með velgengni og framför fram yfir fertugt, og framtíðin blasti því björt við Hafsteini og Birgi Viðari Halldórssyni, félaga hans. Nákvæmlega eins og hér heima, kom hann eins og hvítur storm- sveipur inn í keppnina hörðu í Bretlandi og vakti athygli fyrir fjörlegan og kraftmikinn, en jafn- framt leikandi stíl, sem heillaði áhorfendur og kunnáttumenn. Þannig hafði hann stormað inn í rallaksturinn hérlendis árið 1979, eftir að hafa nasað af keppninni 1978, og hrist svo rækilega upp í keppninni hér heima, að eftir var tekið. Það var jafnan guiitrygging fyrir skemmtilegri og spennandi keppni, ef hann var þátttakandi. Það duldist ekki, að hér var á ferðinni maður, sem hafði ótví- ræða hæfileika til að ná langt. Þar fór saman leikni og fjör, keppn- isskap og keppnisnautn, sem geisl- aði út frá Escortinum, þegar hann sveiflaðist gegnum beygjurnar eins og ólmur gæðingur undir til- þrifamikilli stjórn. Já, Haffi hafði það, sem Vil- mundur heitinn hefði kallað “stæl“. Glaðvært fas og geislandi lífsnautn, sem speglaðist í þeim tökum, sem hann hafði á vélfákn- um. Höfðingslund, en undir sló stórt og hlýtt hjarta. Á góðum stundum ræddum við stundum um það, að þegar fram liðu stundir, myndum við eiga ógleymanlegar minningar til að rifja upp saman um viðburðaríkar og spennandi glímur, þar sem ótal atburðaperlur mynduðu glitrandi minningasjóð, eftir að rykið hefði sezt. Við töluðum líka oft um það, að kannski ætti gagnkvæm þátttaka og innbyrðis keppni ekki hvað minnstan þátt í því, að við værum enn i þessu. Saman bjuggumst við enn við því að eiga eftir að safna nýjum perlum í minningarsjóðinn okkar. En til þess kom þvi miður aldr- ei, hérna megin grafar. I miðri keppni, þar sem Haf- steinn virtist ætla að eiga sína stærstu stund fram til þessa, var hann á augabragði hrifsaður burt með sjaldgæfum hætti, en við sitj- um eftir hnípin og sem þrumu lostin. Hafsteinn Hauksson var enginn meðalmaður. Það var alltaf líf og fjör í kringum hann og með ólík- indum, hve margra skemmtilegra stunda er að minnast, þegar litið er til baka yfir svo stuttan æviveg. Hann var ungur maður á upp- leið, hafði nýlega tekið að sér að stýra sýningunni Auto ’84, en hon- um hafði tekizt mjög vel við frum- raun sína á því sviði í stjórnun sýningarinnar Auto ’81. Hann var skærasta von íslend- inga í ungri íþróttagrein, og hafði strax í upphafi keppnisferils síns erlendis varpað ljósi á land sitt. Við óvænt fráfall hans hafa ís- lenzkar bílaíþróttir orðið fyrir óbætanlegum missi, og sviðið stendur tómlegt eftir. Sárastur er missirinn fyrir fjöl- skyldu hans, ættingja og vini. Hjá þeim er hugurinn þessa sorgar- daga. Þeim sendum við samúðar- kveðjur með bæn um styrk og huggun. Með þeim munum við geyma minninguna um margar ógleymanlegar stundir, sem Haf- steini Haukssyni auðnaðist að gefa okkur á stuttum æviferli. Ómar Þ. Ragnarsson, Jón R. Ragnarsson. „Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki." T.G. Það má segja að með ótímabæru fráfalli Hafsteins Haukssonar verði mannsævin ekki talin í ár- um. Líf hans einkenndist af hraða og krafti hins unga manns sem engan tíma má missa til að koma sem mestu af ætlunarverkum sín- um í framkvæmd. Ungur stofnaði hann fyrirtæki með Hauki bróður sínum, bílasöl- una Braut. A skömmum tíma gerðu þeir þetta fyrirtæki að einu hinu öflugasta sinnar tegundar í landinu. Árið 1978 hóf Hafsteinn fyrst þátttöku í rallkeppni. Kom þá fljótlega í ljós hve snjall og út- sjónarsamur ökumaður hann var. Árið 1979 varð Hafsteinn Is- landsmeistari í rallakstri eftir glæsilegan sigur í einni lengstu og erfiðustu rallkeppni hérlendis. Árið 1981 var Hafsteinn ráðinn framkvæmdastjóri bílasýningar- innar „Auto 81“. Sýning þessi á vegum Bílgreinasambandsins varð mjög glæsileg og vel að henni staðið. Hafsteinn sýndi mikla hæfileika og skipulagsgáfu 1 því starfi sem best lýsir sér í því að við fyrirhug- aða bílasýningu Bílgreinasam- bandsins í vor var leitað til hans og hann ráðinn framkvæmdastjóri að nýju. Sem rallökumaður tók Haf- steinn íþrótt sína mjög alvarlega. Nú síðustu mánuði þegar vegir landsins bjóða ekki upp á aksturs- æfingar, undirbjó Hafsteinn sig með þrek- og þolæfingum. Frammistaða hans í skoska rall- inu á síðasta ári opnaði honum allar dyr. Þar tók hann þátt í bar- áttu hinna beztu í heiminum. Nú voru möguleikar hans miklir. Hinn stóri heimur var farinn að fylgjast með hinum unga ofur- huga. En skyndilega og fyrirvara- laust eru örlög hans ráðin. Hann sem svo oft hafði gert hið yfir- náttúrulega, þegar fararskjóti hans lenti i kröppum dansi, réð ekki við þær aðstæður sem þarna voru. Á snöggu augabragði var lífi hans lokið og þar með ferli eins litríkasta rallökumanns þessa lands. Kynni við Hafstein Hauksson verða flestum eftirminnileg. Þessi viðkunnanlegi ungi maður bauð af sér óvenjulegan þokka. í fram- komu var hann ljúfur og hæggerð- ur, en undir bjó skapfesta og kraftur. Hið bjarta norræna yfir- bragð duldist engum. Bros hans var heillandi. Hann dró að sér at- hygli hvar sem hann fór. Hið ótímabæra fráfall Haf- steins Haukssonar skilur eftir tómarúm. Góðar minningar og vinátta er það sem eftir stendur. Sá harmur sem nú býr í brjósti vinahóps Hafsteins er mikill, en mest er þó sorg ungrar eiginkonu hans og dóttur. Foreldrum hans og vandamönnum er vottuð inni- leg samúð. Þórir Jónsson sv. franka í þjóðarbúið á ári. Allir svissneskir karlmenn verða að gegna herskyldu sam- kvæmt stjórnarskránni. Þeir sem neita eiga yfir höfði sér fjögurra til átta mánaða fang- elsisvist. Menn eru kallaðir í herinn 20 ára gamlir og ekki formlega leystir úr honum fyrr en 30 árum síðar. Herskyldan krefst nokkurra vikna á hverju ári í upphafi en minni tíma þeg- ar menn fara að eldast. Vopn og herbúnaður er til taks á hverju heimili og menn bera ábyrgð á honum sjálfir. Svissneski herinn bindur þjóðina að miklu leyti saman og hún hefur löngum ver- ið afar hreykin af honum, en þeim sem ekki vilja gegna her- þjónustu af trúarlegum, sið- fræðilegum, p>ólitískum eða öðr- um ástæðum hefur fjölgað mjög undanfarin ár. Nú neita um 600 menn að meðaltali á ári og öllum er ljóst að einhverja lausn þarf að finna en hún hefur ekki fund- ist enn. Tillaga, sem samtök um „borg- aralega þjónustu" lögðu fram nú um helgina, þótti illa orðuð og gera mönnum of auðvelt að hafna herskyldunni. Ekki var ljóst í hverju „borgaralega skyldan" ætti að felast, en um- hverfisvernd og samfélagshjálp voru nefnd sem hugsanleg svið þar sem menn gætu tekið til hendinni. Stuðningsmenn tillög- unnar bentu á að nýja skyldan myndi vara helmingi lengur en herskyldan og þess vegna ekki reynst of lokkandi fyrir unga menn, en Svisslendingar reynd- ust ekki tilbúnir að hnika til settum lögum um herþjónustu. Ríkisstjórnin lagði fram til- lögur um vegaskattana. Margir óttuðust að fréttir af verkföllum flutningabílstjóra í löndunum í kring að undanförnu myndi hafa áhrif á atkvæðagreiðsluna og að Svisslendingar myndu ekki þora að auka kostnað bílstjóranna, en sá ótti reyndist ástæðulaus. Límmiðaskatturinn á væntan- lega eftir að koma mörgum ferðamönnum á óvart. Svona „áskrift" að hraðbrautum þekk- ist hvergi annars staðar og þýski samgöngumálaráðherrann sagði að þetta væri skref aftur á tíma póstvagnanna þegar hann heyrði um ákvörðun nágrannaþjóðar- innar. Þátttaka í þjóðatkvæða- greiðslunni um helgina var óvenju góð eða 52%. Svisslend- ingar eru kallaðir oft á ári að kjörborðinu og þátttakan er oft dræm en málefnin nú voru mik- ilvægari en í mörgum kosning- um. Bæjar- og sveitarfélög, kantónurnar og ríkið þurfa að spyrja kjósendur álits áður en vissir hlutir eru samþykktir eða framkvæmdir og fólkið sjálft getur safnað undirskriftum og krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um hvaða mál sem er. Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. 7 XR3i HEFUR ÞU AHUGA Á ALVÖRU SPORTBÍL? Viö getum útvegaö hinn frábæra ESCORT XR3i meö stuttum fyrirvara. Verð kr. 435.000,- Sveinn Egilsson hf.\ SKEIFUNNI 17 — SÍMI 85100 ***

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.